Tíminn - 02.02.1991, Page 13

Tíminn - 02.02.1991, Page 13
Laugardagur 2. febrúar 1991 Tíminn 25 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Starfslaun handa listamönnum áríð 1991 Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa íslenskum listamönnum árið 1991. Umsóknir skulu hafa borist úthlutunarnefnd starfslauna, Menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 25. febrúar nk. Umsóknir skulu auðkenndar: Starfslaun listamanna. í umsókn skulu eftirfarandi atriði tilgreind: 1. Nafn og heimilisfang, ásamt kennitölu. 2. Upplýsingar um náms- og starfsferil. 3. Greinargerð um verkefni, sem liggur um- sókn til grundvallar. 4. Sótt skal um starfslaun til ákveðins tíma. Verða þau veitt til þriggja mánaða hið skemmsta, en eins árs hið lengsta, og nema sem næst byrjunarlaunum menntaskóla- kennara. 5. Umsækjandi skal tilgreina tekjur sínar ár- ið 1990. 6. Skilyrði fyrir starfslaunum er að umsækj- andi sé ekki í föstu starfi, meðan hann nýtur starfslauna, enda til þess ætlast að hann helgi sig óskiptur verkefni sínu. 7. Að loknu verkefni skal gerð grein fyrir ár- angri starfslauna til úthlutunarnefndar. Tekið skal fram að umsóknir um starfslaun árið 1990 gilda ekki í ár. Menntamálaráðuneytið, 15. janúar 1991. DÓMS- OG Kl RK J U MÁLARÁÐ U N E YTIÐ Auglýsing um próf fyrir skjalþýðendur og dómtúlka Þeir, sem öðlast vilja réttindi sem skjalþýðendur og dómtúlkar, eiga þess kost að gangast undir próf, er hefjast væntanlega 17. mars nk. ef þátt- taka verður nægjanleg. Þeim, sem viija skrá sig í prófin, er gefinn kostur á undirbúningsnámskeiði dagana 22. og 23. febrúar og skulu þeir tilkynna um þátttöku í því og í hvaða máli þeir hyggjast þreyta prófið, skrif- lega í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, eigi síðar en 12. febrúar nk. Námskeiðsgjald er kr. 8.000. Frestur til innritunar í próf rennur út 1. mars 1991 og skal þá jafnframt greiða prófgjaldið, kr. 40.000,-, sem er óendurkræft. Umsóknum um þátttöku í prófinu skal skila til ráðuneytisins á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást. Löggildingargjald er kr. 50.000. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 31. janúar 1991. Heilsugæslustöðin á Hólmavík Staða heilsugæslulæknis á Hólmavík er laus til umsóknar nú þegar. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum. Nánari upplýsingar gefur Elísabet í símum 95-13395 eða 95-13132. Stjórn Heilsugæslustöðvarinnar. Catherine Oxenberg hlakkar til að eignast bamið sem hún ber undir belti. Catherine Oxenberg á von á barni —vill ekki segja hver faðirinn er Það er ekki gott að segja hvort Catherine Oxenberg er frægari fyrir allt það bláa blóð sem renn- ur um æðar hennar (mamma hennar er Elizabeth fyrrum Júgóslavíuprinsessa og Catherine er náfrænka hertogans af Kent) eða leik sinn í sjónvarpssápum eins og Dynasty. En eitt er víst, Catherine er bráðfalleg, og nú á hún von á barni. Það þótti tíðindum sæta að Cat- herine væri barnshafandi því að enginn hafði tekið eftir að hún væri í tygjum við neinn sérstakan karlmann. Blaðamanni einum fannst þess vegna fullt tilefni til að ganga á fund Catherine á heimili hennar í Los Angeles. Catherine var þá einmitt að und- irbúa ferð til Bali, þar sem hún ætlaði að mynda „andlega ein- ingu“ með manninum sem hún elskar. Viðtalið var eftirfarandi: „Catherine, það liggur í augum uppi að lesendur okkar vildu gjarnan vita hvað faðir barnsins þíns heitir og hvort þú ætlir að giftast honum." Svar: Ég er ófrísk. Ég ætla að eignast barn með manni sem ég elska. Ég vil ekki segja neitt meira. ,/Etlarðu að hætta að vinna eft- ir að barnið fæðist?“ Svar: Alls ekki. Barnið mitt á að eiga stórkostlega æsku. Ég ætla að gefa því tækifæri til að nýta hæfileika sína til fulls. Á meðan barnið er Iítið á það að vera í fanginu á mér oftast nær. „Varðst þú ófrísk samkvæmt áætlun?" Svar: Það var óvart en það lítur út fyrir að ég hafi verið tilbúin til þess í nokkurn tíma, án þess að ég vissi. Og nú er vonan: að allt gangi vel og Catherine verði léttari á tilsettum tíma, si. imsumars. Björf fram íð hjá Pamelu Runc Bikinipían Pamela Runo er nú komin á fleygiferð í sjónvæ sbransanum. Hún hefur þegar gert það gott í Staupasteini og Muri Brown og henni standa nú margat dyr opnar í Hollywood, enda hefur n ýmsa kosti til að bera sem haf. eytt margri stúlkunni langt á þessu : iði. Reyndar skulum við v i að hún búi yfir fleiri góðum eigin um en þeim sem augljósir eru á m inni. Það er ólíklegt að hún sé s a fáklædd í Staupasteini, þar sen fólk kemur gjarna inn á krána til hlýja sér. Og Diane og Carla sýna á fleiri hliðar en kroppinn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.