Tíminn - 17.01.1991, Síða 11
10 Tíminn
Fimmtudagur 17. janúar 1991
Fimmtudagur 17. janúar 1991
Tíminn 11
Massey Ferguson, Alfa-Laval, Claas,
Kuhn, Kemper, TVima, Underhaug,
Teno, Bögballe, BSA, Kidd, William
Hacket, Trejon, Triolet, Eberl,
Westmek, Duks, Linde/Lansing,
Dresser, Faun, og Perkins. Deildar-
stjóri Véladeildar er Þorgeir Örn El-
íasson, en með honum þar starfa
gamalreyndir ráðgjafar og sölu-
menn, sem áður voru hjá Búnaðar-
deild Sambandsins og eru gagn-
kunnugir í íslenskum landbúnaði.
Nýr vaxtarbroddur hjá Véladeiid-
inni er sala á vélsleðum og tilheyr-
andi búnaði og marþotum og utan-
borðsmótorum frá Yamaha. Sífellt
fleiri stunda nú vélsleðaíþróttir í
tómstundum og hafa sleðarnir frá
Yamaha verið vinsælir í þeim hópi.
Þess utan eru snjósleðar orðnir
nauðsynlegt hjálpartæki björgun-
arsveitamanna og víða um land er
snjósleðinn að verða að þýðingar-
miklu samgöngutæki á vetrum og
Véladeildin hefur þegar náð ör-
uggri fótfestu á þeim markaði.
13.500 tonn af
fóðurblöndu
Tengsl Véladeildar við landbúnað-
inn eru eðli málsins samkvæmt
mikil, en búvélar og þjónusta við
þær er þó aðeins hluti þeirra sam-
skipta sem Jötunn hf. á við bænda-
stéttina. Fóðurvörudeild Jötuns
framleiðir fóðurblöndur fyrir naut-
gripi, svín, og hænsnfugla og nam
þessi framleiðsla um 13.500 tonn-
um á síðasta ári. Jötunn starfrækir
sérstaka fóðurblöndunarstöð í
Korngörðum við Sundahöfn í
Reykjavík, en þar eru blandaðar
fóðurblöndur úr hráefni sem flutt
einnig með verkstæði og varahluta-
verslun. Raftæknideildin flytur
m.a. inn stýribúnað og iðntölvur,
hita- og loftblásara, frystivélar,
kæli- og frystiklefa, kæli- og frysti-
borð, og ýmiss konar rafbúnað og
rafmótora. Deildarstjóri Raftækni-
deildar er Grétar Strange og segir
hann að auk innflutningsins hafi
deildin með höndum umfangs-
mikla verktakastarfsemi, en verk-
stæðið tekur að sér viðgerðir á
hvers kyns rafmótorum og raftækj-
um, t.d. rafmagnslyfturum. Þá tek-
ur Raftæknideildin að sér almenna
viðgerðarþjónustu, einnig um borð
í skipum og hefur m.a. þjónustað
skip Samskipa, sem áður var Skipa-
deild Sambandsins.
„Hugur í mönnum“
Að sögn forráðamanna Jötuns hf.
hefur fyrirtækið yfir að ráða það
mikilli breidd og sérþekkingu á
mörgum en þó skyldum sviðum að
möguleikar hafa skapast innan fyr-
irtækisins til að ná fram hagræð-
ingu í rekstri og hagstæðum inn-
kaupum. Þegar við bætist sam-
ræmd stjórn hafí tekist að gera
reksturinn virkari og í sameiningu
hafi þetta leitt til stórbættrar þjón-
ustu og lægra vöruverðs. Af samtöl-
um við deildarstjóra og starfsmenn
iyrirtækisins má ráða að þeir telja
fýrirtækið í uppsveiflu og starfsand-
inn einkennist af metnaði fyrir
hönd fyrirtækisins, ekki síst hvað
varðar það að auka og bæta þjón-
ustu. Framkvæmdastjórinn, Sig-
urður Á. Sigurðsson, orðaði það
þannig að það væri „hugur í mönn-
um“.
er inn í stórum förmum. Deildar-
stjóri Fóðurvörudeildar er Arnór
Valgeirsson og segir hann að um
13-14 manns starfi að jafnaði í Fóð-
urblöndunarstöðinni. Þar á meðal
sé sérstakur ráðgjafi, sem hafi það
að aðalstarfi að þróa framleiðslu-
vörur fyrirtækisins og fylgjast með
gæðum.
Jafnframt er það hlutverk þessa
ráðgjafa að leiðbeina viðskipta-
mönnum um val á fóðri og veita
starfsmönnum kaupfélaga ráðgjöf
og fræðslu um fóðurvörur og
notkun þeirra. Kaupfélögin um
land allt eru langstærsti viðskipta-
aðili Fóðurvörudeildarinnar og
hafa þau á hverjum tíma fyrirliggj-
andi birgðir af fóðurblöndu fyrir
viðskiptavini í viðkomandi héraði.
Auk innflutnings á hráefni í sínar
eigin fóðurblöndur flytur fóður-
vörudeildin inn fóðurefni og fræ
og fleiri vörur.
Raftækni- og
verktakastarfsemi
Jötunn hf. starfrækir nú sérstaka
Raftæknideild, sem sér um inn-
flutning og sölu á þeim vörum sem
hinn upphaflegi Jötunn hf. sá um
áður og í tengslum við það eru þeir
SigurðurÁ. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Jötuns hf.:
Söluaukning í
fyrra og útlit-
ið gott í ár
í lok síðasta árs samþykkti hluthafafundur hjá
Jötni hf., að auka hlutafé fyrirtækisins úr tæpri
milljón króna upp í 140 milljónir. Þessi hluta-
fjáraukning skiptir fyrirtækið gífuriegu máli
vegna þess að með henni rýmkast verulega um
rekstur, enda var hugmyndin að baki breyting-
unni úr samvinnufélagi yfir í hlutafélag sú að
auðvelda innkomu nýs fjármagns í fyrirtækið.
Á árinu 1990 varð um 15% söluaukning frá ár-
inu áður hjá Jötni og losaði heildarsaia fyrir-
tækisins 1,5 milljarð. Að sögn Sigurðar Á. Sig-
urðssonar framkvæmdastjóra gera rekstrar-
áætlanir nú ráð fyrir jákvæðri rekstramiður-
stöðu á því ári sem nú er nýhafið.
Úr nýjum sýningarsal Bíladeildar fyrir notaða bfla að Höfðabakka 9.
Eins og sjá má eru þar einnig seldir Yamaha-snjósleðar sem Véla-
deildin flytur inn.
Jötunn hf., í sinni núverandi
mynd, er aðeins rúmlega ársgamalt
fyrirtæki. Engu að síður byggir það
á gömlum grunni, því um áramótin
1990 var Búnaðardeild Sambands-
ins, Bflvangi sf. og Jötni hf. steypt
saman í eitt fyrirtæki, sem var þá
deild í Sambandinu. Jötunn hefur
starfað í fimm deildum: Bfladeild,
Fóðurvörudeild, Raftæknideild,
Véladeild og Þjónustu- og vara-
hlutadeild. Idesember sl. var fyrir-
tækinu hins vegar breytt í hlutafé-
lag og eru aðaleigendurnir Sam-
bandið, Reginn hf. og Dráttarvélar
hf. Samþykkt hluthafafundar ligg-
ur þó fyrir um að fá fleiri aðila inn í
fyrirtækið með hlutafé og er nokk-
uð horft til kaupfélaganna í því
efni.
Á því rúma ári, sem liðið er frá því
að Jötunn hf. var stofnað í núver-
andi mynd, hefur markvisst verið
unnið að hagræðingu í rekstri og
áætlanir gerðar, sem miða að
bættri þjónustu við viðskiptavini
fyrirtækisins. Það starf hefur nú
skilað talsverðum árangri.
Þrátt fyrir breytt rekstrarform fyr-
irtækisins, sem nú er orðið að
hlutafélagi, er deildaskipting fyrir-
tækisins óbreytt, enda hlutafélags-
formið í rauninni framhald á þeirri
skipulagsbreytingu og uppstokkun
sem var gerð fyrir rúmu ári. Deilda-
skipulagið hefur einnig þótt gefast
vel, bæði hvað varðar það megin-
markmið að tryggja bætta rekstrar-
afkomu og eins hitt höfuðverkefn-
ið: að bæta þjónustu fyrirtækisins,
sem á umliðnum árum hefur sætt
nokkurri gagnrýni. Sérstök deild í
fyrirtækinu hefúr nú það verkefni
að hrinda í framkvæmd því yfirlýsta
markmiði þess að „veita viðskipta-
vinum þjónustu í fremstu röð hér-
lendis", eins og það er orðað hjá
fyrirtækinu.
Hraðsendingar-
þjónusta
Þjónustudeildin hefur einkum
þjónað viðskiptamönnum bfla- og
véladeilda og rekur verkstæði og
varahlutalager fyrir þær fram-
leiðsluvörur sem þar eru seldar.
Meðal nýmæla, sem tekin hafa ver-
ið upp á þessu sviði, má nefna sér-
staka hraðsendingarþjónustu fyrir
þá viðskiptavini sem vilja fá í snatri
varahluti sem almennt er ekki legið
með á lager og sjaldan þarf á að
halda. Slík pöntun á að koma til
landsins á tveimur til sjö dögum.
AJmennt hefur aukin þjónusta
mælst vel fyrir og hjá Þjónustu-
deildinni, þar sem Guðbjartur
Jónsson er deildarstjóri, fengust
þær upplýsingar að ímynd fyrirtæk-
isins á þessu sviði væri smám sam-
an að breytast og að almennur
áhugi væri meðal starfsmanna á því
að ná yfirlýstu markmiði fyrirtæk-
Deildarstjorar og framkvæmda-
stjórí Jötuns á fundi. F.v. Amór
Valgeirsson, Guðbjartur Jóns-
son, Sigurður Á. Sigurðsson
framkvstj., Bjami Olafsson,
Steinar Magnússon og Grétar
Strange.
Frá brfreiðaverkstæði Jötuns.
Tugþúsundir tegunda varahluta em geymdir í rekkum á varahlutalag-
er.
Fóðurblanda sekkjuð hjá Fóðurblöndunarstöðinni við Komgarða.
Timamyndln Aml Bjama
isins um þjóustuna. Slíkt væri
raunar forsenda þess að þær vélar
og þeir bflar, sem Jötunn seldi, nytu
verðskuldaðrar hylli, jafnvel þó að
einungis væru seld heimsþekkt
vörumerki.
Bílar beint frá Japan
Hjá Bfladeild Jötuns eru fluttar
inn bifreiðar frá General Motors,
Opel og Isuzu. Allt eru þetta vel
þekkt merki, sem koma frá fram-
leiðendum sem eru löngu heims-
þekktir fyrir framleiðslu sína. Bfla-
deildin, undir stjórn Bjarna Ólafs-
sonar, hefur í auknum mæli lagt
áhersiu á að tryggja sem lægst verð
á þessum bifreiðum, enda sam-
keppnin hörð á íslenskum bifreiða-
markaði. f þessu skyni er nú m.a.
farið að flytja inn Isuzu-bifreiðar
beint og milliliðalaust frá Japan.
Bfladeildin selur einnig notaðar bif-
reiðar og hefur m.a. nýlega tekið í
notkun nýjan sýningarsal fyrir þá
og hefur þá yfir að ráða tveimur
rúmgóðum sýningarsölum, auk
rúmgóðrar aðstöðu utandyra að
Höfðabakka 9 í Reykjavík.
Vélsleðar
vaxtarbroddur
Véladeild Jötuns er stórveldi á sínu
sviði, enda umboðsaðili fyrir marg-
ar af þekktustu tegundum vinnu-
véla og tækjakosts fyrir landbúnað
og ýmsa þungavinnu. Nægir í því
sambandi að nefna nöfn eins og