Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 2
10 Laugardagur 16. mars 1991 FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI HJUKRUNARFRÆÐINGAR Laus er til umsóknar staöa aðstoðardeildarstjóra á Slysa- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða fullt starf á nýrri Slysadeild sem tekur til starfa í apríl 1991. Staðan veitist strax eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 27. mars nk. Upplýsingar veita Birna Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri og Svava Aradóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 96- 22100. SJÚKRALIÐAR Laus er til umsóknar staða sjúkraliða á Skurðdeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða 100% stöðu sem veitist frá 1. júní 1991. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1991. Upplýsingar gefa Hjördís Rut Jónasdóttir deildarstjóri og Svava Aradóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 96- 22100 kl. 13.00-14.00. TÖLVUNARFRÆÐINGAR Laus er til umsóknar ein staða tölvunarfræðings frá 1/6 nk. Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi í tölvunarfræði frá Háskóla íslands eða sambærilegu námi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofustjóra F.S.A., Vigni Sveinssyni, fýrir 25. mars nk. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Skrúðgarðyrkju- maður Skrúðgarðyrkjumann vantar í verkstjórastöðu hjá Garð- yrkjudeild Reykjavíkurborgar. Ætlast er til að viðkomandi hafi sérstakan áhuga og reynslu af trjárækt Umsóknir með upplýsingum um nafn og fyrri störf skal senda til Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar, Borgar- túni 3, 105. Reykjavík, fyrir 22. mars 1991. Garöyrkjustjóri Sumarbúðir og sumar- dvalarheimili Umsóknir um leyfi til að reka sumarbúðir eða sumardvalarheim- ili, skulu berast bamavemdarráði, Laugavegi 36, 101 Reykjavík, fyrir 20. apríl nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins. AÐALFUNDUR Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verð- ur haldinn mánudaginn 18. mars kl. 20.30 að Hótel Sögu — Átthagasal. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Jörð til sölu Jörðin Tungufell í Lundarreykjadal er til sölu Jörðin getur verið laus til ábúðar nú þegar. Henni geturfylgt 118 ærgilda fullvirðisréttur. Upplýsingar gefur Jón Böðvarsson í síma 93-51379. ÁSTIR Baldvins Einarssonar kastaði þeim Dýrgrip frá mér, sem skarar svo langt framúr öðrum, úrþví Forsjónin einu sinni lagði hann mér f Fáng.“ Og hann endar bréfið sem oftar utan við það stundlega: „Guð gefi þér góða Vetur og Vetra, með mér, og mér með þér, sem endist þá fyrst er vetrar- laus Eilífð byrjar.“ En ekki er Baldvin alltaf svona hástemmdur, stundum strýkur hann af sér hátíðleikann og segir unnustunni frá högum sínum á Akureyri í marsmánuði 1826 á þessa Iund: ,AHt gengur hér eftir vonum, ýmsir sofa hjá konum, utan eg er þar frá.“ Akureyri þessara ára var hálf- dönsk og þótti ekki sem siðlátust, varla gat hún þó orðið hættuleg ungum sveitapilti, sem átti sér unnustu í nær- sveitunum og ekki langt að fara að finna hana. En hvemig mundi honum reiða af í höfuðborg Danaveldis, sem var næsti áfangastaður á ævi hins unga manns? í Charlottenlund Baldvin Einarsson kom til Kaup- mannahafnar í byrjaðan ágúst 1826 og þann 14. sama mánaðar skrifar hann unnustu sinni fyrsta bréfið: ,Jeg er kominn hingað og það luckulega. Herthu fórst vel geymslan, hún ól mig þann 5. þessa mánaðar kl. 5 1/2 inn í þessa nýju veröld." Hann segist hafa staðið eins og „villtur sauður í borg- inni“. Honum verður starsýnt á enda- lausar himinháar húsaraðimar, hávax- in trén beggja megin vegarins út á Friðriksberg mynda laufhimin yfir höfði hans, og í þessari dönsku skógar- dýrð minnist hann elskunnar sinnar, sem er „ráðvönd, saklaus, tilfinninga- söm, skynsöm Unnusta", og saknar þess að hafa hana ekki við hönd sér þessa stund. En að öðm leyti segist hann vera ánægður og lítast dável á sig. Það er ekki laust við að hann sé þegar orðinn hagvanur í hinu nýja landi: „Strax þykist eg merkja að eg verði hér ekki viðundur til lengdar," bætir hann við undir lok bréfsins. Enn er Baldvin sami sveitapilturinn í þessu bréfi og hann var á Bessastöðum og á Möðruvöllum: í tjáningu tilfinn- inga sinna er hann óhönduglega há- stemmdur, en brátt íklæðist hann heimsmannsgervi hinnar dönsku höf- uðborgar. Svo virðist sem borið hafi á góma að Kristrún kæmi til Kaup- mannahafnar. Baldvin víkur að þessu í ódagsettu bréfi, sem mun þó með vissu vera skrifað snemma á Hafnarár- um hans. „... Fallegar eru stelpumar héma og ekki dugar annað en fá þig hingað ef mögulegt væri. Við skulum nú sjá seinna...“ Páll Þorbergsson læknastúdent, sem síðar kvæntist Hildi systur Kristrúnar, er leiðsögu- maður Baldvins í Hafnarlífinu um þessar mundir. Baldvin segir unnustu sinni að þeir hafi ekið í vagni út í Charlottenlund að skemmta sér, „en um kvöldið leiddi eg gifta konu heimm. — Eg óskaði með mér að þú hefðir verið það. — En kelling mín! Þú verður að vera einarðleg og ástkærf?) þegar þú kemur, ef þú nokkumtíma kemur. Á Sunnudaginn ætla eg að keyra út aftur með Páli, þá verða Jóm- frúr með, menn em komnir á þá trú hér í bænum að engin skemmtun sé að gagni nema maður hafi stúlku undir hendinni og eg held það með þeim, en það kemur nú an upp á hvaða kven- snift það er.“ Hér kveður við nýjan tón í bréfúm Baldvins til Kristrúnar, glannalegur kaldrani og galsi. Bessastaðapilturinn hefur forframast furðu fljótt í stuttri Hafnardvöl, en þessi heimsborgara- háttur hlýtur að orka undarlega á litla, íslenska prestsdóttur norður í Þingeyj- arsýslu, sem þekkir ekki þær siðgæðis- reglur, sem þykja kurteisi í Charlotten- lund. Þótt hún ætti lífið að leysa gæti hún ekki orðið „einarðleg" á þeim létt- Stærrí-Árskógur í Eyjafirói. Hér trúlofuöust þau Baldvin og Kristrún. úðugu slóðum, henni er í blóð borin sú feimni, sem þótti mesta prýði óspjallaðra meyja á íslandi á fyrsta þriðjungi 19. aldar. Glanni þessarar veraldar Það líða mánuðir og það líða ár og við vitum fátt um einkahagi Baldvins Ein- arssonar og ástamál. Bréf hans til Kristrúnar em engin frá þessum miss- emm. En um vorið 1828 hefur hann farið heim til íslands og úr þeirri för hefur varðveist eitt bréf til hennar, skrifað að Upsum þann 18. ágúst og er hann þá á fömm aftur til Kaupmanna- hafnar. Af þessu bréfi verður það ráðið að Baldvin hefur hitt Kristrúnu og ver- ið samvistum með henni og þau em heitbundin hvort öðm. Hann segist um daga vera ósæll og glanni þessarar veraldar, „en á nóttum tek eg mér tíma til að svala mér á að hugsa um það sem mér er dýrmætast og kærast af öllu, um þig mín elskaðal, sem ein getur gert mig farsælan af mönnum.1' Oft óskar hann þess að vera kominn til hennar, en slær þeirri hugsun frá sér, því með nýjum samfundum yrðu ekk- ert nema jafnmargar kvalir í skilnaðin- um. Og aftur bregður fyrir gamla stef- inu er hann skrifaði Kristrúnu fyrstu ástarbréfin á Bessastöðum: „Ó, eg vil ecki vinna það til að sjá þig fyrri en sá kaldi kemur, sem ekki gjörir annað en bera mann inn í betra líf, hvar þeir menn fá að lifa eilíflega saman, sem elskast, sem elskast eins og við, elsk- aða sálin mín.“ í lok bréfsins fær Bald- vin þó aftur jörð undir fætur og biður guð að styðja unnustuna „til að geta borið fjærvistimar og til að geta gert úr mér góðan mann seinnameir, þá skulum við lifa ánægð og glöð". Það er auðsætt af þessu ástarbréfi að Baldvin Einarsson telur sig heitbund- inn Kristrúnu og hyggur gott til sam- vista við hana hér á jörð. En hið síend- urtekna eilífðarstef hlýtur að vekja sterkan grun um að hann trúi í raun og vem ekki á samvistir þeirra í hjóna- bandi, að hann sé að reyna fyrirfram að sætta unnustu sína við örlög, sem hann vissi þá að henni vom búin. Það er full ástæða til að ætla að svo hafi verið og verður nærri vissa við fram- hald þessarar frásagnar. TVúlofaður í Höfn og heima Baldvin Einarsson kom til Kaup- mannahafnar síðari hluta september- mánaðar. Það verður ljóst af bréfi sem Tómas Sæmundsson skrifar Páli Páls- syni stúdent 24. september 1828. Tómas er aðalheimildin um þá atburði sem gerðust í ævi Baldvins þetta haust og hann segir tíðindin á þessa lund: „Baldvin kunningi þinn er kominn að heiman aftur. Hann hefur átt í krögg- um fáráður... trúlofaður heima og trú- lofaður hérna. Hina vill hann eiga og fór einungis heim í sumar í von um að þessi kynni að gleyma sér. En það varð ekki tilfellið, því hún og fósturmóðir hennar, eitthvert flagð af frú, sátu um hann þegar hann kæmi til bæjarins og þegar hann kom ekki þangað fyrsta daginn lét kerlingin gera ótal sendi- ferðir til hans, svo hann sá sig neyddan til að setja henni stefnu fyrir utan stans, svo þetta gerði eigi of mikið op- sigt á Regensi. Fýrstu dagana gengu samningamir stirt, því hvorugt viidi láta sig, og fyrst á þriðja eður fjórða degi var sagt upp gjörðinni svolátandi: að Baldvin skal kosta stúlkuna á föds- elsstiftelse, því hún er ávaxtarsöm, og síðan skal hann gefa til uppfósturs baminu 64 sk ugentlig, eg man eigi hvað mörg ár. Stúlkuna hefir hann aldrei fundið síðan hann kom, en hún kvað ei láta af að bölva honum fyrir að- ferðina." „Samningar" fósturmóður stúlkunnar og Baldvins, sem Tómas getur um, drógu þó stærri dilk á eftir sér. Kerl- ingin hefúr ekki viljað láta dóttur sína lifa við smán lausaleikskrógans og ekki unað við minna en að Baldvin gengi að eiga stúlkuna. Og hinn 27. október 1828 fór hjónavígslan fram heima hjá brúðinni og voru svaramenn danskur mublusali og skógerðarmeistari. Kona hans hét Johanne Hansen. Hin 21. janúar 1829 ól hún stúlkubam sem skírt var Johanne Baldvina, en það dó nokkmm dögum síðar, 1. febrúar. Baldvin og hin danska kona hans höfðu ekki samvistir og reistu ekki bú saman fyrst í stað. En Tómas Sæ- mundsson, sem virðist hafa fylgst vel með högum Baldvins, segir í bréfi til Páls stúdents 28. aprfl 1829: „Ekki veit eg hvemig það gengur fyrir B(aldvin), en frá vissum stað hefi eg látið segja mér að hann sé farinn að vitja á fomar slóðir, óþokkinn aftur útilokaður og hann jafnvel giftur." Þetta er það síð- asta sem vitað er um hagi Baldvins Einarssonar þangað til vorið 1831, er hann skrifar heim kunningjum sínum og vandamönnum, að hann sé kvænt- ur og verður ekki skilið öðruvísi en svo að hann sé þá nýgenginn í hjónaband. „Hálffríviljugur — hálfnauðugur“ Enginn vafi er á því að Baldvin Ein- arsson hefur gengið nauðugur í hjóna- band við Johanne Hansen haustið 1828. Það leikur varla á tveim tungum að hugur hans stendur allur til Krist- ínar á Grenjaðarstað þetta haust, þótt af fyrmefndu bréfi megi sjá nokkum ugg um samvistir þeirra. Þorsteinn Helgason, síðar prestur í Reykholti, var í Kaupmannahöfn um þessar mundir, náinn vinur og samverkamað- ur Baldvins. Hann segir í bréfi til Páls stúdents 13. mars 1831 að Baldvin hafi „hálffríviijugur, hálfnauðugur... bund- ist núverandi kæmstu sinni". Baldvin heldur hjónabandi sínu leyndu, það hefur ekki farið í hámæli meðal landa í Höfn, á íslandi virðast kunningjar hans og vandamenn ekki hafa haft gmn um það. Tómas Sæmundsson, sem allt veit, segir í bréfi sínu að hann sé Jafnvel giftur" — hann er ekki viss í sinni sök. En hvers vegna gekk Baldvin í hjóna- band haustið 1828? Hvers vegna lét hann undan kerlingunni, þessu flagði af frú, eins og Tómas orðaði það. Nanna Ólafsdóttir, cand. mag., hefur í riti sínu um Baldvin Einarsson, sem er það besta og ítarlegasta sem skrifað hefur verið um hann, sett fram skýr-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.