Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 8
\'\'n f->H 8 Tíminn Laugardagur 16. janúar 1991 Laugardagur 16. janúar 1991 Tíminn 21 BETRA MANNLIF BJÖRT FRAMTÍÐ Virðulegi forseti, góðir íslendingar. Ég hafði hugsað mér að nota tíma minn hér fyrst og fremst til að ræða þá björtu framtíð sem ég sé að búa má þessari þjóð, þá björtu framtíð sem byggir á þeim stöðugleika sem tekist hefur að skapa á undanförnum árum. Framtíð hagvaxtar og betra mannlífs. Ég kemst þó ekki hjá því að svara nokkru af því sem komið hefur fram hjá hv. sjálfstæðismönnum sem hér hafa talað. Hv. þm. Friðrik Sophusson minnt- ist á Evrópubandalagið. í hvert sinn sem hann talar um Evrópubanda- lagið leynir sér ekki tilhlökkunin í orðum hans þegar hann segir: Við sjálfstæðismenn útilokum ekki fulla aðild. Að vísu hefúr hv. þm. þann varnagla að við íslendingar eigum að hafa í eigin hendi auðiindir okk- ar, og undir það vil ég að sjálfsögðu taka, en eins og hv. þm. veit alveg eins vel og ég er það grundvallarat- riði í stjórnarskrá Evrópubandalags- ins að fiskveiðilögsagan fyrir utan 12 sjómílur er sameign Evrópu- bandalagsins. Og það er grundvall- aratriði í stjórnarskrá Evrópubanda- lagsins að þessi sameign er undir sameiginlegri stjórn í Brussel. Það veldur mér einnig miklum von- brigðum að hv. þm. minnist ekki á þá staðreynd, það grundvallaratriði, að þegnar Evrópubandalagsins skulu vera jafnir m.a. í því tilliti að hver og einn geti keypt land hvar sem hann óskar. Með öðrum orðum gæti svo farið með fullri aðild að þegnar Evrópubandalagsins, erlend- ir aðilar með mikinn auð í hendi, gætu keypt hér upp dali og fjöll. E.t.v. er það einhver sú mesta hætta sem við blasir ef við gerumst aðilar að Evrópubandalaginu. Staðreyndin er sú að þessi Iitla þjóð, aðeins 250 þús. manns, hefur ekkert bolmagn til þess að gerast að fullu aðili að Evrópubandalaginu. Það veldur mér miklum vonbrigð- um að Alþfl. er farinn að dekra við þetta hið sama, fulla aðild að Evr- ópubandalaginu. Hv. þm. minntist á vextina og hann sagði réttilega að ég hefði gagnrýnt Seðlabankann fyrir vaxtaákvarðanir. Hv. þm. gat þess ekki að samkvæmt íslenskum lögum eru vaxtaákvarð- anir í höndum bankaráðanna og samkvæmt ísienskum lögum er Seðlabankanum ætlað að fylgjast með því að vaxtaákvarðanir séu eðli- legar. Þegar þær eru ekki eðlilegar þá leyfi ég mér að gagnrýna bæði bankaráðin og Seðlabanka íslands. Nú eru nafnvextir þannig að þeir eru að raungildi u.þ.b. 10%, en af verð- tryggðum lánum eru þeir um 8%, þ.e. óverðtryggð lán bera Iangtum hærri vexti en verðtryggð lán. Þetta leyfi ég mér að gagnrýna og ég vil vona að hv. þm., sem situr í banka- ráði Landsbankans, skoði þessa hluti vel og beiti áhrifum sínum til þess að lækka vextina. Staðreyndin er vitanlega sú að árangur hefur náðst í lækkun raunvaxta. Raun- vextir hafa lækkað frá 9,5% sem þeir voru 1988 í 8% nú, um það munar mikið. Langsamlega mikilvægast er þó að tekist hefur að draga úr verð- bólgunni þannig að verðbólguþáttur vaxta er minni. Þetta fmnur hver einasti maður sem greiðir af láninu sínu. Hann sér nú í fyrsta sinn að höfuðstóllinn minnkar þegar hann greiðir af lánum. Svo var ekki áður. Hv. þm. Halldór Blöndal minntist á það að erlend lán eru há. Ég er hon- um sammála, þau eru of há. Stað- reyndin er hins vegar sú að þegar það mikla átak var gert þegar ný rík- isstjórn tók við 1988 til að forða gjaldþroti útflutningsatvinnuveg- anna um land allt eftir óraunhæft gengi, þá varð ekki hjá því komist að taka erlend lán til að endurfjár- magna útflutningsatvinnuvegi landsins. Erlendar skuldir hlutu þá að vaxa. Ef hv. þm. Halldór Blöndal lítur hins vegar á Hagvísi, síðasta eintak hans, þá mun hann sjá að Þjóðhagsstofnun getur þess þar sér- staklega að erlend lán fara nú lækk- andi og spáir því að erlendar skuldir muni fara lækkandi á árinu 1991. Ég ætla ekki að svara fúkyrðum hv. sjálfstæðismanna í garð ríkisstjórn- ar minnar eða í minn garð persónu- lega. Ég mun halda því áfram eins lengi og ég tek þátt í stjórnmálum að bera virðingu fyrir mínum stjórnmálaandstæðingum og ég ætla að ieyfa mér að trúa því í öll skipti að þeir vilji vel, þótt þeim mis- takist æði oft. Ég sagði áðan að ég hefði helst kos- ið að ræða um þá björtu framtíð sem þetta land á. Sú rfkisstjórn sem tók við 1988 tók við afar erfiðu búi. Því verður ekki neitað, vitnin eru allt of mörg til að þessu megi neita. Ríkis- stjórninni tókst með fjölþættum að- gerðum að ná verðbólgunni niður í 5,3% samkvæmt síðustu upplýsing- um frá Hagstofu íslands, reiknað á tólf mánaða grundvelli. Lægri hefur hún ekki verið um áratugi. Ég get nefnt fjölmörg önnur dæmi um þennan bata eins og t.d. langtum betri afkomu atvinnuveganna, m.a. sjávarútvegsins, ferðaiðnaðarins, hótelrekstursins, iðnaðarins í land- inu almennt. Einn af forustumönn- um iðnaðarins sagði við mig: Þú mátt hafa það eftir mér að afkoma iðnaðarins hefur ekki verið betri í 20 ár. Það veitti ekki af, því flestar voru þessar atvinnugreinar í miklum erf- iðleikum eftir verðbólgueld undan- farinna ára. Staða bankanna er t.d. miklu betri en hún hefur verið. Það er miklu meiri jöfnuður á milli inn- lána og útlána. Það er Ioksins núna síðustu tvö ár sem verið hefur af- gangur á vöruskiptum þessarar þjóðar. Það er rétt, hv. þm., þú ert að hugsa um viðskiptajöfnuðinn, það var halli þar af því að vextirnir eru miklir, og m.a., mér þykir vænt um að þú viðurkennir það nú, spáir Þjóðhagsstofnun að hann muni fara vaxandi á árinu 1991. Það er á þessum grundvelli sem unnt er að byggja bjarta framtíð. Við framsóknarmenn leggjum á það höfuðáherslu að þennan stöðugleika verður að varðveita, ég vil segja, hvað sem það kostar. Við munum ekki byggja þetta land sem sjálfstæð þjóð, jafnvel utan Evrópubandalags- ins, ef okkur tekst ekki að koma í veg fýrir nýja verðbólguöldu. En ef við gerum það þá eru engin takmörk fyrir því sem þessi þjóð getur gert. Það eru engin takmörk fyrir þeim góðu lífskjörum sem þessi þjóð get- ur tryggt sér. Það eru engin takmörk fyrir því góða mannlífi sem hér má skapa. Hvar t.d. í Vestur-Evrópu get- ið þið, góðir hlustendur, tekið vatn úr krananum og drukkið það og notið þess? Hvar getið þið gengið út og andað að ykkur hreinu lofti og notið þess? Hvar getið þið skroppið nokkrar mínútur og verið komin út í kyrrðina, fagurt umhverfi, og notið þess? Það er a.m.k. þannig með mig að þegar ég dvel tvo eða þrjá daga í stórborgum Evrópu þá er ég kom- inn með sárindi í hálsinn og hlakka til að komast heim. Það var af þessum ástæðum sem ég skipaði nefnd snemma í stjórnartíð Ræða Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra við eldhúsdagsumræður fimmtudaginn 14. mars sl. fj| ÚTBOÐ Ijj ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavfkur, óskar eftir tilboðum I að leggja Suðuræð - áfanga C. Verkið felst í því að leggja 2,7 km langa einangraða o 600 mm plpu milli Vlfilsstaðavegar I Garðabæ og Hafnarfjarðarvegar I Hafnarfirði. Enn- fremur að byggja tengihús við báða enda lagnarinnar. Verkinu skal að mestu lokiö og lögnin tilbúin til notkunar 15. október 1991 og fullnaðarfrágangi skal lokið 1. júnl 1992. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 20.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 11. apríl kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Síml 25800 Innkaupastofnun Reykjavtkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans I Reykjavlk, óskar eftir tilboðum I frágang, ræktun og stígagerð meðfram Sæbraut, Suðurlandsbraut og EJústaöavegi. Helstu magntölur em: Gangstéttar u.þ.b. 3.000 m2 Gangstlgar u.þ.b. 4.500 m2 Ræktun u.þ.b. 9.500 m2 Verkinu skal lokið fyrir 1. september 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk, frá og með þriðjudeginum 19. mars gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 3. aprll kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 UTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Skólaskrifstofu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum I viðhaldsverk. 1. Vogaskóli. Viðgeröir og viðhald á gluggum 3. áfanga. Tilboðin veröa opnuð þriðjudaginn 26. mars kl. 11,00. 2. Hagaskóli. Viðgerð og viðhald á steypu útveggja, þökum og gluggum á barnaskóla. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 26. mars kl. 14,00. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu I hvort verk um sig. ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans I Reykjavlk, óskar eftir tilboðum I gerð steyptra kantsteina. Heildarlengd er u.þ.b. 23 km. Verkinu skal lokið fyrir 1. september 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk, gegn kr. 1.000,-skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á sama staö þriðjudaginn 2. apríl kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR I INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 I Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 minni og bað hana að skoða hvernig við gætum byggt á þessari góðu ímynd íslands, styrkt hana og eflt og notað hana til framdráttar hér á öll- um sviðum. Því miður hef ég ekki tíma til þess að rekja niðurstöður þessarar nefndar, en ég mæli ein- dregið með því að sem flestir kynni sér þær. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að hér séu möguleikarnir nánast ótakmarkaðir ef við byggjum á gæð- um, hreinleika og hollustu. Erlendir sérfræðingar, sem voru fengnir til ráðuneytis, undirstrikuðu þetta í hverju orði. Þetta þýðir ekki að við getum ekki notað orkuna okkar til einstaka stóriðju. En þetta þýðir að við hljótum að gera hinar ströng- ustu kröfur til iðnfyrirtækja um hreinleika, um mengunarvarnir. Þessu kjörtímabili lýkur fljótlega og það er um margt mjög athyglis- vert. Á þessu kjörtímabili hefur tek- ist að afsanna þá kenningu Sjálfstfl. að flokkarnir í miðjunni og til vinstri geti ekki unnið saman, enda er sundrungskenningin horfin. Hún hefur verið afsönnuð. Vitanlega hafa þessir flokkar um margt ólíkar skoð- anir. En þeir hafa einsett sér að leysa slíkan ágreining. Ég get fullvissað ykkur um það að í mörgum tilfell- um hefur niðurstaðan orðið betri en hugmyndir einstakra flokka. Stað- reyndin er sú að betur sjá augu en auga. Á þessu tímabili hefur einnig tekist að skapa gott samstarf við verkalýðshreyfingu launþega, bændur og atvinnurekendur. Draumur sem margir áttu og hafa átt um áratugi og það er sannfæring mín að landinu verður aldrei stjórn- að vel án slíks samstarfs. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þessum aðilum fyrir það góða samstarf sem við höfum átt. Við framsóknarmenn erum reiðubúnir til að halda áfram slíku samstarfi. Arangur ríkis- stjórnarinnar grundvöllur sjálfstæðis Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi íslendinga fimmtudagskvöldið 14. mars sl. og Tíminn birtir hér í opnunni ræður þeirra Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra og Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra. Ræða forsætisráð- herra er andsvar við gagnrýni stjórnar- andstæðinga á störf og árangur ríkis- stjórnarinnar. Þá gagnrýndi hann harð- lega málflutning þeirra sjálfstæðis- og al- þýðuflokksmanna sem halda því fram með beinum eða óbeinum hætti að ís- lendingum sé sá kostur vænlegastur til að tryggja framtíð sína að ganga í Evrópu- bandalagið. Forsætisráðherra undirstrik- aði í ræðu sinni að núverandi ríkisstjórn hefði tekist með víðtækri samvinnu við samtök launþega, atvinnurekenda og bænda að vinna bug á verðbólgufárinu og að verðbólga væri nú aðeins 5,3% á árs- grundvelli. „Við framsóknarmenn leggj- um áherslu á að þennan stöðugleika verð- ur að varðveita, ég vil segja, hvað sem það kostar," sagði forsætisráðherra í ræðu sinni. Hann þakkaði það góða samstarf sem tókst um markmið ríkisstjórnarinnar milli stjórnarflokka og við aðila vinnu- markaðarins og sagði síðan: „Við fram- sóknarmenn erum reiðubúnir að halda áfram slíku samstarfi.'1 —sá ÖFLUG ÞJÓÐ í EIGIN LANDI Þegar líður að lokum kjörtímabils þarf hver og einn þjóðfélags- þegn að spyrja sjálfan sig hvort við höfum verið á réttri Ieið og hvert beri að stefna. Að mati Framsóknarflokksins skiptir meg- inmáli að byggja upp öflugt atvinnulíf um allt land sem geti ver- ið styrk undirstaða velferðar, framfara og byggðar í landinu. Án öflugs atvinnulífs greiðum við ekki góð laun, veitum ekki góða samfélagsþjónustu og án öflugs atvinnulífs treystum við ekki byggðina í landinu. í því uppgjöri, sem mun fara fram í næsta mánuði, verður tekist á um mörg mál sem skipta sköpum íyrir framtíð þjóðarinnar. Jafnvægi í efha- hagsmálum, skynsamleg sjávarút- vegsstefna, samskipti Islands við Evrópubandalagið og ríkisfjármál verða meginmál komandi kosninga. Við framsóknarmenn viljum halda áfram á braut þeirrar jafnvægis- stefnu sem mótuð hefur verið í efha- hagsmálum. Verðbólgan er lægri en nokkru sinni fyrr, atvinnulífið er að styrkjast, skuldir þjóðarinnar að lækka ogbetra jafnvægi er milli inn- flutnings og útflutnings en oftast áð- ur. Fullyrða má að með starfsemi At- vinnutryggingar- og hlutafjársjóðs hafi tekist að forða stöðvun margra atvinnufyrirtækja sem í flestum til- fellum eru burðarásar atvinnulífsins í viðkomandi byggðarlagi. Þrátt fyrir ótvíræðan árangur hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvað eftir annað lýst yfir andstöðu sinni við þær skuldbreytinga- og hagræðingarað- gerðir sem þessir sjóðir hafa gert mögulegar. Þeir hafa iðulega haldið því fram að þessar aðgerðir, sem skipt hafa sköpum fyrir atvinnu fólks um allt land, hafi verið til óþurftar. Vinnandi fólk, ekki síst í sjávarplás- sum, tekur eftir slíkum kveðjum. Þjóðarsáttin er umgjörðin sem við viljum verja af öllu afli. Stjórnarand- staðan með Sjálfstæðisflokkinn í broddi fylkingar var ekki tilbúin til þess og afstaða flokksins við af- greiðslu bráðabirgðalaganna um jafnræði á vinnumarkaði mótaðist fremur af skammtímasjónarmiðum en umhyggju fyrir þjóðarheill. Sjávarútvegsstefnan Fiskveiðistefnan er eitt viðkvæm- asta og mikilvægasta mál samfé- lagsins. Eigendur skipa hafa fengið réttinn til að nýta auðlindina til hagsbóta fyrir sig og þjóðina í heild. Þeir eiga ekki þennan rétt, heldur er þeim trúað fyrir honum af samfé- laginu sem treystir því að í höndum þeirraverði framfarimar í greininni mestar þjóðinni til heilla. Þessum nýtingarrétti fýlgir tvímælalaust mikil ábyrgð og því er eðlilegt að al- menningur geri kröfur til þeirra sem með hann fara. í dag veit hver og einn hvað hann má veiða og get- ur því gert traustari áætlun um skipulag veiða og vinnslu. Mikill árangur hefur þegar náðst á þessu sviði. Fjárfesting í fiskiskipum hefur stöðvast og flotinn fer nú minnkandi. Viðleitni til að fá hærra verð fýrir aflann hefur vaxið og út- gerðarkostnaður hefur lækkað. Betra verð fæst nú fýrir fiskinn inn- anlands og útflutningur á óunnum þorski hefur dregist saman um helming fýrstu tvo mánuði þessa árs. Útflutningsverðmæti sjávaraf- urða er meira en nokkru sinni fýrr og miklar framfarir em í gæðamál- um. Starfsskilyrði sjávarútvegsins hafa sjaldan eða aldrei fýrr verið eins stöðug og vel skilgreind, vegna festu í almennum efnahagsmálum og nýrra ótímabundinna Iaga um stjóm fiskveiða. Bætt starfsskilyrði í sjávarútvegi hafa ekki aðeins treyst atvinnu heldur hefur rekstraraf- koma fýrirtækjanna einnig stór- batnað á s.l. 2 ámm. Þannig batnaði meðalafkoma fýrirtækja í veiðum og vinnslu um 10% milli áranna 1988 og 1990, þ.e. úr 4.3% tapi í 6.0% hagnað. Ekkert er mikilvæg- ara til að efla byggðina um allt land. Fiskveiðistefnan hefur í raun lagt gmnn að nýrri hugsun í sjávarút- veginum. Þar ríkir nú bjartsýni og eftirvænting eftir að takast á við ný verkefni. Betri nýting aflans, veiðar á vannýttum tegundum, sókn á nýja markaði og betri og markvissari stjóm fýrirtækjanna em ávöxtur hinna nýju laga um stjóm fiskveiða. Ekki verður þó hjá því komist þegar skipta þarf réttindum milli margra aðila í landinu að einhverjir árekstr- ar verði. Alltaf munu koma fram ýmsir ágallar sem þarf að lagfæra. Ég fullyrði að engin önnur stefha er í augsýn sem getur notið meiri- hlutafýlgis í landinu. Þeir sem em andvígir núverandi stefnu vilja ým- ist frjálsar veiðar úr heildarmagni, fiskvinnslu eða byggðakvóta og síð- ast en ekki síst sölu veiðileyfa með einum eða öðmm hætti. Staðreynd- in er sú að fiskveiðistefnan hefúr verið mótuð í meira samráði við þjóöina en nokkurt annað mál. Hún mun sterkari í samfélagi EFTA- ríkj- anna en í formlegum tvíhliða við- ræðum við Evrópubandalagið. Sjáv- arútvegsstefna Evrópubandalagsins reynist okkur enn á ný erfið og það er gmndvallaratriði að sérstaða ís- lands sé viðurkennd. Forystumenn flestra Evrópubandalagsríkjanna hafa sýnt málstað íslands mikinn skilning og ég trúi því að sá skiln- ingur muni skila sér í lokahrinu þessara samninga. Framsóknar- Ræða Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra við eldhúsdagsumræður, fimmtudaginn 14. mars 1991 er málamiðlun milli ólíkra hags- muna sem verður að varðveita. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið það í skyn með Morgunblaðið í broddi fýikingar að móta verði ein- hverja nýja stefnu. Á Iandsfundi flokksins kom það eitt fram að flokkurinn myndi krefiast þess að fá Sjávarútvegsráðuneytið í sinn hlut, fengi hann til þess fýlgi í komandi kosningum. Það er mjög merkilegt að flokkurinn skuli gefa út í álykt- unum sínum slíkt stefnumál um þetta eina ráðuneyti í Stjómarráði íslands. Heldur Sjálfstæðisflokkur- inn að íslenskir kjósendun láti sér ■ það nægja að fá engin svör um það hvað hann vill gera í þessum mikil- væga málaflokki eða er svarsins ef til vill að leita í endalausum rit- stjómar- og leiðaraskrifúm Morg- unblaðsins þar sem finna má stöðug niðurrifsskrif um stefnuna í íslensk- um sjávarútvegi. Hið eina sem hægt er að lesa út úr þeim skrifúm er að fiskveiðiréttindin eigi að selja á upp- boði, líklega ásamt Rás 2 og ein- hverju fleim. íslenskt þjóðfélag með dreifða byggð og margslungna hagsmuni verður ekki rekið á upp- boðsmarkaði íhaldsins. Evrópubandalagið Samningaviðræður EFTA og Evr- ópubandalagsins hafa tekið lengri tíma en vonir stóðu til í upphafi. Það ætti ekki að koma á óvart, því hér er bæði um flókna og mikilvæga samninga að ræða. Á því leikur eng- inn vafi að samningsstaða íslands er flokkurinn er andvígur aðild íslands að Evrópubandalaginu. Ástæðumar eru margar, en mikilvægasta orsök- in er að sjávarútvegsstefna Evrópu- bandalagsins viðurkennir ekki for- ræði þjóða yfir auðlindum sjávar heldur eingöngu forræði yfir auð- lindum landsins. Þessi einföldu sannindi em nægileg ástæða þess að aðild á ekki að vera til umræðu hjá þjóð sem byggir nær eingöngu á auðlindum hafsins. Sjálfstæðis- flokkurinn undir forystu núverandi formanns sá þá framtíðarsýn í skýrslunni jjslandáriö 2000“ að ís-_ lenska lýöveldið yrði'á þeim tíma- mótum aðili að Evrópubandalag- inu. Enda þótt flokkurinn virðist nú vera farinn að draga í land hefur þetta ótvírætt sýnt að honum er ekki treystandi til forystu í þessu mikilvæga hagsmunamáli. Full- veldið, sjálfstæðið og landhelgin vannst með svita og támm. Fram- sóknarflokkurinn mun standa vörð um þessa sigra og hugsjónir undir kjörorðinu: „Öflug þjóð í eigin landi“. Framsóknarmenn skera sig úr í íslenskum stjómmálum varð- andi einhug flokksmanna í varð- stöðunni um fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Skattheimtan og velferðarkerfið Framsóknarflokkurinn telur að skattheimta í landinu megi ekki aukast og það beri að efla samfélags- þjónustu með bættri nýtingu fiár- muna og aðhaldi í ríkisrekstri. Framsóknarflokkurinn hefur ekki trú á því að það sé raunhæft að lofa kjósendum vemlegum skattalækk- unum, en mun beita sér fýrir marg- víslegum umbótum á því sviði. íslenskt heilbrigðiskerfi er á marg- an hátt til fýrirmyndar í samanburði við önnur lönd. Þar verður að vera aðhald án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar. í þessum anda hefúr núverandi heilbrigðis- ráðherra unnið. Það er ótrúlegt hvemig íhaldið í Reykjavík hefur með skipulögðum hætti ráðist ódrengilega að heilbrigðisráðherra vegna aðhaldsstefnu hans í lyfiamál- um og útgjöldum spítalanna. Þetta sama fólk býður sig nú fram til for- ystu í landsmálum og lofar öilu í senn, hækkun útgjalda og lækkun skatta. Framsóknarflokkurinn er staðráðinn í því að viðhalda því vel- ferðarkerfi og samfélagsþjónustu sem hefur verið byggð upp í landinu á undanförnum áratugum. Flokk- urinn gerir sér hins vegar Ijósa grein fýrir því að velferðarkerfið verður best varið með gætni og spamaði á öllum sviðum. Öfiug þjóð í eigin landi Ég hef gert að umræðuefni mikil- væg þjóðfélagsmál. Saga landsins, menning og kristilegt siðgæði gera okkur ekki síður að öflugri þjóð í eigin landi. Barátta fýrir sjálfstæði og forræði auðlindanna hefur eflt sjálfstæðisvitund og kennt okkur aðgát í úrlausn vandasamra mála. Við emm háðari utanríkisviðskipt- um en flestar aðrar þjóðir og verð- um því jafnframt að gæta sjálfstæð- is landsins með öflugum tengslum við vinaþjóðir í Evrópu, Ameríku og Asíu. Við þuríúm líka að bæta inn- viði samfélagsins, ekki síst með því að efla íslensku þjóðkirkjuna sem er mikilvægasta sameiningartákn okk- ar inn á við. Við höfúm með mikilli vinnu og þrautseigju orðið öflug þjóð í eigin landi. Við skulum halda því áfram og varða þá braut undir forystu FramsóknarflokHsins. forýstu er hann tilbúinn til að veita ef hann fær glæsilega niðurstöðu og traust ykkar í kosningunum í vor.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.