Tíminn - 31.01.1991, Blaðsíða 18
18 Tíminn
Fimmtudagur 31. janúar 1991
Opið bréf til allra alþingismanna:
Hið opinbera fari að
lögum og stjórnarskrá
Reykjavík, 28. janúar 1991.
Krafa um aðgerðir alþingismanna
til að láta kanna meint lögbrot í
nokkrum æðstu stofnunum Ríkis-
ins og meintar rangar aðferðir
Hæstaréttar við meðferð máls.
Ég leita til þín, alþingismaöur,
sem eins handhafa opinbers valds
Alþingis, m.a. til upplýsingaöflun-
ar og aðhalds um opinbera fram-
kvæmd, sem Alþingi ber ábyrgö á.
Erindi mitt er vegna Inga B. Ár-
sælssonar, kt. 240732-3949, vegna
máls, sem hann hefur rekið fyrir
Bæjarþingi vegna óréttmætrar
uppsagnar í byrjun árs 1984, eftir
meira en tuttugu og sex ára starf
fulltrúa í Ríkisendurskoðuninni.
Málinu er beint til þín, alþingis-
maður, vegna þess að upplýsingar
til dómsmálaráðherra, forsætis-
ráðherra og forseta Sameinaðs Al-
þingis um lögbrot æðstu opin-
berra stofnana virðast ekki hreyfa
við málinu og leiða ekki einu sinni
til fyrirspurna eða athugasemda.
Ingi telur brýnt að fá leiðréttingu
mála sinna, m.a. þar sem hann tel-
ur mjög að sér þrengt um störf eft-
ir að hann var rekinn úr starfi hjá
Ríkisendurskoðuninni, án saka.
Telur hann, að íslenski vinnu-
markaðurinn sé honum að veru-
legu leyti lokaður, sem rekja megi
til ólögmætra aðgerða Ríkisendur-
skoðunarinnar og fleiri. Þá hefur
Ingi verið svikinn um að fá launa-
hækkun fyrir mánuðina janúar og
febrúar 1984, sem um var samið
og hann fékk afhent afrit bréfs um
9. apríl 1984. Hefur launahækkun-
in ekki enn komist til fram-
kvæmda, þrátt fýrir yfirlýsingar
Fjármálaráðuneytisins í október
1990 og fleira, sbr. urskj. nr. 47 og
48.
Við tilraunir Inga við að fá leið-
réttingu mála sinna í réttarkerfinu
hefur kröfum um sjálfsögð og rétt-
mæt atriði verið neitað og lög-
brotalistinn hefur lengst.
Þar sem stofnanir þær, sem Ingi á
í máli við eða tengjast lögbrotum í
málinu, eru yfirstofnanir dómstól-
anna, Ríkisendurskoðun, Fjár-
málaráðuneyti og Dóms- og
kirkjumálaráðuneytið, óttast hann
að dómstólarnir fái ekki litið hlut-
drægnislaust á mál hans. Telur
hann að það sé hafiö yfir allan vafa,
að hann eigi rétt á að leggja dóms-
mál sín, sbr. grundvallarákvæði 2.
gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944,
fyrir sjálfstæða, hlutlausa dóm-
stóla landsins, sem ekki eru háðir
málsaðilum og ekki eru settir und-
ir stofnanir, sem berar eru að lög-
brotum tengdum máli hans. Lög-
brotum, sem ekki hafa sætt eðli-
legri rannsókn eða meðferð.
I málinu eru staðfest lögbrot op-
inbera stofnana, svo sem ólög-
mœti uppsagnar Inga úr starfi hjá
Ríkisendurskoðuninni. Ólögmæt-
ið gagnvart ákv. í lögum um rétt-
indi og skyldur starfsmanna ríkis-
ins nr. 38/1954 er staðfest, m.a.
með því að samið var um 9. aprfl
1984 að greiða Inga bætur sem
hækkuð laun í ellefu mánuði, sbr.
urskj. nr. 8.
Einnig var 9. aprfl 1984 samið
um, að Ingi fengi launahækkun
um tvo launaflokka fyrir mánuð-
ina janúar og febrúar 1984, sbr.
urskj. nr. 9. Við rekstur málsins
fyrir dómi var mótmœlt efhislega
að um þessa launahækkun hefði
verið samið af hálfu Ríkisendur-
skoðunarinnar og Fjármálaráðu-
neytisins fyrir hönd Ríkissjóðs.
Hins vegar var staðfest með tveim-
ur bréfum Fjármálaráðuneytisins í
október 1990, sbr. urskj. nr. 47 og
48 og með yfirlýsingu lögmanns
stefndu í málinu, 17. okt. 1990, að
launahækkunarefni urskj. nr. 9
væri rétt. Engar skýringar liggja
fyrir um hvemig stendur á hvarfí
frumrits þessa opinbera skjals,
urskj. nr. 9, sem kvað á um launa-
hækkanir Inga, né heldur skýr-
ingar á mótmælum fyrir dómi af
hálfu Ríkissjóðs á efni þess. Og í
dag, tæpum sjö árum eftir að sam-
ið var um launahækkunina, hefur
hún ekki komið til framkvæmda.
Sem þriðja brot stjórnvalda í mál-
inu skal nefnt, að Ingi hefur ítrek-
að óskað eftir við Dóms- og kirkju-
málaráðuneytið, að fram færi op-
inber rannsókn á brottrekstri hans
úr starfi og hvarfi opinbera skjals-
ins, sem varðar hann, frumrit
urskj. nr. 9, sbr. m.a. ákv. III. kafla
laga nr. 38/1954 um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins.
Hann hefur fengið synjun þess er-
indis, sem hann telur brjóta gegn
meginreglu íslensks réttar, sem
sagt þá, að maður sem er sjálfur
tengdur máli sem vitni eða jafnvel
sökunautur, eigi ekki hlut að því
sem stjómvald eða komi fram fyr-
ir hönd stjómvalds og ákveði að
synjað skuli um opinbera rann-
sókn á málinu. Hér er vísað til
neitunar Dóms- og kirkjumála-
ráðuneytisins á urskj. nr. 50, en
Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis-
stjórinn þar, undirritar neitunina,
en hann var jafnframt viðstaddur
samkomulagsgerð og afhendingu
urskj. nr. 9 um launahækkunina í
Fjármálaráðuneytinu 9. aprfl
1984. Var hann þar sem þáverandi
skrifstofustjóri Fjármálaráðuneyt-
isins og eini starfsmaður ráðu-
neytisins fyrir utan ráðherrann.
Það voru þessar aðstæður, þar
sem héraðsdómarinn var háður
málsaðilum og aðilum tengdum
málinu með starfskjör, mögulegt
fjárhagslegt eftirlit og starfsframa,
og sömu aðilar höfðu gerst sekir
um lögbrot án þess opinber rann-
sókn fengist, sem urðu til þess að
umbj. minn krafðist að málið yrði
lagt í hendur dómara, hvers sjálf-
stæði og hlutleysi væri hafið yfir
allan vafa. Héraðsdómarinn neit-
aði þessari kröfu og málinu var vís-
að til Hæstaréttar Islands.
Fyrir Hæstarétti hefur reynt á
sömu atriði og í héraði og nokkur
önnur að auki. En það er einnig
fyrir Hæstarétti eitt af skylduverk-
um lögmanns í dómsmáli að
kanna, hvort starfshættir og skip-
an Dómsins eru réttir og að hann
sé ekki háður málsaðilum.
Rekstri kærumáls Inga, þar sem
krafist var að héraðsdómarinn viki
sæti, er nú lokið fyrir Hæstarétti
og kröfunni hefur verið hafnað. En
skipan mála í Hæstarétti og starfs-
aðferðir eru slíkar að ekki er við-
sættanlegt. Hæstiréttur hefur við
rekstur kærumálsins neitað að
gefa upplýsingar sem varða
Hæstarétt sjálfan og málsaðila,
hefur beitt röngum aðferðum við
rekstur málsins og vikið sér und-
an að fjalla um þá málsástœðu,
sem kærandi byggði kröfursínar í
málinu á.
Upplýsingar sem kærandi krafðist
að fá eru þessar: Fjárveitingar til
Hæstaréttar síðustu þrjú ár, hvort
Rétturinn hefur þurft á aukafjár-
veitingum að halda og sætt at-
hugasemdum af hálfu Ríkisendur-
skoðunarinnar. Þá var krafist upp-
lýsinga um svokallað „áfengis-
kaupamál" fyrrum forseta
Hæstaréttar og skýringar á því,
hvers vegna ekki var krafist opin-
berrar rannsóknar á um 1800
flöskum af sterku áfengi, sem fyrr-
um forseti Hæstaréttar „keypti“ en
skilaði ekki eins og öðru áfengi. En
harðar athugasemdir höfðu verið
gerðar við þessi kaup. í því máli er
m.a. hlutur Ríkisendurskoðunar-
innar athugunarefni, bæði hvað
varðar upplýsingu og athugasemd-
ir. Loks var krafist upplýsinga um
umsagnir og athugasemdir Hæsta-
Tómas Gunnarsson
hæstaréttarfögmaður.
réttar um umsækjendur um stöð-
ur hæstaréttardómara. Var þess
jafnframt getið að rökstuddur
grunur væri um að umsækjendum
kynni að hafa verið mismunað og
ekki hafi verið fylgt lagaákvæðum
við gerð umsagna og fram hefðu
komið álit Hæstaréttar, sem ekki
byggðu á lögum.
Ollum þessum kröfum um upp-
lýsingar var neitað af hálfu Hæsta-
réttar og talið í dómi réttarins, að
þau hefðu ekki þýðingu um það
álitaefni, sem kært hefði verið.
Neitunin er eftirtektarverð, vegna
þess, að öll þessi atriði eiga að vera
öllum opin og engar heimildir eru
til að neita að upplýsa um þau.
Einnig kemur til að það er á valdi
málflytjanda sjálfs að meta með
hvaða gögnum og rökum hann vill
styðja kröfur sínar en ekki á vald-
sviði Hæstaréttar. Það er fyrst þeg-
ar endanlegar kröfur, gögn og rök
málsaðila liggja fyrir, að komið er
að Hæstarétti að fjalla um þau.
Loks má nefna, að möguleg lög-
brot framin við störf dómara í
Hæstarétti geta vissulega haft
áhrif, bæði í Hæstarétti og í hér-
aði.
Meðal gagna sem fylgja bréfi
þessu er ljósrit af endurriti úr
gerðabók Hæstaréttar frá 22. janú-
ar 1988 með umsögnum Hæsta-
réttar um níu lögfræðinga, sem
sóttu um embætti hæstaréttar-
dómara, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga um
Hæstarétt íslands nr. 75/1973. í at-
kvæði meiri hluta Hæstaréttar,
sem eru sex dómarar, segir: „Þegar
starfsreynsla umsækjenda er virt
og það, hvers konar reynsla nýtist
best í Hœstarétti við núverandi
aðstæður, svo og annað, er hér
skiptir máli telur rétturinn æski-
legt, að skipaður verði einn úr
hópi þessara þriggja umsækjenda.
En þeir eru:
Benedikt Blöndal
Hjörtur Torfason
Sveinn Snorrason. “
Síðar í endurritinu segir:,„Gí/ð-
mundur Jónsson óskar bókað, að
hann telji alla umsækjendur full-
nægja skilyrðum laga til að gegna
embætti hæstaréttardómara."
Þetta er dregið fram hér vegna
þess, að í 5. gr. laganna um Hæsta-
rétt eða annars staðar eru ekki
nokkrar heimildir til að mismuna
umsækjendum á þann hátt sem
meiri hluti Hæstaréttar gerir og
heldur ekki nokkrar heimildir
Réttarins til að víkja sér undan að
gefa umsögn um sex umsækjend-
ur, sem 3. mgr. 5. gr. laganna um
Hæstarétt kveður á um. Sérum-
sögn Guðmundar Jónssonar eins
virðist í samræmi við greint laga-
ákvæði.
Starfshættir Hæstaréttar í máli
kæranda víkja mjög frá grundvall-
arreglum réttarfarslaga. í bréfi
Hæstaréttar til lögmanns kær-
anda, dags. 8. janúar 1991 segir:
„... tilkynnist yður, að tekin verð-
ur afstaða til kröfu yðar um
gagnaöflun að fenginni greinar-
gerð frá yður og vamaraðila í
kærumálinu nr. 464/1990....“
Samkvæmt tilkynningunni á fyrst
að skila greinargerðum og rök-
styðja mál, en síðan á að taka af-
stöðu til öflunar gagna. Hér fer
Hæstiréttur öfugt og ranglega að.
Við rökstuðning Hæstaréttar er í
hvorugum þeim dómum, sem upp
voru kveðnir í máli Inga 15. janúar
1991, vikið að þeim meginrökum,
sem lögmaður kæranda ber fram
fyrir kröfum sínum. í greinargerð
hans segir þegar gerö hefur verið
grein fyrir meintum lögbrotum
opinberra stofnana, sem tengjast
málinu og dómstólunum svo og
ástæðum fyrir kröfum um gagna-
öflun:
„Lagarök og málsástæður kær-
anda fyrir kröfum hans í kæm-
máli þessu eru þær, að hann sem
þegn í íslenska réttarríkinu eigi
stjómarskrárvarinn og óumdeild-
an rétt á, sbr. m.a. lokaákv. 2. gr.
stjómarskrárinnar nr. 33/1944, að
opinberir dómstólar lýðveldisins,
þeir sem hann á aðgang að, séu
skipaðir hœfum og kunnáttusöm-
um dómurum, sem séu sjálfstæðir
fjárhagslega, starfslega og ekki
háðir öðrum málsaðila hvað varð-
ar störf eða starfsframa. Allar
reglur um skipan dóma og öll
framkvæmd um skipan og starfs-
háttu dómstóla liggi Ijós fyrir og
sé í fullu samræmi við lög og venj-
ur um trausta og óvilhalla máls-
meðferð. Hafí misbrestur orðið á
embættisfærslu eða rökstuddur
grunur um að ekki hafí verið farið
að lögum, ber að upplýsa mál til
fulls og dómur, byggður á traust-
um, einföldum rökum, síðan
kveðinn upp.“
Hæstiréttur lætur í greindum
tveimur dómum sínum sem þessi
sérstöku rök hafi ekki verið nefnd
og ekki er heldur vikið að lögbrot-
um tengdum málsaðilum og
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu
og máli kæranda. Virðist svo sem
Rétturinn telji sér heimilt að
sleppa að fjalla um málsástæður
málflytjanda en fjalla í staðinn um
eitthvað annað sem enginn ágrein-
ingur er um, og meint lögbrot
æðstu stofnana Ríkisins, sem eiga
aðild að málinu og tengjast dóm-
stólum landsins, skipti ekki máli.
Það sem enn frekar olli tortryggni
kæranda sjálfs gagnvart Hæsta-
rétti, sem á með réttu að vera haf-
inn yfir allar grunsemdir um sér-
stök tengsl við málsaðila auk ann-
ars, voru upplýsingar, sem komu
fram við rekstur málsins um
starfsmenn Hæstaréttar. Taldi
kærandi að hæstaréttarritarinn
væri vel kunnugur ríkisendur-
skoðanda sjálfum, auk þess sem
þrír nánir ættingjar hæstaréttar-
ritarans hefðu lengi starfað í Ríkis-
endurskoðuninni. Einnig að að-
stoðarmaður hæstaréttarritarans,
sem undirritaði bréf og endurrit
dóma fýrir hönd Hæstaréttar í
málinu, er fyrrverandi einkaritari
ríkisendurskoðandans.
Þá er bréf Hæstaréttar til Tómas-
ar Gunnarssonar, dags. 18. janúar
1991, sem er svar við óskum frá
sama degi, m.a. um endurrit af
þinghöldum í Hæstarétti, tilefni til
athugunar á starfsháttum Réttar-
ins.
Hér að framan hafa verið lögð fyr-
ir ykkur, alþingismenn, meint al-
varleg lögbrotamál æðstu opin-
berra stofnana, sem umbj. minn
og dómstólar landsins tengjast.
Nú, þegar fyrir liggur umfjöllun
Hæstaréttar íslands um mál umbj.
míns að hluta til, liggja fyrir í af-
stöðu Hæstaréttar enn alvarlegri
atriði, svo sem neitun á að gefa
upplýsingar um Hæstarétt sjálfan
um mál, sem öllum eiga að vera
aðgengileg, ekki síst lögmanni,
sem flytur mál fyrir Réttinum.
Dómarar Hæstaréttar taka þá af-
stöðu í máli að neita að gefa upp-
lýsingar um veigamikil mál, sem
tengjast Hæstarétti sjálfum og
ekki hafa verið upplýst nema að
hluta til, svo sem „áfengiskaupa-
málið“. Einnig er neitað að gefa
upplýsingar um möguleg meint
lögbrot fyrrverandi og a.m.k.
sumra núverandi dómenda í Rétt-
inum, auk þess sem meint röng
málsmeðferð er viðhöfð í kæru-
máli Inga B. Ársælssonar.
Alþingi ber ótvíræð skylda til að
fylgjast með að störf æðstu opin-
berra stofnana og dómstóla séu í
samræmi við stjómarskrá og lög
og að lögbrot, sem þar kunna að
vera framin, séu upplýst til fulls.
Íþví trausti er þetta erindi lagt
fyrir ykkur, alþingismenn, og
krafíst, að málið verði kannað til
hlítar og gerðar viðeigandi ráð-
stafanir.
Vegna nokkuð víðtækrar og vax-
andi þagnar íslenskra fjölmiðla um
málið á liðnum misserum, þrátt
fyrir veigamikil fréttatilefni, mun
verða ef nauðsyn krefur, leitast við
að kynna málið fyrir fjölmiðlum í
nágrannalöndunum til þess að það
komist til vitundar almennings í
landinu.
Hjálagt fylgja til vitnuð skjöl, í
ljósritum, urskj. nr. 8, 9, 47, 48 og
50, svo og endurrit þinghalds í
Bæjarþingi Reykjavíkur 17. okt.
1990. Einnig endurrit úr gerðabók
Hæstaréttar íslands 22. janúar
1988, bréf forseta Hæstaréttar,
dags. 20. des. 1990, krafa um
gagnaöflunarúrskurð, dags. 21.
des. 1990, afrit símskeytis til
Hæstaréttar, dags. 7. jan. 1991,
bréf Hæstaréttar, dags. 8. janúar
1991, kröfu- og greinargerð kær-
anda í hrm. nr. 464/1990, dags. 10.
jan. 1991, tveir dómar Hæstaréttar
15. jan. 1991 í máli Inga B. Ársæls-
sonar, afrit bréfs Tómasar Gunn-
arssonar til Hæstaréttar, dags. 18.
janúar 1991, bréf Hæstaréttar,
dags. 18. janúar 1991 og bréf Tóm-
asar Gunnarssonar til Hæstaréttar,
dags. 22. janúar 1991, sem ekki
hefur verið svarað enn.
Virðingarfyllst,
Tómas Gunnarsson,
lögmaður
Afrit sent Hæstarétti íslands.