Tíminn - 01.03.1991, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300
NUTÍMA FLUTNINGAR
Holnarhusinu v Tryggvagotu,
S 28822
AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ SUBARU
Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga
POSTFAX 91-68-76-91 Ingvar itti Helgason hf. Sævartiöföa 2 Sími 91-674000 ÆWf
Ií niinn
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1991
Nýr þjóðleikhússtjóri brettir upp ermarnar og gerir breytingar á starfsmannahaldi:
L 1 K U R A OG L 1! K-
STJÓRUM SAGT UPP
Nýr þjóðleikhússtjóri, Stefán Baldursson, hefur tekið til
starfa og er ljóst að hann hyggst gera ýmsar breytingar
á starfsemi leikhússins, ekki síst í starfsmannahaldi. í
gær og fyrradag fengu nokkrir leikarar og leikstjórar
uppsagnarbréf og skilja má á þjóðleikhússtjóra að fleiri
séu á leiðinni. Stefán kallar þetta eðlilegar áherslubreyt-
ingar sem fylgi breyttri forystu í leikhúsinu.
Meðal þeirra sem hefur verið
sagt upp eru nokkrir þekktir
leikarar og leikstjórar sem hafa
starfað við Þjóðleikhúsið í ára-
tugi. Eitthvað er um uppsagnir
hjá starfsfólki sem vinnur önnur
störf í Ieikhúsinu, en megin-
breytingarnar eru þó hjá leikur-
unum. Stefán sagði að nýtt
starfsfólk verði ráðið í staðinn
fyrir það sem sagt hefur verið
upp störfum.
„Það er verið að fara í gegnum
starfsmannahald hér af því að
það eru leikhússtjóraskipti og
þeim fylgja áherslubreytingar í
starfsmannahaldi og á fleiri svið-
um. Þetta eru mjög eðliiegar að-
gerðir. Það hljóta að verða ein-
hverjar breytingar þegar skipt er
um forystu í listastofnun eins og
Þjóðleikhúsinu, annars væri það
raunar út í hött að vera eitthvað
að skipta um leikhússtjóra,"
sagði Stefán þegar hann var
spurður um uppsagnirnar.
Stefán sagðist ekki vilja ræða
þessi mál mikið að sinni vegna
þess að þau væru til umfjöllunar
í leikhúsinu þessa dagana. Hann
sagði að ekki væri séð fyrir end-
ann á uppsögnunum.
Guðrún Alfreðsdóttir, formaður
Félags íslenskra leikara, sagði að
hún hefði heyrt um uppsagnirn-
ar, en sagðist ekki vita hversu
umfangsmiklar þær væru eða
um hvaða einstaklinga væri að
ræða. Hún sagði að þetta mál
hefði ekki verið rætt við félagið,
en sagðist ekki útiloka að félagið
muni skipta sér af því verði þess
óskað.
Margir telja að það sé löngu
tímabært að gera breytingar á
starfsmannahaldi Þjóðleikhúss-
ins. Þessar uppsagnir eru hins
vegar ekki sársaukalausar og
nokkur kurr mun vera meðal
starfsmanna út af þeim. Reiknað
er með að nokkrir ungir leikarar
verði ráðnir í staðinn fyrir þá
sem nú hætta og nýir leikstjórar
fái að spreyta sig. Hvorugt stóru
leikhúsanna í Reykjavík hefur
getað ráðið mikið af leikurum í
fast starf á síðustu árum, en
yngri leikarar hafa verið ráðnir í
stuttan tíma í einstök verkefni.
-EÓ
Veðrið lék við íbúa á höfuöborgarsvæðinu f gær og brugðu margir sér á skíði og nutu veðursins. Talsverður snjór bættist við í Bláfjöllum í fyrri-
nótt og með sama áframhaldi verður skíðafæri í Bláfjöllum orðið mjög gott og ætti það að kæta fiesta skíðamenn. Tímamynd: Ámi Bjama
Maður tekinn með um
kíló af amfetamíni:
Gómaður
er hann
hugðist
sækja
góssið
Fíkniefnalögreglan í Reykjavík
handtók í gær mann sem er grunað-
ur um að hafa ætlað að smygla
rúmu kílói af amfetamíni til lands-
ins. Þetta er eitt af stærri fíkniefna-
málum sem lögreglan hefur fengist
við. Ekki fengust nánari upplýsingar
um málið í gærkvöldi en samkvæmt
fréttum Stöðvar 2 hafði lögreglan
grunsemdir um að þessi sending
væri á leið til landsins. f nokkra
daga hafði verið fylgst með ferðum
þess manns sem grunaður var um
að stæði á bak við þetta og var síðar
handtekinn.
Sendingin var falin í botni iímtrés-
borðs á mjög fagmannlegan hátt.
Borðið var sent með flugi frá Lux-
emborg og var það geymt í fraktaf-
greiðslu Flugleiða. Lögreglumenn
fylgdust með ferðum mannsins og í
gær þegar hann hugðist sækja borð-
ið var hann handtekinn. Hann er 34
ára og hefur áður komið við sögu
fíkniefnalögreglunnar.
Ekki er vitað hvort hann stendur
einn að þessu máli eða hvort fleiri
séu með honum.
Tálið er að markaðsverð kflós af
amfetamíni nemi u.þ.b. 10 milljón-
um króna hér á landi.
-sbs.