Tíminn - 31.01.1991, Side 9

Tíminn - 31.01.1991, Side 9
Fimmtudagur 31. janúar 1991 Tíminn 9 inni, svo sem þegar var rakið, svo og fullveldisafsalið sem þessu fylgdi. Af þessu má ljóst vera að fyrsta „frelsið" mundi engu breyta gildandi ástandi, en við hefðum aðeins tapið af framkvæmd allra hinna auk full- veldisafsalsins. Aðrir og betri valkostir Af þvf sem nú hefur verið sagt vona ég að athugull lesandi sjái glöggt að EES er slæmur kostur fyrir okkur og EB-aðild enn verri. Sem betur fer eigum við aðra og betri vaikosti án þess að einangra okkur frá Evrópuviðskiptum þótt við höfnuðum aðild bæði að EES og EB. Nefni ég þá fyrri valkostinn, sem EB bauð EFTA-ríkjunum upp á 17. janúar 1989. Hann hefur legið í þagnargildi vegna áhrifa iðnríkja EFTA og lélegrar málafylgju fulltrúa íslands. Fyrri valkosturinn felst í því, eins og Jacques Delors sagði, að halda okkur við núverandi sam- skiptakerfi EFTA og EB, „sem í eðli sínu er tvíhliða, með því markmiði að mynda fríverslunarsvæði er nái yfir Evrópubandalagið og EFTA.“ Gildandi kerfi yrði þannig aukið og bætt með ákvæðum um að fyrir- byggja viðskiptalegar tæknihindran- ir, samræma staðla og annað þess háttar og, að því er okkur varðar, með sérsamningum um frekari toll- frjálsan innflutning á fiskafurðum, einkum saltfiski, saltsfld og skreið. Með þessu fyrirkomulagi væri full- veldisafsalið úr sögunni og einnig ókostir 2.-4. „frelsisins". Þetta er okkar besti valkostur í stöðunni bæði í bráð og lengd. Að honum ber að stefna. Við þetta mætti bæta aukinni þátt- töku í GATT, útfærslu á „Leifsiín- unni“ með fríverslunarsamningi við Bandaríkin, Kanada og fleiri Amer- íkuríki eins og Mexíkó, eftir því sem hugmyndir Bush Bandaríkjaforseta um fríverslunarsvæði Ameríku yrði að veruleika. Fríverslunarsamning við Japan er sjálfsagt að fara að und- irbúa svo og að efla viðskiptatengsl okkar við A- Evrópuríkin, sem nú eru að hverfa frá miðstýrðri utanrík- isverslun að markaðsbúskap. Ekki má heldur gleyma að huga að nánari efnahags- og utanríkisvið- skiptatengslum við næstu nágranna okkar, Færeyinga og Grænlendinga, en ásamt þeim getum við ráðið öllu um fiskveiðistefnu og framboð á sjávarafurðum frá NA- Atlantshafs- svæðinu. Þetta mögulega samstarf má hvorki vanrækja né vanmeta. Samhliða slíkri markvissri sókn til aukinnar fríverslunar mætti huga að hnattrænni fríverslun með því að endurvekja á vegum Sameinuðu þjóðanna um Viðskiptastofnun S.þ. en Havanasáttmálanum var hafnað 1948 vegna kreddufestu kommún- istaríkja. Við gjörbreyttar aðstæður ætti afstaða þeirra til hnattrænnar fríverslunar að vera jákvæðari í dag en 1948. Lokaorð Sérstök ástæða er til þess að leggja áherslu á að viðskiptaleg einangrun okkar er ekki á dagskrá, þótt við höfnum aðild að EES og EB sem slæmum kostum fyrir íslenska hags- muni. Því fyrr sem við gerum fyrir- vara okkar gildandi í viðræðunum um Efnahagssvæði Evrópu, því fyrr komumst við í farveg farsælla tví- hliða sérsamninga við Evrópuríkin um víðtækari fríverslun án fullveldi- safsals og án ókosta „fjórfrelsisins". Það er fyrir löngu tímabært að ís- land rumski, bylti sér, standi á fætur og taki stefnu á að þjóna okkar bestu hagsmunum í efnahags- og utanrík- isviðskiptamálum. Stutt blaðagrein leyfir því miður ekki frekari greiningu á málinu að sinni, en áhugasömum lesendum leyfi ég mér að benda á ítarlega heildarumfjöllun um málið í bók minni „Evrópumarkaðshyggjan: Hagsmunir og valkostir íslands". FÓLK wW lOi Simon Bolivar: Með honum glataðist hinn mikli draumur um einingu S-Ameriku. Nýlega rákumst við á ritdóm um skáldsögu Gabri- els Garcia Marquez, „Hers- höfðinginn í vö- lundarhúsi sínu“ í Sunday Times. Sem kunnugt er kom sagan út á íslensku fyrir skömmu í þýð- ingu Guðbergs Bergssonar, en þar sem ritdómur þessi er ágæt- lega ritaður og gefur sérstaka sýn á efnið höf- um við snarað honum lauslega, en höfundur er Peter Kemp. DRAUMUR DEYJ- ANDI HETJU Um árabil hafa menn sagt það um skáldskap Gabriels Garcia Marquez að hann einkennist af „töfra- raun- sæi“. En alveg hið gagnstæða er ein- kenni bókar hans, „Hershöfðinginn í völundarhúsi sínu“. Þar er á ferðinni það sem nefna mætti „rómantík færða úr silkiklæðunum". Burðarás sögunnar er frelsishetja S-Ameríku, Simon Bolivar. Eftir af hafa leitt fram heila fylkingu „upp- diktaðra" herforingja og forseta beinir Marques sjónum að þeim hin- um eina og sanna: herforingjanum og stjómmálamanninum sem „dró landsvæði undan spönskum yfirráð- um er var fimm sinnum stærra en öll Evrópa" og „háði 20 ára stríð til þess að halda því frjálsu og samein- uðu“. Frá þessum einstæðu, sögu- legu atburðum segir íbókinni. Þetta var draumur Bolivars um eina s-am- eríska þjóð í landi er næði frá Mexikó til Hornhöfða. Krossfarinn mikli Hér er greint frá dæmafáum afrek- um krossfarans mikla og þau sýnd í dýrðarljóma. í sögunni er getið um hetjulegar atlögur hans að virkjum „conquistadoranna" og ótrúlega leiðangra hans. Slóð hans lá um fen er krökk voru af krókódflum og fram á gínandi hengiflug í Andesfjöllun- um. Áður en yfir lauk hafði hann ferðast vegalengd sem var tvöfalt ummál jarðarinnar. Ekki vantar að það er hetjubragur á Bólivar í hermannafrakka hans með hnappa er sagðir voru steyptir úr gulli Atahualpa. Bolivar er róman- tíkin uppmáluð. Um hann segir í bemsku: „Hann las rómantísku skáldin með kennara sínum ... og hann hélt áfram að gleypa þau í sig, eins og hann hitti þama fyrir sjálfan sig og sitt eigið upptendraða og ákafa skaplyndi." í samræmi við þetta gefur hann sig Rousseau og Bonaparte á vald, svo ekki sé minnst á sjálfú frelsinu. Hrifnæmur og ástríðufullur snýr hann baki við mönnum fyrirvaralaust, kann veg- lyndi sínu ekkert hóf og gengur á hólm við hvað sem er. Að hætta öllu í sókninni að því háleita er hans að- alsmerki. Ekki er hann síður til- komumikill samkvæmismaður en hermaður. Þegar hrokafull fegurðar- dís hafnar kynblendingi nokkrum úr foringjaliði hans á dansleik, tekur hann sig til og dansar við manninn sjálfur. Rómantískar ástír Ástir hans em líka litaðar rómantík og óvæntum uppákomum í senn. Konan sem hann unni dó sárgræti- lega ung og á hana minntist hann aldrei. Ein hjákvenna hans heim- sækir hann dulbúin sem Fransis- kusar-munkur. Önnur, er með hug- rekki sínu og snarræði forðar hon- um undan launmorðingjum, klæð- ist riddaraliðsbúningi á stefnumótum þeirra. Hér segir frá reiðtúrum um furuskóga um mið- næturskeið, skáldlegum ástafúnd- um í klausturrústum, fundum við meyjar í guðvefjarkyrtli og nætur- ævintýrum með döggvötum múl- attastúlkum er ilma af jasmín á bú- görðum. Hín sanna brúður En hin eina og sanna brúður Boli- vars og sú er hann aldrei svíkur alla ævi er hugsjón hans um sameinaða og frjálsa S-Ameríku. Sögunni víkur aftur til þeirra ára er hann barðist við Spánverja og lýst er hve stórkost- legir sigurvinningar hans voru, þótt honum héldist ekki á þeim nema skamman tíma. Af vanalegri yfirsýn sinni ávettvang viðfangefnisins birt- ir Marques oss svipmyndir úr 20 ára baráttu Bolivars. Þeirri baráttu er hann reynir að láta hinn mikla draum sinn um að skapa stærsta ríki heims rætast og hlýtur að leggja leið sína um hin ólíkustu landsvæði og menningarheima. En þessar svipmyndir er Ijóma af dýrð og hrifningarmóði gegna þó aðeins því hlutverki að draga skýrar fram meginmarkmið sögunnar: Tál- sýn Simonar Bolivars. Þrátt fyrir fýrri frægð er aðalatriðið myrkrið yf- ir síðustu dögum hans er rómantík- in hlýtur að víkja fyrir sárbitrum raunveruleikanum. Þegar sagan hefst í maí 1830 er Bolivar deyjandi og vonsvikinn mað- Um skáldsögu Ga- briels Garcia Marqu ez — „Hershöfö- inginn í völundar- húsi sínu“ ur. Hann liggur á sjúkrabeði í kulda- legri höfuðborg lýðveldis síns, Bog- ota. Hann er sár og kvalinn vegna þess að hann hefúr orðið að segja af sér forsetatigninni er hann hefur gegnt í 12 ár. Von hans um að hann verði beðinn að taka embættið að sér á ný reynist blekking. í stað hug- sjónaeldmóðs og samstöðu eru bak- tjaldamakk og flokkadrættir komin til sögu innan hersins og á meðal stjómmálamannanna. Menn bmgga launráð í samkomusölunum og samsæri em í gangi í herskálunum. Slagorð gegn Bolivar sjást á hús- veggjum. Þegar Frelsisgjafinn mikli — sem eitt sinn var borinn á við- hafnarstóli undir blómskrýdda sig- urboga — fer í stutta gönguferð, þá em gerð hróp að honum og fleygt í hann kúamykju. Á leið til grafar Sjúkur á líkama og sál leggur Boli- var upp í ferðalag niður Magdalena- fljótið. Ákvörðunarstaður er strönd Karíbahafsins, en þaðan hyggst hann sigla til Evrópu. Hver sem sér hann gerir sér þó Ijóst að hann er á leið til grafar. Hann er gamall fyrir aldur fram, visinn og hvíthærður, þótt hann sé aðeins 46 ára. Húðin er gul, hann fær ógurleg hóstaköst og skirpir blóði. Þá þjáist hann af svefn- leysi og iðrakrampa. Spillingin er allt umhverfis hann. Fyigdarlið hans, húsaramir og skot- liðamir, em þjáðir af lekanda og valda skelfingu hvar sem þeir fara. Þeir sem enn em trúir Bolivar halda honum veislur, en þá hann er riðinn úr garði husla þeir borðbúnaðinn af hræðslu við smitnæma sjúkdóma. Er Marquez hér fylgir Bolivar eftir í skáldskap sínum á því skeiði ævi hans er minnst er um vitað, þá er þessi lýsing vel í samræmi við það er var að gerast með hugsjón hans hina miklu. Borgarastríð og mddalegar uppreisnir hershöfðingja em þegar famar að lima sundur það ríki er Bolivar hafi lagt gmnninn að. Sjá má fyrir eilífar byltingar og valdarán um ókomna framú'ð. Um eina þess- ara uppreisna, er vom að leggja von- ir Bolivars í rúst, segir Marques: „Þetta var fýrsta hailarbyltingin í Kólumbíu og hið fýrsta af 49 borg- arastríðum sem þjakaði okkur það sem eftir var aldarinnar." Þegar Marquez segir „okkur", þá emm við minnt á það sem gefur sögunni al- veg sérstakt vægi: Að hún er rituð af samlanda Simonar Bolivars. Þessi skyldleiki höfundar við við- fangsefnið gerir söguna að meiru en afburðasnjallri sögulegri skáldsögu. Um leið og atburðir em grafnir úr gleymsku verður vart trega vegna mikilla vona sem bmgðust Mynd Bolivars á síðustu ámm hans er einnig mynd glataðra tækifæra heils meginlands. Um S-Ameríku segir Bolivar: „Það er enginn annar úrkostur. Annað hvort eining eða stjómleysi." Marquez hefúr lengi dvalið við af- leiðingar þess síðarnefrida í sögum sínum. Nú rifjar hann upp hinn týnda draum um einingu. Hér gætir hvarvetna skuggalegs hugboðs um það er koma mundi er hann glatað- ist. Þetta er stórfenglegur óður eins mikilfenglegs Kólumbíumanns til annars. —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.