Tíminn - 19.02.1991, Síða 6

Tíminn - 19.02.1991, Síða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 19. febrúar 1991 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavik Framkvasmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gfslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Steingrímur Gislason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sfmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð (lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 „Rússamarkaður“ Forstjóri niðursuðuverksmiðjunnar K. Jónsson og Co á Akureyri segir í viðtali við Morgunblaðið á fostudaginn að stjómmálamenn hafi ekki „hugsað dæmið til enda“ þegar þeir tóku ákvörðun um það á Alþingi að taka upp stjómmálasamband við Litháen. Það sem forstjóri verksmiðjunnar á við er, að með yfirlýsingu sinni sé Alþingi að ganga gegn stefnu al- ríkisstjómar Sovétríkjanna, sem gæti komið niður á viðskiptum íslands og Sovétríkjanna. Ef svo færi kæmi það mjög við hagsmuni niðursuðuiðnaðarins á Akureyri og kann jafnvel að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þá starfsemi. Hitt er svo annað mál hvort stjómmálamenn hafi eða hafi ekki „hugsað dæmið til enda“ eins og Kristján Jónsson forstjóri segir eða hvort mat þeirra hafi byggst á öðm en að taka allar hugsanlegar afleiðingar í viðskiptum með í reikninginn. Án vafa vom það stjómmálaástæður sem réðu afstöðu Alþingis til sjálfstæðismála Lithá- ens, en ekki nákvæmir útreikningar varðandi utan- ríkisviðskipti. Þegar litið er til viðskipta íslands og Sovétríkjanna kemur í ljós að þau em nú á milli 3% og 4% af heild- arútflutningi íslendinga og hafa dregist saman á síð- ari árum. Sú var tíðin að viðskipti við Sovétríkin vom miklu fyrirferðarmeiri og mikilvægari fyrir heildina en nú er. Þess má jafnvel minnst að „rússa- viðskipti“ urðu upphaflega til svo einhverju næmi á ámnum upp úr 1950 þegar landhelgisdeilumar vom að hefjast að marki og Bretlandsmarkaður lokaðist og viðskipti við Evrópu vom takmörkum háð. Nærri 40 ára saga viðskiptasambands við Sovétrík- in er vissulega sérstæð og útflutningur þangað hefur dregist saman í heild. Eigi að síður hafa „rússavið- skipti“ verið okkur mikilvæg og gengið á margan hátt ágætlega, þótt þau lytu sínum eigin lögmálum. En staðreyndin er sú að þau viðskipti sem við eig- um enn við Sovétríkin em svo mikilvæg tilteknum iðngreinum að þær standa og falla með þeim. Krist- ján Jónsson hefur lýst því hversu miklu það varðar fyrir fyrirtæki hans og lagmetisiðnaðinn yfirleitt að Sovétmarkaðurinp lokist ekki. Að því er best verður séð yrði það dauðadómur yfir ullariðnaðinum ef „rússaviðskiptin“ bregðast. Með því hlyti ullariðn- aðurinn, þar með Álafossfyrirtækið sem átt hefur í miklum fjárhagserííðleikum, að verða íyrir þungu áfalli sem óvíst er að undir verði risið. Hindmn í vegi viðskipta við Sovétríkin myndi koma við ýmsar sjávarútvegsgreinar, ekki síst síldar- útveginn, þar sem saltsíldarsalan þangað breytir öllu um tekjur af þessari framleiðslugrein. Frystiiðnaður- inn á einnig ágæt viðskipti við Sovétríkin að sínu leyti. Fróðlegt gæti verið að kanna hversu mikilvæg „rússaviðskiptin“ em fyrir atvinnulífíð, „atvinnust- igið“, í landinu í heild og einstökum stöðum, t.d. Ak- ureyri. Ekki er ólíklegt að milli 500 og 1000 manns hafi vemlega atvinnu af því að framleiða fyrir „rússamarkað“. Hvað sem stjómmálum líður em viðskipti við Sovétríkin íslendingum afar mikilvæg. 1 Þegar SjálfsUeðisflobkurinn býr við mest fylgl betnur bann sér upp forysfukrísu, sambvæmt benn- Ingu dr. Gunnars Thoroddsen. Kenningin hljóðar svo: Nú bregst formaftur og skal þá varaformaftur víkja. Sjálfstæóisflokkurinn virft- ist ekki ánægður meft aft sitja uppi með svo miida einföldun á for- ysluvandamálum sínum. í síftustu skoöanakönnun Péiagsvísinda- stofnunar fyrir Morgunblaftift núna um helgina kom í Jjós aft 54,8% ætla aft bjósa Sjáústæöis- flokkinn í Rcybjavík. Samkvæmt reglunni birti DV tveimur dögum áftur frétt þess efnis aft rætt heffti verið vift Davíft Oddsson um aft taka vift formannssæti í flobknum á Iandsfundi hans 7.-10. mars. Davíö borgarstjóri gerir mikift úr því í DV aft talaft hafi verift viö hann um formennskuna. „Ég tala svona út og suöur," sagftl Davíft f blaftinu, og var strax kominn í Matthildar- hlutverk sitt Núver- andi formaftur flokksins, Þor- steínn Pálsson, var aftur á móti efcki í Matthildi, enda hefur hann þagaft vift tali hins nýja formanns- efnis. flonum hefur eflaust komift í hug breyting á kenningu dr. Gunnars, sem gæti hljóftaft svo: Nú bregst formaftur ekki og skal þá varaformaftur taka vift. mátt ætla aft flokksmenn gætu sæmilegavift unað. Davíft varafor- maftur notar tækifæriö, þegar þetta mikla fylgi Uggur Uóst fyrir og talar út og suður um formanns- stöðuna. Slíkt tai er meridlegt þegar ijúst er aft hann getur ein- faldlega lýst yfir aft hann sé ekki í kjöri til formanns. Vitaft er aö margir tala vift Davíft; eiga vift hann erindi út af einu og öftru. Þaft skaöar ekki erindismenn aft tæpa á formannsstöftunnl f fiokknum og hver muni þar hæf- astur. Borgarstjórmn tekur þessu tali vel. Hann bregftur á lcifc mitt í öllum vinsældunum og grípur til gamaila Matthildar-takia og talar út og suftur. Þaft hlýtur aft vera erf- itt aft vera formaöur í flokki sem snýst gegn formanni sfnum, óðar og vart veröur vift iylgisaukningu. Hingaft til hefur þaft verift talið formönnum til ágætis hafi flokkar þeirra bætt vift tylgi sltt. En í Sjálf- stæftisflokknum gildir sú regla um þessar mundir aö bregðist formaft- urinn ekki skuli varaformafturinn taka við. Meriálegt má kalla hve margir kjósendur eru fúsir tíl aö lýsayfir fylgi vift slífean flokk. „Ut Ol Þctta stendúr alit heima. Sjálf- stæftisflokkurinn hefur 54,8% fylgi í Reykjavík, en þaft eru fylgis- mörk sem hann þolir ekki öðruvísi en snúast gegn forystunni, þ.e. formanni flokksins. Spá um míláft fylgi flokksins gerist á tíma, þegar Þorsteinn hefur verift formaður flokksios í nokkur ár, og heffti Innhyrftis ófriðarsaga Sjálfstæft- isflokksins er orftin löng. Honum hefur Wka lÖngum ekki verift iýst sem flokki heldur samsafhi ólíkra hagsmunahópa sem erfitt er að gera tii hæfls. í krafti öflugrar blaftaútgáfu hefur áróftursiiöi flokksins tekisl aft ná tii sfn fylgi stórs hluta ahnennra bjósenda, samanber síðustu skoftanakönnun í Reyfcjavík. Almennir bjósendur flokbsins láta sig Utlu skipta hvort verift er aft rægja Þorstein sem for- mann efta hæia Ðavíft sem borgar- stjóra. Þaft eru ekki almennlr fcjós- endur flokksins sem ráfta for- mannaskiptum, heidur sá þröngi hópur sem annast skoðanamynd- un í flokknum efta lætur hlutiausa aðför aft ríkjandi formönnum hans. Þegar Ólafur Thors myndafti Nýskðpunarstjónúna átti hann í tnikium erfiftieikum innan þing- flokks sjálfstæftismanna. Aimenn- ir fcjósendur flokksins Jétu sér þaft í iéttu rúmi liggja, Þeir Jón Páima- son á Afcri og Pétur Ottesen urftu mýktir aö Iokum og áróöursvélar flokksins sáu um að fegra komm- únista, sem þá voru í samstarfi vift íhaldið. Nýr skuggaleikur Aftur skriplafti Sjálfstæftisflokk- winn á skötunni, þegar ty’lgjendur flokksins gerftu pólitfsita aðför aft Geir Hallgrimssyni. Eftbr aft Getr haffti verið ýtt út i kuldann réft dr. Gunnar miklu f flokknum um skeiö, þútt aldrei hrepptí hann for- mannsstööuna. Nú er þesst skuggalctkur hafinn á ný rneft hálféelgju Davffts Oddssonar og „út og suöur“ stefnu hans. Meft „út og suftur** stefnunni er verift aft dntga 54,8% reykvískra kjós- enda á asnaeynmum. Fjöldi þeirra kaus Ðavíft sem borgarstjóra í góftri trú. Nú á aft nota sömu Igós- endur til aft svipta sjálfstæftisfólk i Reykjavík þeim borgarstjóra sem þaft er nýbúift aft kjósa. Hann stefnir á fortnannsfcjörid svo hann getí framfylgt yfirlýstri „út og suftur“- stefnu sinni. ■1111 VÍTT OG BREITT 'ITi Skoðanakúgarar 800 milljón manns íylgjast með beinni útsendingu af þessari skemmtun eða þrír milljarðar manna sitja við og horfa spenntir á þessa íþróttakeppnina eða hina. Svona þulur eru iðulega hafðar yfir í fjölmiðlum og mat sjónvarps á sjálfu sér er það að yfirleitt fari ekkert markvert fram í henni verslu nema það komi í sjónvarpi. Sá fjöldi áhorf- enda að einhverri útsendignu sem mest þarf á skrumi að halda er reikn- aður þannig, að lagður er saman heildaríbúafjöldi þeirra landa sem tiiteknar sjónvarpssendingar ná til og út úr því fá lygalaupamir ótrúleg- an áhorfendafjölda og mikinn al- mennan áhuga á boltaleikjakeppni eða dægurlagatónlist Þeir sem lifa og hrærast í boltaleikj- um eða dægurlögum hafa komist upp með það að gera áhugamál sín að forgangsefnum fjölmiðla og halda því blákalt fram að ALLIR hafi þessi sömu áhugamál og að tilgangur og takmark hérvistar manna sé að horfa á boltaleiki og hlusta á dægurlög. Á hástertí Svo rækilega er hamrað á áróðrin- um íyrir áhugamálum ALLRA að engum dettur annað í hug en að þeir sem láta sér í léttu rúmi liggja hvaða boltaleikjalið bustar annað bolta- leikjalið og stendur á fjandans sama um alla takta, snilldartakta sem aðra takta, eru einfaldlega skrýtnir einfar- ar. Unga fólkið vill ekkert annað en popp og dægurlög og samanlagt fjöl- miðlaveldið býr til goð og gyðjur sem ávallt er hrósað upp í hástert af fjöl- miðlafólki og er aldrei á það minnst nema með fylgi hástemmd lýsingar- orð um hæfni og óskapa vinsældir. Allur heimurinn er fyrir lögnu fall- inn í stafi yfir frammistöðu „piltanna okkar" í handboltaleikjum. Líka þeir sem aldrei hafa heyrt á íþróttina minnst og munu aldrei gera því út- breiðslu og þátttöku í greininni fer síhrakandi ár frá ári. íslenskar dægurlagahljómsveitir ferðast vítt og breitt um veröldina og kasta skærum ljóma á heimalandið í fjölmiðlunum þegar sagt er frá sigr- unum á útidanspöllum sveitaballa heimsins. Utanríkisráðuneytið er far- ið að flytja út íslenskt popp og stofh- aði embætti í þeim tilgangi. Vonandi þarf ekki að lögbinda útflutnings- bætur á þær afurðir. Á bandi lyginnar Söngvakeppni Eurovision hefur hel- tekið þjóðina árum saman. Fyrst keppnin hér heima og svo vinning- slíkumar í útlöndum og allir hafa verið vissir um að íslenska framlagið er best og allir eru svo stoltir þegar margir milljarðar sjónvarpsáhorf- enda sjá og heyra rödd og tóna ís- lands hljóma vítt of veröld. í útlöndum veit að vísu enginn stundinni lengur hvaða keppni þetta yfirleitt er, nema atvinnufólk í dæg- urlagaheiminum. Á íslandi eru allir svakalega spennt- ir, að því er dægurlagaheimurinn heldur fram, og sérstakir útsendarar hans í lykilstöðum allra fjölmiðla sjá um að ekkert skyggi á skrumið. En ofurlítil skoðanakönnun sem sloppið hefur framhjá varðhundum dægurlagakúltúrsins slapp inn í DV fyrir helgina. Sex manns voru spurðir um hvað þeim þætti um vinningslagið í söngvakeppninni. Af myndum af fólkinu að dæma bjóða andlit þess af sér góðan þokka og eru líklegast á aldursskeiðinu 16 til 25 ára. Sem sagt ungt fólk sem hver sem vill get- ur ákveðið hvaða skoðun hefur; unga fólkið segir — unga fólkið vill — unga fólkinu finnst, segja skoðana- kúgaramir sem sem alltaf eru að ákveða hvaða skoðanir og vilja heilu kynslóðimar eiga að hafa. Tveir svarenda höfðu aldrei heyrt lagið, einn brot af því og fannst lítið til koma, einn hafði aldrei heyrt það í botn, en heldur það ágætt. Tveir svarendur höfðu heyrt verðlaunalag- ið og fannst ágætt Þessi litla skoðanakönnun segir auðvitað ekkert um hvort lagið sem um var spurt er gott eða eitthvað annað, enda er það ekki til umfjöll- unar hér. En hún segir okkur heilmargt um áhugann, eða öllu heldur áhugaleys- ið, á á öllu því skmmi og belgingi sem haldið hefúr verið að fólki í þeim tilgangi að hossa dægurlagaheimin- um. Dægurlög, dansleikir, boltaleikir og íþróttakeppni er allt hið ágætasta og hluti af menningu okkar og jafhvel daglegu lífi og skemmtir mörgum og styttir stundimar. En það ofboðslega offnat á almenn- um áhuga á svona greinum, sem greinilega er lyrir hendi, er þreytandi og varhugavert. Það er ekkert annað en skoðana- kúgun að halda því sífellt að fólki gegnum öfluga fjölmiðla að ALLIR hafi óendanlega mikinn áhuga á dægurlaga- og boltaleikjastjömum og eigi að hafa. Þótt tekið sé tillit til hámarks- skekkjumarka í könnun DV er greinilegt að áhuginn á sönglaga- keppni er fyrir neðan allar hellur. En stjömudýrkendur þurfa engar áhyggjur að hafa. Þeir em á bandi lyginnar og hafa því ávallt síðasta orðið. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.