Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 5
Láugardagiir '16.1 ,márs,1'991 fírtiirtri 6 Tvær þotur hættulega nálægt hvor annarri Litlu mátti muna að tvær stór- ar þotur lentu í árekstri skammt suður af landinu 25. janúar sl. Önnur þotan var bresk en hin sovésk og voru báðar í sömu hæð þegar atburðurinn gerðist. Samkvæmt heimildum Tímans var það flugmaður sovésku vél- arinnar sem kom í veg fyrir árekstur með því að sveigja í burtu þegar hann sá bresku þot- una. Atburðurinn átti sér stað klukkan þrjú að degi til. Flugumferðarstjór- inn sem sá um afgreiðslu vélanna mun hafa verið að ná sér í kaffi þegar vélarnar voru komnar hættulega nálægt hvor annarri. Hann var leystur frá störfum strax eftir atburðinn, en hann hefur ver- ið á undanþágu þar sem hann er kominn yfir venjulegan hámarks- aldur flugumferðarstjóra. Báðir flugstjórar vélanna tilkynntu um atburðinn og telja báðir að vélarn- ar hafi á tímabili verið nær hvor annarri en leyfilegt er. Flugslysa- nefnd hefur málið til rannsóknar og hefur skilað skýrslu til flug- málastjóra. Rannsókn er þó ekki lokið og ekki er hægt að segja til um hvenær von er á endanlegri skýrslu. Ekki náðist í Pétur Einars- son flugmálastjóra í gær og ekki náðist í neinn hjá Flugmálastjórn sem vildi tjá sig opinberlega um málið. —SE Dr. Eugene Makhlouf, sendifulltrúi Frelsissamtaka Palestínu, í íslandsheimsókn: „PLO studdi ávallt friösamlega lausn í Persaflóadeilunni“ Dr. Eugene Makhlouf, sendi- fulltrúi Frelsissamtaka Palest- ínu (PLO), er staddur hér á landi um þessar mundir og hef- ur átt viðræður við Steingrím Hermannsson forsætisráð- herra, Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra, séra Ólaf Skúlason, biskup íslands, og fleiri aðila. Hann mun halda op- inn fund um málefni Austur- landa nær í dag, laugardag, kl. 14:00 í Komhlöðuloftinu við Lækjarbrekku. Dr. Makhlouf segir að afstaða PLO í Persaflóastríðinu hafi fyrst og fremst verið að finna friðsamlega lausn deilunnar áður en til stríðs kæmi. Hann segir að þeir hafi helst ekki viljað taka afstöðu með eða á móti deiluaðilum, því þeirra raun- verulega afstaða hafi verið á móti beitingu hervalds. Þeir hefðu neyðst til þess að taka afstöðu og kusu afstöðu með írak og þar með aröbum því þar búa 170.000 Pal- estínumenn og 230.000 í Kúvæt, þeir kusu að reyna að vernda sitt fólk á þennan hátt. „Við stóðum með aröbum og voru í broddi fylk- ingar araba í afstöðu okkar," segir dr. Makhlouf. „Við lögðum okkur alla fram við að finna friðsamlega lausn deil- unnar en fyrir því var ekki vilji og sérlega ekki hjá Bandaríkjamönn- um. Bandaríkjamenn höfðu ein- ungis áhuga á olíunni og hver héldi um stjórnvölinn á þeim vett- vangi. Vegna olíuhagsmuna sinna vildu þeir fá tækifæri til að brjóta Dr. Eugene Makhlouf. herafla íraka á bak aftur og það var löngu fyrir innrás íraka í Kúvæt. Innrás íraka í Kúvæt kom því eins og frábært tækifæri fyrir Banda- ríkjamenn til að brjóta niður her- styrk íraka, þess vegna reyndu þeir ekki að stoppa þá fyrirfram. Það fundust skjöl eftir innrás fraka í Kúvæt sem styðja þetta,“ segir dr. Makhlouf. Dr. Makhlouf segir að Bandaríkja- menn hafi yfirtekið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar til að ör- yggisráðið gaf leyfi til að nota allar nauðsynlegar aðferðir sem þyrfti til að fá íraka til að yfirgefa Kúvæt. ,Að okkar áliti vildu Bandaríkja- menn engan veginn finna friða- samlega lausn, þeir ætluðu í stríð og þeir þvinguðu öryggisráðið til þess að leyfa þeim það.“ „Við höfðum rétt fyrir okkur, þó að bandamenn hafi unnið stríðið sem slíkt, þá höfðum við rétt fyrir okkur því við reyndum að koma í veg fyrir blóðbað. írak hefur verið gjörsamlega eyðilagt og það tekur a.m.k. fimmtíu ár að byggja það upp að nýju í sama horf,“ segir dr. Makhlouf. Dr. Makhlouf segir að það sem PLO sé að berjast fyrir sé að Palest- ína fái sjálfstjórn og land sitt aftur, þeirra markmið er að lausn verði fundin á vandamálum Palestínu- manna sem geri þeim kleift að lifa í sátt og samlyndi við nábúa sína, þar sem mannréttindi eru virt. „Palestínumenn lifa nú í stöðugri ógn og ótta á herteknu svæðunum, þar sem þeir fá ekki að njóta sjálf- sagðra mannréttinda, eru lokaðir inni í fangelsum fyrir það eitt að vera Palestínumenn og inni á heimilum sínum, þeir eru jafnvel skotnir fyrir það eitt að vera. Við viljum koma á friði á þessu svæði svo að fólkið þurfi ekki að lifa með skriðdreka og hermenn í kringum sig viðstöðulaust," segir dr. Mak- hlouf. Dr. Makhlouf segir að ís- lendingar geti stutt Palestínumenn með ýmsum hætti. Með fjárfram- lögum til uppbyggingar skóla, leik- skóla, sjúkrahúsa og slíks á her- teknu svæðunum og einnig með því að versla við þá, flytja t.d. inn ávexti og grænmeti þaðan. Auk þess með pólitískum hætti, með stuðningi við málstað þeirra á al- þjóðavettvangi. Hann sagði að hann hafi fundið fyrir skilningi á málstað þeirra í heimsókn sinni hér og að það hefði komið sér á óvart hversu vel upplýstir fslend- ingar voru um aðstæður og sögu Palestínumanna. —GEÓ Mætum í Kosningamiðstöðina! Kosningamiðstöð framsóknarmanna í Reykjavík var opnuð um síðustu helgi og kom strax fyrsta daginn mikið af fólki. Kosningamiðstöðin er að Borgartúni 22 og er opin alla daga og eru stuðningsmenn B-list- ans hvattir til að líta inn og taka virkan þátt í kosn- ingabaráttunni og ræða málin. Síminn er 620-360 og faxnúmerið 620-355. Hittumst í kosningamið- stöðinni. B-listinn flotgalla á leið í sjóinn. Menningarvika BÍSN: Flotgallasund í Reykjavíkurhöfn í gær fór fram keppni í flotgalla- sundi í Reykjavíkurhöfn. Þar kepptu, undir stjórn Steingríms J. Sigfússonar ráðherra, lið úr Stýri- mannaskólanum og lið vélstjórn- arnema úr Iðnskólanum. Með þessu vildu verðandi skip- stjórnarmenn vekja athygli á ör- yggismálum sjómanna. Keppnin er liður í menningar- vöku Bandalags íslenskra sérskóla- nema, BÍSN. Hún var sett í gær og stendur til 22. mars. í BÍSN eru nemendur úr 16 sér- skólum. Þeir eru: Garðyrkjuskól- inn, Lyfjatækniskólinn, Sam- vinnuháskólinn, Fósturskólinn, Þroskaþjálfaskólinn, Myndlista- og handíðaskólinn, Iðnskólinn, Kennaraháskólinn, Tónlistarskól- inn, Tækniskólinn, Fiskvinnslu- skólinn, Leiklistarskólinn, Stýri- mannaskólinn, Söngskólinn, Tölvuháskólinn, og íþróttakenn- araskólinn. Á menningarviku BÍSN kennir ýmissa grasa. í dag opna nemend- ur í Myndlista- og handíðaskólan- um sýningu í sal FÍH að Rauða- gerði 27. Stýrimannaskólinn í Reykjavík verður opinn. í tilefni af 100 ára afmæli skólans verða kynnt tæki og starfsemi skólans. Á sunnudaginn verður opið hús í Háskóla fslands. Sérskólanemar ganga þar í lið með háskólafólki og kynna starf sinna skóla. Á mánudaginn halda nemendur, sem eru að ljúka einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum, tónleika í Hafnarborg, Hafnarfírði. Flutt verða verk eftir: Dvorak, Beetho- ven, Wieniawski, Bach, Brahms og Chopin. -aá. OPIÐ HUS Nám og starfsemi Háskóla íslands og sérskóla landsins kynnt SUNNUDAGINN 17. MARS KL. 13.00-18.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.