Tíminn - 31.01.1991, Page 5

Tíminn - 31.01.1991, Page 5
' Fimmtúdágur 31. jánuár 1ð91 rir.jri'.i i *• Tíminn 5 Samninganefndarmenn bænda og landbúnaðarráðuneytisins funda nær daglega um nýjan búvörusamning: Verður skrifað undir nýjan búvörusamning eftir helgi? Búist er við að á næstu dögum eða vikum verði gengið frá nýjum búvörusamningi. Samningurinn liggur fyrir í stórum dráttum, en eftir er að ganga frá nokkrum veigamiklum atriðum. Landbúnaðar- ráðherra og forystumenn bænda hafa hug á að ljúka samningsgerð- inni sem fyrst og hafa þess vegna verið tíðir fundir í landbúnaðar- ráðuneytinu á síðustu dögum. Samningsdrögin hafa breyst nokkuð frá því að þau voru kynnt í haust. Tekið hefur verið mið af tilboði ís- lands í GATT-viðræðunum. Horfur eru á að útflutningsbætur verði felldar algerlega niður. Eftir að ríkisstjórnin ákvað að færa kjördag til 20. apríl eru horfur á að Alþingi verði rofið fyrir miðjan mars. Ráðherrar verða þess vegna að bretta upp ermarnar ef þeir ætla að koma þeim málum sem þeir hafa verið að vinna að í gegnum þetta þing. Samkvæmt lögum þarf íand- búnaðarráðherra ekki að bera bú- vörusamning undir Alþingi, ekki frekar en aðra kjarasamninga sem fjármálaráðherra gerir. Líklegt er hins vegar talið að nauðsynlegt verði að gera breytingar á búvöru- lögunum í tengslum við nýjan samning. Auk þess er talið fullvíst að þingmenn muni krefjast þess að fá að ræða um samninginn með ein- um eða öðrum hætti og þess vegna telja margir að best sé fyrir land- búnaðarráðherra að gera Alþingi grein íyrir samningnum um leið og hann flytur frumvarp um breyting- ar á búvörulögunum. Verði ekki skrifað undir samning- inn á næstu dögum er talið ólíklegt að Steingrímur J. skrifi undir áður en hann hættir í landbúnaðarráðu- neytinu. Hann mun eiga erfitt með að gera það eftir að þing er farið heim og þingmenn eru í miðri kosningabaráttu. Búvörusamning- urinn er pólitískt deilumál sem allir hafa skoðun á og margir hafa hug á að gera sér mat úr. Enginn veit hve- nær ný ríkisstjórn tekur við völdum og hvernig nýr landbúnaðarráð- herra tekur á málinu. Búast má við að hann vilji skoða málið og setja sitt mark á samninginn áður en hann er undirritaður. Allt myndi þetta taka sinn tíma. í haust fara bændur að vinna að framleiðslu sem verður seld á markaði árið 1992 þegar núgildandi búvöru- samningur rennur út. Bændur telja óviðunandi að vita ekki í haust við hvaða aðstæður þeir eiga að búa við þegar framleiðsla þeirra fer á mark- að árið 1992. Landbúnaðarráðherra er sama sinnis. Þess vegna bendir allt til að frá samningum verði gengið á næstu dögum eða vikum. Þórólfur Sveinsson, varaformaður Stéttarsambands bænda, sagði að samningsdrögin hefðu tekið nokkr- um breytingum frá því að þau voru kynnt á aðalfúndi Stéttarsambands- ins í haust. Hann sagði að GATT- viðræðurnar settu sitt mark á samninginn, einkum að því er lýtur að útflutningsbótum. Horfur eru á að Iítið rúm verði fyrir þær í nýjum samningi. Þórólfur sagði að ekki væri búið að leysa erfiðasta vanda- málið sem lýtur að sauðfjárfram- leiðslunni. Búið væri að velta upp ýmsum möguleikum og menn horfðu nú mest á ákveðna leið. Hann sagði að gildistíminn væri ekki frágenginn, en menn teldu hann ekki neitt aðalatriði í málinu vegna þess að meginatriði samn- ingsins er að framleiðsla haldist í hendur við neyslu sem felur í sér grundvallarbreytingu frá gildandi samningi þar sem ríkið ábyrgist verð til bænda á fyrirfram ákveðnu magni. Gunnlaugur Júlíusson, aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra, sagð- ist ekki geta svarað því hvenær gengið yrði frá nýjum samningi og hann undirritaður, en vilji væri fyr- ir því af beggja hálfu að gera það sem fyrst. Hann sagðist ekki geta svarað því hvernig yrði staðið að undirritun samningsins, en ráð- herra hefði heimild til að gera það einn og án samráðs við ríkisstjórn og Alþingi. Gunnlaugur tók fram að menn myndu ekki laumast til að undirrita eins og þjófar á nóttu. Hann sagði landbúnaðarráðherra vilja reyna að mynda sem mesta samstöðu á Alþingi og meðal þjóð- arinnar um samninginn. Forsætis- ráðherra hefur lagt til að Stein- grímur J. skrifi undir samninginn með fyrirvara um samþykki næsta landbúnaðarráðherra. Ekkert ligg- ur fyrir um hvort þessi leið verður farin. Flest bendir til að Stéttarsam- bandið muni boða til aukaaðal- fundar í vor til að fjalla um samn- inginn. Bændur telja ófært að bíða til hausts með að samþykkja samn- inginn. Fastlega er búist við að bændur samþykki hann, en vitað er að margir bændur eru óánægðir með þær tillögur sem nú er verið að ræða í landbúnaðarráðuneyt- inu. Menn ganga út frá því Alþýðu- flokkurinn muni lýsa sig andsnú- inn samningnum, enda þurfa allir flokkar að hafa eitthvað til að sparka í. -EÓ 92 okt. bensín lækkar Á fundi verðlagsráðs í gær var ákveðið að lækka verð á 92 okt- ana bensíni úr 56,80 krónum í 54,40 krónur, eða um 4,2%. Þessi verðlækkun var ákveðin þrátt fyrir að tollur á bensíni, sem lækkaði í október, hafl hækkað aftur nú. Einnig var ákveðið að gefa verð- lagningu á 95 oktana bensíni frjálsa, en þessi gerð er nýjung á íslandi. Hin frjálsa verðlagning er bundin því skilyrði að 92 oktana bensín og 95 oktana sé boðið til sölu á sömu sölustöðum. Verð- lagning á 98 oktana bensíni verð- ur áfram frjáls og sagðist Georg Ólafsson verðlagsstjóri búast við því að verð á því yrði áfram það sama. Aðspurður sagðist Georg ekki vita um hvenær 95 oktana bensín kæmi á bensínstöðvar en sagðist búast við því að það yrði jafnvel strax á morgun. Hann sagði að ástæðan fyrir lækkun- inni á 92 oktana bensíninu væri fyrst og fremst lækkandi verð er- lendis. „Menn töldu ekki ástæðu til að gefa verðlagningu á því frjálsa að svo komnu vegna hinn- ar miklu óvissu sem ríkir í olíu- málum. Þegar meiri stöðugleiki kemst á verður sú ákvörðun væntanlega endurskoðuð," sagði Georg Ólafsson. —SE Guðmundur H. í 11. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: Nafnar víxluðu sætum Guðmundur H. Garðarsson verður í ellefta sæti framboðslista Sjálfstæð- isflokkins fyrir komandi alþingis- kosningar og Guðmundur Magnús- son í því tólfta. Þetta var ákveðið á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík í fyrrakvöld þar sem tillögu kjörnefndar um skipan framboðslista fyrir komandi alþing- iskosningar var breytt. Tilllaga kjörnefndar var sú að Guð- mundur Magnússon yrði í ellefta sæti en í Guðmundur H. í því tólfta, en því mótmælti Guðmundur H. þar sem Guðmundur Magnússon hefði fengið færri atkvæði en hann í próf- kjöri flokksins. Þessi ákvörðun hafði fengið mikinn mótbyr. Birgir ísleifur Gunnarsson, sem lenti í 4. sæti í prófkjöri flokksins í haust, afsalaði sér því sæti eftir að hann var skipaður seðlabankastjóri. Þá ákvað kjörnefnd að færa þá fram- bjóðendur sem höfðu hafnað í 5. til 11. sæti upp um eitt sæti. Guð- mundur Magnússon var settur í 11. sætið en Guðmundi áfram boðið 12. sætið. Því hafnaði hann og um leið öllum öðrum sætum á listanum. Niðurstaðan eftir fulltrúaráðsfund- inn í fyrrakvöld er sú að þeir Guð- mundur Magnússon og Guðmundur H. Garðarsson víxla sætum. Sú hug- mynd hafði verið uppi að Jón Ás- bergsson tæki 12. sætið, eftir að Guðmundur H. hafði hafnað því, en eftir þessa ákvörðun fulltrúaráðsins er ljóst að Jón Ásbergsson mun ekki eiga sæti á listanum. -sbs. Hver verður formaður B.Í.? Búnaðarþing kemur saman til fund- ar 18. febrúar næstkomandi. Að venju verða mörg mál tekin til um- Íjölíunar, en fyrirfram er reiknað með að stærstu mál þingsins verði skipulagsmál bændasamtakanna og leiðbeiningarþjónusta við bændur. Búnaðarþing mun kjósa Búnaðar- félagi íslands nýja stjórn. Núverandi formaður, Hjörtur E. Þórarinsson, hefur þegar lýst því yfir að hann ætli að hætta formennsku og það sama ætlar Steinþór Gestsson að gera, en hann situr í stjórninni. Óvíst er hvað Magnús Sigurðsson, varaformaður Búnaðarfélagsins, gerir. Rannveig Gunnars- dóttir látin Rannveig Gunnarsdóttir frá Kópa- skeri lóst í Reykjavík 29. janúar sl. Rannveig fæddist að Skógum í öxarfirði 6. nóv. 1901. Hún glftlst Bimi Kristjánssyni, kaupfélags- stjóra og alþingismanni, árið 1918 og fiuttist þá til hans að Kópaskeri þar sem þau bjuggu til ársins 1957 er þau fluttu að Grenimel 13 í Reykjavík. Rannveig íætur eftir sig þijár dætur, einn son og fósturson. Annar sonur Rannveigar lést fyrir fáum árutn. Sovéskar stúlkur meö bamabiblíumar I sunnudagaskólanum. Biblíudagurinn: Barnabiblíur gefnar til Sovétríkjanna Hinn áriegi biblíudagur verður eftir eftir þessum biblíum eystra, næstkomandi sunnudag. Hefur meðal ungra jafnt sem aldinna, en stjóm Hins íslenska BibUufélags heil kynslóð Sovétmanna hefur al- ákveðið að allt það fé sem að þessu ist upp án þess að kynnast krist- sinni safnast í tengslum við bibl- inni trú að ráði. íudaginn renni til samnorræns Hvert eintak af bamabiblíu kost- átaks sem felst í að fclst í að scnda ar í útgáfu tæpar 500 krónur. í á aðra milljón bamabiblía til Sov- frétt frá Hinu íslenska BlbKufélagi étríkjanna. Söfnun til þessa fer er þess vænst að bókaþjóðin, sem fram við guðþjónustur í kirkjum þakkar meðal annars útgáfu Guð- landsins við aðrar kristilegar sam- brandsbiblíu árið 1584 hversu vel komur á sunnudaginn. móðurmálið hefur varðveist, láti Biblíufélögin á Norðurlöndunum ekki sitt eftir liggja og sendi ekki ætla sér að senda hálfa milljón færri en 4000 biblíur til sovéskra baraabiblfa til Sovétríkjanna á bama. þessu ári. Gríðarleg eftirspum er -sbs. Harmleikurinn á Mosfellsheiði: Bráð lungnabólga í ljós hefur komið að barnið sem lést á mánudagsmorgun í bifreið sem setið hafði föst í um 14 klst. við Kýrdal á Mosfellsheiði dó úr bráðri lungnabólgu, sem ekki er hægt að rekja til veru þess í bílnum, enda var ekki kalt í honum. Læknar telja að barnið hafi veikst af lungnabólgunni áður en fólkið villtist og bifreiðin festist.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.