Tíminn - 28.02.1991, Side 2

Tíminn - 28.02.1991, Side 2
2 Tíminn Fimmtudagur 28. febrúar 1991 Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda telur að bændur verði að fallast á meginmarkmið tillagna sjömannanefndar, en búnaðarþing vill gera breytingar: Niðurskuröurinn standi til 1992 en ekki 1991 í drögum að ályktun sem liggur fyrír búnaðarþingi er gert ráð fyr- ir að bændum verði gefið eitt ár í viðbót til að ná fram þeim mark- miðum um 13% fækkun sauðfjár sem sjömannanefnd gerði ráð fyr- ir að ná fram strax í haust. í drögunum er einnig hvatt tii þess að hart verði tekið á bændum sem verða uppvísir að því að selja kinda- kjöt framhjá opinberu kerfi og að þeir verði sviptir beinum greiðsl- um tímabundið. Það er aðalfundur Stéttarsambands bænda sem kemur til með að sam- þykkja eða fella álit sjömannanefndar í formi nýs búvörusamnings. Strangt til tekið er álit sjömannanefndar ekki á verksviði búnaðarþings. Landbún- aðarráðherra hefur hins vegar óskað eftir því að fá álit búnaðarþings á til- lögunum. Allt það sem búnaðarþing kemur til með að álykta um tillög- urnar verða aðeins í formi tilmæla til Stéttarsambandsins. í drögum að ályktun um tillögur sjömannanefndar sem liggja fyrir búnaðarþingi er gert ráð fyrir að að- lögunartíminn verði lengdur, þannig að á tímabilinu 1. maí 1991 til 31. ág- úst 1992 kaupi ríkissjóður virkan og óvirkan fullvirðisrétt, þó að hámarki 3.500 tonn. Miðað er við að verðtil- boðin sem sjömannanefnd vill að renni út í haust standi óbreytt fram til haustsins 1992. Ef ekki verði búið að ná settum markmiðum um niður- skurð 1. september 1992 komi til flatrar skerðingar. í tillögum sjö- mannanefndar er gert ráð fyrir að markmiðum um niðurskurð verði náð í haust og þá strax komi til flatr- ar skerðingar ef markmiðin náist ekki. í drögum að ályktun búnaðar- þings segir að komi til flatrar skerð- ingar verði þeim sem stunda ein- göngu sauðfjárbúskap greiddar 600 kr á kg, en aðrir fái 400 kr. á kg. í drögunum segir ennfremur að sala á fúllvirðisrétti verði heimiluð milli einstaklinga 1. september 1992 og að Framleiðnisjóði verði heimilað að kaupa allt að 30% af fullvirðisrétti í hverri sölu. Sjóðurinn selji síðan þennan rétt til bænda á nánar til- teknum sauðfjársvæðum. í drögunum er lagt til að eldri bændur verði sérstaklega aðstoðaðir við að minnka eða hætta búskap. Lagt er til að jarðasjóður fái aukið fjármagn og honum gert kleift að að- stoða sveitarfélög við að leysa til sín jarðir og/eða kaupa þær jarðir, sem bændur vilja selja og ekki seljast á frjálsum markaði. Bent er á að setja þurfi skýr fyrir- mæli um skattlagningu sölu fullvirð- isréttar. Gerð er sú krafa að virðis- aukaskattur verði felldur niður eða niðurgreiðslur á honum auknar. Þá segir í drögunum að setja verði ströng ákvæði til að koma í veg fyrir framhjásölu á kindakjöti, t.d. að sá bóndi, sem uppvís verður að slíku, tapi tímabundið beinum greiðslum. Stjórn Landssamtaka sauðfjár- bænda hefur ályktað um tillögur sjö- mannanefndar. Hún telur sauðfjár- bændur ekki eiga annarra úrkosta en fallast á meginmarkmið tillagnanna. Stjómin vill að beitt verði öllum til- tækum ráðum til að komast hjá þvinguðum uppkaupum á fullvirðis- rétti. Hún telur eðlilegt að inn í nýj- an búvörusamning komi ákvæði sem takmarki möguleika á stækkun búa þar sem lítið beitiland er eða hætta er á ofbeit. Þá vill stjórnin gera þá kröfu að sama kostnaðarlækkun verði á öll- um stigum sauðfjárframleiðslunnar, vinnslu, dreifingu og sölu en ekki bara hjá bændum. Stjómin vill ekki að bændum verði mismunað milli svæða og telur að stjómvöld verði að nota annan vettvang en búvöm- samning til að hafa áhrif á byggða- þróun. -EÓ Reykkafari á leið út úr reykjarkófinu í kjallaranum. Timamynd:ÁmiBiana Eldur í „íbúð“ útigangsmanna Eldur kviknaði í gömlum kyndi- klefa í kjallara á Skólavörðustíg 21 í gær. Töluverður eldur var í kjallar- anum þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn en greiðlega gekk að slökkva hann. Töluvert var af drasli í kjallaranum en hann er illa farinn eftir eldinn. Eins varð íbúð og verslun á fyrstu hæð fyrir nokkrum skemmdum vegna reyks. Tilkynnt var um eldinn um hádeg- isbilið í gær. Gengið er að kjallaran- um frá Njálsgötu en engu að síður tilheyrir húsið Skólavörðustíg. Að sögn Bergsveins Alfonssonar, varð- stjóra hjá slökkviliðinu, er ekki vitað um eldsupptök. Rannsóknarlög- regla ríkisins vinnur að rannsókn á eldsupptökum. Hugsanlegt er talið að útigangsmenn, sem dvalið hafa í kyndiklefanum, beri ábyrgð á eldin- um en einnig var allt rafmagn þar orðið lasburða. Reykkafarar sem fóru inn voru stöðugt að fá raf- straum í sig þegar þeir voru að slökkva eldinn, vegna þess hve raf- magnsleiðslur voru illa farnar. Sjökkviliðsmenn náðu að slökkva eídinn áður en hann náði að dreifa sér en einhverjar eldtungur voru farnar að teygja sig upp í íbúð á næstu hæð. lbúð á fyrstu hæð og innri hluti verslunar sem snýr að Skólavörðustíg, fylltust af reyk. Verslunin hefur að undanförnu ver- ið lokuð vegna veikinda en einn maður var í íbúðinni á fyrstu hæð. Hann náði að forða sér út áður en allt fylltist af reyk. —SE Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt: Flestum minnihluta- tillögunum hafnað Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Flestar tillögur minni- hlutans voru felldar eða þeim vísað frá við atkvæðagreiðsluna, en meiri- hluti þeirra hljóðaði upp á aukna fé- lagslega þjónustu á kostnað t.d. ráð- hússins sem í verður veitt um 800 milljónum króna á þessu ári sam- kvæmt fjárhagsáætluninni. Nokkr- um tillögum minnihlutans var vísað til viðkomandi nefnda og ráða borg- arinnar og aðeins tvær samþykktar. Ályktunartillögur minnihlutans voru alls 60 að tölu og var flestum þeirra hafnað, en nokkrum vísað til viðkomandi ráða og nefnda. Auk þeirra flutti miniiihlutinn fjölda tölulegra breytingatillagna sem var öllum vísað frá að tillögu sjálfstæð- ismanna, nema tveim. Önnur hljóð- aði upp á að veita æskulýðsfélagi kirkjunnar 100 þúsund krónur og hin upp á að hækka fjárframlag til foreldrafélags misþroska barna um 150 þúsund krónur. Samkvæmt fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að tekjur borgarinnar á árinu verði um 12,1 milljarður króna og tekjur fyrirtækja borgar- innar alls um 9,1 milljarður. —GEÓ Apple umboðið: Tímamynd: Ami Bjama Kynning á nýjum tölvuforritum Apple umboðið hélt í gær kynningu á nýjustu útgáfu tveggja teikniforrita fyr- ir Apple tölvur. Forritin kallast Illustra- tor og Photoshop. Sigurður Ármanns- son frá íslensku auglýsingastofunni sá um kynningu á Illustrator og Jakob Jó- hannsson frá auglýsingastofunni Hvíta húsinu sá um kynningu á Photoshop, en þeir nota báðir þessi forrit. UPPGANGUR I ATVINNULIFI A AKRANESI EFTIR MIKLA LÆGÐ Mikil uppgangur er nú í atvinnulífi á Akranesi eftir lægð liðinna ára. í upphafi mánaðarins tóku tvö fyrir- tæki tii starfa í gamla Hensonhúsinu, sem er í eigu bæjarins. Þá er nýr tog- ari á leið til Akraness og 3 stærstu út- gerðarfyrirtæki staðarins hafa sam- einast „Eftir að bærinn eignaðist hús Hen- sons höfum við reynt að fá þangað fyr- irtæki. Það hefur nú tekist með því að tvö fyrirtæki, Akró hf. og Sjóklæða- gerðin, hafa leigt húsið af bænum. Þetta er mikil lyftistöng fyrir okkur. Þarna vinna nú tæplega 20 manns og stefnt að því að gera þetta að enn stærri vinnustaður,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir, forseti bæjarstjórnar Akraness, í samtali við Tímann. Akró hf. er nýtt fyrirtæki og sérhæfir sig í að sauma tískuföt. Forsvarsmað- ur þess er Kristinn Sigtryggsson sem áður var framkvæmdastjóri Arnar- flugs. Frystihúsið Haförninn, sem bærinn er aðaleigandi að, hefúr nú nýverið keypt togarann Þröst frá Bíldudal. Að sögn Ingibjargar jók Akranessbær hlutafé sitt í Hafeminum um 50 millj- ónir kr. til þess að svo mætti verða. Þá eru þrjú stærstu útgerðarfyrir- tækin á Akranesi, Haraldur Böðvars- son og co. hf„ Heimaskagi hf„ og Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðjan á Akra- nesi hf„ að sameinast í eitt fyrirtæki. Hjá fyrirtækjunum þremur vinna nú um 300 manns. Ekki er gert ráð fyrir að þeim fækki þrátt fyrir sameiningu. -aá.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.