Tíminn - 28.02.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 28. febrúar 1991
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin I Reykjavik
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gíslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Asgrlmsson
Auglýsingastjóri: Steingrfmur Glslason
SkrtfetofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sfmi: 686300.
Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Menning og fullveldi
Tryggvi Gíslason skólameistari á Akureyri ritar fasta
þætti í Helgarblað Dags og víkur þar að ýmsum efnum.
I pistli sínum um síðustu helgi gerir hann að umtals-
efni þá menningarhættu sem í því felst fyrir smáþjóð á
litlu málsvæði að ætla að „flytja inn frá útlöndum
fréttamenn" og láta þá búa til fréttir handa okkur í
þeirri trú að þeir geri það betur en við sem heima sitj-
um. Slíkur innflutningur yrði að sjálfsögðu til þess að
starfsemi íslenskra fjölmiðla, ekki síst blaðanna, dræg-
ist saman, en auk þess krefðist slík „hagræðing" í
fréttaþjónustu þess að íslendingar yrðu að geta skilið
útlenda fréttamálið, enskuna, til hlítar.
Tryggvi segir að það sé á misskilningi byggt að ís-
lensk tunga þoli að enskt sjónvarpsefni flæði þannig
nótt og dag inn um „glugga okkar til umheimsins",
eins og það hefur verið orðað. Þeir sem haldi slíku
fram þekki ekki sögu tungumálanna í heiminum og
þar með þjóðanna. Þjóðtunga líður að vísu ekki undir
lok í einni svipan. „En þegar menn hætta að nota
tungu sína við öll störf og alla iðju í samfélaginu vesl-
ast hún upp, og að lokum deyr hún hægt“ eins og
Cornwallmálið og skyld mál á Bretlandseyjum hafa
máðst út af því að þau voru afrækt og ekki talið borga
sig að kunna þau.
Tryggvi Gíslason segir:
„íslensk tunga hefur ekki varðveist fyrir einhverja til-
viljun örlaganna, heldur af því að menn voru sér þess
meðvitaðir lengi að berjast þarf fyrir tungunni — og
menningunni. Sú staðreynd breytist ekki, þótt nýjar
kenningar um viðskipti og verslun komi fram. Ef
menn hætta að nota móðurmál sitt nema til þess að
tala við hundinn sinn, líður það undir lok. Ekki svo að
skilja að lífið sjálft líði undir lok. Það heldur áfram í
sinni margbreytilegu mynd.“
Síðan segir greinarhöfundur:
„Höfuðviðfangsefni Alþingis er að varðveita tungu,
menningu og fullveldi íslendinga. í umræðum um
aukin samskipti og samvinnu þjóða — sem eru sjálf-
sögð og eðlileg og óumflýjanleg — verður því að taka
tillit til fleiri þátta en hins fjóreina frelsis Evrópusam-
félagsins EEC. Það frelsi er mér að vísu ekki sá fagnað-
arboðskapur sem mörgum góðum manninum. Ef
þingmenn og ráðherrar trúa því hins vegar, að stjórn-
völd Evrópusamfélagsins EEC í Bruxelles ráði betur
við vanda íslendinga en íslendingar sjálfir, er steinn
hruninn úr varnarvegg íslensks fullveldis og ... örðugt
verður Alþingi þá að tryggja að tungan glatist ekki og
svo íslensk menning."
í grein sinni varar skólameistarinn á Akureyri einn-
ig við oftrausti á þá von, að útlend áhrifaöfl hafi ekki
áhuga á að eignast hlut í íslenskum blöðum. Hann
segir svo: ,Auðmagn fjölþjóðaíyrirtækja setur ekki fyr-
ir sig nokkurra króna tap á rekstri dagblaðs á íslandi,
ef í boði eru auðugustu fiskimið Atlantshafs, orka ís-
lenskra fallvatna og jarðvarmi.“
Varnaðarorð Tryggva Gíslasonar eiga erindi í þá um-
ræðu sem nú fer fram um „Evrópumál". Svo afdrifa-
ríkt málefni krefst víðtækrar yfirsýnar um þá hags-
muni sem um er að ræða. Þar skipta menningarlegir
hagsmunir höfuðmáli, eins og hér hefur verið rakið,
svo og stjórnskipunar- og stjórnarfarsleg mál, allt sem
varðar innlent ákvörðunarvald, íslenskt fullveldi.
Stefáa Soævarr skrifar einn af
og ðallar þar um húsviliuna, *em
mótmæiendur varnarstriðsins vió
Persaflóa lentu í vjö upphaf átak-
anna gegn Saddam Hussein, sem
hóHtöldnJL
„Þegar sýnt þótti að bandamenn
sugunni í Bagdad ráku róttæidr
skáldbjálfar, kusklnnsskóakommar
og kvenfasistar upp ramakvein og
hófu ,4tak gegn str£ði“„.
Stefán Snævarr er skáid i
vaktó umtaisverfta athygli sem sifk-
il fyrir hóndum. En þar verður á
brattann aft sækja iýrir hann, vegna
þess aft nieö tilvitnuftum orftum
hefur hann kaOaft yfir sig harfta
andstöftu vift þaft sem hann skrifar,
hvort heidur þaft er skáldskapur efta
kjamyrtar greinar, þar sem skorift
er UJ sannieikans f gegnum móöu
og mistur kúskinnsskóakomm-
anna. A þaft hefur verift bent hér. aft
það eru einmitt þeir sem ráfta
mestu í menningariífí okkar og
bera ábyrgft á fjandsamlegum að-
gerftum á vettvangi menningar, td,
meö óbeftum sendingum Sky og
CNN og nó síftast afskiptum af
listamannaiaunum, sem eiga aft
verfta greiftslur t0 fyigifiska. Eidd
er Ijóst í hvafta skóm Stefán gekk
hér áftnr þegar hann var aft skrifa í
Þjóðviljann og yrkja til þægftar kú-
sldnnsskóakommum.
um húsviíluna:
„Svo mætti raufta kúJtúryfirstétt-
in fyrir framan bandarísJa sendi-
róftift, veifandi r
Saddam var búinn aft segja henni
að Persaílóadeilan vaeri einkadeila
sín vlft Mikla Satan í vestri.“
í eyftimöridna. Verftur forvitnilegt
" sjá hvernlg henni tekst öl meft
Stefán fer á kostum í grcin sinni í
hafa borift þessa grein fyrir biinda
aogaft, þegar hann ákvaft aft birta
hana. Hún Wýtur aft koma dáiítiö
öndvert á kúitúruppa á borft vift rit-
stjórann, sem lengi befur sieikt
innan dalia kúskinnsskóakomma
Og hlotið nokkra umbun fyrir, sem
merkilegur skribent á farmskrá,
hafi ekki annaft verift
ir aft hafa mann i borft vift Stcfán
innanborfts á blaftinu. En ósköp
hiýtur aft anda köláo tiihans þessa
daga hjá kúJtúryfirstétönni, Stefán
Snævarr hefur Ííka auga á þessari
jjfirstétt, þegar hann er aft sæma
ur“, en meiri rugindalli hefur kúl-
túryfirstétÖn ekki á aft skipa í
menningarmáium og er þá niikiö
sagt. Þaft er vift hæfi aft honum er
æöaft aft kenna við háskóiann þar
sem yfirstéön ræftur og getur iðm-
aft skósveinum sínum.
Þrír Stefánar
arr unnift sér þaft tii óhelgi aft skrifa
margt heidur krumfengift um
Saddam Hussein og nefnir hann
Satan Insane. Þaft erþvívfstaft kúl-
túiyfirstéttin á eftir aft reka hann út
ir tfi og þá verftur eidd smátt
skammtaft í aftfinnslum, fyrir utan
*, sem launn Verðttt benst
manna á meftal, eins og gert var
meft sidpuiegum iuetö á dögum
„sellanna“. Sagt var aft nafni
unga og maftur hand-
kúskinnsskóakommum
Stab'ns hafi á sínum tíma sloppfft
frá lífláti samkvæmt fyrirskfyun
héftan að heiman, á annarri skóhiíf-
itttti inn um hlift danska sendiráðs-
ins í Moskvu. Hann varft síftar rit-
geypilega. Þriðji Stefán-inn kemur
einnig vift sögu. Hann vann sér til
óhelgi aft taka upp matarskömmtun
1947 eför aft kúskinnsskóakomm-
ar höföu sólundað öiium strifts-
Sísíendinga í samvinnu vift
Ihors, svo þjóðin stóft eftir á
nærfotunum. Þessi Stefán hefur
veriö ofsóttur af kúltúiyfirstéttinni
út yfir gröf og dauða, og þess freist-
aft hvaö eftír annaft aft Jjúga æruna
af hwium. StefSn Snævarr heiör
ddd afteins sama nafni og þcir tveír
menn í Alþýftuflokknum, sem hafa
hvaft mest verift ofsótör af kú-
skinnsskóakommum. Hann er Oka
yngstur og reynsluminnstur þeirra
þriggja, sem boöíft hefur veriö upp
á ey&imerkuricostmn. Núer eftíraft
sjá hveiju skáldbjáifar, kúsldnns-
og kvenfasistar fá
vift þriftja Stefán-inn og
s í framtíftinni. Garri
mm VÍTT OG BREITT - 111 - - - 11 11 n—
Maður og málefni
Allt er á öðrum endanum í pólitík-
inni vegna þess að Davíð ætlar að
etja kappi við Þorstein á lands-
fundi. Dagskrár ljósvakamiðla riðl-
ast vegna fréttaflutnings af tíðind-
unum, stjórnmálaskríbentar fylla
hvern dálkinn af öðrum af hug-
renningum um að þeir viti ekkert
hvað þetta á að þýða og hverjar af-
leiðingarnar verða. Stjórnmála-
menn sem spurðir eru álits missa
fótanna og hafa ekkert í að stíga.
Jafnvel Mogginn er farinn að skýra
varfærnislega frá tíðindunum.
Það skrýtna við allan fyrirganginn
er, að þeir sem allt umstangið
snýst um keppast við að segja að í
raun skipti það engu máli hvor
kosinn verður, því báðir hafa höf-
uðpaurarnir sömu skoðun á
stjórnmálum, sömu stefnumið og
ætli að stýra Flokki, landi og lýð
eftir sama kompás í sömu stefnu.
Um hvað landsfundur Flokksins á
að kjósa liggur því ekki ljóst fyrir.
Aðalatriðið er að fjölmiðlagengið
haldi að það hafi frá einhverju að
segja og haldi því að fólki að eitt-
hvað sé um að vera í Sjálfstæðis-
flokknum.
í mörgum flokkum
Hvort stjórnmál snúast um menn
eða málefni er eilíft álitamál og á
tímum örra breytinga og umróts
verða vaskir menn að sinna stefnu-
málum sínum og pólitískum
skvldum á mörgum vettvöngum.
Asgeir Hannes Eiríksson er hold-
tekin ímynd þeirrar fjölhæfni sem
nútímapólitíkus þarf að búa yfir til
að sinna fjölbreyttu kalli tímans.
Hann hlaut kórrétt pólitískt upp-
eldi eins og það gerist best meðal
Heimdellinga, en fékk óþekktar-
kast og gerðist korporáll í huldu-
hernum og situr nú á þingi fyrir
Borgaraflokkinn. í fjárveitinga-
nefnd talar hann máli homma og
Ásgeir Hannes Eiríksson,
alþingismaður og borgarfulltrúi.
lesbía, sönnu íhaldi til hrellingar
og skapraunar. í borgarstjórn situr
hann fyrir Nýjan vettvang og lætur
sér annt um málefni katta og berst
fyrir vellíðan þeirra, sem annarrar
skepnu.
Asgeir Hannes fer létt með að
sitja á Alþingi fyrir Borgaraflokk-
inn og í borgarstjórn Reykjavíkur
fyrir tilstilli Alþýðuflokksins, en
skoðanasystir hans í borgarstjórn-
inni er Kristín Ólafsdóttir, mið-
stjórnarkona í Alþýðubandalaginu.
Hún situr þarna líka í skjóli krata-
atkvæöa. En þau munu ekki sam-
stíga í afstöðu til Kattavinafélags-
ins. Rétt áður en hann settist í
borgarstjórn var Ásgeir Hannes
fenginn til að fylgjast með kosn-
ingum í Eistlandi og er því hvergi
nærri við eitt land felldur í pólit-
ískum erindagjörðum sínum.
Fyrir nokkrum vikum var Ásgeir
Hannes orðaður sterklega við
framboð á lista Framsóknar í
Reykjavík, en venti sínu kvæði í
kross og hljóp norður í land að
leggja Stefáni Valgeirssyni góð ráð
og athuga hvað fylgismenn hans
hefðu upp á að bjóða. Samtímis
koma fréttir í blöðum um að Ás-
geir Hannes íhugi að fara fram
einn fyrir efri byggðir Reykjavíkur
og sýna þar með í verki hug sinn til
einmenningskjördæma.
Enn sem komið er hefur ekki
frést af pilti á væntanlegum lista
Verkamannaflokks íslands, en þar
mundi hann sóma sér ágætlega
eins og í hverjum þeim félagsskap
sem hann leggur lið sitt.
... á sig blómum bætt
Hér er hvergi nærri tæmandi
upptalning á stjórnmálaumsvifum
Ásgeirs Hannesar, þeim er hann
annar samtímis. Hann er kjörinn
fulltrúi á Alþingi og í borgarstjórn
og er það ekkert einsdæmi, en
aldrei hefur neinn stjórnmálamað-
ur verið kosinn til ábyrgðarstarfa
af eins mörgum stjórnmálasam-
tökum og átt eins fjölbreyttan hóp
baráttufélaga og eins fjölþættar
stefnuskrár og Ásgeir Hannes.
Þegar litið er til hinnar miklu at-
hygli sem Davíð gegn Þorsteini
vekur verður þeirra ferill og at-
hafnasemi næsta litlaus borið
saman við Ásgeir Hannes. Þeir eru
alltaf í sama flokknum, námsferill
eins, komast samtímis til metorða,
annar verður leiðtogi Flokksins í
sterkasta víginu, hinn á landsvísu
og gengur ekki hnífur á milli.
Þegar þeir loks setja allt á annan
endann innan Flokks og utan get-
ur hvorugur þeirra útskýrt hvaða
máli það skiptir hvor hefur betur á
landsfundi, af því það er enginn
munur á pólitískri hugsun þeirra.
Ásgeir Hannes hefur aftur á móti
skoðanir í öllum sínum flokkum
og stendur hiklaust með homm-
um, lesbíum og ferfætlingum hve-
nær sem honum býður svo við að
horfa og fer sinna eigin ferða þvers
og langs um pólitíska litrófið og
hver yrði svosem hissa þótt hann
dúkkaði allt í einu upp sem borg-
arstjóri eða formaður Sjálfstæðis-
flokksins.
Ef í það fer gæti hann að minnsta
kosti útskýrt hvers vegna hann
langar til að verða leiðtogi íhalds-
ins. OÓ