Tíminn - 04.01.1991, Qupperneq 10

Tíminn - 04.01.1991, Qupperneq 10
10 Tíminn Föstudagur 4. janúar 1991 MINNING Bjöm Gunnlaugsson Fæddur 2. júlí 1926 Dáinn 24. desember 1990 Ég sem þessar línur rita til minn- ingar um vinnufélaga minn og vin, Björn Gunnlaugsson, sem ég kynntist þegar leiðir okkar lágu saman á vinnustað Sambandsins við Laugarnesveg í júlímánuði 1982. Þessi vinnustaður varð hans þaðan í frá. Hann skilaði starfi sem okkur vinnufélögunum var ljóst að fáir gátu betur, að sjá um fjölbreytt- an vörulager í frostgeymslunni. Hann kom frá því að vera bóndi norður í Skagafirði, Brimnes hét bærinn í Viðvíkursveit. Björn var fæddur þar 2. júlí 1926. Foreldrar hans voru Sigurlaug Sigurðardóttir og Gunnlaugur Björnsson. Þau munu hafa búið á Brimnesi allan sinn búskap. Samtímis búskapnum kenndi Gunnlaugur við Bændaskól- ann á Hólum og skrifaði sögu Hóla- staðar. Björn ólst upp í foreldrahúsum ásamt annarri hálfsystur sinni, önnu Jónsdóttur, frá fyrra hjóna- bandi Sigurlaugar. Anna býr á Lauf- hóli í Viðvíkursveit, en hin systirin, Hulda, er búsett á Akureyri. Björn naut barnafræðslu þeirra tíma og fór síðan í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan. í huga Björns er Ijómi yfir Hóla- stað. „Heim að Hólum“ átti sérstak- an hljóm og djúpa merkingu í vit- und hans. Saga staðarins var hon- um að sjálfsögðu vel kunn, hann gat nefnt biskupana hvern fram af öðrum um aldaraðir. f fimmtíu og fimm ár átti hann heima á Brimnesi. Hann vann að búi foreldra sinna lengst af. Faðir hans mun hafa verið heilsutæpur um árabil og því mun búskapurinn hafa hvflt mikið á Birni. Eftir að faðir hans dó 1962 tók Björn við bú- inu, fyrst með móður sinni. Síðar varð bústýra hjá honum Jóna Gísla- dóttir frá Kirkjubóli í Ketildölum. Birni búnaðist vel og var í allgóðum efnum er hann hætti búskap. Birni munu hafa verið falin störf fyrir sveit sína, bæði heima í héraði og utan þess. Hin eðlislæga hlé- drægni hans bannaði honum að hafa orð á slíku. Marga ánægjustund átti ég, sem fólst þó í svo smárri athöfn að setj- ast við borðið hjá Birni á matmáls- tímum. Mér finnst núna, þegar aldrei aftur sú stund verður endur- tekin, að þá hafi maður þegið mest og notið við það eitt að bíða þar til Björn væri þess fullviss að viðkom- andi hefði frá engu að segja og hann fyndi umræðuefni. Sem sýndi hversu fjarlægt það var hans gerð að taka orðið af öðrum eða á nokk- urn hátt að láta á sér bera. Hófsemi þessa alþýðumanns, sem bar höfuð og herðar yfir fjöldann, hlýtur að vera öllum eftirminnileg sem hon- um kynntust. Ég kom einu sinni á heimili Björns við Laugateiginn. Þar bar allt vott um sérstaka reglusemi og snyrti- mennsku. Það þarf raunar engan að undra, sem eitthvað þekkti til Björns. Bækur eru þar margar af ýmsu tagi. Einnig nokkrir munir sem hver á sína sögu. Skrín með vel felldu loki sem Björn handlék af nærfærni. Niðri í skríni þessu eru vandlega innvafðir dýrgripir. Ekki af gulli gerðir, heldur hannyrðir for- mæðra hans sem þóttu listfengar. Á stofuveggnum hanga tvær örlitlar myndir. Björn fór með mig að þeim og bros var í svipnum. Þær eru gerðar af Sölva Helgasyni, sagði hann, og lét stutta sögu fylgja: Sölvi kom oft að Brimnesi til langömmu og langafa. Einhverju sinni var hann að sýna fólkinu myndir sínar og þótti sjálfum mikið til um. Guð- rún, amma þeirra systkina, þá telpa um fermingu, spyr Sölva um hvort eitthvað sérstakt sem hún tiltekur fari ekki betur, gert á annan veg. „Listamaðurinn" brást illur við, sem hans var von og vísa, og snupr- aði telpuna fyrir. En á næsta bæ hafði Sölvi orð á því að Iíklega hefði telpan hún Guðrún á Brimnesi rósavit. Þótt á heimili Björns séu margar bækur, sem fjalla um margvísleg efni og sumar fornar, þá er víst að þær eru ekki nema hluti af því sem hann hafði lesið. Mér finnst að næmi hans og minni hafi verið undravert. Hann kunni utan að setningar úr bókum sem hann var að lesa í það og það skiptið. Stephan G. og önnur skáld úr hans héraði voru honum hugstæð. Líklega væri samt vandfundið það ljóð eftir Jón Helgason sem hann kunni ekki að öllu eða nokkru leyti. Það var eitt sumar að við hjónin mæltum okkur mót við Björn, að vera þátttakendur í hópferð Ferða- félags íslands um sunnanverða Vestfirði. Við nutum þeirrar ferðar, landið og sagan öllum hugleikin. í náttstað að lokinni ferð um okkur áður ókunnugt landsvæði, var rifjað upp það sem fararstjórarnir höfðu frá sagt. Oft átti Björn í minni sínu sögu sem tengdist á einhvern hátt leiðsögn liðins dags. Frá Sjöundá á Rauðasandi, sem á sfna sögu um ill örlög, hélt hluti hópsins inn í Skor, eftir tæpri götu um brattar skriður Iangt ofan flæð- armáls. Þjóðskáldið Matthías Joc- humsson gerir hinn afskekkta stað minnisstæðan með eftirmælakvæði sínu um Eggert Ólafsson, „Gamall þulur hjá græði sat“ o.s.frv. Hinn gamli persónugervingur skáldsins sat þar þá og situr enn og segir hverjum sem hlustar frá feigð Egg- erts, hans ungu brúðar og skips- hafnarinnar allrar. Eða svo skildist mér á Birni er hann kom til baka og sagði mér af ferðinni inn í Skor. Það var einhvern laugardaginn á jólaföstunni að Björn sagði okkur hjónunum frá kaupum sínum á ljósrituðu eintaki af Passíusálmun- um, skrifað af Hallgrími sjálfum, því hinu sama eintaki og trúar- skáldið sendi Ragnheiði Brynjólfs- dóttir, biskups í Skálholti. Björn dáðist að fallegri rithönd skáldsins og kunni skil á þeirri atburðarás er varðveitt hafði handritið um aldir. Megi bæn skáldsins sem fylgdi sálminum í Skálholti, til Iflcnar hinni ungu móður, hafa orðið vini okkar til styrktar við endalokin. Hann lést á Landspítalanum á að- fangadag jóla. Aðstandendum öllum votta ég samúð við fráfall hans. Beri svo blærinn kveðju hans heim í sveitina hans. Heim að Brimnesi. Jónas Einarsson Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka f Reykjavík 4. janúar til 10. janúar er f Ingólfspótek og Lyfjaberg. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar f síma 18888. Hafnarfjorðun Hafnarfjarðar apótek og Norður- bæjar apótek eru opin á virkum dögum frá ki. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I því apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I síma 22445. Apótek Keflavfkur Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaoyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Seifoss: Selfoss apótek eropið til kl. 18.30. Op- ið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00- 12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabæn Apótekið er opið rumhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavfk, Settjamames og Kópavog er f Heilsuverndarstöð Reykjavfkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Sei- tjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00- 21.00 og laugand. kl. 10.00-11.00. Lokaö á sunnudögum. Vitjanabeiönir, símaráðleggingar og tlmapantan- ir I slma 21230. Borgarspftallnn vaktfrá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúöirog læknaþjónustu erugefnar í slmsvara 18888. Ónæmlsaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavfkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Seltjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00. laugardaga kl. 10.00-11.00. Simi 612070. Garðabæn Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, sími 656066. Læknavakt er I síma 51100. Hafnarfjörðun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, sfmi 53722. Læknavakt sfmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavfk: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Simi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sál- fræðilegum efnum. Sími 687075. Landspítalinn: Alla dagakl. 15 til 16ogkl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnarkl. 15- 16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspftali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öfdrunariæknjngadeild Landspftalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspítali: Alla virka kl. 15tilkl. 16ogkl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Botg- arspitalinn f Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðln Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartfmi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshæHð: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífílsstaðaspítall: Heimsóknar- timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspitali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30.___________ Sunnuhlið hjúkrunarhelmlli i Kópavogi: hleim- sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Kefiavikurlæknishéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhrfng- inn. Slmi 14000. Keflavik-sjúkrahúsið: Heim- sóknartími virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. A barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. ReyKjavfk: Seltjamamos: Lögreglan slmi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreiö slml 11100. Kópavogur Lögreglan sfmi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjoröun Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 51100. Keflavfk: Lögreglan slmi 15500, slökkvilið og sjúkrabíll sfml 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, simi 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsiö simi 11955. Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 22222. Isaflörður: Lögreglan sími 4222, slökkviliö sfmi 3300, brunasími og sjúkrabifreið slmi 3333. BOtVMENNTI R______________________________ Islensk þjóðmenning Islensk þjóðmennlng VII. Alþýðuvisindl — Raunvfsindi og dulfræði. Rrtsþóri: Frosti F. Jóhannsson. Höfundar Ámi Bjömsson, Jón Hnefill Aöalsteinsson, Jón Steffensen, Páll Bergþórsson, Þorsteinn Vilhjálmsson. Reykjavik — Bókaútgáfan Þjóðsaga 1990. Út eru komin 1., 5. og 6. bindi rit- safnsins íslensk þjóðmenning og nú er 7. bindið komið út. Rit þetta er meira en íslenskir þjóðhættir, þetta er íslensk menningarsaga frá upp- hafi og er í rauninni ekki bundið við „bændasamfélagið“ sem slíkt, held- ur mun víðfeðmara. Enda var ís- lenskt bændasamfélag arftaki ís- lenskrar miðaldamenningar og símóttækilegt fyrir áhrifum af hverjum tíma, ekki aðeins innlend- um áhrifum, heldur einnig samevr- ópskum. Hugtakið „bóndi“ hér á landi átti takmarkaðan skyldleika við evrópskan „paysan" eða bónda, en þar var hugtakið notað í niðrandi merkingu. Ritstjóri skrifar í formála: „Það sem eitt sinn voru talin góð og gild vísindi teljast það ekki lengur og eins getur farið um viðurkennd vís- indi nútímans." Hugtakið vísindi er einnig fljótandi hugtak. Margir telja að hugtakið verði aðeins gilt innan efnisvísinda og hin oft barnalega trú á eitthvað sem talið er „vísinda- lega sannað" getur orðið þversögn við breyttar aðstæður. Viðhorf manna til hugtaksins breyttist mjög eftir að Thomas S..Kuhn tók að fást við vísindahugtakið með ritum sín- um, einkum „The Structure of Sci- entific Revolutions" 1962. Vísinda- leg þekking hvers tíma er því sú þekking sem kemur mönnum að gagni í lífsbaráttunni, þ.e. sú merk- ing sem býr í hugtakinu, eins og það er notað í þessu riti. Sú þekking er þó ekki alltaf tímabundin en gild- ir um alla tíma. Ritstjóri getur þess í formála, að fjalla hefði átt bæði um lækningar á mönnum og skepnum, en enginn fannst til að rita um dýra- lækningar og er það skaði. Höfund- arnir skrifa um efnisþættina með það í huga að koma til skila þeirri þekkingu eða alþýðuvísindum sem vitað er að hafi verið iðkuð hér á landi fýrr á öldum. Erlendum fabúl- um, sem borist hafa hingað og eiga hér enga stoð í lífi þjóðarinnar, er sleppt. Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar um raunvísindi á miðöldum og er meg- ináherslan lögð á stjörnufræði, sem gerði farmönnum fært að sigla milli landa, svo og tímatal. Höfundur rekur þróun þessara þekkingarat- riða, heimildir eru raktar í tímaröð og stuðst við helstu útgáfu heimild- anna í Alfræði íslenzk I-III, sem Ká- lund gaf út á árunum 1908-18. Tveir Islendingar, Stjörnu-Oddi og Þorsteinn surtur, stunduðu sjálf- stæðar rannsóknir á grunni hefð- bundinnar þekkingar íslenskrar og gerðu þær breytingar sem nauðsyn krafði, þegar tímasetning raskaðist. Stjörnufræðin, sem íslenskir stjörnufræðingar stunduðu, „náði lengra og var raunhæfari en það sem menn fengust og studdust við í Evrópu á sama tíma". Árni Björnsson skrifar um tímatal- ið. Misseristalið var fullmótað hér á landi þegar kirkjutímatalið hófst með kristninni, en hið forna miss- eristal og vikuviðmiðun hélst meðal þjóðarinnar allar aldir jafnframt tímatali kirkjunnar allt fram á 18. og 19. öld. Þetta forníslenska tíma- tal var á ýmsan hátt sérstætt, tím- inn var reiknaður eða honum skipt í misseri, sumar og vetur, og vikurn- ar taldar innan árstíðanna. Kirkju- tímabilið, eða hið rómverska, var tímatal kirkjunnar ásamt misseris- talinu. Höfundurinn fjallar um skiptingu sólarhringsins í dægur og eyktir. Tíminn var einnig mældur í kennileitum. Þegar klukkur koma til sögunnar var víða sá siður að flýta klukkunni að sumri til svo að annar tími gilti í sveitum en þétt- býli. Árni lýsir rómversku tímatali og þeim breytingum sem á því verða í Vestur-Evrópu. Síðan lýsir hann íslensku tímatali ítarlega og ís- lenskri rímfræði, sem er einstök; hann ræðir ítarlega um fingrarím- ið. Þessi ritgerð Árna er mjög góð úttekt á því hvernig fyrri alda menn mældu tímann og fundu merkidaga og sýnir vel hugkvæmni lands- manna í þessum efnum fyrir daga almanaka og stundaklukkna. Jón Steffensen skrifar ritgerð um alþýðulækningar. Hann skiptir efn- inu niður eftir þremur trúarlegum tímabilum, heiðnum, kaþólskum og lútherskum. Höf. lýsir þeim pestum sem hrjáðu landsfólkið og þeim aðferðum sem ólærðir læknar beittu til að varast og lækna pest- irnar. Holdsveiki var hér lengi við líði, auk þess sem sullaveiki, gigt, tannskemmdir, berklar og geðveiki lagðist þungt á landsfólkið. Höf. rekur heimildirnar að sjúkdóms- sögunni og „læknisdómum alþýð- unnar". Þetta er mjög greinagóð ritgerð. enda er höfundurinn lærð- astur lslendinga nú á tímum um þessi efni. Jón Hnefill Aðalsteinsson ritar um spádóma, en tilraunir manna til þess að skyggnast inn í framtíðina hafa fylgt mannkyninu frá alda öðli og fylgja enn. Höf. fjallar um for- spár, drauma, illsvita og góðsvita, fyrirboða, virka spádóma og óskir. Þessi kafli snertir þjóðsöguna og hugtakið hjátrú. I lokin skrifar Páll Bergþórsson um veðurspár. Veðurglöggir ein- staklingar voru manna þarfastir með þjóð sem reisti svo mjög lífsaf- komu sína á sjávarafla og sjósókn og aflaði kvikfénu fóðurs á túnum og engjum. Veðurspárnar voru tengdar atvinnuháttunum, óað- skiljanlegur hluti þeirra. Páll rekur þetta í knöppu og skýru máli og birtir í lokin skrá yfir merkidaga, spár um veðurfar eftir veðri vissra daga. Allar þessar ritgerðir styðjast við heimildir að undangenginni heim- ildakönnun og höfundarnir leitast við að gera sér grein fyrir því „að rannsóknir vantar á því í hve mikl- um mæli sú þekking á raunvísind- um og dulfræðum sem komst hér á bækur hefur verið hagnýtt af al- menningi..." (Formáli Frosta F. Jó- hannssonar). Þetta rit er merkasta tilraun sem sett hefur verið á blað „til að átta sig“ á vissum þáttum íslenskrar meðvitundar fyrr á tíð og allt fram undir þetta. Levi-Strauss skrifar einhversstaðar að menningin hefj- ist með „steik og soðningu" en fyrsta atriðið er þó alltaf að taka mið og rata, átta sig á gangi árstíða og „kennileitum" festingarinnar. í bókarlok eru heimilda-, atriðis- orða- og nafnaskrár. Eins og í fyrri bindum, skortir ekkert á smekkíeg- an frágang ritsins og þakka ber Haf- steini Guðmundssyni, prentmeist- ara og útgefanda, fyrir hvert bindi sem út kemur. Siglaugur Brynleifsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.