Tíminn - 21.02.1991, Síða 11

Tíminn - 21.02.1991, Síða 11
10 Tíminn Fimmtudagur21. febrúar 1991 Fimmtudagur 21. febrúar 1991 Tíminn 11 ; i i •. : ■ : Ný skýrsla frá Þjóöhagsstofnun um áhrif evrópska efnahagssvæðisins á fslenskan sjávarútveg: SJÁVARÚTVEGURINN HEFUR LÍTINN ÁVINNING AF AÐILD ÍSLANDS AÐ EES „Sjávarútvegur er að mestu leyti undan- þeginn því frelsi í viðskiptum sem verið er að innleiða í EB á sviði iðnaðar og þjón- ustu. Þær takmarkanir á viðskiptum með sjávarafurðir og aðföng veiða og vinnslu, tollar og styrkir til sjávarútvegs í EB fela í sér kostnað fyrir íslendinga. Líkur eru á að íslendingar muni þurfa að bera stóran hluta af þessum kostnaði áfram, jafnvel þótt þeir gerist aðilar að EES (evrópska efnahagssvæðinu). Af þessum ástæðum má ætla að ábati íslensks sjávarútvegs af því að tengjast EB/EES verði minni en sá ábati sem aðrar þjóðir gera ráð fyrir í þeim grein- um iðnaðar og þjónustu sem eru öflugastar í þeirra löndum. Vegna mikilvægis sjávar- útvegs hér á landi má ætla að beinn þjóð- hagslegur ávinningur íslendinga af því að tengjast EB/EES verði minni heldur en aðrar þjóðir gera sér vonir um.“ Þetta er niðurstaða í skýrslu sem Þjóð- hagsstofnun hefur unnið að beiðni ríkis- stjórnarinnar um áhrif evrópska efnahags- svæðisins á íslenskan sjávarútveg. Þegar hefur komið út skýrsla frá Byggðastofnun um áhrif evrópskrar samvinnu á byggða- þróun á íslandi. Von er á fleiri skýrslum um áhrif aðildar að EES og EB á aðrar atvinnu- greinar. Það sem hér fer á eftir er allt unnið upp úr skýrslu Þjóðhagsstofnunar. Þær ályktanir sem dregnar eru í greininni eru úr skýrsl- unni. Greinarhöfundur vill segja frá eigin brjósti varðandi meginniðurstöðu skýrslunnar sem vitnað er til hér að ofan, að þó að ábati íslensk sjávarútvegs af því að gerast aðili að EES sé lítill kann ábati annarra greina að vera einhver. Ekki er líklegt að íslenskur sjávarútvegur beri skaða af því að tengjast EES vegna þess að þar með er hann ekki að tengjast sjávarútvegsstefnu Evrópubanda- lagsins. Aðild íslands að EB og sjávarút- vegsstefnu bandalagsins mundi hins vegar án efa skaða íslenskan sjávarútveg. Evrópsk samvinna þýðir meiri þjóðartekjur Á undanförnum árum hafa þjóðir V- Evr- ópu aukið frelsi í viðskiptum, bæði innan- lands og milli landa. ísland er þar engin undantekning. Þegar fjallað er um þessa þróun skiptir mestu máli átak EB að koma á sameiginlegum innri markaði árið 1992. Að baki þessari þróun er trú á að aukið frelsi í viðskiptum leiði til meiri hag- kvæmni í framleiðslu og neyslu og trú á að aukin samkeppni leiði til meiri hagkvæmni og hagvaxtar. Með innri markaðinum ætlar EB að auka frelsi í viðskiptum og brjóta niður þá múra sem hindra samkeppni á einstökum markaðssvæðum. Við þessar að- stæður verða fyrirtæki, sem nú framleiða á óhagkvæman hátt í skjóli lítillar sam- keppni, annaðhvort að hagræða hjá sér eða hætta framleiðslu. Sérfræðingar EB telja að með því að banna alls kyns aðferðir til að draga úr samkeppni innan EB og með því að stærri markaður gefi færi á að nýta bet- ur þá stærðarhagkvæmni sem víða sé að finna, þá gefist færi á að auka þjóðartekjur þessara landa um 4-5%. Táka verður fram að þessi prósentutala er ekki óumdeild. Sumir telja að hún sé of há, en aðrir að hún sé jafnvel of lág. Því fer hins vegar fjarri að EB vegsami frelsi á öllum sviðum viðskipta. Bent hefur verið á að EB byggi varnarmúra kringum sig í þeim tilgangi að draga úr samkeppni frá ríkjum utan EB, einkum frá Japan og Bandaríkjunum. Innri markaður EB á held- ur ekki að vera alfrjáls á næsta ári, a.m.k. á það alls ekki við um landbúnaðar- og sjáv- arútvegsmál. Framleiðendur og fyrirtæki í þessum atvinnugreinum njóta mikillar verndar í formi tolla og reglugerða (einkum heilbrigðisreglugerða) og fá mikla styrki í mörgum löndum. Helstu ástæður fyrir þessu eru svipaðar í flestum löndum. Þarna er um að ræða atvinnugreinar sem hafa veruleg áhrif á þróun byggðar á viðkvæm- um svæðum, auk þess sem þessar greinar framleiða matvæli. íslenskur sjávarútvegur stæði vel að vígi í samkeppni á alfrjálsum markaði Ólíklegt er að viðskipti með sjávarafurðir verði á næstu árum eða jafnvel áratugum jafnfrjáls og viðskipti með iðnaðarvörur og þjónustu. Það er þó ástæðulaust að útiloka að slík þróun eigi sér stað. Hægt er að hugsa sér að í framtíðinni verði búið að af- nema alla tolla og sérgjöld á innflutning á sjávarafurðum, búið væri að afnema alla styrki, hreinlætis- og heilbrigðiskröfur væru þannig að ekki fælist í þeim óbein við- skiptahindrun, öllum, innlendum aðilum jafnt sem erlendum, væri frjálst að setja á stofn fyrirtæki í fiskvinnslu og fiskveiðum í öllum löndum. Aflakvótar eða veiðileyfi væru seljanleg bæði innanlands og til er- lendra aðila og heildarkvótinn væri ákvarð- aður þannig að hámarksafrakstur fengist af fiskistofnunum. Margt bendir til þess að íslenskur sjávarút- vegur stæði sig vel við þær aðstæður sem að ofan var lýst. íslenskur sjávarútvegur býr yfir mikilli sérþekkingu, íslensk fyrirtæki standa mjög framarlega í tæknivæðingu í sjávarútvegi og markaðssamtök í sjávarút- vegi hafa mikla þekkingu og reynslu og eru viðurkennd fyrir að vera ábyggileg og með fyrsta flokks vöru. Ekki er ólíklegt að ef veiðiheimildir í heiminum gengu kaupum og sölum myndu íslensk útgerðarfyrirtæki geta keypt veiðiheimildir við strendur ann- arra landa. Jafnframt bendir fátt til þess að erlend útgerðarfyrirtæki, án styrkja og verndaðra heimsmarkaða, gætu boðið bet- ur en íslensk fyrirtæki í veiðiheimildir við ísland. íslensk fiskvinnsla geldur þess að vera langt frá mörkuðum, en nýtur þess að vera nálægt fiskimiðum. Ef til vill koma þessi at- riði til með að skipta minna máli í náinni framtíð. Ólíklegt að EB reyni að hindra aðgang íslenskra sjávarafurða að EB Sjávarútvegur er lítil atvinnugrein í EB. Framlag greinarinnar til landsframleiðslu EB-ríkjanna er 0,14% og einungis á Spáni og Portúgal nær sjávarútvegur því að vera um það bil 1% af landsframleiðslunni. Til samanburðar má nefna að sjávarútvegur á íslandi skilar um 16% af landsframleiðsl- 1972 1974 1976 1978 Loönu landað í Vestmannaeyjum á dögunum. Tfmamynd; Inga unni og 70% af vöruútflutningnum. En þótt sjávarútvegur EB sé hlutfallslega lítill, þá er hann mun stærri en sjávarútvegur hér á landi. Fiskafli EB-ríkja hefur verið rúmlega 4 milljónir tonna, eða sex- eða sjö- falt meiri en afli íslendinga. Þessi afli næg- ir þó ekki til að fullnægja eftirspurninni innan bandalagsins og flutti EB að meðal- tali inn meira en 4 milljónir tonn af fiski til manneldis á árunum 1984-1986. Fyrirsjáanlegt er að markaður fyrir fisk í EB muni aukast á næstu árum, sennilega mest vegna minni afla eigin skipa. Ef EB tekst ekki að ráða við ofveiðina má telja víst að verð á sjávarafurðum verður hátt á mörkuðum í EB. Staða þeirra sem flytja inn fisk á markaðinn verður sterk. Af þeirri ástæðu má ætla að þegar á heildina er litið sé lítil hætta á því að EB beiti beinum eða óbeinum viðskiptahindrunum til að tor- velda innflutning. Þegar litið er til lengri tíma er mun erfiðara að segja til um hver innflutningsþörf EB verður og þar með hver staða þess verður gagnvart þeim ríkj- um sem flytja út sjávarafurðir til EB. Þar mun skipta miklu hvort mikilvægar fisk- veiðiþjóðir ganga í EB, svo og þróunin í A- Evrópu og samskipti EB við þær þjóðir. Á seinni árum hefur sífellt meira af ís- lenskum fiski farið á EB- markað. Árið 1972 fóru um 10% af sjávarafurðum íslendinga til EB- ríkja, en í dag er þetta hlutfall kom- ið upp í 70%. Hér skiptír að sjálfsögðu máli að ríkjum í EB hefur fjölgað á þessu tíma- bili. Án bókunar 6 hefðum við þurft að greiða 4,6 milljarða í tolla til EB á síðasta ári EB-ríkin hafa sameiginlega tolla á sjávar- afurðum frá ríkjum utan bandalagsins, en frávik frá þessum sameiginlegu tollum hafa verið ákveðin bæði með fjölþjóðlegum samningum (t.d. GATT) og með tvíhliða samningum við einstök ríki. Almennt má segja að sú stefna sem birtist í ytri tollum EB stefni að hráefnisinnflutningi með því að hafa lægstu tollana á óunnum fiski en hæstu tollana á mikið unnum afurðum eins og lagmeti og kavíar. Island hefur tvíhliða viðskiptasamning við EB og kveður bókun 6 með þeim samningi á um þær tollaívilnanir sem ísland nýtur innan EB. Þessi samningur var gerður árið 1972 og tók gildi 1. aprfl 1973. Bókun 6 tók ekki gildi fyrr en árið 1976 vegna landhelg- isdeilunnar sem þá stóð. Þessi samningur er uppsegjanlegur í heild með árs fyrirvara, en ekki er hægt að segja upp einstökum at- riðum hans, eins og t.d. bókun 6, sérstak- lega. Þessi samningur er íslenskum sjávar- útvegi tiltölulega hagstæður. T.d. þurfa ís- lendingar að greiða mun minna í tolla af út- flutningi til EB, af þeim afurðum sem bókun 6 fjallar um, en helstu keppinautar okkar, Norðmenn og Kanadamenn. Af þeim vörum sem greiddur er innflutn- ingstollur af til EB er saltfiskur langmikil- vægastur og hefur verið allt frá 1985 þegar Portúgal og Spánn gengu í EB, en í þessum löndum eru mikilvægustu saltfiskmarkaðir íslendinga. Ytri tollur á flattan fisk er 13%, á söltuð þorskflök 20% og á ufsaflök 16%, en undanþágur eru frá þessum tollum sam- kvæmt ákveðnum reglum. Þannig er heim- ilt að flytja út 25 þúsund tonn af flöttum saltfiski inn í EB tollfrjálst á hverju ári sam- kvæmt ákvæðum GATT-sáttmálans. Auk þess hefur EB sjálft ákveðið að heimilt sé að flytja inn ákveðið magn á lægri tolli en 13%. Bæði magnið og tollurinn hafa verið breytileg frá ári til árs. í ár er magnið 55 þúsund tonn og tollurinn 7%. Það hefur einnig verið mismunandi hvernig þessir innflutningskvótar, sem allir aðilar sem flytja saltfisk til EB geta notað sameigin- lega, hafa nýst íslenskum útflytjendum. Á árinu 1989 var mikið framboð á saltfíski og kláraðist GATT-kvótinn á fyrstu dögum árs- ins og nokkur hluti lenti í 13% tolli. Á ár- inu 1990 var framboðið minna og lítið sem ekkert lenti í 13% tolli. Árið 1988 greiddu fslendingar samtals 1.540 milljónir króna í tolla vegna inn- flutnings á sjávarafurðum til EB, þar af voru 991 milljón vegna saltfisks og 302 milljónir vegna fersks fisks. Árið 1990 greiddum við samtals 1.843 milljónir í tolla, þar af 760 milljónir fyrir saltfisk og 540 milljónir fyrir ferskan fisk. Útflutning- ur á ferskum flökum til EB hefur aukist gíf- urlega á síðustu árum. Árið 1988 fluttum við ferskan físk til EB fyrir 116 milljónir, en í fyrra nam þessi útflutningur 1.400 millj- ónum. Ef við nytum engra tollaívilnana og bókun 6 væri ekki í gildi hefðum við þurft að greiða 2.257 milljónir í tolla árið 1988 og 4.660 milljónir í fyrra. Það ár hefðum við t.d. þurft að borga 2.730 milljónir í tolla af frystum fiski ef bókun 6 væri ekki í gildi. Ef engir tollar væru á þessum afurðum og verðið á þeim myndaðist við venjulegar að- stæður á frjálsum markaði er líklegt að framleiðendur á íslandi fengju enn hærra verð fyrir afurðir sínar. Sé tekið tillit til þessa má áætla að tollgreiðslur íslenskra útflytjenda til EB hafi numið 6,5 milljörð- um í fýrra og er þá miðað við að bókun 6 hafi ekki verið í gildi. Sjávarútvegsstefna EB er að hrynja Sjávarútvegsstefna EB grundvallast á sömu ákvæðum Rómarsáttmálans og land- búnaðarstefna EB. Líkt og landbúnaðar- stefna EB felur sjávarútvegsstefnan í sér fjölmörg ákvæði sem leiða til frávika frá lögmálum markaðsviðskipta og frjáls flutn- ings vinnuafls og fjármagns sem EB er að koma á. Umfangsmikið styrkjakerfi er við lýði og engin áform eru uppi um að breyta því. Grunnur að núverandi sjávarútvegs- stefnu EB var lagður 1983. Stefnan var mörkuð til 20 ára eða til ársloka 2002, en ákvæði eru um endurskoðun fyrir árslok 1992. Frá árinu 1983 hefur stjórnun veiða á flestum mikilvægum tegundum innan EB byggst á aflakvótum. Heildaraflakvótinn er ákveðinn fyrir eitt ár í senn og honum er skipt niður á einstök ríki. Þessi skipting á að taka mið af veiðum viðkomandi ríkis undanfarin ár. í öðru lagi á hún að taka mið af mikilvægi fiskveiða fyrir viðkomandi svæði og í þriðja lagi á hún að taka mið af tapi eða hagnaði viðkbmandi ríkis vegna út- færslu landhelgi strandríkja í 200 mílur sem átti sér stað á áttunda áratugnum. Árangur af sjávarútvegsstefnu EB hefur ekki orðið eins og vonast var til. Ekki hefur tekist að minnka fískveiðiflotann og ofveiði er mikil. Mjög erfitt er að gera sér grein fyr- ir hversu miklum afla er landað í EB. Opin- berum tölum er ekki treystandi. Tölurnar eru mjög oft lægri en raunveruleg veiði. Tálað hefur verið um 30-40% mun í þessu sambandi. Mörg dæmi eru um að sam- þykktur kvóti hafi verið tugum prósenta hærri en það sem fiskifræðingar íögðu til og að afli hafi einnig farið tugi prósenta fram úr samþykktum aflakvóta. Þegar til lengri tíma er litið virðist senni- legt að þau lögmál viðskipta sem verið er að innleiða í iðnaði og þjónustu EB muni einnig ná til sjávarútvegs og landbúnaðar. En það er engin ástæða til að útiloka að nú- verandi sjávarútvegsstefna EB geti breyst til hins verra fyrir hagsmuni ríkis sem ræður yfir gjöfulum fiskimiðum eins og ísland. Innan EB eru útgerðarmenn og sjómenn lítill, en pólitískt sterkur þrýstihópur. Það getur breyst. Það er einnig ljóst, og á kannski eftir að koma enn betur í ljós á næstu árum, að núverandi sjávarútvegs- stefna EB hefur mistekist. Þess vegna er ekki ólíklegt að menn vilji reyna nýjar leið- ir. EB styrkir sinn sjávarútveg um 60-68 milljarða á ári. Áformað er að auka styrkina Sjávarútvegur í EB nýtur gífurlega mikilla styrkja. Það er tiltölulega auðvelt að henda reiður á framlögum EB til sjávarútvegs en erfiðara er að kanna nákvæmlega hversu miklir styrkir eru greiddir úr sjóðum í ein- staka aðildarlöndum þess. Sérfræðingar hjá EFTA hafa tekið saman skýrslu um styrki til sjávarútvegs í EB og áætla að heildarfjár- hæð styrkjanna hafi verið 60-68 milljarðar íslenskra króna á síðasta ári. Sömu aðilar áætla að þetta samsvari 10-15% af verð- mæti þess fiskafla sem landað er í EB. Innan EB eru nú uppi stórtæk áform um að auka mjög framlög til sjávarútvegs, og þá sérstaklega til fiskvinnslunnar. Mark- miðið er að hjálpa vinnslufyrirtækjum til að fjárfesta í búnaði sem nauðsynlegur er til að þau fullnægi þeim kröfum sem gerð- ar eru í nýjum reglugerðum EB um heil- brigði og hollustuhætti. Samkvæmt þess- um áætlunum á að fjárfesta 170 milljarða króna í vinnslu og markaðsstarfsemi fyrir fiskafurðir á árunum 1991-1993. Af þessari upphæð á helmingurinn að koma frá einka- aðilum og helmingur frá opinberum aðil- um. Þetta samsvarar 15% aukningu á fram- lagi EB til sjávarútvegs. Þessi aukning kæmi þá til viðbótar á framlagi á síðasta ári en þá hækkaði það um 20% frá árinu 1989. • ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.