Tíminn - 28.02.1991, Qupperneq 9
Fimmtudagur 28. febrúar 1991
Tíminn 9
Frumvarp lagt fram um greiðslur úr ríkissjóði og fleira:
Fjárveitinganefnd vill af-
nema aukafjárveitingar
Þingmenn í fjárveitinganefnd, sem sæti eiga í neðri deild, hafa lagt
fram frumvarp á Alþingi um greiðslur úr ríkissjóði og fleira. Frum-
varpinu er ætlað að afnema svokallaðar aukafjárveitingar og tryggja
betur fjárveitingavald Alþingis, en um alllangt skeið hefur það tíðk-
ast að framkvæmdavaldið ráðstafi fjármunum jafnvel án samráðs
við fjárveitinganefnd og Alþingi.
Með frumvarpinu er stefnt að því
að girða fyrir greiðslur úr ríkissjóði
sem ekki eiga sér stoð í fjárlögum
eða fjáraukalögum. í 41. gr. stjórn-
arkrárinnar er skýrt kveðið á um að
ekki megi greiða neitt úr ríkissjóði
nema heimild sé fyrir því í fjárlög-
um eða fjáraukalögum. Þrátt fyrir
þetta skýra ákvæði hefur lengi tíðk-
ast að fjármálaráðherrar hafa veitt
aukafjárveitingar og þá ýmist með
eða án samráðs við ríkisstjórn eða
fjárveitinganefnd. Margoft hefur
verið á það bent að koma verði
böndum á þessar fjárveitingar og
jafnframt að óeðlilegt sé að fjár-
, Nordic Travel Mart:
Islandskynn
ingá
um mörkuðum
Samnorræn ferðakaupstefna,
Nordic Travel Mart, verður hald-
in í Reykjavík dagana 22.-
25.apríl. Kaupstefnan er haldin
til skiptis á Norðurlöndunum {
samvinnu ferðamálaráða þessara
landa og flugfélaganna Finnair,
Flugleiða og SAS.
Á þessa kaupstefnu er eingöngu
boðið kaunendum ffá Ameríku,
Asíu og Astralíu. Þarna munu
um 100 seljendur kynna ferða-
möguleika á Norðudöndunum
fyrir 120-140 kaupendur frá
fyrmefndum heimálfum Nordic
Travel Mart ernú haldin í 6. sinn
og nú í fyrsta shm á íslandi. Er
þetta stærsta tækifæri sem hefur
boðist til að kynna ísland fyrir
ferðafrömuðum frá þessum íjar-
hegu markaðssvæðum. -sbs.
Breytingar á
utanríkis-
þjónustunni
Breytingar hafa veríð ákveðnar í
utanríkisþjónustunni, þannig að
Einar Benediktsson, sendiherra
í Brussel og hjá Evrúpubanda-
laginu, tekur við starfi sendi-
herra Islands í Ósló ffá 1. mars
n.k. Síðan mun Hannes Haf-
stein, sendiherra og aðalsamn-
ingamaður íslands í viðræðum
um evrópska efnahagssvæðið,
taka við í aprð n.k. starfi sendi-
herra íslands í Brussel og hjá
Evrópubandalaginu. Jafnframt
mun hann halda áfram að gegna
starfi aðalsamningamanns.
Þetta segir í ffétt frá utanríkis-
ráðuneytinu. —GEÓ
Barnaskákmót
Sunnudaginn 3. mars kl. 14
verður haldið barnaskákmót,
ABC-mótið, á vegum Skáksam-
bands íslands og Fróða hf. Mót-
ið fer fram í húsnæði skákhreyf-
ingarinnar að Faxafeni 12 og er
opið öilum bömum sem fædd
eru 1978 og síðar. Góð verðlaun
eru f boðl og allir keppendur fá
viðurkenningarskjal. Skráning
keppenda er í sfma Skáksam-
bandsins, 689141, dagana 25.
febr. til 1. mars milli 11 og 12.
málaráðherra taki sér vald sem sam-
kvæmt stjórnarskrá á að vera í
höndum Alþingis. Dregið hefur
verulega úr aukafjárveitingum í tíð
þessarar ríkisstjórnar og telur fjár-
málaráðherra að það eigi sinn þátt í
að tekist hefur að minnka hallann á
fjárlögum.
í frumvarpinu er lagt til að ríkis-
stoffiunum verði óheimilt, með
nokkrum undantekningum þó, að
gera nokkrar þær fjárskuldbinding-
ar sem ekki eru sérstaklega heimil-
aðar eða gert ráð fyrir í fjárlögum
eða fjáraukalögum. Undantekningar
frá þessari meginreglu lúta einkum
að þörfum fýrirtækja í eigu ríkis-
sjóðs sem stunda framleiðslu, versl-
un eða viðskipti með svipuðum
hætti og einkafýrirtæki.
í kjölfar banns við aukafjárveiting-
um með gamla laginu verður ekki
komist hjá því að aðlaga fjárlagaaf-
greiðsluna og fjárlögin sjálf strang-
ari reglum í þessum efnum. Þess
vegna er lagt til að gerður verði skýr
greinarmunur á framlögum í fjár-
lögum eftir eðli þeirra og jafnframt
verði mælt fýrir um hvort þau geti
tekið verðbreytingum innan fjár-
lagaársins eða ekki. Almennt er
frumvarpinu bæði ætlað að stuðla
að og tryggja að vandað sé til verka
við fjárlagaafgreiðsluna og fjárlögin
verði þannig skýrari og raunhæfari
áætlun eða rammi um útgjöld og
geymi marktækari fýrirmæli um
fjárráðstafanir og fjárreiður ríkis-
sjóðs en verið hefur til þessa.
í frumvarpinu er gert ráð fýrir að
þegar ríkið geri kjarasamninga sem
fela í sér viðbótarútgjöld fyrir ríkis-
sjóð, verði heimilda til slíkra út-
gjalda aflað í frumvarpi til fjárauka-
laga.
Þá er einnig gert ráð fýrir að vald
fjármálaráðherra til að ráðstafa
eignum ríkissjóðs verði skert. Verði
frumvarpið samþykkt verður fjár-
málaráðherra hér eftir að leita
heimilda í fjárlögum eða fjárauka-
lögum til að kaupa, selja eða leigja
til langs tíma, fasteignir, eignarhlut
í félögum, skip og flugvélar, lista-
verk, listmuni og söfn sem hafa að
geyma menningarverðmæti og aðr-
ar eignir sem verulegt verðgildi
hafa.
Þetta frumvarp var lagt fram á síð-
asta þingi, en fékk þá ekki af-
greiðslu. Á því hafa verið gerðar fá-
einar breytingar. -EÓ
reynd áð-
ur en boð-
ið er upp
Ásgeir Hannes Eirfksson al-
þingismaður hefur iagt fram
frumvarp á Alþingi um að fast-
eignir skuli boðnar til sölu á
frjálsurn markaði áður en þær
eru boðnar upp á uppboði. Ás-
geir Hannes segir að algengt sé
að eignir sem seldar eru á nauð-
ungaruppboð) séu seldar langt
undir sannvirði og þannig séu
lánadrottnar og skuldarar
hlunnfamir. Ásgeir Hannes
hefur einnig flutt þingsályktun-
artillögu um sama efni. TiOagan
gerir ráð fyrir að dómsmálaráð-
herra verði falið að semja frum-
varp um að fasteignir manna
séu ekki seldar langt undir
markaðsverði á nauðungarupp-
boðum. Miðað er við að frum-
varpið verði lagt fram næsta
haust. -EÓ
Fréttabréf úr Gaulverjabæjarhreppi:
Séð og heyrt í sveitinni
I sveitum Suðurlands lofa menn og
prísa menn hið milda veðurfar það
sem af er vetrí og vart á sér hlið-
stæðu um langt árabil. Jörð er klaka-
laus að kalla, menn dytta jafnvel að
girðingu á þorra og aka skami á hóla
ef fært er um ræktunarlöndin vegna
aurbleytu.
Hekla gamla, hið fræga eldfjall, hef-
ur sýnt að hún er enn ekki dauð úr
öllum æðum. Ef skyggni er gott sést
bjarmi hennar á síðkvöldum, bæði
svipmikill og stórbrotinn.
Félagslíf hefur notið velgengni af
góðu veðri og greiðfærum sam-
gönguleiðum að undanfömu,
saumaklúbbar og íþróttaæfingar
með líflegra móti.
Aðalfundur Umf. Samhygðar, sem
haldinn var 11. janúar síðastliðinn,
bar vitni um fjölþætt og þróttmikið
félagsstarf á liðnu ári og benti á
væntingar til þess sama á yfirstand-
andi ári. Anný Ingimarsdóttir var
kosinn formaður félagsins í stað
Helga Stefánssonar sem ekki gaf kost
á sér lengur í stjórnina. Anný er önn-
ur konan sem gegnir formannsstörf-
um í Umf. Samhygð. Á árum áður var
Ingibjörg Dagsdóttir í Gaulverjabæ
formaður félagsins um skeið, með
góðum árangri.
Félagsmálabikar Samhygðar hlaut
Eitt dansatriðið á hjónaskemmtun Gaulverja var rúllubaggadansinn. Frá
vinstri talið: Halldór Stefánsson, Helgi Stefánsson, Ingimar Ottósson,
Stefán Jasonarson og Markús ívarsson.
Valdimar Guðjónsson að þessu sinni.
Hann hefur verið ritstjóri félags-
blaðsins Viljans um nokkurt skeið og
unnið mikið starf fyrir félagið á ýms-
an annan hátt.
Helsti afreksmaður Umf. Samhygð-
ar er kúluvarparinn og íslandsmet-
hafinn Pétur Guðmundsson. Má það
Norðurland eystra:
Listi Þjóðarflokks-
ins opinberaður
Listi Þjóðarflokksins í Norður-
landskjördæmi eystra hefur verið
lagður fram. Listinn var samþykkt-
ur á fundi í stjórn kjördæmafélags
Þjóðarflokksins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra nýverið.
Listann skipa eftirtaldir:
1. Árni Steinar Jóhannsson um-
hverfisstjóri, Akureyri.
2. Anna Helgadóttir kennari,
Kópaskeri.
3. Björgvin Leifsson lífefnafræð-
ingur Húsavík.
4. Oktavía Jóhannesdóttir hús-
móðir, Akureyri.
5. Gunnlaugur Sigvaldason bóndi
Hofsárkoti, Svarfaðardal.
6. Karl Steingrímsson sjómaður,
Akureyri.
7. Klara Geirsdóttir matreiðslu-
nemi, Akureyri.
8. Helga Björnsdóttir húsmóðir,
Húsavík.
9. Sigurpáll Jónsson bóndi, Háls-
hreppi.
10. Gíslína Gísladóttir fulltrúi,
Dalvík.
11. Kolbeinn Arason flugmaður,
Akureyri.
12. Anna Kristveig Arnardóttir
símvirki, Akureyri.
13. Guðný Björnsdóttir húsmóðir,
Kelduhverfi.
14. Valdimar Pétursson skrifstofu-
maður, Akureyri.
hiá-akureyri.
tíðindum sæta að lítið ungmennafé-
lag í Flóanum hefur innan sinna vé-
banda slíkan kappa sem fæstar mi-
ljónaþjóðir geta státað af. Tæplega er
því fyrir að fara að félagið hafi fjár-
hagslegt bolmagn til að styrkja Pétur
sem vert væri, en hann stefnir nú á
þátttöku á næstu Ólympíuleikum
sem verða haldnir í Barcelona á
Spáni á næsta ári.
Því var brugðið á það ráð á aðalfund-
inum að stofna frjálsan sjóð þar sem
væntanlegir stuðningsmenn Péturs
geta greitt mánaðarlega dálitla (jár-
upphæð sem til hans rennur jafnt og
þétt fram að leikunum. Umsjónar-
menn sjóðsins eru formaður félags-
ins, Anný Ingimarsdóttir, og bræð-
urnir Jón og Markús ívarssynir. Þeir
sem vilja leggja hönd á plóginn geta
sett sig í samband við eitthvert
þeirra. (Anný s. 98-63387, Jón s. 91-
72780 og Markús s. 98-63318).
Næsta stórmót Péturs verður heims-
meistaramótið innanhúss í Sevilla á
Spáni í næsta mánuði og verður þá
fróðlegt að fylgjast með. Pétur, ný-
kjörinn íþróttamaður HSK, er í góðu
formi og til alls líklegur.
Ýmsir góðir gestir hafa komið í Fé-
lagslund á nýliðnum mildum vetrar-
vikum og skemmt okkur Gaulverjum
og fleirum. Og gert gott mannlíf enn
betra.
Fyrst komu lífsglaðir leikarar úr
Hrunamannahreppi með sitt „Bless-
að bamalán" og veittu okkur góða
Anný Ingimarsdóttir, fonnaður
Umf. Samhygðar.
skemmtun eina kvöldstund. Næst
gerðu skólabörn úr Gaulverjabæjar-,
Hraungerðis- og Vi 11 íngaholtsskól-
um glatt á góðra vina fundi með
ágætri dagskrá á sameiginlegri skóla-
skemmtun í Félagslundi. Þökk sé
börnunum og skólastjórunum fyrir
myndarlegt framtak og góða forystu.
Síðast en ekki síst fjölmenntu í Fé-
lagslund á 50. hjónaskemmtun okkar
brottfluttir sveitungar og margir aðr-
ir góðir gestir og blönduðu geði á
góðri stund með heimafólki. Gnægð
matfanga (þorramatur), fjölþætt dag-
skrá með tónum, söng og töluðu
orði, sem jafnan áður á slíkum sam-
komum síðustu hálfu öldina, tengdu
svo sannarlega saman fólkið, fortíð
og framtíð.
I síðustu viku þorra 1991. Stjas