Tíminn - 01.03.1991, Qupperneq 2

Tíminn - 01.03.1991, Qupperneq 2
2 Tíminn ,Föstudagur1. mgrs 1991 Dæmigerður bankakostnaður vegna almennra viðskipta einstaklinga 60-75 þús. kr. á ári?: Smávanskil" kosta stórfé W Kostnaður vegna „smávanskila" eða „gleymsku" getur verið fljót- ur að fara upp í þúsundir kr. og jafnvel tugi þúsunda króna. Smáyf- irsjónir, eins og einn lítill „gúmmítékki“ á mánuði, kosta viðkom- andi til dæmis 5 til 6 þús. kr. á ári, þó svo að tékkamir séu alltaf greiddir strax eftir að tilkynningin berst. Önnur eins upphæð „fyk- ur“ hjá þeim sem stöku sinnum „gleymir" að borga mánaðaraf- borgun af miðlungs skuldabréfaláni eða víxli þar til einum mánuði eftir gjalddaga. Verðlagsstofnun kannaði kostnað í sambandi við almenn bankaviðskipti einstaklinga eins og hann var í byrj- un þessa árs. í Ijós kemur m.a. að vaxtaprósenturnar — sem flestum finnst þó nóg um — segja langt í frá allt um það hvað það kostar að taka lán. Ljóst er að þegar um skamm- tímalán er að ræða getur annar lán- tökukostnaður en sjálfir vextirnir svarað til hátt í helmings heildar- vaxta af láni — að ekki sé nú talað um ef stöku sinnum „gleymist" að borga af því á réttum gjalddaga. Sömuleiðis er ljóst að heimilaður yf- irdráttur á tékkahefti eru mjög dýrir peningar. Verðlagsstofnun setti jafnframt upp ímyndað (hugsanlegt) dæmi um al- menn bankaviðskipti einstaklings yf- ir eitt ár, og bankakostnað hans vegna þeirra viðskipta. Með banka- kostnaði er átt við vexti og þjónustu- gjöld eins og þau voru þann 1. janúar s.l., sem reyndust töluvert mismun- andi milli einstakra bankastofnana. Sem sjá má á meðfylgjandi töflu stendur þessi ímyndaði einstaklingur svo sem ekki í neinum stórviðskipt- um (kannski með eitt bílakaupalán og víxil til að bjarga jólakrítinni?). Gefi hann aldrei út „gúmmítékka" og borgi alltaf á gjalddaga sleppur hann ódýrast með þessi viðskipti í Lands- bankanum, um 59.090 krónur yfir árið. í hinum bönkunum var kostn- aðurinn talsvert meiri, mestur hjá sparisjóðunum um 63.270 krónur. Allverulega getur síðan bæst við þennan kostnað hjá þeim sem gleym- ir stöku sinnum að borga af lánunum á réttum gjalddaga og/eða ruglast smávegis í útreikningunum í tékka- heftinu sínu undir mánaðamótin. Þ.e. „smásyndir" sem fæstir munu líta svo á að komi fólki í fiokk van- skilamanna. Miðað við þær „smáyfir- sjónir", sem Verðlagsstofnun tekur inn í sitt dæmi (sjá töflu), fer banka- kostnaður vegna sömu viðskipta í allt að 75.340 kr., þ.e. verður 10 til 12 þúsund kónum hærri en hjá skila- manninum. Líklega er hlutfallslega dýrast af þessu öllu að fara yfir um á tékkaheft- inu, ekki síst ef um smáupphæðir er að ræða, þar sem kostnaðurinn getur jafnvel orðið drjúgur hluti tékkaupp- hæðarinnar, sem menn verða svo oft- ast að borga eins og skot. í dæmi Verðlagsstofnunar er í engu tilviki reiknað með að vanskil fari í lög- fræðiinnheimtu, enda mundi lána- kostnaður þá allur svífa upp. Út- reikningar Verðlagsstofnunar sýna að á sumum kostnaðarliðum getur verið mjög mikill mismunur á milli bankanna. Lántökukostnaður vegna skulda- bréfaláns (lántöku- og stimpilgjald, útlagður kostnaður, tilkynningar og greiðslugjald) er t.d. mjög mismun- andi. Þar reyndist Búnaðarbankinn langsamlega ódýrastur (10.500 kr.), en sami kostnaður var (15.390 kr.) nær 47% hærri hjá íslandsbanka. Yfirdráttarlánin á tékkareikningi eru á hinn bóginn miklu dýrari hjá Búnaðarbankanum heldur en öllum hinum. Fyrir 25 þús. kr. meðalnýt- ingu á 50 þús. kr. yfirdráttarheimild þarf að borga 7.000 kr. á ári hjá Bún- aðarbankanum en 4.375 kr. hjá hin- um bönkunum og sparisjóðunum. Sparisjóðirnir taka á hinn bóginn hæst gjald fyrir tékkaheftin og ís- landsbanki krefst hæstrar greiðslu fyrir „gúmmítékka". Lántökukostn- aður vegna víxilláns er áberandi lægstur í Landsbankanum, en vext- irnir hins vegar þeir sömu í öllum bönkunum. Miðað við dæmi Verð- lagsstofnunar er gegnumsneitt dýr- ast að vera í vanskilum við íslands- banka. - HEI Stýrimannafélag íslands: Stærri þyrla nauðsynleg Á fundi stjórnar Stýrímannafélags íslands, sem haldinn var 21. febrú- ar sl., var samþykkt eftirfarandi ályktun: „í Ijósi hins frábæra björgunaraf- reks, er þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði áhöfninni á Steindóri GK, sem strandaði undir Krísuvíkur- bjargi hinn 20. febrúar 1991, sam- þykkir fundur í stjórn Stýrimanna- félags íslands, haldinn 21. febr. 1991, eftirfarandi: — enn hefir þyrla Landhelgisgæsl- unnar sannað gildi sitt sem frábært björgunartæki. — enn hefir björgunarsveit LHG sýnt og sannað hæfni sína og að hún er fyllsta trausts verð til að stjórna fullkomnasta og besta björgunartæki sem völ er á. — enn hefir það sannast að þyrla er eina björgunartækið sem getur komið að notum þegar aðrar aðferð- ir til björgunar eru nánast útilokað- ar. — enn hefir það komið berlega í ljós að lífsnauðsynlegt er að LHG fái nýja, stærri og öflugri björgunar- þyrlu til aukins öryggis fyrir sjófar- endur og alla aðra sem í háska lenda. Því skorar fundur í stjórn Stýri- mannafélags íslands á alla alþingis- menn að þeir sameinist nú um að koma því til leiðar að samningur verði gerður á þessu ári um kaup á fullkominni og öflugri þyrlu fyrir Landhelgisgæslu íslands. Hryðjuverk: Ný alda eftir ósigur íraka? Háttsettur embættismaður hjá bandaríska vamarmálaráðuneyt- inu sagði í fyrradag að menn byggjust við að hryðjuverkum myndi fjölga í kjölfar ósigurs ír- aka og þau myndu verða alvar- legri. „Eftir hvert einasta stríð í Mið- austurlöndum síðastliðna þrjá ára- tugi hefúr komið tímabil mikilla hryðjuverka," sagði embættismað- urinn hjá varnarmálaráðuneytinu. Hann sagði að þrátt fýrir að hryðjuverkum hafi fjölgað mikið nú, miðað við sama tíma í fyrra, þá hafi þau fá verið alvarleg, flestum hefði verið stjórnað af smáum samtökum og flest valdið litlu eignatjóni og mjög litlum mann- skaða. Aðstoðaryfirmaður bandarísku al- ríkislögreglunnar FBI sagði að hin velþjálfuðu hryðjuverkasamtök í Miðausturlöndum ættu eftir að láta til skarar skríða. Menn telja almennt að eftir því sem ósigur íraka verði meira nið- urlægjandi þá verði hryðjuverkin fleiri og alvarlegri. í gær hvatti hópur róttækra klerka í íran til hryðjuverka gegn Bandaríkjamönnum og ísraels- mönnum. Þeir sögðu að stjórnvöld í Bandaríkjunum mundu ekki láta staðar numið í írak, heldur einnig skipta sér af íran. Róttæklingar í íran hafa gagnrýnt írönsk stjórn- völd fyrir að vera hlutlaus í Persa- flóastríðinu og styðja ekki íraka. Reuter-SÞJ Kvennalistinn á Vesturlandi Framboðslistí Kvennalistans á Vesturlandi hefur veríð ákveð- inn. Eftírtaldar konur skipa listann: 1. Danfríður Skarphéð- insdóttir 2. Snjólaug Guð- mundsdóttir 3. Þóra Kristín Magnúsdóttír 4. Sigrún Jó- hannesdóttir 5. Helga Gunnars- dóttir 6. Laufey Jónsdóttír 7. Krístín Benediktsdóttír 8. Halia Þorsteinsdóttír 9. Soffía Eyrún Egilsdóttír 10. Unnur Pálsdótt- ir. KONNUNÁBANKAKOSTNADI EINSTAKLINGS í EITT ÁR Mestl Mlnnetl Munur kostnaöur kostnaöur I % 1) Tekkaviöskipti Kuypl lmu lOhulli ,it L’b bl.iö.i lukkdluíllúin HennilU er íyrir 50 þúsund kr yfndrælli a tekkaieikninyi Að jatri.iði eru nýtlar^öpusund kr af heiiiuldiiini I .mð er yfir atekkai um 2000 kr lOsmnum oy (jieiildur tilskilmn kuslnaður al pvi strax Samtals kostnaöur viö tekkareikning 2) Vixlavióskipti Seidur ei 100|jus ki vuui tii pnyyja manaða Greiddai eru 50 pus kr eltir 3 rnanuði og t’Hirsl Ir.irnl um 3 manuði ug pa eru pær gioiddai upp Vexlir. Stirnpilgjald og annar kostnaður Seinni greiðslan fer i vanskil og er greidd emum manuði eltir gjalddaga Samtals víxlakostnaöur 3) Skuldabrefaviðskipti Tekið er 300 pús kr. skuldabrefalán til 18 mánaða og greitt al pvi manaðailega Vextir Laritokug., stirnpilgjald. ifllayður kostnaður, lilkynnmyar og greiðslugjald. 1 2. og 3. greiósla fura i vanskil og eiu greiddar emum manuði eftir gjalddaya. Dratlarvextir og vanskilavexlir Bankmn mnheimtir íasteignavc-ðtryggt lán sem greitt ei af emu smm á ari Kostnaður v/innhennlu. Greióslan ler i vanskíl í tvo mánuði Koslnaður v/vanskila. ^ Samtals skuldabrefakostnaður 4) Gjaldeyrisviðskipti Keyptur er ferðamannagjaldeyrir fyrir 20 pus. kr. i reiðule i DtM. Keyptui er feiðamarmagialdeyiir fyrir 60 pús. kr. i feiðalekkurn i DEM. Samtats gjaldeyriskostnaður SAMTALS BANKAKOSTNAÐUR Á EINU ARI 14.337 13.212 5.156 0.00% 1.780 23.31% 1.475 1 475/ 0.00% 8.826 8.411 4.93% -32.885 31.196 5.41% 15 390 10.500 46.57% 046% 51.372 400 775 1.175 42.86% 'oo 00% 47.267 8.68% 390 2.56% 740 4 37% 1.130 3.98% 75.340 70.648 6.64% Á töflu Verðlagsstofnunar hefur Tfminn dregið hríng um þann auka- kostnað sem hlýst af „smáyfirsjónum" í sambandi við gjalddaga og innistæðu á tékkahefti. Þá er athyglisvert, að lántökukostnaður skuli geta svarað til hátt í helmings heildarvaxta af lánum, hvað yfirdráttar- lán eru dýrír peningar og hvað „gúmmítékkar“ eru fimadýrar yfirsjón- ir. TISKA I DANS- BARNUM Dansbarinn við Grensásveg gengst fyrir tískusýningum næstu fimmtudaga og var sú fyrsta í gær- kvöld. Sýnd verða föt frá tískuversl- unum og fatahönnuðum, hár- greiðsla og andlitssnyrting o.fl. og vöru- og vínkynningar verða haldn- ar. Það eru Módelsamtökin og Unnur Arngrímsdóttir sem sjá munu um tískusýningarnar og kynnir verður Hermann Ragnar Stefánsson. Tón- listarflutning annast Guðmundur Haukur Jónsson. Rækjuverð haldist óbreytt Ákveðið hefur verið að iágmarks- verð á rækju frá 1. mars til 31. maí 1991 skuli vera óbreytt frá því verði sem gildir til dagsins í dag, 28. febrúar. Þetta var samþykkt á fundi yflmefndar Verðlagsráös sjávarút- vegsins í gær. Jafnframt samþykkti nefndin eftir- farandi bókun: „Seljendur og kaup- endur í yfirnefnd eru sammála um að mæla með því að verðlagning rækju eftir stærðarflokkum verði endurskoðuð fyrir næstu verðiagn- ingu með það í huga að stuðla að hagkvæmari verðhlutföllum." Þetta segir í frétt frá Verðlagsráði sjávarútvegsins. í yfirnefndinni áttu sæti: Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunnar, sem var odda- maður, Guðjón A. Kristjánsson og Sveinn Hjörtur Hjartarson af hálfu seljenda og Lárus Jónsson og Árni Benediktsson af hálfu kaupenda. —GEÓ Svavar Gestsson í Frakklandsheimsókn Svavar Gestsson menntamálaráð- herra hélt utan sl. sunnudag í opin- bera heimsókn tíl Frakklands í boði Jacks Lang, menningarmálaráð- herra Frakka. í frétt frá menntamálaráðuneytinu segir að á fundum sínum muni þeir Svavar og Lang fjalla um menning- arsamskipti þjóðanna sem snerta bókmenntir, tónlist, myndlist og kvikmyndir. i för með ráðherranum eru Guðrún Ágústsdóttir, Árni Gunnarsson skrif- stofustjóri og Guðrún Björnsdóttir kona hans. Heimsókninni lýkur á miðvikudaginn. —GEÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.