Tíminn - 17.01.1991, Qupperneq 7
Fimmtudagur 17. janúar 1991
Tíminn 7
, , VETTVANGUR
Séra Gunnþór Ingason: ■ ■
STJORNUSKIN
Ó, hve dýrleg er að sjá
alstimd himinfesting blá
þar sem Ijósin gullnu glitra
glöðu leika brosi og titra
og oss benda upp til sín.
Kvöld- og næturhiminn stjömum
prýddur er fagur á að líta. Sú himin-
mynd sem blasir þá við augum í
Austurlöndum er þó enn tilkomu-
meiri en við sjáum hér svo norðar-
lega á hnettinum. Stjömumar rað-
ast þar greinilega upp í tilkomumik-
il mynstur, sem eru eins og vottur
um óbreytanleika og örugga reglu í
alheimi. Þó eru þær allar á hreyfingu
og sú mynd af þeim sem nú blasir
við augum tilheyrir fjarlægum tíma.
Blikur og bólstrar skyggja þó oft á
himinhvelfinguna, svo menn geta
sjaldan látið sig dreyma og horfið á
vit stjamanna. Fannfergi og óveðurs-
bál, sem rífa í sundur rafstrengi og
svera staura, em nærtæk vitni um
það. Og blikur og hættumerki má nú
víða greina um heimsbyggðina. Það
ríkir ekki sama bjartsýnin nú um
þessi áramót og fyrir ári. Það horfði
ffiðvænlega í heiminum þá en nú er
hætta á ófriði, styrjöld sem hefði
ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með
sér ef hún skylli á. Við vitum jafnvel
hvenær hún gæti brotist út, það er
búið að dagsetja hana nú um miðjan
mánuðinn og það þarf margt að ger-
ast skjótt svo hægt sé að forða því.
Austurlönd em nú í sviðsljósinu
eins og svo oft áður, ekki vegna þess
að nú er þrettándi dagur jóla og sagt
frá vitringum sem komu þaðan sem
góðir gestir, og hafa ef að líkum læt-
ur einmitt verið úr Persíu þar sem
nú heitir írak, heldur vegna þeirrar
stríðshættu sem þar vofir yfir. Full-
komnustu drápstól og vígvélar ber-
ast nú inn í nálæg lönd og flóa til
þess að tryggja að sú árásaraðgerð
sem kann að hefjast innan skamms
verði sem öflugust og hluti þeirra er
nú á siglingu þangað með íslensku
flutningaskipi. Það ætti að vera okk-
ur ljóst merki um það að við komum
ekki til með, frekar en aðrir, að geta
horft á hemaðarátökin úr hlutlaus-
um fjarska.
Það virðist þó fétt vera sem við get-
um annað gert andspænis yfirvof-
andi ógnum en beðið og vonað að
þær hverfi af sjónarsviði. En þó er
ákveðinn hópur manna hér á landi
orðinn ber að því að vilja gera eitt-
hvað þar að auki og hefúr skorað á
ríkisstjóm íslands að lýsa ótvfrætt
yfir andstöðu við stríðsaðgerðir
gegn nokkurri þjóð í Austurlöndum
nær. Þó telja megi að með því væri
verið að bregðast vinaþjóðum sem
nú búa sig til átaka væri sú yfirlýsing
samt réttmæt og virðingarverð því
hún sýndi siðferðileg heilindi, höfn-
un á þeim möguleika að leita lausn-
ar á víðtæku vandamáli með vafa-
sömum hemaðaraðgerðum og gæti
mtt braut að heillavænlegri lausn-
um sem fælu í sér viðurkenningu á
því að fleiri landsvæði em hemumin
í austri en aðeins Kúvæt.
Það er freistandi að sjá fyrir sér
bjarta himinstjömu ffernur en að
gæta að ófriðartáknum í nærtækum
lífsvemleika og samtíma. En því að-
eins er fagnaðarerindi Jesú Krists
boðað að það fái snert mannlíf og
sögu á hverri tíð og mótað hugsanir
og gjörðir manna. Það tekur ekki
langan tíma fyrir omstuþotu að fara
frá írak til Palestínu og eldflaug fer
þar á milli á örfaum mínútum, en
það hefúr tekið drjúgan tíma og
kostað töluverða fyrirhöfn fyrir þá
sannleiksleitendur og vísu menn
sem Guðspjall 13. dags jóla greinir
frá að fara sína ferð. Við sjáum þá fyr-
ir okkur ríðandi á úlföldum sínum,
farandi yfir óbyggðir og eyðimerkur
með stjömubjartan himininn yfir
sér, enda ófó jólakort sem draga upp
slíka mynd af þeim. Og þó sú mynd
sé fögur er sem á henni sé ákveðinn
óraunvemleikablær sem samræmist
betur helgisögnum og ævintýmm
en raunvemlegum atburðum. Þessi
frásaga hefúr enda ekki allra helst
sagnfræðilegt gildi heldur ffernur
táknrænt og trúarlegt gildi. En það
er þó merkilegt að einmitt á þessum
tíma mannkynssögunnar var víða
vænst stórtíðinda og tákna og vísir
menn og sannleiksleitendur gættu
vel að þeim. Rómverskir sagnarit-
endur höfðu og orð á því að um
Austurlöndin öll hafi því verið trúað
um þetta leyti og sú sögn gengið
manna á millum að heimsdrottnara
væri að vænta frá Júdeu. Og á ámn-
um 11,7 og 5 fyrir okkar tímatal bar
það einnig til að sérkennileg stjarn-
fyrirbrigði sáust á himni.
Árið 11 sást halastjaman Halley
mjög greinilega. Árið 7 mynduðu
Satúmus og Júpíter líkt og eina
stjömu á himni og árið 5 var sem
stjaman Síríus skini skæmm
bjarma við sólampprás og það í
mánuðinum ,>lesori“ samkvæmt
egypsku tímatali, en orðið ,Jdesori“
þýðir „fæðing konungssonar". Svo
merkilegt samhengi gat vissulega
hrært við einlægum stjömuskoð-
endum og sannleiksleitendum. Þó
þeir hafi rýnt í stærðfræði og bækur,
kannað heima og stjömur hafa þeir
sýnt undmm veraldar virðingu, ver-
ið við því óvænta búnir, verið gædd-
ir þeim eiginleika fremstu hugsuða,
vísindamanna og vitringa að leita,
kanna, undrast og dást og hafa við-
urkennt takmörk sín og smæð þrátt
fyrir visku og auð. Þeir fengu því
numið tign barnsins nýfædda, þrátt
fyrir lítilfiörlega umgjörð þess og
búnað, jötu og fiárhús. Þekkingarað-
ferðir þeirra vom þó harla ólíkar
þeim sem nú em helst virtar og við-
urkenndar og hafa sannað gildi sitt í
heimi vísinda og tækni. Þær byggð-
ust ekki á einberri rökhugsun og
ályktunum og mælingum á stærð-
um og þyngd heldur á því að skoða
himin og stjömur, taka mark á spá-
sögnum og fara eftir draumum.
Og getur ekki verið að þeirra þekk-
ingarleiða sé þörf ásamt hinum ef
við ætlum að sjá lengra en nemur yf-
irborði og ytri sýn í rannsókn okkar
á lífi og heimi og geta bjargast frá yf-
irvofandi hættum og tortímingu
sem vísindakunnáttan hefúr gert svo
einkar nálæga.
Heiti þrettándans í erlendum mál-
um er „Epifani", sem þýðir opinber-
un og vísar til þess að sá huldi leynd-
ardómur opinberast að sá sem í jöt-
unni lá er konungurinn æðsti, opin-
berast hirðum og einnig vitringum
og sannleiksleitendum sem koma
langt að sem gefur til kynna að vald-
svið hans spannaði vítt og myndi
gæta um víða jörð.
Ávíð ffægum málverkum fyrri alda
af heimsókn vitringanna er það ekki
stjaman skæra sem varpar frá sér
fegurstu birtunni. Hana gefúr að líta
frá ásjónu bamsins í jötunni. Sá sem
þar hvflir er ljós heimsins fremur en
stjömur á himni. Þær ráða ekki for-
lögum manna, marka lífi þeirra ekki
braut þó Guð geti talað í þeim, látið
þær birta veldi sitt og tign svo að
stjarna björt boðar fæðingu ffelsar-
ans og tákn munu verða á himni við
lok sögu og tíma.
Heimsókn vitringanna hefúr verið
myndlistarmönnum áleitið við-
fangsefni og fær enn ungan sem ald-
inn til þess að draga upp skýra mynd
í huga sér og jafnvel festa hana á blað
Og getur ekki verið að
þeirra þekkingarleiða sé
þörf ásamt hinum ef við
ætlum að sjá lengra en
nemur yfirborði og ytri sýn
í rannsókn okkar á lífi og
heimi og geta bjargast frá
yfirvofandi hættum og tor-
tímingu sem vísindakunn-
áttan hefur gert svo einkar
nálæga.
Séra Gunnþór Ingason.
og sýna með skærum litum.
En það gleymist oft að setja skugg-
ana þar sem þeir eiga að vera. Til
þess að þeir kæmu í ljós þyrfti að
hafa Heródes með á myndinni, læ-
vísan og grimman, tortrygginn og
skelfdan. Heródes og bamamorðin
hafa orðið fáum að myndefni og
aldrei sjást þau á neinu jólakorti,
ekki einu sinni í bakgrunninum,
enda þrá menn að ljós og fegurð ríki
ein á jólum og myrkrið hörfi þá allt á
braut. En það var ekki fiarri á hinum
fyrstu jólum og er það heldur ekki
nú. Myrkrið hefur ekki tekið við ljós-
inu enn, þó það verði um síðir að
láta undan. Jesús Kristur er ljós
heimsins og það kemur gleggst fram
andspænis öllu myrkri hans. Hann
er það þó Heródes hafi látið myrða
sveinbömin í Betlehem og hann er
það þó kristnir menn hafi of oft unn-
ið illvirki í hans nafni, hann er það
þó menn bregðist honum, sinni ekki
sem skyldi sannleiks- og kærleiks-
kröfu hans, sýni ekki þann kjark og
það kærleiksþrek sem þarf til að lifa í
ljósinu hans bjarta.
„Sjá myrkur grúfir yfir jörðinni og
sorti yfir þjóðunum. En yfir þér upp
rennur Drottinn og dýrð hans birtist
yfir þér.“ Þetta fyrirheit Jesaja spá-
manns hljóðar upp á Krist og þá sem
honum fylgja, leiðarstjömu hans og
ljósi. Það Ijós sést í árdegisbjarma
nýs dags og stjömubirtu á nætur-
himni svo við sjáum handa okkar
skil og einnig birtist það hér í heimi
sem er ekki minnst um vert sem það
innra ljós vitundar og vilja sem veld-
ur því að við þekkjum rétt frá röngu,
sannleika frá lygi, þekkjum það sem
græðir og líknar frá því sem tortím-
ir og eyðir.
Það innra ljós er kveikt af sigrandi
elsku Jesú Krists, vitnisburði hans
og verkum, því yfirjarðneska ljósi
sem er upprisubjarmi hans sem einn
fær sigrað allt það eyðingarmyrkur
krossfestinga og kvala sem grúfir yf-
ir syndum spilltri jörð. Því myrkri
verður aldrei eytt með hemaðar-
átökum og ofbeldisverkum. Enginn
ávinningur getur hlotist af þeim séu
þau metin út frá hlutskipti þeirra
sem þjást og líða þeirra vegna, ótölu-
legs fiölda hermanna, óbreyttra
borgara, kvenna og bama sem lim-
lestast og látast svo ekki sé minnst á
annan voða sem af getur hlotist og
auðveldlega fær breiðst yfir víða
jörð.
Samskiptavandamál manna og
þjóða verða aldrei leyst með stríðs-
átökum og sú lausn hefur aldrei ver-
ið jafnfráleit og nú þegar hægt er að
beita kjama- og eiturvopnum.
Það samræmdist betur kærleiks-
og sannleikskröfúm að efna til fiöl-
þjóðlegrar ráðstefnu um deilumál í
Austurlöndum en að heyja þar stríð.
Það færi vel á því að íslensk ríkis-
stjórn lýsti yfir andstöðu sinni við
hemaðaraðgerðir sem lausn á við-
kvæmum deilumálum og þeirri yfir-
lýsingu fylgdi boð um að slík ráð-
stefría yrði haldin hér á landi. Það
væri rökrétt framhald á því friðar-
hlutverki sem íslandi hlotnaðist fyr-
ir fáeinum árum og leiddi til þess að
erjur og átök milli stórvelda hafa
hjaðnað. Það samræmdist vel krist-
inni lífsskoðun þjóðarinnar, sýndi
sannleiks- og kærleiksþrek og félli
fagurlega að þeim fomu spádómum
að „yfir þá sem búa í landi nátt-
myrkranna skín mikið ljós“ og fram-
haldi þeirra orða hjá Jesaja spá-
manni ,að öll harkmikil hermanna-
stígvél og allar blóðstokknar skikkj-
ur skuli brenndar og verða
eldsmatur".
Þessi spádómsorð tilheyra reyndar
Iexíu aðfangadags jóla en þau telja út
á þrettándanum. Jólatré í kirkjum
verða nú tekin niður og kerti úr
kirkjugluggum og jólaljós munu
hverfa af strætum og úr verslunum
og heimilum, en himinstjömur
áfram skína skært. Þó ekki gefi nú á
að líta þá stjömu á himni sem af öðr-
um ber að ljóma, er okkur gefin leið-
arstjama björt eins og sannleiksleit-
endum og vísum mönnum forðum.
Stjama veitt oss eirmig er,
og efhenni fylgjum vér
hennar leiðarljósið bjarta,
leiða um jarðarhúmið svarta
oss mun loks til lausnarans.
Villustíg sú aldrei á
undrastjaman leiðir há.
Orðið Guðs hún er hið skæra,
oss er Drottinn virtist foera,
svo hún vœri oss leiðarljós.
Á þrettánda degi jóla, 6. janúar
1991.
TÓNLIST
Við upphaf Mozart-árs
Sinfóníuhljómsveitin markaði
upphaf 200. ártíðar Wolfgangs
Amadeusar Mozart með tónleik-
um 10. og 12. janúar, þar sem flutt
voru tvö verk hans frá Skaftárelda-
árinu 1783: Sinfónía nr. 36 í C-dúr
(K. 425), kennd við borgina Linz,
og messa í c-moll (K. 427). Tildrög
36. sinfóníunnar voru þau, að
Mozart hafði heimsótt foreldra
sína í Salzburg til að kynna fyrir
þeim brúði sína Konstönsu og
fengið daufar undirtektir. Á heim-
ieiðinni til Vínarborgar komu
Mozart-hjónin við í borginni Linz.
Þar var fyrir tónlistarvinurinn
Thun greifi og fyrir hann skrifaði
Mozart sinfóníu að bragði. Hún
þykir ekki, fremur en önnur verk
Mozarts, bera þess nein merki að
hún var samin í snatri, enda segja
lærðir menp að svo óskeikull hafi
þessi snillingur verið í músíkalít-
eti sínu, fullkomnum smekk og
tækni, að aldrei hafi komið frá
hans hendi lélegt verk eða klunna-
legt, nema þá um vísvitandi skop-
stælingu væri að ræða. Hins vegar
þroskaðist Mozart til hinsta dags,
og háleitustu verk hans eru öll frá
síðustu árunum. Eins og kunnugt
er samdi Mozart 41 sinfóníu á
skammri ævi (1756-1791), en að-
eins þrjár hinar síðustu — og síð-
ustu fjórar óperurnar — eru frá-
bærar að dýpt og fegurð. Þá hug-
arfarsbreytingu, sem fram kemur í
síðustu verkum skáldsins og líkja
má við upprisu, vilja sumir tengja
því að hann kynntist tónlist
Bachs. Linz-sinfónían er semsagt
prýðilegt verk í anda Haydns og
full ástæða til að spila hana annað
veifið, en ekki ein af þeim stóru.
Miklu skemmtilegri, og sérlega
vel flutt, var c-moll messan. Þar
áttu hlut að máli stjórnandinn
Owain Arwel Hughes, enskur
maður, Söngsveitin Fílharmónfa
sem Úlrik Ólason hefur stjórnað
nokkur síðustu ár, fjórir einsöngv-
arar og Sinfóníuhljómsveitin. í
stuttu máli þótti mér flutningur-
inn takast frábærlega vel: Söng-
sveitin Fílharmónfa er aftur að ná
fyrri hæð frá tímum Róberts A.
Ottóssonar, með hreinum tóni,
mikilli „dýnamík" og góðu jafn-
ræði milli radda. Algengt er í
blönduðum kórum að sópraninn
yfirgnæfi aðrar raddir, en því var
fagurlega afstýrt nú. Mesta ein-
söngshlutverkið söng Sigrún
Hjálmtýsdóttir af miklum glæsi-
brag, en 2. sópran söng Sólrún
Bragadóttir. Þessar prýðilegu
söngkonur eru mjög ólíkar, bæði
röddin og framkoman — t.d.
mætti líkja þeim við Súsönnu og
greifafrúna í Brúðkaupi Fígarós
— en ekki þótti mér það koma að
sök. Rödd Sigrúnar berst annars
sérlega vel, líka í Háskólabíói, og
mun betur en raddir flestra ann-
arra söngvara. Gunnar Guðbjarts-
son söng tenórhlutverkið og Viðar
Gunnarsson örsmátt bassahlut-
verk, en kvartett þeirra var glæst-
ur mjög. Allir eru þessir söngvarar
að gera fræga hluti í list sinni, ým-
ist heima eða erlendis, og enda
þótt gúmanistar þreytist seint á
því að bölsótast yfir tækninni, þá
verður því ekki neitað, að einmitt
og einungis fyrir tilstilli hennar er
það mögulegt að kalla unga ís-
lenska öndvegissöngvara heim frá
störfum í útlöndum til að syngja
konsert á Fróni.
Söngsveitin var sýnilega þaulæfð,
enda fylgdi hún öruggum bend-
ingum stjórnandans í hvívetna.
Og sama gerði hljómsveitin, dró
niður til að gefa söngvurum eða
kór hljóð til að blómstra, en belgdi
sig þess á milli. Að vísu kann að
vera, að allt þetta sé skrifað í nót-
urnar hjá Mozart, því hann kunni
sitt fag flestum betur, en þó hygg
ég vafalítið að Owain Arwel Hug-
hes hafi átt verulegan þátt í því
hve ljómandi góðir þessir tónleik-
ar — og þó einkum messan —
voru.
Sig.SL