Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 1
9 EV Baldvins Einarssonar Þegar fréttin um lát Baldvins Einarssonar barst til íslands með vorskipum 1833 kvað Bjarni Thorarensen: íslands óhamingju verÖur allt að vopni! eldur úr iðrum þess, ár úr fjöllum breiðum byggðum eyða. Lengri urðu þessi eftirmæli ekki. Engu líkara en harmsefni fréttar- innar hafí fírrt skáldið máli. En fyrstu vísuorðin urðu að orðtaki með þjóðinni hveiju sinni er harmur var kveðinn að íslandi. Sam- tíðarmenn Baldvins Einarssonar syrgðu hann mjög, ekki síst yngri menntamenn, sem kynni höfðu af honum í Kaupmannahöfn, en meðal „höfðingjanna** á íslandi, sem Baldvin kallaði svo, var Bjarni Thorarensen einn af þeim fáu sem skildu hvað bjó í þessari ungu eldsál, sem slokknað hafði með svo snögglegum hætti langt fyrir aldur fram. Þjóðarsorgin ber jafnan opinberan blæ og þrátt fyrir allt rénar hún jafnskjótt og fáninn er aftur dreginn í fulla stöng. En hin leynda sorg ástarinnar sest að í hjartanu og býst um til langrar dvalar. „Limur af Grenjaðar- staðar húsinu“ í ódagsettu bréfi frá Baldvin Einars- syni, sem með vissu er skrifað síðsum- ars 1832, kveður hann stúlkuna sem hann er að skrifa með þeim orðum að hann „eigi bágt með að telja sér trú um það að hann sé ekki limur af Grenjað- arstaðar húsinu". Eftir komu vorsldpa 1833 ríkir harmur í þessu húsi. Á Grenjaðarstað býr einn af öndvegis- prestum Norðurlands, séra Jón Jóns- son, áður á Stærra-Árskógi. Hann er ffægur maður um allar sveitir fyrir lækningar sínar og fékk snemma á öldinni konungsleyfi til að stunda þær. Fjórar dætur hefur séra Jón átt með miðkonu sinni, tvær þeirra urðu mikl- ar harmkvælamanneskjur: Guðný frá Klömbrum, ein merkasta skáldkona 19. aldar, og Kristrún, sem um þetta leyti situr ógefin í föðurgarði. Hún er æskuunnusta Baldvins Einarssonar og þegar henni berst fréttin um andlát hans, verður henni þessi vísa á munni: Roði sólar Ránar öldur skreytti rauðleitur, og hvað er fegra að sjá. Gaukur sma gleðisöngva þreytti, grimmum dauða mér hann var að spá. Dramatísku íslensku ástarævintýri var lokið. En prestsdóttirin á Grenjað- arstað gleymdi ekki æskuvini sínum. í sjö ár sat hún í sorgum, þar til hún giftist, þá orðin 34 ára að aldri. Margt bendir til þess að hún hafi tregað Bald- vin alla ævi, en sennilega hefúr hún verið sömu trúar og skáldið sem var henni samtíða að eilífðin fái ekki að- skilið unnandi anda. Þá trú hafði Bald- vin Einarsson Iíka til að bera í ríkum mæli. Hákarlaveiðar og sauðagæsla Baldvin Einarsson var fæddur að Molastöðum í Fljótum 2. dag ágúst- mánaðar 1801. Fyrstu tuttugu ár ævi sinnar er hann venjulegur íslenskur sveitapiltur, sem vinnur trúr föður sín- um á sjó og landi, jafnvígur á hákarla- veiðar og sauðagæslu. Tvítugur byrjar hann skólanám til undirbúnings skólavist á Bessastöðum og haustið 1822 sest hann í neðri bekk skólans, víkingur til náms sem til líkamlegrar vinnu. Haustið 1824 veikist hann og kemst ekki í skóla fyrr en í febrúar næsta ár. Hann er sendur að Stærra- Árskógi til lækninga hjá séra Jóni Jónssyni og dvelur þar nokkrar vikur. Þar trúlofast hann Kristrúnu, prests- dótturinni, sem þá er átján vetra mær, fríð stúlka og vel gefin, en svo lýsir Tómas Sæmundsson henni nokkrum vetrum síðar, er hann gisti nótt á Grenjaðarstað. Trúlofun Baldvins Ein- arssonar fór ekki leynt á Stærra-Ár- Baldvin Einarsson. Réð „forsjónarinnar öllu stýrandi hönd“ heitrofúm hans við Kristrúnu? Grenjaðarstaður í Aðaldal, en þar þreyði Kristrún Jónsdóttir unnusta sinn mörg og löng ár. skógsheimilinu og virðist hafa verið gerð að ráði og samþykki foreldra stúlkunnar, enda mannsefnið álitlegt: verðandi stúdent og sonur efnaðs bónda. En samvistir þeirra verða stutt- ar í þetta skipti. Baldvin fer suður til Bessastaða að Ijúka námi. Fyrsta bréfið sem hann skrifar henni er dagsett 1825 og ávarpsorð hans eru: „Dýrmæt- asta, elskuverðasta Unnusta mín!“ Seinni samfúndir hinna ungu elsk- enda urðu einnig ærið stuttar. Baldvin tekur stúdentspróf hjá Áma Helgasyni seint um vorið 1825, en samsumars fer hann að Möðruvöllum skrifari til Hér er sögð saga kynna Baldvins Einarssonar og Kristrúnar Jónsdóttur á Grenjaðarstað, en endir þeirrar sögu varð með sárum og harm- rænum hætti Gríms amtmanns Johnsens. Hann var í þjónustu hans um nærri eins árs skeið og fluttist með honum til Akur- eyrar, þegar Möðruvallastofa brann og var þar uns hann sigldi með Herthu til Kaupmannahafnar þann 18. júlí 1826. Þau Baldvin og Kristrún hafa því átt mjög stopula samfundi, frá því að þau urðu heitbundin og þangað til hann fór utan. En þau skrifúðust á. Bréf Kristrúnar munu öll vera glötuð, en bréf Baldvins til hennar hafa varðveist allmörg, einkum þau sem skrifuð eru á Bessastöðum, Möðruvöllum og Akur- eyri. Aðeins þrjú bréf til Kristrúnar frá Hafnarárum hans hafa geymst. Eru bréf þessi öll mikilvægustu heimild- imar um ástir þeirra. Tímalaus eilífð Þegar nýtrúlofaður Bessastaðapiltur skrifar stúlkunni sinni harmar hann að sjálfsögðu aðskilnaðinn, en hann lifir á rómantískri öld er leitar sársauk- anum fróunar í því eilífa og því getur Baldvin lokið bréfi til Kristrúnar á þessa leið (29. maí 1825): „Nú verð ég að fara að kveðja þig eins og vant er, við því má búast hvort sem við búum sam- an lengur eða skemur að alltaf kemur á eftir sá tími að annaðhvort verður hitt að kveðja, en það kemur ogsvo tímalaus eilífð hvar ei þarf að skiljast að.“ Þetta stef kveður víða við í bréfiim Baldvins til Kristrúnar, en það orkar dálítið undarlega á þann sem les þau nú, að sjá þetta í fyrstu ástarbréfum ungs manns. Að sumu leyti er þetta kannske bókmenntaleg tíska, en stundum er sem Baldvin hafi eitthvert hugboð um að sambúð hans og Krist- rúnar verði endaslepp hér á jörð, að hann verði henni ekki trúr. Til er bréf frá honum til hennar óár- fært, en neðanmáls hefúr hann skrifað: „Þetta hrypa ég uppá höndina í dag 23. Okt.“ Ef til vill er það skrifað á Möðru- völlum 1825, en það gæti verið skrifað í Kaupmannahöfn ári síðar, því að á ut- anáskriftinni er Kristrún sögð vera að Stærra-Árskógi, en þaðan flutti hún ekki að Grenjaðarstað fyrr en árið 1827. Bréfið er skrifað í rómantísku táraflóði, en viss orðatiltæki benda til hugrenningasynda ungs manns: „Vondur maður væri eg, ef eg brygði út af við hann, þann Vin, sem er svo góð- ur, ber svo stóra umhyggju fyrir mér, elskar mig svo innilega og treystir mér svo vel. — Óluckulegur væri eg, ef eg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.