Tíminn - 31.01.1991, Qupperneq 20

Tíminn - 31.01.1991, Qupperneq 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NTJTIMA FLUTNINGAR Hatnarhusinu v Tryggvagotu, S 28822 AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ SUBARU Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga PÓSTFAX 91-68-76-91 • i Ingvar { Helgason hf. Sævartiöföa 2 Sími 9Í-674000 Tí niiim piMMTiinARlJR 31. JANÚAR1991 Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að umbrotin nú á Suðurlandi auki líkurnar á öðrum og stærri umbrotum: OFLUGUR SKJALFTISKOK SUÐUR- OG VESTURLAND Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 til 4,8 á Richter fannst víða sunnan- og vestanlands klukkan 16 mínútur fyrir átta í gærmorgun. Skjálftinn átti upptök sín í sunnan- verðri Skjaldbreið. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræð- ingur sagði að skjálftinn nú og gosið í Heklu tengdust án efa og þessi umbrot ykju örlítið líkumar á því að Suð- urlandsskjálftinn gæti verið á leiðinni. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur bendir á skjálftann í gær- morgun eins og hann kom fram á skjálftamælum. Skjálftinn nú fannst austan frá Vík í Mýrdal og Vestmannaeyjum vest- ur í Búðardal og einnig vestur í Garða á Snæfellsnesi. Eitthvað var um það á Laugarvatni og í Laugar- dal að myndir dyttu af veggjum. Upptök skjálftans eru um 20 km frá mannabústöðum og sagði Ragnar Læknar sömdu í gærmorgun Samningar tókust meðal sjúkrahús- lækna og samninganefndar ríkis og Reykjavíkurborgar á fimmta tímanum í gærmorgun eft- ir langar og strangar fundasetur. Helstu breytingar í þessum samningi frá fyrri samningum eru ákvæði um vinnuvemd, sem segir til um að læknum sé ekki skylt að vinna meira en 90 tíma í yfirvinnu í mánuði nema annað sé tekið fram í ráðningarsamn- ingi. Auk þess er ákvæði um endur- skoðun á vöktum, en endanlegt fyrir- komulag á vöktum lækna er í hönd- um nefndar sem mun skila áliti í lok mars nk. Önnur breytingarákvæði eru t.d. um aukinn veikindarétt lækna eftir 20 ára starf. Kristján Oddsson, formaður Félags ungra lækna, sagði í samtali við Tím- ann í gær að viðbrögð lækna við þess- um samningi væru afar misjöfh. „Menn eru ánægðir með að það sé ákvæði um vinnuvemd, sem eru sjálf- sögð mannréttindi. Okkur verður ekki lengur skylt að vinna ótakmark- aða yfirvinnu, það auk breytinganna á vöktunum, sem á þó eftir að ákveða endanlega, er mergurinn málsins í þessum samningum." Kristján sagði einnig að ákvæðið um vinnuvemd í þessum samningi væri í samræmi við þeirra baráttumál, en sagði einhverja óánægju ríkja vegna þess að óhófleg yfirvinna er ekki met- in til fría. Að sögn Kristjáns lögðu aðstoðar- læknar niður aðgerðir sínar frá og með undirritun samningsins, en þeir höfðu takmarkað yfirvinnu sína við 90 stundir í mánuði frá 1. desember sl. Samningurinn verður lagður fyrir á fundi sjúkrahúsalækna á föstudag. Kristján sagðist ekki vilja tjá sig um hvort honum yröi hafnað eða hann samþykktur því skoðanir á honum væru það mismunandi meðal lækna. —GEÓ Stefánsson að ekki væri búist við því að þessi skjálfti hafi valdið skemmdum hjá fólki. Hann sagði að það væri ekki algengt að skjálftar ættu upptök sín á þessum slóðum. Hann sagði að sambærilegur skjálfti hefði átt upptök sín þarna á svipuðum slóðum árið 1936. Einnig var skjálfti sem átti upptök sín við Skjaldbreið árið 1984 en hann var minni en þessi skjálfti. Ragnar sagði að smáskjálftar á Suðurlandi hefðu færst í vöxt að undanförnu, einkanlega austur í Holtum og í Árnessýslu. Hann sagði að þessa smáskjálfta sem og skjálft- ann nú mætti tengja Heklugosinu því sú spenna sem losni þar hafi áhrif á aðra spennu sem sé að því komin að bresta. Gosið í Heklu sem og skjálftinn nú eykur líkurnar á því Suðurlands- skjálftinn fari að bresta á að mati vísindamanna. Aðspurður hvernig á því stæði, sagði Ragnar að það mætti líta á Heklusvæðið sem veik- asta hlekkinn í keðjunni þar sem Suðurlandssvæðið er miklu sterk- ara og getur haldið spennunni mun lengur í sér. Þarna væri um vissa aukningu á líkum að ræða en þó væri þetta enginn spá um að von væri á stórum Suðurlandsskjálfta. Aukningin á líkunum væri mest næstu klukkutímana og dagana á eftir en síðan drægi úr þeim. í haust og í vetur hefur verið órói á Reykjaneshryggnum suðvestur af Reykjanesi og töldu vísindamenn það hugsanlegt að neðansjávargos væru hafin á hryggnum. Óróinn færði sig nær landinu og bjuggust margir við því að þessi gosórói bær- ist á land. Aðspurður hvort Heklu- gosið tengdist þessum óróa, sagði Ragnar að það væri alveg hugsan- legt. Einnig hefði verið stór skjálfti í Vatnajökli í september og ekkert væri ólíklegt að einhver heildar- spennubreyting væri í gangi sem nái yfir allt landið á þessu tímabili. Ragnar sagði að hér væri um að ræða bylgju spennubreytinga sem gengju yfir landið og leysi eitt úr læðingi á einum stað, annað á öðr- um, og þá bresti þeir hlekkir sem séu veikastir. Undanfarið ár hefur verið í gangi samnorrænt verkefni sem gengur út á það að öflugum tölvum hefur verið komiö upp víðs vegar um Suðurland þar sem skjálftamælar eru. Þessar tölvur vinna úr þeim gögnum sem berast og eru einnig tengdar móðurtölvu sem safnar öll- um mikilvægum upplýsingum saman. Reynir Böðvarsson er hönn- uður kerfisins og sagði hann að það gerði það að verkum að mun fljót- Tímamynd: Pjetur legra væri nú að staðsetja og meta stærð skjálfta en áður. Einnig væri unnt að fýlgjast betur með smærri skjálftum. Mun ítarlegri upplýsing- ar er nú hægt að fá um hræringar á Suðurlandi og er vonast til þess að út úr þessum upplýsingum verði einhvern tímann hægt að lesa skila- boð með góðum fyrirvara um að stærri jarðhræringar séu á leiðinni. —SE Landsbankinn ákvað vaxtabreyt- ingar á lánum frá 1. febrúar: Kjörvextir lækkaðir Landsbankinn ákvað í gær að lækka kjörvexti verðtryggðra útlána um 0,25%, úr 6,65% niður í 6,5% á ári. Á hinn bóginn var ákveðið að hækka nafnvexti óverðtryggðra út- lána um 1,5% „til að halda jafnvægi milli kjara verðtryggðra og óverð- tryggðra lána“ eins og segir í frétt frá bankanum. Landsbankinn vill með þessu gera tilraun til þess að ná raunvöxtum að- eins niður, sagði Sverrir Hermanns- son bankastjóri. Hækkun nafnvaxta óverðtryggðra lána sé hins vegar nauðsynleg vegna aukinnar verðbólgu um þessar mundir. Það eru ríkissjóður og Reykjavíkur- borg og ríkis- og borgarfyrirtæki sem ein njóta kjörvaxta (lægstu vaxta) hjá Landsbankanum og þar með góðs af lækkun þeirra. Miðað við núverandi verðlagshorfur og spár Seðlabanka reiknar Lands- bankinn með því að hægt verði að halda vöxtum óbreyttum a.m.k. fram á mitt ár og að vaxtamunur aukist ekki frá því sem hann hefur verið undanfarna mánuði. - HEI Frkvstj. Samherja kveðst ekki selja frosinn sjó sem fisk: Hverfandi yfirvigt í gær bárust Samheija hf. á Ak- ureyri niðurstöður úr mælingum á yfirvigt sjófrysts fisks sem seld- ur hafði verið á Bretlandsmarkað. Að sögn Þorsteins Más Baldvins- sonar, framkvæmdastjóra fyrir- tækisins, leiða niðurstöður þess- ara mælinga í Íjós að fullyrðingar um að pakkningar sem seldar séu úr frystiskipum séu allt að 12% þyngri en gefið er upp gagitvart veiðiskýrslum hafí ekid við rök að styðjast, í það minnsta ekki hvað varðar skíp Samherja. Forsaga málsins var sú að skömmu fyrir jól komu fram í fjölmiðlum og á Alþingi fullyrð- ingar um það að stórfellt kvótam- isferli ætti sér stað á frystiskipum þar sem yfirvigt á afurðum næmi allt að 12%, en yflrvigtin er sá afli sem veiddur er og unninn en kem- ur hvergi fram á skýrslum og er því utan kvóta. Töldu ýmsir að er- lendis vissu kaupendur að pakkn- ingamar væru þyngri en formlega var geflð upp og væru því reiðu- búnir að greiða hærra verð fyrir hvert uppgefið kíló. Sjávarútvegs- ráðherra kynnti af þessu tilefni mælingar sem gerðar höfðu verið um borð í fiystitogurum og bentu til þess að yflrvigt þar væri að öllu jöfnu ekki meiri en eðlilegt getur talist og jafnframt var kynnt reglugerð sem herti eftirlit með þessum málum en sú reglugerð hafði þá verið í undirbúningi í ein tvö ár. Engu að síður var fullyrð- ingum um yfirvigt haldið til streitu og byggðu þær á dæmi um mælingu sem einn veiðieftirlits- maður sjávarútvegsráðuneytisins hafði framkvæmt og sýndi yflrvigt upp á 12%. 1 kjölfar þessarar umræðu iýsti Þorsteinn Már Baldvinsson því yf- ir að ef þessar fullyrðingar um yf- irvigt á frystitogurum væru réttar væri um lögbrot að ræða og hann hefði beðið óháðan þriðja aðila, sem kom frá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, um að gera fagleg- ar mællngar á yflrvigt þeirra af- urða sem seldar væru erlendis úr skipum Samherja. Eins og áður sagði lágu þessar niðurstöður fyr- ir í gær og sýndu óverulega yfir- vigt íyrir öll fimm skip útgerðar- innar. Af 267 sýnum sem tekin voru úr afurðum frá Akureyrinni víðs vegar um Bretland var niður- staðan sú að um 0,1% yflrvigt var að ræða að meðaltali. Sá fiskur sem skoðaður var var allur unn- inn á síðustu sex mánuðum síð- asta árs. Þorsteinn Már sagði í samtali við Tímann í gær að þessi niðurstaða sýndi að þrátt fyrir nei- kvæða umfjöllun væri verið að reyna að gera vel. „Þegar verið er að tala um yfirvigt og vigtaðir eru heilir kassar með umbúðum, öskjum, ytri kössum, plasti og jafnvel ísglerungi yfir öllu saman, eins og gerð er krafa um á Japans- markað, er ekki ólfklegt að menn geti fundið mikia umframþyngd. Ef menn svo mæla 12% yfirvigt og inni í þeirri mælingu eru um- búðir og ísglerungur, þá seglr það ekki nokkum skapaðan hlut um raunverulega yíirvigt,11 sagði Þor- steinn Már. Hann benti á að það gengi ekki fyrir framleiðendur að ætla „selja sjó og umbúðir" sem fisk, en það væri verið að gera ef menn ætluðust til að mælingar á heilum kössum sýndu enga „yfir- vigt“. - BG

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.