Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 6
14 T HELGIN
Laugardagur 16. mars 1991
Laugardagur 16. mars 1991
HELGIN
15
BRAUÐSTOFA
SEM
BÝÐUR BETUR
UPPRUNIMYNDLISTAR
Grein sú er hér birtist
er kafli úr nýútkominni
bók Gunnars Dal,
„Heimsmynd listamanns“
BRAUÐSTOFAN
Gleym mér ei
Nóatúni 17 . Sími 15355 . Sími eftir lokun 43740
HUGSAÐU UM HÚÐINA
— en gleymdu ekki undirstödunni!
Akranes • Borgames • Hveragerði • Selfoss
Suöurnes • Reykjavík og nágrenni
Myndlist er skáldskapur. Það á jafnt við um málverk, mósaik, teikningu,
útskurð, dúkristu og allar aðrar myndir á fleti. Listamaðurinn túlkar þar
þrívíddartilveru. Það gerír hann með sérstakrí meðferð á ljósi og skugga,
línu og lit. Hann velur ákveðna hluti úr þessarí þrívíddartilveru og hafn-
ar öðrum. Augað og heilinn gera raunar það sama. En listamaðurinn þarf
ekki nauðsynlega að styðjast við ytri tiíveru. Á okkar tíð er algengt að
hann noti sinn ytrí heim. Og hann getur líka túlkað gamlan veruleika á
nýjan hátt.
Frá fyrstu tíð virðist myndlistarmaðurínn túlka veruleikann á tvennan
hátt:
1. Hann reynir að gera eftirlíkingu af
því sem hann sér.
2. Hann býr til ákveðið myndmál til
að lýsa veruleika sem ekki er hægt að
gera eftirlíkingu af. Þetta myndmál
notar hann til að lýsa hinu dularfulla
og óræða, öllum hinum ósýnilegu öfl-
um, sem hann telur sig finna í tilver-
unni.
í hinum fyrstu hellismyndum stein-
aldarmanna er eftirlíking af bráð
veiðimannsins nákvæmust.
En eftir að bændamenning kom til
sögunnar breyttist listin. Hinn trúar-
legi þáttur hennar varð sterkari. Bónd-
inn átti allt sitt undir árferði. Alls-
nægtir og skortur skiptust á. Maðurinn
fann að hann er á valdi utanaðkom-
andi afla. Listamaðurinn glímdi þess
vegna í verki sínu við þau öfl sem
hann taldi ráða örlögum manna. Þessi
öfl verða að persónum, vættum, guð-
um, gyðjum og árum. Merki og tákn
myndmálsins bættust við beina eftir-
líkingu af náttúrlegum hlutum. Lista-
maður var með þessu farinn að leita
að innri veruleika.
A forsögulegum öldum skiptist
myndlist í tvö löng tímabil. Fyrra
tímabilið er 25000-10000 f.Kr. Þá
gera veiðimenn á steinaldarstigi hin
fyrstu þekktu myndverk á hellisveggi.
Nautsmyndin hér með er ein kunn-
asta myndin í Lascaux-hellunum
í Frakklandi. Slíkar myndir er talið
að menn hafi gert til þess aö
laða að sér veiðidýrin.
Síðara tímabilið er 10000-4000 f.Kr.
Þá breyttist myndlistin við það að
menn fóru að taka sér fasta bústaði þar
sem skilyrði voru best. Fyrra tímabilið
einkenndist af naturalisma, hið síðara
af trúarlegu táknmáli. Þessi mörk voru
þó aldrei skýr.
í upphafi myndlistar, eins og allra
annarra listgreina, var listamaðurinn
aðallega að skemmta sjálfum sér og
öðrum. Að búa til líkingu af veiðidýri
vakti undrun og gleði. Maðurinn
gladdist á sama hátt af því að skreyta
sjálfan sig með málningu og alls kon-
ar skarti. Síðar varð það óttinn engu
síður en gleðin, sem knúði listamann-
inn til að gera mynd af því sem hann
óttaðist. Og hann og aðrir reyndu að
vinna bug á ótta sínum með því að
blíðka það sem myndin táknaði með
fómfæringum og töfraþulum. Ótti við
skort og neyð fékk listamanninn til að
skapa mynd eða líkneski. Tilgangur
sumra var að seiða til sín veiðidýr.
Önnur vom blótuð til árs og friðar.
Sum listaverk áttu að veita mönnum
vemd. í sama tilgangi gerðu menn
vemdargripi til að bera á sér. Og stór
vemdarvirki eða tákn voru borin á
undan herfylkingum í stríði. Fáni var
upphaflega stöng skreytt veifúm. Hún
var látin standa við bæjarhús. Síðar óx
gunnfáninn og þjóðfáninn upp úr
þessum jarðvegi, en breytti um hlut-
verk og eðli í tímans rás.
Þegar borgarmenning hefst í Vestur-
Asíu og síðar í Indusdal og Egypta-
Hammúrabí á tali við guðinn Shamash. Það kom í hlut listamannanna að túlka stöðu þjóðhöfðingjans fyr-
ir þegnum hans.
landi verður í listinni afturhvarf til
frumlistar. Menn gerðu þá aðallega
myndir sem voru eftirlíkingar af nátt-
úm, hlutvemleika og hinum nýju fyr-
irbærum borgarmenningarinnar. Þessi
nýju myndefhi vom samfélagsstaða
konunga og aðals. Tilgangur mynd-
anna var að sýna auðlegð þeirra og af-
rek. Allir siðir og venjur þessa fólks
urðu myndlistarefni. Sama gilti um
musterið og musterisprestana. Lista-
maðurinn varð oftast nafnlaus þjónn
hallar og musteris. Listamenn og iðn-
aðarmenn vom fjölmargir. Iðnaðar-
maðurinn var raunar listamaður og
hver listamaður þurfti og þarf enn að
kunna sitt handbragð.
í hinrii Tomu borgarmenningu varð
listin íhaldssöm og þróaðist þess
vegna upp i hámenningu.
Hópar listamanna reistu ziggúrada,
píramída, Sfinxin og musteri og minn-
isvarða, sem skreytt vom með þús-
undum listaverka. Og listamaðurinn
gerði meira. Það var hann sem bjó til
ímynd þjóðhöfðingjans. Hann skapaði
slíkt umhverfi kringum þjóðhöfðingj-
ann að almenningur leit upp til hans í
fúrðu og lotningu. Og sjálfan valda-
manninn og guðina lætur listamaður-
inn birtast í líki dýra og fúgla. Einkum
í líki ljónsins, fálkans og amarins.
Frávik frá þessari reglu í hinni fomu
borgarmenningu var á valdatíð Ikna-
tons og Nefertiti í Egyptalandi. Ikna-
ton trúði á einn guð og guðir í dýralíki
vom honum ekki að skapi. I hans tíð
varð því aðalmyndefnið ekki dýrið
sem tákn valdsins heldur maðurinn
sjálfúr. Þessi tákn bámst til Krítar og
Mykenu. Síðar varð mannslíkaminn
og maðurinn sem samfélagsvera stór
þáttur í griskri og evrópskri myndlist.
I hinni nýju grisku myndlist breyttust
guðimir úr dýrum í menn.
Hin sígilda gríska myndlist sem varð
fyrirmynd Evrópulistar, er því sjálf
ávöxtur af fjölbreyttri menningarauð-
Undanrennan er alveg fitusnauð mjólkurafurð og ein kalkríkasta fæða sem við neytum að jafnaði. Hún er einnig auðug af próteini, fosfóri, ýmsum B-vítamínum og inniheldur auk þess zink, magníum, kalíum og fleiri efni sem eru líkamanum nauðsynleg.
'MJOLKURDAGSNEFND
legð, sem barst á löngum tíma til
Grikklands frá Vestur-Asíu og Afríku.
Sagt er að grisk list byggist á eftir-
líkingu á náttúrlegum hlutum. Það
gerði hún að verulegu leyti. I grískri
list var lögð áhersla á hið fagra, góða
og sanna. í grískri hugsun og grískri
list var fegurð, góðleiki og sannleiki
eitt og hið sama. Og fegurð eins og
hún birtist í náttúmnni og manninum
veitti mönnum skilning á guðlegri
visku sem stjómaði alheimi og sam-
ræmi allra hluta. En þótt þetta væri
grundvallarsjónarmið grískrar listar,
þá hafði hver listamaður fullt frelsi
til að fara sínar eigin leiðir. Lista-
maður er á sama hátt og heimspek-
ingur, trúmaður, visindamaður og
sagnfræðingur í leit að vemleika,
hinu sanna að hans dómi. En aðferð-
ir þessara manna em á margan hátt
ólíkar. Vísindamaður t.d. greinir
sundur einingar og reynir að þekkja
sem smæstar einingar til að öðlast
skilning á gmndvallareðli hlutvem-
leikans.
Gunnar
Dal, heim-
spekingur
ogrithöf-
undur.
llítri
Fyrir
ferminguna:
Brauðtertur á fermingartil-
boði, 10% afsláttur út apríl.
Kaffihlaðborð frá kr. 840,-
pr. mann.
Cockteilhlaðborð frá kr. 510.-
pr. mann.
Kaffisnittur kr. 68.-. Cockt-
eilsnittur kr. 58.-.
Partýsneiðar kr. 250,-. Kransa-
tertur — Rjóma- og marsi-
pantertur o.fl. o.fl.
Tökum að okkur veislur við
öll tækifæri.
Vandað hráefni og vinna.
Hafið samband og fáið nánari
upplýsingar.