Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 4
ðíftfwnip téffiiöandagiö M ftigBönsdia&l Auglýsing um framlagningu kjörskrár við kosningu vígslubiskups í Hólastifti 1991 Kjörstjórn við koáningu vígslubiskups í Hólastifti hefur í samræmi við re^lugerð um kosningu vígslubiskupa, nr. 118/1991, sbr.lög um biskupskosningu nr. 96/1980 samið kjörskrá vegna vígslubiskupskjörs. Kjörskráin liggur frammi til sýnis á biskupsstofu og hjá próföstum í umdæmi vígslubiskups á Hólum (Húnavatns-, Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi) til 26. mars 1991. Kærur til breytinga á kjörskránni þurfa að hafa borist for- manni kjörstjórnar í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu fyrir 27. mars 1991. Reykjavík, 15. mars 1991. / Húsbréf I Annar útdráttur húsbréfa Annar útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1989 hefur nú farið fram, vegna þeirra bréfa sem koma til innlausnar 15. maí 1991. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og upplýsingar liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins og í bönkum og sparisjóðum. 1 cSd húsnædisstofnun ríkisins LJ HUSBREFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVIK • SIMI91-696900 UTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans I Reykjavík, óskar eftir tilboðum í viðgerðir á gangstéttum, hellulögðum og steyptum. Heildarmagn hellulagna 11.000 m2 Heildarmagn steypuviðgeröa 13.000 m2 Verklok I báðum verkunum er 1. október næstkomandi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu fyrir hvort verk. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriöjudaginn 2. apríl kl. 11,00 í steypu- viðgerðir og þriöjudaginn 9. apríl kl. 11,00 I hellulagnir. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 l|f UTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverk- fræðings, óskar eftir tilboðum í uppsteypu og frágang á 4. áfanga Árbæj- arskóla við Rofabæ. Stærö hússins er 866 m2 á tveimur hæðum. Upp- steypt hús ásamt frágangi inni á efri hæð og tengibyggingu skal skila 1. sept. 1991, — annaö 15. ágúst 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, frá og með þriöjudeginum 19. mars, gegn kr. 20.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriöjudaginn 9. april 1991 kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 UTLOND sraelskir hermenn í átökum viö Palestínumenn á Gaza-svæðinu. Bush og Mitterand ætla að vinna saman að friði í Miðausturlöndum: Baker og Bessmertnykh sammála um friðarleiðir James Baker, utanrflasráðherra Bandaríkjanna, og Alexander Bessmertnykh, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, gáfu í skyn í gær að þeir væru sammála um leiðir til að tryggja lausnir á vandamálum Miðausturlanda. „Ég tel að sjónarmið okkar séu svipuð," sagði Bak- er og Bessmertnykh tók í sama streng. Baker mun ræða við Mikhail Gor- anna, og Francois Mitterand, forseti batsjov Sovétforseta eftir að hann Frakklands, ræddu um vandamál hefur lokið viðræðum sínum við Bessmertnykh. Tálsmaður Gorbat- sjovs sagði að málefni Miðaustur- landa munu verða meginumræðu- efni þeirra Bakers og Gorbatsjovs en einnig mundu þeir ræða um fund milli Gorbatsjovs og George Bush Bandaríkjaforseta en til stóð að hafa hann í febrúar en honum var frestað vegna ýmissa mála, s.s. Persaflóa- stríðsins. Bæði sovéskir og banda- rískir embættismenn töldu ólíklegt að þeir kæmust að einhverri niður- stöðu um dagsetningu fundarins fyrr en búið væri að leysa ýmis vandamál, s.s. í sambandi við af- vopnunarsamninginn sem stórveld- in undirrituðu á RÖSE-ráðstefn- unni í Parts í nóvember á síðasta ári. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í NATO gruna Sovétmenn um að reyna að koma í veg fyrir afvopn- un þriggja landherdeilda með því að setja þær undir sjóherinn. Þá á einn- ig eftir að ganga frá ýmsum atriðum varðandi START-afvopnunarsamn- inginn sem áætlað er að forsetarnir undirriti á fundinum. George Bush, forseti Bandaríkj- Miðausturlanda á eynni Martinique í Vestur-Indíum í gær. Frakkar og Bandaríkjamenn hafa verið ósammála um ýmis málefni Miðausturlanda. Frakkar hafa t.d. stutt Frelsissamtök Palestínu (PLO) sem málsvara Palestínumanna en Bandaríkjamenn hafa verið tregir til að viðurkenna PLO sem samnings- aðila Palestínumanna vegna and- stöðu ísraelsmanna við samtökin. í gær ákváðu forsetarnir hins vegar að vinna saman að því að leysa vandamál Miðausturlanda. Þeir ætla að taka á málunum með opnum huga og ekki láta lítilsháttar ágrein- ing torvelda það starf. Reuter-SÞJ Þessi sprengjuflugvél, Stealth F- 117A, og Patriotvamakerfið vom þau vopn bandamanna í Persaflóastriðinu sem vöktu hvað mesta athygli. Stealth-skip Eitt skæðasta vopn fjölþjóðahers- ins sem hrakti íraska herinn frá Kúvæt var bandarísk sprengjuflug- vél af gerðinni Stealth F-117A en nær ómögulegt er að greina hana á Bretland: Dómskerfið endurskoöaö Frelsun „Birminghan-sexmenn- inganna“ á flmmtudag varð til þess að breska ríkisstjómin hefur ákveðið að endurskoða breska dómskerfíð frá grunni. Innanrík- isráðherrann Kenneth Baker sagði á þinginu að skipuð yrði nefnd til að rannsaka réttarkerfíð, allt frá yfirheyrslum lögreglu til áfrýjun- ar. Hann sagði einnig að lögreglan mundi hefja á ný rannsókn hryðju- verksins sem „Birmingham- sex- menningamir" vom dæmdir fyrir. írski lýóveldisherínn (IRA) lýsti yfir ábyrgð sinni á hermdarverk- unum í Birmingham árið 1974 þar sem 21 maður beið bana. Þetta vom mannskæðustu hermdarverk sem framin hafa verið á Bretiands- eyjum og vöktu þau gífurlega reiði og krafðist almenningur árangurs af lögreglunni. Ári síðar vom sex- menningarair dæmdir í Iífstíðar- fangelsi og lá játning þeirra fyrir. Þeir lýstu þó fljótlega yfir að þeir hafi veríð knúnir til að játa og IRA sagði að þeir bæm ekki ábyrgð á verknaðinum. Lögreglan mun nú hefja rann- sókn málsins á ný. Þingmaður Verkamannaflokksins, Chris MuU- in, sem barðist fyrir frelsun sex- menninganna, segist vita hveíjir stóðu að hermdarverkunum. Hann segist ekld geta greint frá því hverjir það séu en segir að lögregl- an viti það sama og hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rangir menn em ákærðir fyrir að framkvæma hiyðjuverk í nafni IRA. Fjórir mönnum var sleppt ár- ið 1989 eftir áfrýjun. Þeir höfðu þá setið í fangelsi i 14 ár fyrir sprengjuárás IRA. Sexmenningamir höfðu áður áfrýjað en var neitaö af yfirdómar- anum Lord Lane og krafðist dag- blaðið The Independant afsagnar hans á fimmtudag. Óháður matsmaður hefur verið fenginn tU að ákveða hvað menn- imir eigi að fá í skaðabætur. Fjöl- miðlar i Bretlandi hafa áætlað að hver þeirra fái um 1 milljón punda. Reuter-SÞJ radar. Nú hafa frændur vorir Svíar hannað skip sem sést ekki á radar. Skipið hefur eingöngu gleið horn eins og flugvélin og er hannað þannig að mjög erfitt er að finna það með radar eða álíka leitartækj- um, að sögn talsmanns sænska sjó- hersins, Björns Sandbergs. Hönnun skipsins hófst árið 1986 hjá skipasmíðastöðinni í Karlskrona og hafa rúmar sjö hundruð milljón- ir ísl.kr. farið í verkefnið til þessa sem er ekki mikið miðað við kostn- að flugvélarinnar enda er mun erfið- ara að hanna flugvél með þessa eig- inleika en skip, að sögn Sandbergs. Sandberg sagði að mörg varnar- málaráðuneyti víðs vegar um heim- inn hefðu sýnt skipinu áhuga. Tilraunaskipið, sem var sjósett fyrr í vikunni, er um 30 m á lengd. Sand- berg sagði að með þeirri tækni sem þeir byggju yfir gætu þeir einungis framleitt skip, sem sæust ekki á rad- ar, sem væru 50 m eða minni. Sanberg sagði að árangur Stealth- sprengjuflugvélanna í Persaflóa- stríðinu hafi sannfært yfirmenn sænska sjóhersins um að þessi tækni komi til með að nýtast her- skipum jafnt sem herflugvélum. Reuter-SÞJ Pólverjum gefnar eftir skuldir Vestrænar ríkisstjórnir, sem mynd- að hafa hinn svokallaða Parísar- klúbb, hafa ákveðið að gefa Pólverj- um eftir helming skulda sinna. Pól- verjar skulda um 48 milljarði doll- ara og þar af Parísarklúbbnum 33. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.