Tíminn - 01.03.1991, Side 9
8 Ttminn
Föstudagur 1. mars 1991
I
ígulker, öðuskeljar og beitukóngar frá íslandi matreiddir ofan í gesti á eir.ni stærstu matvælasýningu í Svíþjóð í næstu viku:
YFIRMATSVEINN SVÍAKONUNGS
PNAÐIDYRNAR AÐ MARKAÐNUM
Fyrirtækið íslenskur skelfiskur hf. í Sand-
gerði fer ótroðnar slóðir í rekstri sínum. Það
stundar veiðar og vinnslu á óvenjulegum
sjávardýrum, s.s. öðuskel og ígulkerjum, og
í næstu viku verða afurðir fyrirtækisins
kynntar á einni stærstu matvælasýningu fyr-
ir hótel og veitingahús f Svíþjóð. íslenskur
skelfiskur hefur að undanförnu verið í sam-
starfi við öflugt sænskt markaðsfyrirtæki,
Vásterhavsfisk, og hefur það séð um að
markaðssetja afurðir íslensks skelfisks í Sví-
þjóð, með góðum árangri.
Þorbjörn Daníelsson og Eiríkur Sigurgeirs-
son eiga helming í fyrirtækinu ásamt fjöl-
skyldum sínum. Hinn helminginn eiga út-
gerðarfyrirtækið Miðnes og Byggðastofnun.
Islenskur skelfiskur stundar aðallega veiðar
á humri, en einnig á beitukóngi, öðuskel,
ígulkerjum, tindaskötu, trjónukrabba og
ýmsum fleiri botndýrum. Humarinn, beitu-
kóngurinn og krabbinn er veiddur með
gildrum sem fengnar voru frá Skotlandi og
hafa verið þróaðar hér síðan. Humarinn,
öðuskelin og ígulkerin eru send lifandi með
flugi til veitingahúsa hér heima og í Evrópu
en krabbinn er mulinn niður og notaður í
súpur. Nýlega fór sending frá íslenskum
skelfiski af trjónukrabba til súpuverksmiðju
í Frakklandi. Beitukóngurinn er tekinn hrár
úr skelinni og hófst sala á frosnum beitu-
kóngi hér á landi fyrir jólin og gekk hún
ágætlega. Ýmist er kafað eftir ígulkerjum og
öðuskeljum en einnig er notaður plógur við
að ná þeim upp. Þeir félagar Þorbjörn og Ei-
ríkur hafa ásamt starfsfólki sínu verið að
þróa aðferðir við veiðar og vinnslu afurð-
anna. Theódór Jóhannesson vinnur hjá þeim
við viðhald og smíðar á gildrum og er að
sögn Eiríks Sigurgeirssonar fyrsti gildru-
smiður á landinu.
Matreiðslumeistari sænska
konungsins mjög hrifinn
Samvinnan við sænska markaðsfyrirtækið
Bónusvíkingurínn úr Nýju Itfi, Eiríkur Sigurgeirsson, aðstoðar Krístínu Benediktsdóttur viö að hreinsa beitukónginn sem matreiddur verö-
ur á sýningunni i Svíþjóð. Timamynd: Pjetur
Vásterhavsfisk hefur opnað þeim félögum
ýmsa möguleika. Þorbjörn Daníelsson sagði
að upphafið að samvinnunni við þetta fyrir-
tæki hefði verið heimsókn yfirmatreiðslu-
meistara sænska konungsins hingað til
lands fyrir þremur árum, en hann kom hing-
að á vegum Sigmars B. Haukssonar. „Sigmar
kynnti fyrir honum það nýjasta hér á landi
og gerði það á veitingahúsinu Við Tjörnina.
Við vorum þar með og hann varð mjög hrif-
inn af okkar afurðum,11 sagði Þorbjörn. Mat-
reiðslumeistarinn rekur frægt veitingahús í
Stokkhólmi sem heitir Óperukjallarinn, og
eftir heimsókn hans hingað til lands hóf
hann að kaupa afurðir frá íslenskum skel-
fiski og selja þær á veitingahúsinu. „Þeir
tóku eftir því hjá Vásterhavsfisk að hann var
farinn að kaupa afurðir frá okkur og þeir
sögðu við sjálfa sig fyrst að þessi frægi yfir-
matreiðslumeistari Svíakonungs væri að
kaupa þessar afurðir frá íslandi, þá hlyti eitt-
hvað að vera í þær spunnið," sagði Þorbjörn.
Þessi sýning, sem verður í næstu viku, er
seinni hálfleikur á kynningunni í Svíþjóð.
Fyrir áramót var haldin veisla í Gautaborg
þar sem 500 völdum veitingamönnum var
boðið að borða afurðir íslensks skelfisks.
Rúnar Marvinsson, matreiðslumeistari á
veitingahúsinu Við Tjörnina, sá þá um að
elda ofan í veislugesti og létu veislugestir vel
af matnum.
Vásterhavsfisk er með sýningarbásinn á
sýningunni nú sem er um 200 fermetrar að
stærð og þar verður aðaláherslan lögð á að
kynna afurðir íslensks skelfisks. Þemað á
bak við básinn er lítið fiskimannaþorp á
vesturströnd Svíþjóðar og þar er veitingahús
sem allt að 50 manns geta snætt í einu. í
loftinu yfir básnum hangir 4 tonna fiskibát-
ur úr Höfnunum á Suðurnesjum. Rúnar
Marvinsson sér um ásamt syni sínum að elda
fyrir sýningargesti sem aðeins eru fagfólk í
hótel- og veitingarekstri. Þeir hjá sænska
markaðsfyrirtækinu hafa látið útbúa nýtt
vörumerki sem er hafmeyja, sveipuð ís-
lenska fánanum, og verður hún í búri á sýn-
ingarbásnum meðan á sýningunni stendur.
Þorbjörn Daníelsson sagði að Vásterhavs-
fisk hefði notað afurðir íslensks skelfisks
sem sölutrikk fyrir sínar venjulegu afurðir,
svo sem karfa og þorsk, en ígulkerin, öðu-
skelina og beitukónginn fengju þeir hvergi
annars staðar frá og notuðu það sem Iykil að
stóru fyrirtækjunum, svona sem eins konar
beitu. „Þeir veðja það mikið á okkur að þeir
setja þarna upp 200 fermetra bás og eru með
lítið veitingahús þar inni fyrir um 50 gesti.
Þarna eiga að rúlla á hverjum degi þessir
réttir sem við erum með, öðuskelin, ígulker,
beitukóngur og tindaskata og þetta kemur
til með að renna ofan í þessa veitingamenn
sem koma oftast í hópum frá veitingahúsun-
um til að kynna sér afurðirnar. Síðan verða
þeir teknir til hliðar og vonandi gerðir sölu-
samningar. Það er heilmikið lagt í þetta og
við leggjum til allt okkar hráefni og vinnu og
þeir aðstöðuna,“ sagði Þorbjörn. Eftir mark-
aðsstarfið í Svíþjóð er ætlunin að færa sig yf-
ir til Þýskalands og Danmerkur og ef viðtök-
urnar þar verða eins góðar og í Svíþjóð þá er
búið að opna gríðarlega stóran markað fyrir
afurðirnar.
Kerfið hefur
lítinn áhuga sýnt
Aðspurður hver árangur Gautaborgarveisl-
unnar hefði verið sagði Þorbjörn að því mið-
ur hefðu þeir ekki getað annað eftirspurn.
„Því miður stóðum við okkur ekki sem
skyldj að því leytinu til, eins og oft vill verða
með íslendinga, að við náðum ekki að anna
eftirspurn. Við höfum ekki fengið neins stað-
ar svörun í kerfinu, við erum búnir að æpa á
hjálp, því að við teljum að þetta sé stórkost-
legur markaður. Við erum bátlausir og náð-
um ekki einu sinni að koma okkur upp báti
til að ná upp þessum afurðum," sagði Þor-
björn. Hann sagði að þeir hefðu fengið sjó-
Eftir
Stefán
Eiríksson
menn til að veiða þetta fyrir sig og einnig
hefðu þeir leigt báta en það væri mjög erfitt
að standa í því. Þekking á dreifingu afurð-
anna væri í flestum tilfellum takmörkuð og
enginn skrásetning til hjá Hafrannsóknar-
stofnun yfir dreifingu þeirra. Þorbjörn sagði
að þeir væru með góðar skrár yfir giidru-
veiðarnar sem þeir stunduðu við Vogastapa
en erfitt væri að gera jafnnákvæmt yfirlit yf-
ir hitt þar sem margir aðilar stunduðu veið-
arnar fyrir þá.
Eiríkur Sigurgeirsson sagði að nokkur
veitingahús hér á landi væru með skelfisk
frá þeim á sínum matseðlum en þeir hefðu
ekki sóst mikið eftir viðskiptum við veit-
ingahúsin. „Maður getur selt alveg helling
af t.d. öðuskelinni, en þegar maður byrjar
viðskipti við veitingahús þá verður maður
að eiga afurðina til í öll skipti sem hún er
pöntuð, en ekki í níu tilvikum af hverjum
tíu. Meðan við erum bátlausir er sú hætta
fyrir hendi og því höfum ekkert verið að
sækjast eftir þessum viðskiptum," sagði Ei-
ríkur. Þorbjörn sagði að ef markaðssetning-
in í Svíþjóð og jafnvel fleiri löndum gengi
vel, þá yrði þetta án efa útgerð fyrir nokkra
báta.
Aðaltekjulind fyrirtækisins er humarveið-
arnar en það hefur um 2300 humargildrur
sem Elliði, skip í eigu útgerðarfyrirtækisins
Miðnes, vitjar um. „Við lifum á þessum veið-
um og það er enginn launung að við værum
ekki hér ef við hefðum ekki fengið aöstoð frá
Miðnesi," sagði Þorbjörn. Eiríkur og Þor-
björn draga enga dul á það að þeir eru
óhressir með þær hægu viðtökur sem þeir
hafa fengið í kerfinu. „Við höfum ekki fengið
einn einasta aur í þetta frá kerfinu. Það hef-
ur alls ekki svarað þessu þó svo að við séum
búnir að vinna markaðinn. Hér á landi er
hlutunum oft snúið við. Það er rokið í að
fara að framleiða einhverja vöru í massavís
og síðan farið að skoða hvort einhver mark-
aður sé fyrir hana. Þá fyrst uppgötva menn
að það er enginn markaður fyrir vöruna. Við
snerum þessu hins vegar alveg við, fundum
fyrst markaðinn og erum nú að berjast fyrir
því að anna eftirspurn," sagði Þorbjörn.
Hann sagði að skorturinn á upplýsingum
um miðin gerði það að verkum að þeir gætu
ekki gefið sænska markaðsfyrirtækinu ná-
kvæmar upplýsingar um það hversu mikið
væri hægt að veiða á ári. „Svíarnir spyrja
okkur mikið um það hve mikið sé til og hvað
þeir eigi að leggja mikið púður í þetta. Þetta
eru upplýsingar sem við höfum því miður
ekki. Við höfum verið í sambandi við Haf-
rannsóknarstofnun en við setjum ekki upp
rannsóknaráætlanir fyrir þá. Þeir eru með
áætlanir 3-4 ár fram í tímann og þetta er
ekki komið inn á þeirra borð. Þetta er allt
mjög þungt í vöfum nema á tyllidögum þeg-
ar menn flytja ræður,“ sagði Þorbjörn. Hann
sagði að Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra hefði hlustað á þeirra mál og gefið
þeim tilraunaleyfi til veiða á humri. Þeir
hefðu stundað þær veiðar í tvö ár og það
hefði komið í Ijós að þarna er um að ræða
hágæðahumar sem mjög gott verð fæst fyrir
Þorbjöm Daníelsson gæðir sér á hörpudiski.
á erlendum mörkuðum. Veiðin hjá þeim
gengi líka miklu betur en t.d. hjá Skotum
sem væru helstu samkeppnisaðilarnir, þeir
væru að fá 300 til 400 grömm í gildrurnar
meðan Skotarnir fengju í kringum 100
grömm. „Halldór er okkur velviljaður en því
miður virðist vera lítið um aura til að sinna
þessum hlutum. Það sem er ákaflega góður
kostur við hann er að þú færð svör hjá hon-
um strax, en ert ekki sendur í mánaðagöngu
út í kerfið til að fá sama svar, hvort sem það
er já eða nei,“ sagði Eiríkur.
Hið nýja vömmerki
Vástertiavsfisk er
hafmeyja, sveipuð
íslenska fánanum,
og kemur hún til með
að vera í búri á
sýningarbásnum í
Svíþjóð meðan á
sýningunni stendur.