Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Slml: 686300. Auglýsingsislml: 680001. Kvöldsfman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vardstaða um frelsi og fullveldi Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins verður haldinn í dag í Reykjavík. Sæti í miðstjórn eiga um 150 fulltrúar og er búist við góðri fundarsókn af landinu öllu. Á fundinum mun formaður flokksins, Steingrímur Hermannsson, flytja framsöguræðu og aðrir ráð- herrar og formaður þingflokksins munu einnig gera grein fyrir málum sínum og þingstörfum. Þar sem alþingiskosningar eru á næsta leiti munu umræður á miðstjórnarfundinum verða helgaðar komandi kosningabaráttu og stöðu Framsóknar- flokksins í lok kjörtímabils, þar sem mikið hefur áunnist undir farsælli stjórnarforystu formanns flokksins. Enginn vafi er á því að Framsóknarflokkurinn hef- ur góða málefnastöðu um þessar mundir. Endur- teknar skoðanakannanir sýna að verk Framsóknar- flokksins njóta góðs álits meðal landsmanna. Fylgi flokksins er traust og ber það með sér að flokks- kjarninn er óbrigðull í samheldni um hina þjóðlegu framfarastefnu sem Framsóknarflokkurinn heldur uppi og hefur haft aðstöðu til að koma fram í því stjórnarsamstarfi, sem staðið hefur síðan haustið 1988, þegar formaður flokksins tók að sér að sam- eina ólík stjórnmálaöfl um endurreisn efnahags- og atvinnulífs. Það er Framsóknarflokknum til gæfu og framdrátt- ar að Steingrímur Hermannsson hefur notið sér- staks álits sem stjórnmálaforingi og á traust fólks langt út fyrir raðir flokksins. Það hefur einnig kom- ið í ljós að flokkurinn er innbyrðis samstæður og stendur fast með forystumönnum sínum. Þess vegna stendur það sem Jón Baldvin Hannibalsson sagði á sinni tíð, að Framsóknarflokknum mætti treysta, framsóknarmenn stæðu við orð sín. Allt þetta hafa miðstjórnarmenn við að styðjast þeg- ar þeir koma nú saman til þess að ræða kosningabar- áttuna og málefnastöðuna. En fyrst og fremst ber miðstjórnarfundi að ræða grundvallarstefnu flokks- ins, þau þjóðfélagslegu markmið sem einkenna Framsóknarflokkinn og hafa reynst flokknum kjöl- festa í nærri 75 ára sögu sinni. í þeim efnum hefur ekkert breyst í meginatriðum frá því að fyrsta stefnuskrá Framsóknarflokksins var sett fram í skipulegri heild í öndverðu. Eysteinn Jónsson segir í riti sínu um Framsóknarflokkinn að framsóknarstefnan sé sprottin af „rammíslenskri rót“ og leggur með því áherslu á hina þjóðlegu stefnu, sem aldrei hefur verið meiri þörf á en nú að virða og fylgja fast eftir. Á þetta atriði leggja núver- andi forystumenn flokksins jafnmikla áherslu og aðrar kynslóðir forystusveitar hans frá upphafi. í þessu felst að standa vörð um sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar í öllum greinum, efnahagslegum og pól- itískum. Traust Framsóknarflokksins og forystu- manna hans er reist á því að flokkurinn stendur nú sem fyrr fremst í varðstöðu um pólitískt og efna- hagslegt frelsi þjóðarinnar. Laugardagur 16. mars 1991 A L JL LÞINGI er að ljúka störfum og boðað hefúr verið til alþingis- kosninga 20. apríl næstkomandi, enda kjörtímabilið senn liðið, því að kosið var síðast 27. apríl 1987. Líðandi kjörtímabil hefur verið viðburðaríkt innanlands og utan og eftirminnilegt að því er tekur til stjórnmálaþróunar hér á landi. Þegar minnst er kosningabarátt- unnar fyrir fjórum árum, kosn- ingaúrslita og tilrauna til stjórn- armyndunar í kjölfar þeirra, hlýt- ur mönnum að verða Ijóst að vandasamt er að spá um stjóm- málaþróun þó ekki sé nema stutt fram í tímann. Það getur átt við um flokkamyndanir og fram- boðshreyfingar, úrslit kosninga og möguleika til stjómarmynd- unar þegar niðurstöður kosninga liggja fyrir. Þjóðfélagsbreytingar hafa sjaldan verið hraðari en á síðustu árum og ekki óeðlilegt þótt þær valdi pólitískum hrær- ingum og nokkmm óstöðugleika af þeim sökum. En einmitt þess vegna er nauðsynlegt að stjóm- málaforystan í landinu beinist að því að leita jafnvægis í flokka- streitunni. Flokkakerfíð Það sem einkenndi kosningarn- ar 1987 var hinn mikli fjöldi framboða, sem sýndist að ýmsu leyti vera fyrirboði þess að fjór- flokkakerfið, sem staðist hafði marga raun í hálfa öld en eigi að síður sýnt á sér ýmsa galla, væri að riðlast. Eftir á er þó tæplega rétt að líta svo á, að slíkur fyrir- boði hafi nokkm sinni verið fyrir hendi. Nú þegar gengið er til kosninga fjórum árum síðar má fremur telja, þrátt fyrir ráðagerð- ir um ný smáflokkaframboð, að aftur hafi sótt í gamla horfið um að það séu fjórir meginflokkar sem máli skipta í íslenskum stjómmálum. Þótt þessir aðalflokkar séu mis- stórir og vissulega margt á huldu um gengi þeirra í kosningunum er ekki við öðm að búast en að þeir haldi stöðu sinni í flokka- kerfinu. Komandi kosningar verða því tæplega nein örlagabar- átta um að ganga af einhverjum meginflokkanna dauðum. Það eru ekki meiri líkur fyrir því að kosningamar nú verði tii þess að fækka aðalflokkum eða reka á eft- ir sammna flokka fremur en að slíkt hafi tekist með endurtekn- um tilraunum áratugum saman um að sameina flokka með samn- ingatilburðum og yfirdrifnum áróðri um nauðsyn samruna og samfylkingar. Þegar til kastanna kemur er það engin lýðræðisleg nauðsyn að fækka flokkum miðað við ís- lenska flokkaskipan. Samfylking- arstefna, sem telur sig hafa það að markmiði að koma sem flest- um hagsmunahópum og stjórn- málasamtökum undir einn pólit- ískan hatt, er hvorki líkleg til að ná tímabundnum árangri né að hún skapi þá festu til lengri tíma sem boðað er. Menn eiga ekki að velkjast í neinum vafa um það að það er munur á stjórnmálaflokk- unum og það er engin þörf á að þurrka út þann mun. Það er eins og hver önnur bábilja að „lýðræð- inu“ stafi hætta af því þótt fjórir alvörulandsmálaflokkar takist á í kosningum. Það liggur í eðli þess þjóðfélags sem við búum við að sjónarmið í stjómmálum verða margvísleg og ekkert við því að segja þótt það komi fram í mynd- um nokkurra fastra og lífvæn- legra stjórnmálasamtaka, hvað þá að tilveru þeirra og fjölbreytni gæti meira þegar komið er út í kosningaslaginn. Þar með er þó ekki verið að mæla smáflokka- mergðinni bót. Verkin tala Fram undan er fremur stutt kosningabarátta. Það eru u.þ.b. fjórar vikur þangað til kosið verð- ur. Það er aðeins rúmur mánuður þangað til úrslit kosninga liggja fyrir sem fela munu í sér dóm um störf og framgöngu stjómmála- flokkanna síðast liðin fjögur ár. Þótt margt komi til þegar kjós- endur ákveða fylgi sitt við fram- boðslista og stjómmálaflokka, skiptir mestu máli hvernig þeim hefur tekist til á nýliðnu kjör- tímabili. Traust kjósenda á flokk- um og forystumönnum fer eftir verkum þeirra og hvemig þeim tekst að túlka þau gagnvart al- menningi. í stjórnmálum gildir alltaf sú gamla regla að láta verk- in tala, þótt á hinn bóginn sé það breytingum háð, hvaða verk það em sem eiga að „tala“ hverju sinni. Hins vegar er það líka skylda flokka og forystumanna að opna fyrir kjósendum framtíðar- sýn þar sem af raunsæi er leitast við að móta stefnu sem beinist að heildarmarkmiði, sem þeir vilja keppa að og fá fólkið til að standa saman um. Þótt stjórnmál séu frá degi til dags fyrst og fremst „list hins mögulega" eins og Bretar hafa ætíð gert sér ljóst, væri illa komið fyrir stjórnmálum ef þau sneiddu hjá hugsjónum og meg- inreglum og létu sér fátt um finn- ast hefðir og pólitísk eða þjóðfé- lagsleg gildi. Þegar horft er til komandi kosn- ingabaráttu munu umræður fyrst og fremst snúast um stjórn- araðgerðir síðustu ára og afstöðu stjórnmálaflokka í því sambandi. Þar mun einnig skipta máli hver hefur verið framganga einstakra stjórnmálaforingja og hlutur for- ystusveita flokkanna í því að ráða fram úr vanda líðandi stundar og búa í haginn fyrir framtíðina. Að því leyti til eru slíkar umræður uppgjör milli stjórnmálaflokka og einstakra forystumanna. En umfram allt verður slíkt uppgjör, sem lagt er fyrir kjósendur, að byggjast á úttekt á verkum ríkis- stjórna þeirra sem ráða á kjör- tímabilinu. Þar er satt að segja af nokkru að taka. Valddreifing og samábyrgð Á líðandi kjörtímabili hafa setið þrjár ríkisstjórnir — þrjú ráðu- neyti eins og það heitir á laga- máli: Ráðuneyti Þorsteins Páls- sonar 1987-1988, fyrra ráðuneyti Steingríms Hermannssonar 1988-1989 og síðara ráðuneyti Steingríms Hermannssonar 1989 og síðan. í reynd hefur það orðið svo, að öllum þingflokkum hefur gefist tækifæri til þess að taka beinan þátt í stjórnarsamstarfi. Það hafa líka allir þingflokkar gert að meira eða minna leyti nema Kvennalistinn, sem alltaf hefur haft óbundnar hendur og flekkar þær ekki með þátttöku í ríkisstjórnum nú fremur en áður, hvað sem síðar kann að verða. Það fer því ekki á milli mála að á kjörtímabilinu hefur völdum ver- ið dreift milli stjórnmálaaflanna, þar hafa býsna margir komið nærri, svo að spyrja má hvernig þessi valddreifing hafi gefist, sem í íslenskri stjómmálasögu hefur aldrei verið meiri. Hvað hefur áunnist síðustu ár? Ber valddreif- ingin (það að allir vom kallaðir til ábyrgðar) þess merki að völdin hafi tvístrast út og suður án allra markmiða? Uppgjör á stjórn- málaþróun og aðgerðum ríkis- valds á líðandi kjörtímabili sýnir að mikill og góður árangur hefur orðið fyrir tilstilli stjómarstefnu og stjórnarforystu. Samt skiptir í tvö horn um samstarf og árangur. Fyrsta ár kjörtímabilsins, þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði stjómarforystu, var tími ráðleysis og ósamkomulags, þótt ríkis- stjórnin styddist við sterkan meirihluta og aðeins við veika stjómarandstöðu að etja. Þau ár sem formaður Fram- sóknarflokksins hefur verið for- sætisráðherra og orðið að styðj- ast við miklu veikari formlegan þingstyrk en Þorsteinn Pálsson á sinni tíð, hafa verið ár þjóðarsam- stöðu og árangurs í efnahagsmál- um sem markað hefúr tímamót í sögu íslenskra efnahagsmála. Það er því mikill gæfumunur á fram- göngu Steingríms Hermanns- sonar í stöðu forsætisráðherra og Þorsteins Pálssonar, enda veitir almenningur því athygli eins og alltaf hefur komið fram í skoð- anakönnunum um traust þjóðar- innar á einstökum forystumönn- um. Formannskjörið í Sjálfstæð- isflokknum í byrjun vikunnar var einnig sönnun þess að fráfarandi formaður hafði ekki styrkt svo stöðu sína gagnvart flokksmönn- um eftir misheppnaða stjómar- forystu í byrjun kjörtímabilsins, að hann þyldi mótframboð borg- arstjórans í Reykjavík. Þorsteinn Pálsson missti tökin á flokksfor- ystunni um leið og hann lét for- sætið í ríkisstjóminni ganga sér úr greipum íýrir óþjálan skoð- anarembing gagnvart samstarfs- flokkunum og óraunsæi í stjórn- málum og efnahagsmálum líð- andi stundar. Raunsæjar ráðstafanir Þorstein Pálsson brast fyrst og fremst raunsæi haustið 1988, þegar ríkisstjórnin sprakk í hönd- unum á honum. Hann tók þá af- stöðu að vera kreddufastur mark- aðshyggjumaður í þeirri vissu að það væri hin ráðandi stefna Sjálf- stæðisflokksins — sem síst er ástæða til að mótmæla — í stað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.