Tíminn - 22.01.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Þriðjudagur 22. janúar 1991
MINNING
Stefán Hilmarsson
Framhald af bls. 10
Það er sorglegt til þess að vita að
honum skyldi ekki endast aldur til
að dvelja í húsi þeirra hjóna við
ströndina oftar og lengur en raun
varð á, nú þegar hann var laus úr er-
ilsömu starfi, svo vel sem þau voru
búin að búa þar um sig og dvelja sér
til ánægju. Það var gaman að ræða
við þau um dvölina þarna, allt var
eins og best varð á kosið, ekki aðeins
þegar sólin skein glaðast og veðrið
var best, heldur líka þegar austan-
rokið og rigningin buldi á húsi
þeirra og Stokkseyrarbrimið sýndi
veldi sitt.
Ég ætla ekki að rekja hér ævistörf
Stefáns Hilmarssonar, eða önnur
störf sem hann tókst á hendur, það
munu áreiðanlega aðrir gera, nú
þegar hann er látinn. Þessar línur
sem ég set hér á blað eru aðeins per-
sónulegar minningar mínar um
hann. Eg var búinn að hugsa mér að
heimsækja Stefán í „Skelina" hans á
sumri komanda, ganga með honum
um fjöruna eins og forðum daga og
rifja upp gamlar minningar. Nú er
ljóst að sú ferð verður ekki farin.
Spor hans í Stokkseyrarfjöru verða
ekki lengur til.
Ég votta eiginkonu hans, dætrum,
móður, systur og öðrum aðstand-
endum mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Jónas Ingvarsson
Á umrótstíma kveður sá maður
þessa jarðvist, sem alla ævi fylgdist af
áhuga með atburðum og hræring-
um, bæði erlendis og heimafyrir,
enda kunnugur flestum hnútum eft-
ir langvarandi starf í utanríkisþjón-
ustunni. Látinn er Stefán Hilmars-
son, bankastjóri Búnaðarbankans.
Hann andaðist að heimili sínu í
Garðabæ að kvöldi fimmtudagsins
13. janúar.
Stefán fæddist 23. maí 1925. Hann
lauk lögfræðiprófi frá Háskóla ís-
lands 1951 og vann eftir það eitt ár
við blaðamennsku hjá Morgunblað-
inu áður en hann hóf störf í utanrík-
isráðuneytinu. Þótt blaðamennska
yrði ekki ævistarf Stefáns hefði hún
átt vel við hann og fallið ágætlega að
skapferli hans. Hann minntist oft á
hinn stutta feril í blaðamennskunni
og þann langa vinnudag, sem þá var
við lýði á blöðum. Var á honum að
heyra, að í því starfi hefði hann lifað
einna skemmtilegastan tíma.
Næstu níu ár vann Stefán á vegum
utanríkisráðuneytisins og var lengst
af sendiráðsritari og sendifulltrúi í
Washington. Yfirmaður hans þar var
Thor Thors, sendiherra, sem Stefán
virti mikils fyrir nákvæmni í starfi og
örugga embættisfærslu. Árið 1962
varð Stefán síðan bankastjóri Búnað-
arbanka íslands. Tók hann við af föð-
ur sínum, Hilmari Stefánssyni, sem
þá lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Stefán lauk störfum sem bankastjóri
um síðustu áramót, en vann áfram
að ýmsum verkefnum fýrir bankann
þangað til hann lést.
Á þessu stutta yfirliti um ævistarf
Stefáns Hilmarssonar sést að honum
hefur verið trúað fyrir miklu. Við því
öllu brást hann af dugnaði og greind,
og var á sínum dögum virtur banka-
maður, sem hélt áfram því starfi föð-
ur síns, að efla hag Búnaðarbankans,
og má segja að sum árin hafi bank-
inn sýnt ótrúlegan árangur á sviði
peningamála. En alla tíð fór starf-
semin vaxandi á meðan Stefáns naut
við. Aðrir, sem kunnugri eru banka-
starfsemi, munu bera vitni hæfileik-
um Stefáns í bankarekstri.
Kynni okkar Stefáns hófúst, þegar
við vorum báðir að byrja í blaða-
mennsku. Þau voru síðan tekin upp
aftur þegar hann fluttist heim frá
Washington. Tímum saman vildi svo
til að við hittumst svo að segja á
hverjum degi í hádeginu. Þá var
brugðið á léftara hjal, en Stefán var
gamansamur í besta lagi og ekki var
aldurinn honum til trafala. Stefán
átti land austan heiðar. Það var hon-
um kært og þar dvöldu hann og kona
hans, frú Sigríður Kjartansdóttir
Thors, þegar tími gafst til að sumr-
inu. Þessi sumarstaður þeirra hjóna
var örskammt sunnan við Stokks-
eyri, þar sem þau áttu hús frammi
við sjóvamargarðinn.
Stefán naut þess að dvelja í sumar-
húsi sínu á Stokkseyri, en þar eystra
hafði hann verið í sveit, sem kallað
var, sem krakki og unglingur. Minn-
ist hann þeirra ára með gleðisvip og
fannst hann komast nær áhyggjulitl-
um tíma með dvöl á gömlum slóð-
um. Þá var fjaran framundan sumar-
húsinu eilíft fagnaðarefni með fugl-
um sínum og fjölbreytilegum lág-
gróðri, og þeim öru breytingum sem
urðu á mótum hafs og lands. Stund-
um fékk maður uppbyggilegan fyrir-
lestur um fjöruna og líf hennar. Og
gróður hennar fær nú notið sín í
auglýsingum frá Búnaðarbankan-
um. Stefán lét vinna þessar auglýs-
ingar eftir myndatökum á þessum
kæra stað, og margar fleiri, sem
byggðar eru á undrum náttúrunnar.
Auglýsingar þessar vöktu athygli,
enda voru þær ólíkar þeim stöðluðu
viðhorfum, sem ríkja við auglýsinga-
gerð. Viðfangsefni myndanna lýsa
svolítið inn í hugskot Stefáns, sem
stjórnaði þessari auglýsingagerð
bankans og hafði af henni allan veg
og vanda.
Stefán hafði mikinn og lifandi
áhuga á margvíslegum málum, sem
horfðu til framfara og voru líkleg til
að auka fjölbreytni í þjóðfélaginu.
Hann studdi því við bakið á ýmissi
framkvæmd, sem aðrir hefðu talið of
áhættusama. En þau mál, sem Stef-
án ákvað að styðja, gengu þó ekki
verr en það, að alltaf efldist bankinn.
Fyrir þá sök og vegna áhuga hans á
því að efla það sem til heilla horfði
var Stefán mikilsvirtur bankastjóri;
einn af fáum og í fremstu röð. Engu
að síður gekk hagur bankans fýrir
öllu. Stefán lagði áherslu á, að sá
skilningur ríkti á meðal viðskipta-
vina og bankans, að þar sem menn
væru að störfum þar væri bankinn
líka. Þannig vann hann ásamt öðr-
um jafnt og þétt að því að afla bank-
anum trausts. í stað þess að banki
væri stofnun með ægilegu neitunar-
valdi, áleit hann að banki ætti að
leggjast á árar með fólki og létta því
róðurinn eftir því sem efni og ástæð-
ur leyfðu. Þessu ætlunarverki skilaði
Stefán með sérstökum ágætum. Mér
er minnisstætt, þegar hið svonefnda
kvikmyndavor var í uppsiglingu árið
1979, hve vel Stefán tók í upphafi
hugmyndinni um gerð kvikmynda.
Hilmar Stefánsson, faðir hans og
bankastjóri Búnaðarbankans, hafði á
sínum tíma auðveldað Guðlaugi
Rósinkranz að fjármagna gerð kvik-
myndar snemma á sjöunda áratugn-
um, sem sannaði að sú leið að gera
kvikmyndir hér var fær. í það sinn
þurfti þó danska tæknimenn og
danskan leikstjóra. Nú voru aðstæð-
ur þær að til voru íslenskir leikstjór-
ar og íslenskir tæknimenn. En kvik-
myndavorinu varð ekki hrundið af
stað fyrir atbeina eins banka. Baldvin
Tryggvason, bankastjóri SPRON,
hafði líka hvatt til þess að reynt yrði
að kvikmynda. Árangurinn varð sá,
að efnt var til fundar í iðnaðarbank-
anum gamla við Lækjargötu. Þann
fund sátu Baldvin TVyggvason, Hösk-
uldur Ólafsson, bankastjóri Verslun-
arbankans, Pétur Sæmundsen,
bankastjóri Iðnðarbankans, og Stef-
án Hilmarsson. Þessi fundur leysti
málið. Allir viðstaddir bankastjórar
samþykktu að hleypa kvikmyndavor-
inu af stað með því að lána fé til þess-
arar fyrstu myndar þess. Um árang-
urinn síðan geta verið deildar mein-
ingar, en vorið er komið til að vera.
Stefán Hilmarsson verður mér
minnisstæður fyrir margra hluta
sakir. Snögg brottkvaðning hans
kom öllum vinum hans gjörsamlega
í opna skjöldu, enda virtist hann
dags daglega vel á sig kominn. En við
þessu verður ekki gert. Þeir týnast í
burtu jafnaldrar manns við mikla
eftirsjá okkar sem stöndum enn á
ströndinni og bíðum. Sú bið verður
löng eða stutt eftir atvikum, en eftir-
sjáin varir og verður ekki bætt. Mest-
ur er þó söknuður nánustu vanda-
manna, eiginkonu og dætra, aldraðr-
ar móður og systur. Guð styrki þetta
góða fólk og verði því hlíf, eins og
Stefán var því styrkur í lifanda lífi.
Indríði G. Þorsteinsson
Vinningstölur laugardaginn
19. jan. '91
VINNINGAFt FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1 . 5 af 5 0 2.897.252
2. 2 251.262
3. 4af5 128 6.772
4. 3af 5 4.658 434
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
6.288.164 kr.
UPPLÝSINGAR: SIMSVARI
681511 - LUKKULÍNA 991002
if
Móðir okkar
Sigríður Bjamadóttir
áður húsfreyja á Hömrum f Grímsnesi
lést á Kumbaravogi að kvöldi laugardagsins 19. janúar.
GunnarJóhannesson
Jóhanna Jóhannesdóttir
Ingibjörg Jóhannesdóttir Tönsberg
Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir
Pála Jónína Pálsdóttir
Hofi, Öræfum
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, sunnudaginn 20. janúar
sl.
Fyrir hönd vandamanna
Bergur Þorsteinsson.
Félag framsóknarkvenna
í Reykjavík
Fundur að Hafnarstræti 20, fimmtudaginn 24. janúar kl. 19.00.
Við tökum forskot á þorrann og borðum saman þorramat.
Þær, sem eiga myndir úr félagsstarfinu, góðfúslega taki þær með á
fundinn.
Fjölmennið
Stjómin.
Norðurland vestra
Skrifstofa Einherja, kjördæmisblaðs framsóknarmanna, hefur verið flutt frá
Sauðárkróki á heimili ritstjóra að Ökrum i Fljótum. Hægt er að ná i ritstjóra
alla daga I síma 96-71060 og 96-71054.
K.F.N.V.
Jón Helgason
Guðni Ágústsson
Sunnlendingar
sgir stjórnmálafundir og viðtalsílmar þii
þingmanna Framsóknarfiokksins
Ártegir stjórnmálafundir og 1
verða haldnir á eftirtöldum stöðum
Aratungu i Blskupstungum, þriðjudaginn 22. janúar kl. 21.00
Þortákshöfn I Duggunni, fimmtudaginn 24. janúar kl. 20.30
Kópavogur- Þorrablót
Hið landskunna þorrablót framsóknarmanna i Kópavogi verður haldið i
Félagsheimilinu laugardaginn 26. janúar nk.
Ávarp: Steingrfmur Hermannsson, forsætisráðhenra.
Eftirhermur Jóhannes Kristjánsson.
Veislustjóri: Sigurður Geirdal.
Hljómsveit Helga Hermanns leikur fýrir dansi.
Tryggið ykkur miða timanlega.
Pantið f síma 41590, 45918, Inga, og 40650, Vilhjálmur.
Framsóknarmenn á höfuðborgarsvæðinu eru velkomnir.
Stjórnin
Framsóknarfólk
Húsavík
Framvegis verður skrifstofan I Garðari opin á laugardagsmorgnum kl. 11-
12. Létt spjall og heitt á könnunni.
Framsóknarfélag Húsavikur
Borgnesingar - Bæjarmálefni
I vetur verður opið hús á mánudagskvöldum frá kl. 20.30-22.30 á skrifstofu
Framsóknarflokksins að Brákarbraut 1.
Bæjarfulltrúar flokksins i Borgarnesi verða á staðnum og heitt á könn-
unni. Allir sem vilja fylgjast með og hafa áhrif á málefni Borgarnes-
bæjar eru velkomnir.
Framsóknarfélag Borgarness.
Félagsvist
Spiluð verður félagsvist að Eyravegi 15, Selfossi, þriðjudagskvöld 22.
janúar, 29. janúar og 5. febrúar kl. 20.30.
Kvöldverðlaun. - Heildarverðlaun. Fjölmennum
Framsóknarfélag Selfoss
Reykvíkingar
Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi verður til viðtals
mánudagana 28. janúar og 4. febrúar nk. á skrif-
stofu Framsóknarflokksins að Hafnarstræti 20, kl.
15:00 til 18:00.
Allir velkomnir.
Borgannálaráð. Sigrún M.
Keflavík - Opin skrifstofa
Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga
milli kl. 17 og 18.
Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guðbjörg, verður á staðnum.
Simi 92-11070.
Framsóknarfélögin.
Akurnesingar - nærsveitir
Þorrablót verður haldið föstudaginn 8. febrúar nk. i Kiwanishúsinu við
Vesturgötu.
Nánar auglýst slðar.
Undirbúningsnefndin
Þorrablót- Reykjavík
Lpugardaginn 9. febrúar verður hið landskunna þorrablót Framsóknarfé-
laganna i Reykjavik haldið í Norðurijósasal í Þórskaffi. Verð miða er kr.
3500. Upplýsingar og miðapantanir fást hjá Þórunni eða Önnu í síma
624480.