Tíminn - 28.02.1991, Qupperneq 3

Tíminn - 28.02.1991, Qupperneq 3
Fimmtudagur 28. febrúar 1991 Tíminn 3 Ósabraut séð í austur að Artúnshöfða. Tölvuteikningar af Ósabraut inn á Ijósmyndir af svæöinu. Myndir: Borgarverkfræðingur Osabrautarbrú tilbúin 1994 Fyrirhugað er að byggja brú yfir Ell- iðavoginn, á svokallaðri Ósabraut. Hún mun liggja frá Ártúnshöfða, vestur yfir Elliðavoginn, framhjá smábátahöfninni og tengjast þar inn á Kleppsmýrarveg. Áætlað er að brú- in muni kosta um 550 milljónir króna og hefjast framkvæmdir við hana líklega í lok þessa árs eöa byij- un árs 1992. Hún verður tekin í gagnið í tveimur áföngum árið 1993 og 1994. Stefán Hermannsson hjá borgar- verkfræðingi segir að ráðist sé í bygg- ingu Ósabrautar til að létta á þeirri gífurlegu umferð sem liggur um Ár- túnsbrekkuna og um Höfðabakka og Gullinbrú. „Þessari tengingu, sem nær frá Elliðavogi og yfir á Höfða- bakka rétt við Gullinbrú, er ætlað að létta á þessari umferð, og ekki síður fyrir þá sem búa nyrst í borginni, í Grafarvogshverfinu, fyrir þá styttir hún ansi mikið leiðina niður í bæ. Þetta eru í raun tvær brýr, því að það er smá fylling á milli og við höftim valið frekar langar brýr til að gera þær léttari, en þetta verður gífurlega fal- legt mannvirki," sagði Stefán einnig. Heildarkostnaður við Ósabraut er áætlaður 550 milljónir króna. Áætlað Svona mun Ósabrautin líta út, séð yfir Elliðavoginn. er að sá kostnaður liggi að mestu í hönnun á þessu ári, en framkvæmdir hefjast síðan í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. Kostnaður á að greiðast úr vegasjóði samkvæmt vegalögum, því Ósabrautin flokkast undir þjóðveg í þéttbýli. „Hún verður líklega tekin í gagnið í tveimur áföngum, fyrsti hluti árið 1993 og síðan verður henni lokið 1994,“ sagði Stefán einnig í samtali við Tímann í gær. —GEÓ Sinfóníuhljómsveit frumflytur tvö verk eftir Rachmanínoff í Evrópu: Sinfoman frumflytur Rachmanmoff Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói nk. iaugardag kl. 14:30 verða frumflutt í Evrópu tvð verka Serges Rachmaninoff. Þetta eru Píanókonsert nr. 4 í upphaflegrí mynd og ófuflgerða óperan Monna Vanna, sem ekki hefur veríð áður flutt í Evrópu vegna höfundarréttarvandamáia. Hljómsveitarstjóri á tónlelkun- um verður Igor Buketoff, en hann var um þriggja ára skeió á sjöunda áratugnum aðalhijóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Buketoff var vinur Rachmaninoffs síðustu átta æviár hans og vegna þessar- ar vlnáttu var hann beðinn um að leita ieiða tll að koma óper- unni á framfærí, segir í frétt frá Sinfóníuhljómsveitinni. Elnleikarí á tónleíkunum er bandaríski píanóleikarinn Willi- am Black og er talið að hann sé eini píanóleikarinn í dag, sem hafi þennan konsert á valdi sínu. Black hefur hlotið margháttuð verðlaun og viðurkenningar fyr- ir pfanóleik sín og leikið einleik í Bandaríkjunum, Kanada og víð- ar í Evrópu. Nokkrir söngvarar koma við sögu í óperunni Monna Vanna. Þar er merkastan að telja barí- tónsöngvarann Sherrill Milnes. Hann hefur um aldarfjórðung sungiö í fiestum óperuhúsum heims og hlotið takmarkalaust lof fyrir. Hann hefur sungið ÖU baritónhlutverk tónbókmennt- anna og hvar sem komið er í hljómplötuverslanir blasir nafn hans við á hljómplötum og geisladiskum ásamt söngvurum eins og Pavarotti og Placido Domingo. Aðrír söngvarar eru Jón Þor- steinsson, sem hefur í rúman áratug starfað í Hollandi og syngur nú við óperuna f Amst- erdam, bandaríski baritónsöngv- arínn Nickols Karousatos, sem hefur, þótt ungur sé, getið sér Igor Buketolt hlj6m . - I* A. -| Bvwiareqon. WilBam Black Sherrfll Mllne* barl- pianólolkari. tóntöngvari. Blythe Walker sópr- ansöngkona. Nlckolas Karousat- os baritónsöngvari. gott orð sem söngvarí austan hafs og vestan. Bandaríski ten- órsöngvarínn Seth McCoy, sem hefur hlotið mörg verðlaun fyrir söng sinn og bandaríska sópran- söngkonan Blythe Walker, sem hefur sungið mörg sópranhlut- verk tónbókmenntanna. Kór- stjóri er Peter Locke, segir jafn- framt í frétt Sinfónfuhljóm- sveitarinnar. Fangaverðir álykta um fangelsun geðsjúkra afbrotamanna: Sérstaka réttar- geðdeild strax „Það er skoðun félaga í Fangavarðaféiagi íslands að hraða verði eins og kostur er stofnun sérstakrar réttargeðdeildar fyrir geðsjúka afbrotamenn,“ segir í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi í íifs! Fangavarðafélagi íslands nýlega. í samþykktinni er vitnað í lög um fangelsi og fangavist þar sem segir að fangi, sem á við líkamlega og andlega fötlun að stríða eða þarfnist af öðrum ástæðum sérstaks aðbún- aðar, skuli afplána í því fangelsi sem uppfylli skilyrði um slíkan aðbúnað. Ekkert íslenskt fangelsi uppfylli þau skilyrði sem hér sé átt við. „Fangavörðum er fullkunnugt um ástand þeirra einstaklinga sem þurft hefur að vista í fangelsum landsins um lengri eða skemmri tíma án þess að þeir hafi hlotið viðeigandi með- ferð eða sérfræðiþjónustu. f nútíma þjóðfélagi, sem vill láta kenna sig við framfarir og þróun, er óhæfa að geðsjúkt fólk sé lokað inni í einangrunarklefum fangelsa, bein- línis vegna sjúkdóms síns. Það hlýtur að vera krafa okkar sem störfum við fangelsin, að þessir skjólstæðingar okkar fái þá meðferð og þjónustu sem þeim ber sam- kvæmt lögum," segir ennfremur í ályktun félagsfundarins. AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1982- 1.fl. 1983- 1 .fl. 1984- 2.fl. 1985- 2.fl.A 1985-2.fl.B 01.03.91-01.03.92 01.03.91-01.03.92 10.03.91-10.09.91 10.03.91-10.09.91 10.03.91-10.09.91 kr. 127.257,41 kr. 73.936,79 kr. 53.937,24 kr. 35.233,98 kr. 24.285,71**) *)lnnlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. **)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiöslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1 og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, febrúar 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.