Tíminn - 31.01.1991, Side 7
Fimmtudagur 31. janúar 1991
Tíminn 7
AÐ UTAN
Bandarískir bankar
standa nú á brauðfót-
um. í skýrslum stór-
banka eins og Citicorp
og Chase Manhattan
fyrir síðasta ársfjórð-
ung sl. árs kom fram
mikið tap og nú í
janúar var Bank of
New England lýstur
gjaldþrota. Banka-
menn hafa ekki sýnt
næga gát í lánafyrír-
greiðslu til braskara í
fýrírtækjakaupum og
fasteignaviðskiptum.
gjaldþrota.
Otti við bankahrun
í Bandaríkjunum
Bandaríkjamenn undruðust „kraftaverkið í Massachusetts“. Á
gullna níunda áratugnum tók efnahagslíflð í þessu ríki á norð-
austurströnd Bandaríkjanna mikla sveiflu upp á við. Viðskipti
með herbúnað, hátækni og tölvur blómstruðu. í Massachusetts
var ekki annað að sjá en að efnahagslíflð stefndi eingöngu bein-
ustu leið upp á við.
Walter J. Connolly Jr. og starfs-
bræður hans við Banka Nýja Eng-
lands vildu eiga hlutdeild í gróðan-
um. Án þess að rannsaka of náið
greiðslugetu viðskiptavinanna og
án þess að það hvarflaði að þeim að
uppsveiflan gæti einhvern tíma
tekið enda, veittu bankamennirnir
í Massachusetts lánafyrirgreiðslu,
að stórum hluta til kaupa á gróða-
vænlegum iðnaðarlóðum, að því er
haldið var.
Nú er vígbúnaðar- og tölvuiðnað-
ur ekki lengur sú blómlega at-
vinnugrein sem áður var. Banda-
ríkin eru á góðri leið inn í sam-
dráttarskeið og enginn talar leng-
ur um kraftaverk í Massachusetts.
Bank of New England hafði mán-
uðum saman verið flokkaður sem
ótraustur meðal þeirra sem til
þekkja, þegar að því kom í janúar
að bandaríska bankaeftirlitið lýsti
bankann gjaldþrota. Yfirmaður
bankans, Lawrence K. Fish, varð
að sæta því að bankinn hans væri
settur undir eftirlit embættis-
manna alríkisins. Við afgreiðslu-
borðin mynduðust langar biðraðir
órólegra sparifjáreigenda.
Bankarekstur í
Bandaríkjunum í
skelfilegu óstandi
Hrun bankans, sem kosta mun
um 2,3 milljarða dollara vegna rík-
isábyrgðar á sparifé almennings, er
þriðja mesta bankagjaldþrotið í
viðskiptasögu Bandaríkjanna. Og
það sem verra er, það sem nú hefur
gerst í Boston, gæti endurtekið sig
dag eftir dag í hvaða stórborg
Bandaríkjanna sem er. Banka-
rekstur hjá mestu viðskiptaþjóð
heims er í hræðilegu óstandi.
1980 höfðu ekki nema 10 af þá-
starfandi 14.435 viðskiptabönkum
í Bandaríkjunum verið lýstir gjald-
þrota, en síðan á árinu 1988 hafa
þeir verið um 200 á hverju ári. Á
árinu 1980 var nægt fé í ríkis-
ábyrgðarsjóðnum, sem stofnaður
var 1933; nú er hann rekinn með
tapi.
Það eru ekki bara einhverjir ve-
sælir dreifbýlisbankar sem standa
höllum fæti, á listanum má finna
nöfn voldugra peningastofnana.
Bankar í fremstu röð, eins og Citi-
bank, Chase Manhattan og Manuf-
acturers Hanover, sýndu tap upp á
mörg hundruð milljónir dollara á
síðasta ársfjórðungi liðins árs.
„Við höfum meira en nægar
ástæður til að láta okkur detta í
hug að bankakerfið okkar geti
hrunið," segir Lowell L. Bryan við
McKinsey- ráðgjafarfyrirtækið.
Það væri martröð fyrir efnahags-
sérfræðinga ef svo færi, eftir 500
milljarðastórslysið í sparisjóðun-
um, að nokkrir stórir viðskipta-
bankar misstu flugið. Þá stæði
ekkert annað fyrir dyrum en fjár-
og framleiðslukreppa, sem erfitt
væri að hafa hemil á.
Og frekari gjaldþrot virðast óhjá-
kvæmileg í kjölfar gjaldþrots Bank
of New England, vegna þess hversu
stór hann var. í skýrslu, sem gerð
var fyrir bankanefnd fulltrúadeild-
ar Bandaríkjaþings, kemur fram að
í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna
hefjist samdráttur á sama tíma og
yfir 1000 viðskiptabankar séu
skráðir á vandamálalista bankaeft-
irlitsins. Það séu fleiri nöfn en þar
var að finna á lokastigum síðasta
samdráttartímabils.
Fjórðungur
bankakerfisins ekki
fullstarfhæfur
Ef svo fer, sem sérfræðingar álíta,
að það samdráttarskeið, sem hófst
á liðnu ári í Bandaríkjunum, eigi
eftir að standa lengur en það næsta
á undan, verða bankar með sam-
tals 300 milljarða dollara veltu í
brýnni þörf fyrir aðstoð frá ríkinu,
ef þeir eiga að geta gert sér vonir
um að komast af. Aðrar stofnanir
með alls 400 milijarða eignir álítur
McKinsey að verði að fá stuðning
til að geta haldið áfram að reka
eðlilega lánastarfsemi.
Það þýðir að fjóröungur banda-
ríska bankakerfisins, og er þá vísað
til veltutalnanna, er ekki lengur
fullstarfhæfur.
Á innan við áratug hafa banda-
rískir bankamenn, sem áður nutu
mikillar virðingar, grafið undan
fyrirtækjum sínum. Því sem næst
öll fínustu fjármálafyrirtækin í
landinu hafa á þeim áratug mark-
visst lent í hverri einustu gildru,
sem lögð hefur verið á fjármála-
markaðnum.
Fyrsta stórslysið varð í miðvest-
urrfkjunum. Bændur fengu há
fjárfestingarlán til að kaupa nýjar
Hálfkaraðar byggingar stórtækra byggingarverktaka með stór banka-
lán á bakinu blasa við um gjörvöll Bandaríkin. Þau lán verða aldrei
endurgreidd.
vélar á bú sín, skv. opinberri land-
búnaðarstefnu. Litið var á ræktar-
land þeirra og væntanlegan hagn-
að sem tryggingu.
En því meiri sem vélvæðingin
varð, því ákafari varð samkeppnin.
Að lokum hrapaði ágóðinn svo og
jarðarverðið.
Bændumir hurfu frá
skuldunum og
bankamir sátu uppi
með verðlaus veð
Þegar svo var komið, fylgdu
bændurnir gamalli og góðri
bandarískri siðvenju. Um leið og
verðmæti eigna þeirra var orðið
lægra en lánin, sem á þeim hvíldu,
hættu þeir að greiða afborganir.
Þeir fluttust einfaldlega að heiman
með þær reytur sínar, sem færan-
legar voru, og eftirlétu bankanum
það, sem þeir urðu að skilja eftir,
til að gera sér mat úr. Mörg hundr-
uð sveitabankar fóru á hausinn,
þar sem veðin þeirra voru verð-
laus.
Stórborgabankar með víðan sjón-
deildarhring beindu fljótlega sjón-
um sínum suður á bóginn, fýrst og
fremst til Rómönsku Ameríku. Þar
voru þeir örlátir í lánveitingum,
rétt eins og margir í Evrópu, og
jusu milljörðum dollara í þróunar-
ríkin. En frá því í byrjun áratugar-
ins hættu sum ríki Rómönsku Am-
eríku að greiða af lánunum, það
varð að afskrifa risastórar fjárhæð-
ir.
Ólánið sniðgekk ekki einu sinni
velmenntuðu bankamennina í
New York. Varfærnar fjármála-
stofnanir, eins og t.d. Morgan eða
Brown Brothers Harriman, gátu
losað sig við skuldir Mexíkó, Arg-
entínu og Brasilíu fyrir aðeins 80%
af verðmætinu. Citibank, stærsti
banki Ameríku, Chase Manhattan
og Manufacturers Hanover urðu
að þola mikið tap og háar sérstakar
afskriftir.
Og enn veðjuðu
bankamennimir
á vitlausan hest
Þetta aftraði ekki bankastjórun-
um frá að snúa sér skjótlega í aðra
átt í leit að auðfengnum gróða. Sú
Ieit beindi þeim til fjármögnunar
til að kaupa upp fyrirtæki, sem á
árinu 1985 varð feikilega vinsæl
viðskiptagrein. Skv. fyrirskriftum
yfirtökustríðanna snerust þau við-
skipti um að kaupa stóran hluta
hlutabréfa fyrirtækja með lánum.
Þar með var komin upp óþrjótandi
markaður fyrir lánsfé.
Milljarðasummur af bankalánum
á háum vöxtum og feiknamargir
dollarar í hááhættulánum fóru um
reikninga viðskiptabankanna. Þar
sem þeir tóku sjálfir ógnvekjandi
há umboðslaun fyrir þjónustu sína
í þessum viðskiptum, litu banka-
mennirnir svo á að jafhvel þó að
einhver feilhögg væru slegin, væru
þeir þó öruggir um sinn hag.
Stórhættuleg afleiðing þessara
glappaskota er sú að samfara því,
sem viðskiptalífinu fer hnignandi í
landinu, falla sífellt fleiri lán til
milljarðayfirtakanna í vanskil og
markaðurinn í hááhættulánum
(„junk bonds") er því sem næst
kominn í rúst.
Þessi ógæfa skcllur yfir á sama
tíma og enn eitt fjármálaævintýr-
ið, sem bankarnir höfðu hellt sér
út í, endaði sneypulega. Þar er ver-
ið að tala um fasteignaviðskiptin
sem byggingaverktakar hafa ráðsk-
ast með.
Mikið byggt og lítið
borgað
Á árunum frá 1985 fóru um tveir
þriðju hlutar aukningar í útlánum
bankanna til byggingarlána. Bank
of New England lagði 36,7% út-
lána sinna til áhættusamra at-
vinnubygginga. Sér í lagi í norð-
austurhluta Bandaríkjanna, þar
sem fasteignaverð hefur verið á
stöðugri niðurleið síðan 1987, eru
veð bankanna stöðugt að rýrna.
Um áramótin 1990/91 stóð um
fimmtungur skrifstofuhúsnæðis í
Bandaríkjunum autt. Ný verslun-
arhverfi í útjöðrum stórborganna
líta út eins og draugaborgir. Bygg-
ingarústir hálfkaraðra verslana-
miðstöðva setja ljótan blett á út-
hverfin. Peningarnir, sem lagðir
hafa verið í þessi mannvirki, eru
horfnir.
Bankamönnunum hefur jafnvel
mistekist að tryggja sig með við-
skiptum við einstaklinga í húsa-
kaupum, sem hafa áratugum sam-
an verið öruggustu viðskiptavinir
þeirra. Einstaklingar, sem kaupa
sér hús í Bandaríkjunum, greiða í
mesta lagi fimm til tíu prósent
kaupverðsins úr eigin vasa, af-
gangurinn er fenginn með lánum.
Þegar fasteignaverð fer lækkandi,
skapast fljótlega það ástand að
þessi trausta peningaþjónusta
borgar sig ekki lengur fyrir slíka
húseigendur.
Jafnvel í strangheiðarlegum fjöl-
skyldum er nú rætt um það feimn-
islaust hvort ekki sé ódýrara að
hlaupa einfaldlega frá öllu saman,
eins og bændurnir gerðu á sínum
tíma. Þá tekur bankinn húsið aftur
í sína vörslu. Flúni og ófinnanlegi
húseigandinn kaupir annað hús
fyrir minna fé og með hagstæðari
lánum, þegar markaðurinn hefur
sokkið enn dýpra.
Fyrir utan venjulega smáborgara,
sem eru flestir viðskiptavinanna,
er þó aðalhöfuðverkur bandarísku
bankanna braskararnir sem
blómstruðu á síðasta áratug.
Þannig er Citibank í snörunni
vegna fasteignaveldis Donalds
Trump, sem nú stendur valt, en
bankinn lánaði Trump um 275
milljónir dollara til að byggja upp
ríki sitt.
Annað dæmi um slíka ævintýra-
menn er kanadíski byggingakóng-
urinn Robert Campeau, sem vildi
komast yfir stærsta smásöluveldi
heimsins fyrir 7,5 milljarða dollara
lán. Hann skuldar sama banka 288
milljónir. Byggingakóngurinn
John Portman frá Atlanta skuldar
bankanum 378 milljónir.
Slíkum áföllum verður ekki leynt,
jafnvel í þagmælskum fjármála-
heiminum. Endurskoðunarfyrir-
tækið Standard & Poor’s hefur oft
á síðasta ári lækkað gæðamat 35
bandarískra banka.
Á sama tíma nýtur enginn banda-
rískur banki lengur fyrstaflokks
matsins AAA hjá alls þrem endur-
skoðunarfyrirtækjum (IBCA, Mo-
dy’s, Standard & Poor’s). Þegar
mat endurskoðunarskrifstofanna á
bönkunum lækkar þýðir það að
þeir verða að borga hærri vexti.
Þar með eykst kostnaður þeirra.
Sérstaklega illa úti varð John Re-
ed, sem hefúr verið yfirmaður Cit-
icorp síðan 1984 og þótti alveg sér-
staklega snjall. Bankinn var eitt
sinn stærsti banki í heimi, en
hlutabréf hans hafa lækkað um
helming á kauphöllum og nú er
eigið fé af veltu aðeins 3,8%, langt
fyrir neðan meðaltal í greininni.
2,2 milljarða dollara fasteignalán
verða aldrei greidd.
Skömmu fyrir síðustu jól gaf fyr-
irtæki hans í New York út yfirlýs-
ingu um að það myndi fækka
starfsfólki um 8000, ágóði hluthafa
minnkaði um 44% og viðskipta-
vinir bankans yrðu að greiða mun
hærri þjónustugjöld.