Tíminn - 02.02.1991, Síða 8

Tíminn - 02.02.1991, Síða 8
8 Tíminn Laugardagur 2. febrúar 1991 Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra vísar á bug öllu tali um að kvótakerfinu fylgi ofstjórn og bendir á að í ráðuneytinu séu aðeins 17 stöðugildi: Vonast eftir 250 þús. tonna loðnuafla í ár í vikunni fór fram á Alþingi fyrri umræða um þingsályktunartillögu 15 þing- manna um endurskoðun fiskveiðistefnunnar. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra fjallar um tillöguna í helgarviðtali í Tímanum. Hann segir að íslendingar verði að ganga vel um auðlindina í sjónum og ná fram sem mestri þjóðhagslegri hagkvæmni út úr henni. Hann segist telja að þessi markmið náist best með núver- andi fiskveiðistefnu. Halldór segist vera sannfærður um að verði tekin upp sama fiskveiðistefna og var ríkjandi á árunum 1976-1984, eins og lagt er til í greinar- gerð með frumvarpinu, verði veiðamar dýrari og lífskjör landsmanna verri. Fiskiskipin hafa ávallt haft veiðiréttinn á íslandsmiðum „Sjávarútvegsstefnan hlýtur að sjálfsögðu að fara eftir þeim markmiðum sem menn setja sér. Með núverandi fiskveiðistefnu hefur aðalmark- miðið verið að vemda fiskistofnana og ná sem mestri þjóðhagslegri hagkvæmni út úr auðlind- inni. Þetta verður ekki gert nema með einhvers konar kvótum og að aflaheimildimar séu fram- seljanlegar, þannig að hægt sé að minnka flot- ann og ná sem mestri verkaskiptingu innan hans. Það eru vissulega deilur um það hvers konar kvóta við eigum að nota og hverjir eigi að hafa ráðstöfunarrétt yfir þeim. Sumir vilja að fiskvinnslustöðvamar hafi þar mun meiri áhrif, aðrir að sveitarstjómimar séu ráðandi og enn aðrir að þessir kvótar séu hreinlega seldir hæst- bjóðanda á uppboði. Niðurstaðan hefúr orðið sú að fiskiskipin hafa veiðiréttinn eins og ávallt hef- ur verið á íslandsmiðum, en hins vegar hafa ver- ið settar ýmsar reglur sem eru takmarkandi er varðar sölu skipa milli byggðarlaga, framsal afla- kvóta milli staða og útflutning á fiski sem ekki hefur verið unninn. Um það em jafnframt deild- ar meiningar hvort þessar takmarkandi reglur séu nægjanlegar. Mér sýnist andinn í þessari þingsályktunartil- lögu vera sá sami og hefur komið fram í frum- varpi sem Þorvaldur Garðar Kristjánsson flutti á Alþingi fyrir nokkru. Hann hefur sett fram þá kenningu að það eigi ekki að takmarka sóknina í fiskistofnana með því að ákveða hverju skipi aíla, heldur beita sóknarstýringu. Þessi sóknar- stýring er möguleg. Það er hægt að setja mjög strangar reglur um allan útbúnað, stærð skipa, vélarstærð o.s.frv., þannig að erfiðara verði fyrir hvert skip að ná miklum afla. Jafnframt er hægt að beita svæðalokunum til þess að koma í veg fyrir að skipin geti veitt það sem þau vilja. Þetta kallar á umfangsmikla stjómun. Um yrði að ræða á margan hátt meiri miðstýringu en er í núverandi kerfi. Þessari aðferð er beitt víða um lönd. Við höfum séð árangur sóknarmarksstýr- ingar í löndum Evrópubandalagsins og í Noregi, en þar hefur verið komið á miklu styrkjakerfi til að halda greininni gangandi. í þessum löndum hafa menn gengið illa um auðlindina og verð- mætasköpun verið slök. Sóknarmarksstýring leiðir til dýrari veiða En það versta við þetta kerfi er að veiðamar verða miklu dýrari, verðmætasköpunin minni og þar af leiðandi mundi stefnan leiða til verri lífskjara hér á landi, ef hún væri tekin upp. Við erum svo háðir fiskveiðunum í allri okkar af- komu að við eigum engan annan kost, að mínu mati, en að reyna að ná sem mestum verðmæt- um út úr auðlindinni á grundvelli heildarsjón- armiða samfélagsins. Hitt er svo annað mál að auðvitað skapar slík stefna margvísleg vanda- mál. Það getur komið upp alvarlegt ástand í ein- stökum byggðarlögum, hjá einstökum flokki skipa og hjá einstaklingum, sem við verðum að takast á við. Ég hef þá skoðun að eini möguleik- inn til að ráða við slíkt sé að miða sem mest við að atvinnugreinin beri sig og við höfúm af henni arð. íslendingar geta ekki gert sjávarútveginn að styrkþega, eins og Norðmenn og þjóðir í Evr- ópubandalaginu hafa gert. Við höfum enga aðra atvinnugrein til að taka peningana frá.“ Góður árangur af kvótakerfinu er að koma í ljós Hafa menn í aðalatriðum náð þeim markmið- um sem þeir settu sér með kvótakerfinu? „Það hefur verið feiknarlega erfitt að koma þessu kvótakerfi á og menn hafa viljað fara margvíslegar millileiðir. Það var ekki hægt að ná samstöðu um að takmarka veiðar smábáta. Það var mikil áhersla lögð á að rýmka svokallað sóknarmark. Menn lögðu ofurkapp á að minnka skerðingu vegna útflutnings á ferskum fiski. Oft á tíðum þurfti að ná fram málamiðlunum, sem að mínu mati voru til bölvunar og urðu þess valdandi að flotinn stækkaði um of og útflutn- ingur á ferskum fiski fór fram úr því sem æski- legt var. Þegar gengist hefur verið inn á mála- miðlanir frá meginstefnunni er ákaflega erfitt að ganga til baka. Með þeim lögum, sem nú hafa verið sett, hafa þessi atriði verið lagfærð veru- lega. í dag er enginn að hugsa um að kaupa nýtt skip. Það er hins vegar verið að sameina veiði- heimildir og hagræða í greininni. Þannig að mér finnst að nú sé meiri árangur að koma í Ijós. Það er hins vegar þannig með alla svona vinnu, að það verður að gefa henni tíma. íslend- ingar eru þannig gerðir að þeir vilja sjá árangur- inn strax og geta ekki beðið eftir árangrinum af umbótunum. Ég er viss um að við erum á réttri leið. Ef við hefðum ekki gripið til þessara ráð- stafana væri mun erfiðara í okkar efnahagslífi. Ég vil benda á hvemig komið er í sjávarútvegi í Noregi og Færeyjum, þar sem hafa verið famar aðrar leiðir við stjóm fiskveiða. Norðmenn geta nú í fyrsta skipti í langan tíma veitt loðnu og hafe úthlutað sínum flota 550 þúsund tonnum. Því er haldið fram að það séu 415 skip, sem hafi leyfi til veiðanna. Það sjá allir, sem eitthvað þekkja til mála, að það getur tæplega verið gmndvöllur fyrir rekstri svo margra skipa, þeg- ar heildarkvótinn er svo ekki stærri en þetta." Kvótakerfinu fylgir engin ofstjóm Þeir, sem gagnrýna núverandi fiskveiðistefnu, segja að í henni felist ofstjóm og sjávarútvegs- ráðuneytið sé alls staðar með puttana. „Hér í þessu ráðuneyti em 17 stöðugildi, sem er svona svipað og í meðalbankaútibúi úti á landi. Ég hef nú eiginlega aldrei skilið þennan söng um að þetta lið geti verið að ráðskast ofan í hvers manns koppi. Það væm ótrúleg afköst Þetta em sleggjudómar, sem eiga við engin rök að styðjast. Auk okkar hér í ráðuneytinu em veiðieftirlitsmenn úti um allt land og þeir em innan við 20. Þetta getur tæpast talist fjölmenn sveit til að fylgjast með öllum flotanum. Skipun- um er úthlutað ákveðnum aflaheimildum eftir fyrirfram ákveðnum gmnni og þar verður engu breytt. Síðan er fylgst með því að skipin fylgi settum reglum við veiðamar. Það má deila um hver eigi að gera þetta, en það er ekki hægt að komast hjá því að vinna þetta verk. Ég hef hins vegar aldrei skilið hvemig menn geta kallað þetta ofstjóm." Tel að loðnustofninn hafí ekki verið vannýttur Síðustu vikumar hefur mikið verið talað um vanda loðnusjómanna. Þær raddir hafe heyrst meðal skipstjóra, að í sjónum sé miklu meira af loðnu en fiskifræðingar telja. TVeystir ráðuneyt- ið ekki of mikið á umdeilt álit fiskifræðinga á stærð loðnustofnsins? „Það hafa verið verið stundaðar rannsóknir á loðnustofninum frá árinu 1979. í flestum tilvik- um hefur verið farið mjög að tillögum fiskifræð- inga í því efni. Ég tel að þar hafi almennt tekist vel. Fiskifræðingar vita ekki alla hluti, frekar en sjómenn og aðrir. Við verðum að koma okkur upp einhverjum aðferðum að miða við, þegar leyfilegt veiðimagn er ákveðið. Ég tel að loðnu- stofninn hafi ekki verið vannýttur í gegnum tíð- ina. Ef eitthvað er, þá óttast ég að þar hafi stund- um verið gengið of langt. Loðnan er undirstaða í vistkerfinu sem mikilvægasta fæða þorsks og annarra botnfiskstegunda. Það er alvarlegt mál ef þar er stunduð ofveiði. Loðnan hefur oft kom- ið á óvart og við höfum lært að það þarf að fylgj- ast afar vel með henni. Það, sem við höfum gert núna, er að stöðva veiðamar og hafa mikinn við- búnað til að fylgjast með göngum. Skipin, sem hafa verið við veiðar, hafa ekki átt auðvelt með að ná tilskildu magni. Eitt af þeim sex skipum, sem fóru út strax eftir áramót, hefur ekki ennþá fyllt sig. Skipið lenti að vísu í vondum veðrum og kom síðar á miðin en önnur. Þetta bendir ekki til þess að tekin hafi verið röng ákvörðun. Ef loðnan kemur okkur á óvart í ár, sem við skulum vona, þá mun það koma í ljós. Ég er því miður ekki mjög vongóður um það. Loðnan er torfufiskur og það ber mikið á þessum torfum. Tálið er að loðnustofninn sé núna um 300-400 þúsund tonn, sem er talið hæfilegt magn til að ganga til hrygningar. Það hlýtur að fara talsvert fyrir slíkum flekkjum. Skipstjóramir segjast byggja sitt mat á tilfinningu og langri reynslu og í viðræðum kemur fram að þeirra tilfinning og mat er mismunandi.“ Vonandi verður hægt að veiða 250 þúsund tonn af loðnu á árinu Þú hefur lýst því yfir að loðnuflotinn fái að- stoð, finnist ekki meiri loðna. „Það, sem hefur komið fram af minni hálfu, er sú staðreynd að loðnuflotinn hefur fengið önn- ur verkefni, þegar svona ástand hefúr komið upp. Það er gert ráð fyrir því í lögunum um stjóm fiskveiða að ráðherra hafi heimild til að skerða aðra og bæta loðnuflotanum það upp á einhvem hátt. Ég hef lagt á það áherslu að láta slíkt hafa sem minnst áhrif á hinn hluta flotans. Smábátamir og skipin, sem voru á sóknarmarki og eru nú á aflamarki, kvarta mikið. Þetta áfall er miklu alvarlegra en svo að það sé hægt að bæta það upp. Það er miklu víðtækara að það nái eingöngu til skipa. Það teygir arma um allt land. Mörg byggðarlög eiga í miklum erfiðleik- um um þessar mundir, sem verður reyna að bæta úr. Þetta er til umfjöllunar, en menn hafe enn ekki komið upp með neinar kraftaverka- Iausnir. Við verðum alltaf að reikna með því að fá einhver áföll í okkar veiðum og þjóðarbú- skap. Það er oft erfitt að mæta þeim, en við verðum að gera það, eins og við höfum alltaf gert á þessu Iandi.“ Ætlar þú að leggja fram frumvarpið um við- brögð við loðnubresti á næstu dögum? „Ég get ekki svarað því í dag. Það eru uppi mjög mismunandi sjónarmið í þessu máli og ég hef ekki enn náð lendingu í því. Ég mun hins vegar standa við það, ef ekki verður um loðnu- veiði að ræða. Þá mun loðnuflotinn fá einhverj- ar bætur. Ég get hins vegar ekki lofað því að bætumar verði í samræmi við það sem verið er að fara fram á, enda tel ég ekki skynsamlegt að gera út allan íslenska flotann við þær aðstæður sem nú eru að skapast." Kemur þá ekki til greina að loðnuflotinn fái meira en 14 þúsund tonna kvóta, ef menn finna ekki meira af ioðnu? „Þetta er það sem ég hef lagt fram á þessu stigi málsins. Þetta fer allt eftir því hvaða forsendu menn gefa sér um loðnuveiðina. Við höfum vilj- að stilla því þannig upp að flotinn fengi hugsan- lega að veiða 250 þúsund tonn af loðnu á þessu ári. Um að það verður auðvitað ekkert fullyrt, en vonandi verður einhver haustveiði." Aðstæður í sjónum fyrir norðan land eru að batna Að lokum: Mun ráðuneytið endurskoða ákvörðun um hámarksveiði á þorski á þessu ári, komi engin þorskganga frá Grænlandi? „Það er mjög nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að forsendur þess aflamarks, sem nú hefur verið ákveðið, er að töluvert af fiski komi frá Grænlandi. Það er ekki rétt að reikna með að það skýrist fyrr en síðar í vetur. Ef það gerist hins vegar ekki, þá eru það mjög alvarleg tíð- indi og geta orðið til þess að draga verður afla saman frá því sem nú hefur verið ákveðið. Jafn- vel þó að það verði ekki gert, er engin trygging fengin fyrir því að menn nái þeim kvótum sem úthlutað hefur verið. Fiskurinn er ekki kominn á land, þó að menn fái bréf upp á það, eins og sumir virðast stundum telja. Sjómennimir þurfa að hafa fyrir veiðunum nú sem endranær. Veiði hefur víðast hvar verið afar treg upp á síð- kastið. Ástandið í hafinu fyrir norðan land hefur verið svo slæmt á undanfömum árum að fiskistofn- arnir hafa orðið fyrir verulegum skakkaföllum af þeim sökum. Nú hefur hins vegar orðið mik- il breyting á og hlýr sjór hefur streymt í mikl- um mæli norður eftir. Það eru góðu tíðindin í íslenskum sjávarútvegi og verður vonandi til þess að stofnamir ná sér betur á strik, en þá verðum við líka að gæta þess að eitthvað af loðnu og öðmm fiski geti hrygnt þannig að ungviðið geti notið þeirra skilyrða sem nú eru að skapast." Egill Ólafsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.