Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 9
Laugardagur 16. mars 1991 Iknaton og drottn- ing hans Nefertiti að tilbeiðslu sól- guðsins Atons. Grísk list byggist á sem fullkomnastri eftiriíkingu þess náttúríega. Mynd- imar hér að ofan sýna ásýndir þeirra Sókratesar og Ar- istótelesar. UPPRUNI MYNDLISTAR Listamaðurinn hins vegar velur úr og safiiar saman. Hann gengur ekki fram hjá neinum huglægum veru- leika eins og tilfinningum, metn- aði, ótta, ástríðum, draumum, feg- urðarskyni, ást, hatri, gleði og harmi eins og maður hinna mælan- legu staðreynda verður að gera. Hvor aðferðin er betri til að nálgast veruleika og túlka hann? Það segir sig ekki sjálft að vísindamaðurinn komist nær veruleikanum. Vís- indamenn verða að sérhæfa sig. Listamenn leita heildarmyndar. Fagmenn í félagsvísindum, sem kanna „stefnur“ og „strauma", reyna að skilgreina síbreytilegt mannlíf með skýrslum og tölum sem kallaðar eru „staðreyndir". Slíkar staðreyndir eru, jafnvel þeg- ar best lætur, yfirborðslegar. Þær verða aldrei nema lítið brot þess veruleika sem þeim er ætlað að „mæla“. Auk þess er vísindaleg niðurstaða sjaldnast varanleg. Listaverk á hinn bóginn, sem skap- að er úr huglægum veruleika, stendur jafnvel i heimi hlutveru- leikans oft lengur í góðu gildi en visindaleg niðurstaða, einfaldlega vegna þess að huglægur veruleiki er varanlegri í síbreytilegum heimi en mælanlegar „staðreyndir". Vegna þessa varanleika huglægs venileika þá er það listamaðurinn sem öllum öðrum fremur hefur skapað samhengi í menningu. Hlutverk listamanns er ekki að- eins að skilja veruleika heldur einnig að túlka hann og magna. Og hlutverk listamanns er auðvitað að skapa. En það veitir listamanni ekki neina sérstöðu. Öll tilveran er sköpun og öll tilvera er skapandi. Listamenn verða að sætta sig við það að list á öllum tímum er að langmestu leyti eftirlíking. Og þeir listamenn, sem telja að þeir séu yf- ir slíkt hafnir, hefðu gott af að íhuga hina djúpstæðu merkingu i sköpunarsögu Biblíunnar. Þar er sagt að skapari alheimsins hafi lát- ið sér nægja eftirlíkingu þegar hann skapaði manninn: Hann skapaði manninn sem eftirlíkingu af sjálf- um sér. Þessi líking felur í sér sam- spil eftirlíkingar og sköpunar: Bækur fæðast af bókum, list fæðist af list. Listamaðurinn reynir að stæla hinn mikla listamann sem staðsetti veru sína í tóminu. Lista- maðurinn reynir líka að staðsetja veru sína í því tómarúmi sem til- veran er án hans. Hann veit að til- veran fær ekki vængi nema hún sé færð í listrænan búning. Eins og fyrr segir þá túlkar og magnar listamaðurinn alla andlega, félagslega og efnislega reynslu. Og það gera ekki aðeins þeir sem setja saman bókmenntaverk, gera mynd- ir og semja tónverk. Annar megin- þáttur í heimsmynd listanna eru þeir sem flytja verkin og sýna þau. Og þriðji aðalþátturinn eru þeir sem njóta listar. I menningarþjóðfélagi taka því allir einhvem þátt í því að skapa heimsmynd listamannsins. Listamaðurinn er sífellt að leita og skapa úr því sem hann finnur. 1 sköpun sinni höfðar myndlistar- maður til allra skilningarvita mannsins með einhveijum hætti. I mynd sem augað sér eru tónar, ilm- ur og tilfinningar. Listamanninum tekst að skapa lengra lifandi sam- hengi en nokkrum öðrum. Fortíðin er nútíð hans og framtíð. Eins og sjálft lífsfljótið, sem stend- ur bæði í stað og heldur stöðugt áfram að breytast, þarf listamaður- inn sífellt að breyta gömlum hlut- um í nýja. Og gamlir hlutir verða nýjum kynslóðum nýir. Listamaður á djúpar rætur. Hann heldur kjam- anum og breytir umbúðunum við hæfi nýrra tíma. HELGIN T 17 wiemmga Núþarf að huga að fermingargjöfinni Heimilistæki hf. hafa margt uppá að bjóða, hér er aðeins brot af því mikla úrvali sem hægt er aðfábæði í Sætúni 8 og Kringlunni. 22.9271 PHILIPS rafmagnsrakvélin. (SH 255) Rakvél fyrir ungu mennina. Með tveimurfjaðrandi hnífum. Bæði fyrir 110og 220 W. (Einnig fáanleg með rafhlöðu). PHILIPS hárþurrka. (HP 4321) Lítil, létt og fervel í hendi. Tvær hitastillingar. Smart hárþurrka. Kraftmikil 1500 W. ■ B kr.stgr. PHILIPS hljómflutningssamstæ&a. (AS 9300) Hálfsjálfvirkur plötuspilari. Útvarp með FM MB og LB. Magnarinn er 2x20 músík Wött með tónjafnara. Tvöfalt snældutæki með tvöföldum upptökuhraða. Góðir hátalarar. stgr SUPERTECH útvarpsklukka. (CR 25) FM og miðbylgja. Innbyggt loftnet. , Vekjarastilling á útvarp og hljóðmerki. 9 V rafhlaða til öryggis ef rafmagn fer af. SUPERTECH vasadisko. (W 5) Frábær sterioskil í fislétt heyrnartæk- in. Hraðspólun. Stoppar sjálft. Beltis- klemma. SUPERTECH útvap og segulband. (MR 1000 L) „Smart" útvarp með öflugum magnara. Góður hljómur úr stórum hátalara framan á tæki. 220V og rafhlöður. PHILIPS 14“ litasjónvarp. (GR 1224) Friðarstillir. Nýtt útlit. Hágæða litaskjár, eðlilegir litir. Fjarstýring. Sjálfleitari. Góður hljómur. SUPERTECH heyrnartæki. „Dynamic" heyrnartæki, betri sterio hljómgæði. Svart og gulllitað. Innpútt fyrir 3.5 og 6.3 mm. Snúra 2 metrar. * SUPERTECH sterioútvarp og segulband. (SCR 801) Handhægt og létt. Sjálfvirk upptökustilling. Innbyggður hljóðnemi. Frábær hljómgæði. Heimilistækí hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 f/íd iih, í saauutujim 19.930- ■ wl kr.stqr. PHILIPS geislaspilari. (CD 614) Phili| er brautryðjandi í framleiðslu geislaspilai Möguleikarnir eru ótrúlegir og tæknin nánast fullkomin. Sjálfvirkt afspilunarmin Spilar bæði 8 og 12 sm diska. Sjón er sögu ríkari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.