Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 14
26 Tíiflipn Láugardagur 16. mars 1991 Stefán H. Halldórsson í dag er gerð norður á Húsavík útför Stefáns H. Halldórssonar. Hann var fæddur að Króki í Gaul- verjabæjarhreppi 1. aprfl 1917. For- eldrar hans vóru bændahjón í Króki, Halldór Bjamason og Lilja Ólafsdótt- ir. Þau vom bæði Árnesingar að ætt- emi. Stefán var elstur barna þeirra og ólst upp í föðurgarði í vaxandi systkinahópi. Veturna 1937-38 og 1938-39 var Stefán við nám í Samvinnuskólan- um. Næstu árin vann hann heima í Króki og víðar í nágrenninu. Hann var landbúnaðarverkamaður á styrj- aldarámnum. Haustið 1945 fór Stefán til Svíþjóð- ar. Hann var nemandi í lýðskólanum í Tárna um veturinn. Síðan var hann 1946-47 skrifstofúmaður hjá sam- vinnusambandinu sænska (Kooper- ativa Förbundet) í Stokkhólmi. Eftir það kom hann heim og upp frá því vann hann við bókhaldsstörf, fyrst hjá Kaupfélagi Stykkishólms, síðan Kaupfélagi Borgfirðinga, en þaðan lá leið hans til Reykjavíkur og loks til Hafnarfjarðar. Þar átti hann lengsta dvöl á fullorðinsárum. Stefán Halldórsson var bindindis- maður alla ævi og vildi vera virkur í bindindishreyfmgu. Hann var svo lánsamur að eiginkona hans, Áslaug Georgsdóttir, var honum mjög sam- hent í þeim efnum. Stefán var á margan hátt valinn til forystu- og trúnaðarstarfa. Hann var ámm sam- an æðsti templar í stúku sinni, Daní- elsher. Hann var nokkur ár í fram- kvæmdanefnd Stórstúkunnar og lengi umdæmistemplar sunnan- lands. Hann var líka um skeið for- maður í stjóm Sumarheimilis templ- ara. Öll þau störf sem þessu fylgdu vann hann af áhuga og samvisku- semi. Hann var prúðmenni í dagfari. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaÖar: Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Friðjón I. Júlíusson frá Hrappsey Austurgerði 4, Kópavogi, lést 6. mars. Jarðarförin fór fram frá Kópavogskirkju. Ester Júlíusson Ragnheiður Friðjónsdóttir Sigurþór Aöalsteinsson Guðrún Fríðjónsdóttir Þóröur Þóröarson Júlíus L Fríðjónsson Þóra Jónsdóttir Hjördís H. Fríöjónsdóttir Neii McMahon Bamaböm og bamabamabam Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför sonar okkar, bróður, mágs og barnabarns Sigurðar Heiðars Valdimarssonar tamningamanns Helðmörk 74, Hverageröi. Guð blessi ykkur öll. Guöbjörg Jóna Sigurðardóttir SofRa Valdimarsdóttir Anna Eria Valdimarsdóttir Anna Guðjónsdóttir Soffía Eríingsdóttir og aörír aöstandendur Valdimar Yngvason Ingþór Óli Thoriacius Yngvi E. Valdimarsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við útför frænda okkar Guðjóns R. Sigurðssonar Fagurhólsmýri Sérstakar þakkir til Guðrúnar Sigurðardóttur og allra I Öræfasveit. V Rafn Stefánsson Hrafnhildur Bergsveinsdóttir Stefán Einarsson Lovísa Jónsdóttir Sigurborg Einarsdóttir Þorbjörg Einarsdóttir Guðleif Einarsdóttir Haföi ekki styrjaldarskapferli en var þó ákveðinn í skoðunum og fastur fyrir. Stefán þoldi mikil veikindi á síðari hluta ævinnar, en bar þau með karlmennsku. Þau hjónin fluttu til Húsavíkur og voru þar síðustu árin. Starfsþrek Stefáns var skert en á Húsavík var einkabarn þeirra Áslaug- ar, Jóhanna hjúkrunarfræðingur. Stefán vann bókhaldsvinnu heima hjá sér og fjölskyldan undi sínum hlut, Stefán og Áslaug reyndu að halda sambandi við félaga syðra. M.a. komu þau á bindindismót í Galtalækjar- skógi og glöddust við að sjá hvernig starfinu var fram halið og Sumar- heimilið efldist. Það hefur verið hart í ári fyrir ís- lenska bindindishreyfingu um skeið. Mörgum hefur verið talin trú um það að í áfengismálum væri nóg að finna þá sem væru fæddir alkóhólistar og koma þeim í meðferð sem yngstum. Almennt bindindi væri óþarfi. Nú væntum við þess að menn fari að átta sig á þessari blekkingu og skilji það að heilbrigðis þarf að gæta. Bind- indi hvers og eins og félagsleg þjón- usta við þjóðina í heild. Þegar menn skilja það og finna til þess hlýtur bindindishreyfing að eflast. Við trúum því að Stefán Halldórsson hafi verið í hópi þeirra manna sem héldu íslenskri bindindishreyfingu uppi þegar ha(rðast svarf að og mest reyndi á. Hann bar merkið hátt og vék hvergi þótt fáliðað yrði í fylkingu. Slíkra er gott að minnast. Og þegar bindindis- semi eflist á komandi árum, þegar menn sjá að ekki verður rönd reist við vímuefnafárinu með öðru móti, verður þjóðinni ljóst að hún á mikið að þakka fólki eins og Stefáni Hall- dórssyni og konu hans. H.Kr. Rósa Stefánsdóttir Þegar dauðinn kallar, veit enginn hver næstur er. Góður granni er horfinn, ófyllt stendur skarðið eftir. Þau Rósa og Indriði frá Reykjum voru nágrannar mínir um 15 ára skeið og ljúfar minningar frá þeirra söngelska og gestrisna heimili hóp- uðust fram í hugann þegar ég frétti af andláti Rósu. Oft hitti ég þau líka í glæsilegu félagsheimili Lýtinga, Árgarði, en þar voru þau lengi hús- verðir og sköpuðu þar notalegri heimilisblæ en ég hef kynnst í sam- bærilegum húsum. Rósa undi best þar sem söngurinn ómaði, hún söng altröddina á kirkjuloftinu í Reykjakirkju, tók þátt í glaðværum kvöldum með Heilsu- bótarkórnum í Árgarði, á heimili Reykjum, Tungusveit þeirra Indriða æfði fyrsta húsnefnd Árgarðs fjórradda söng ásamt mök- um og skemmti sveitungunum með kórsöng á þorrablótinu. Þetta fram- tak varð til þess að næstu húsnefnd- ir töldu sér skylt að hafa frumkvæði um samkomuhald í húsinu. Gestkvæmt var á Reykjum, enda hlýlega tekið á móti gestum. Við Starri sonur minn nutum þess að stutt var á milli bæja. Þegar ég var kvöldum saman á söngæfingum rölti hann þangað út eftir og fann þar traust athvarf. Húsráðendur gáfu sér tíma til að grípa í spil við lít- inn stubb eða rabba um heiminn og héraðið. Byggðin á Reykjum og Steinsstöð- um teygir sig með Svartárbökkum, horfir mót vestri en hefur Blöndu- hlíðarfjöll að bakhjarli. í þau hvítn- aði fyrst á haustin, þó hlýtt væri við laugarnar í byggð. Goðdalakistan naut sín best við himinroða skamm- degismorgna en Mælifellshnjúkur- inn átti vordaginn í sunnanþey. Þetta voru góðir nágrannar ásamt þeim er saman sungu á dimmum vetrarkvöldum. Þáttur þeirra Rósu og Indriða í þessum hlýju minning- um er stór. Þær er Ijúft að rifja upp og þakka. í dag er Rósa borin til moldar í Reykjakirkjugarði eftir hart sjúk- dómsstríð er leiddi hana til dauða. Drottinn blessi henni heimkomuna. Indriða sendi ég hlýjar samúðar- kveðjur. Heiðmar Jónsson Systkinaminning: Anna Krístjánsdóttir frá Arnarholti Fædd 29. október 1913 — Dáin 26. desember 1990 Sigurður Krístjánsson Borgamesi Fæddur 9. júní 1902 — Dáinn 5. mars 1991 Margs er að minnast, margs er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. BriemJ Er ég frétti af andláti Sigga frænda, hugsaði ég með mér: Það varð þá ekki lengra á milli andláts þeirra systkina, því Anna lést fyrir rúmum tveim mánuðum. Þau systkin fæddust á Örlygsstöð- um í Helgafellssveit, en sá bær er rústir einar nú. Foreldrar þeirra voru Kristján Guðmundsson bóndi og Þóranna Sigurðardóttir. Systkinin voru sjö og er nú aðeins ein systir eftir af þessum hóp. Tvær systur dó ungar, síðan dó faðir minn 1957, þá bróðir þeirra 1974 og svo þau systkin nú með stuttu millibili. Anna tók mig unga í fóstur, fyrst er ég var tveggja ára er móðir mín veiktist og síðar alveg þegar faðir minn drukknaði vorið 1957. Ekki lét hún það aftra sér að bæta mér í hóp barna sinna, þó ekkja væri með fimm ung börn og stórt bú. Hún var einstök kona, viljasterk, dugleg og góð. Hún hætti búskap og flutti til Reykjavíkur vorið 1965, þar sem hún átti heima síðan. Henni vil ég þakka fyrir það sem hún var mér þegar ég þurfti mest á að halda. Sigurður frændi bjó í Borgarnesi, þar sem hann lést að morgni 5. mars síðastliðins á Dvalarheimili aldraðra. Ekki var Siggi búinn að vera þar lengi, flutti þangað síðast liðið sumar. Konu sína Valgerði Kristjánsdóttur missti hann fyrir mörgum árum. Eftir missi hennar bjó hann áfram í húsi sínu á Holt- inu. Börn Sigurðar búa í Borgarnesi og mörg barnabörnin einnig með sínar fjölskyldur. Sigurður hefur mátt þola að sjá á eftir konu, dóttur og barnabörnum yfir móðuna miklu áður en hans kall kom. Sig- urður fylgdist vel með og vissi um nöfn allra sinna nánustu ættingja, þó ættin stækkaði mikið seinustu æviár hans. Alltaf var gaman að koma við hjá Sigga og spjalla, því vel var hann inni í öllum málum. Nú fara breyttir tímar í hönd, þar sem maður þarf að sætta sig við að þau eru farin, og komin til ástvina sinna hinum megin. Ég vil þakka systkinunum samfylgdina og bið Guð að styrkja ættingja og ástvini þeirra. Blessuð sé minning þeirra. Kristný Bjömsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.