Tíminn - 16.03.1991, Side 10
HELGIN
18
Laugardagur 16. mars 1991
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
Vanir menn—vönduð vinna
Morðinginn skildi eftir sig blóðuga slóð
sem spannaði þrjú fylki og það tók lögregluna meira en ár
að elta hann uppi
og koma honum undir lás og slá
PARAGOULD er 16 þúsund manna bær í norðausturhluta Arkans-
as, í Green sýslu. Þetta er stærsti bær sýslunnar og þar eru allar
stjórnsýslustofnanir hennar. Paragould er á Ozark fjallasvæðinu.
Landslagið þar er afar fallegt en þar er jafnframt mjög kalt. Og það
var svo sannarlega kalt miðvikudaginn 14. desember 1988 þegar
ráðskona dr. Bryant W. Jones og konu hans mætti til vinnu. Heim-
ili þeirra var mjög glæsilegt og í fínasta hverfi bæjarins.
Það fyrsta sem ráðskonan veitti at-
hygli var að báðir bflamir voru í
heimreiðinni. Það kom henni
spánskt fyrir sjónir þar sem dr. Jones
var að öllu jöfnu farinn til vinnu
sinnar um þetta leyti dags.
Hundar hjónanna voru líka ennþá
lokaðar inni, sem var ekki síður
óvenjulegt þar sem þeim var yfirleitt
hleypt út snemma morguns.
Þegar ráðskonan sá að útidymar
voru opnar breyttist undrun hennar
í ótta. Hún varð sannfærð um að
ekki væri allt með felldu. Hún fór í
næsta hús, sem var þó nokkum spöl
í burtu þar sem glæsihýsin stóðu öll
á stórum lóðum, og þaðan hringdi
hún í lögregluna.
Innan tveggja mínútna var Dan
Langston, varðstjóri í lögregluliði
Paragould, mættur á staðinn. Hann
gekk að útidyrunum og þær voru
opnar. Þær bám þó engin merki um
að brotist hefði verið inn. Hann gekk
um húsið og kallaði á hjónin en fékk
ekkert svar.
Langston komst þó fljótlega að því
hvers vegna köllum hans var ekki
svarað. Þegar hann kom inn í svefn-
herbergið á neðri hæðinni fann
hann lík hinnar 63 ára gömlu Jonnie
Jones. Hún var fullklædd og hafði
verið skotin einu skoti í hnakkann
úr lítilli byssu.
Langston óttaðist nú hið versta og
hélt leitinni áfram. Ótti hans reynd-
ist ekki ástæðulaus því í svefnher-
bergi á efri hæðinni var lík dr. Jones,
sem var 62 ára gamall. Hann hafði
verið myrtur á sama hátt og eigin-
kona hans.
Það lá nú næst við að kalla á aðstoð
og innan stundar voru mættir á
staðinn þeir Dennis Hyde lögreglu-
stjóri, rannsóknarlögreglumaðurinn
J.D. Stevenson og fógetinn Andy
Foster. Fljótlega bættist Larry Gleg-
horn yfirlögregluþjónn í hópinn sem
nýlega hafði tekið við stjórn lög-
regluliðs Arkansasfylkis.
Gleghom gerði sér samstundis
grein fyrir því að þarna voru þeir
komnir með erfitt verk í hendurnar.
Það bar merki martraðar hvers lög-
reglumanns; atvinnumorðingjans.
Atvinnumaður að
störfum
Morðinginn hafði skotið hvort fórn-
arlamb aðeins einu sinni. Kúlumar
höfðu ratað nákvæmlega rétta leið
til að vera banvænar. Það var greini-
legt að sá sem hér hafði verið að
verki kunni sitt fag. Aftakan hafði
verið snögg og snyrtilega að verki
staðið.
„Hver sem þetta gerði hefur gert
slíkt áður og mun halda því áfram,
uns honum verður á í messunni,"
sagði gamalreyndur lögreglumaður
þungur á brún.
Rannsóknir tæknideildarinnar
leiddu enn frekar í Ijós að þarna var
um atvinnumann að ræða. Engin
nýtileg fingraför fundust á vettvangi
og þrátt fyrir ítrekaða og nákvæma
leit í húsinu og umhverfis það fannst
morðvopnið ekki.
Lögreglumennirnir fundu þó eitt
fótafar fyrir utan húsið. Það var Ijós-
myndað en vegna frosts í jörðu var
það ekki nægilega djúpt til þess að
unnt væri að taka gipsmót af því.
Húsið, sem var glæsilega búið hús-
gögnum, var snoturt og snyrtilegt.
Ekki sáust nein merki um að leitað
hefði verið í húsinu né heldur hafði
þjófavarnakerfið farið í gang.
Peningaskápur í húsinu stóð opinn
og var galtómur. Ættingi hjónanna
fræddi lögregluna á að í honum
hefðu hjónin geymt bæði peninga og
skartgripi.
Frú Jones hafði verið mikið fyrir
skartgripi og maðurinn hennar hafði
ekki talið það eftir sér að kaupa þá
handa henni. Að sögn ættingja hafði
hún átt marga mjög dýrmæta gripi,
suma nokkúr hundruð þúsund doll-
aravirði.
Hún hafði meðal annars átt skart-
gripasett úr demöntum og jaði sem
höfðu verið gjöf frá manni hennar
við sérstakt tækifæri. Það hafði verið
sérsmíðað og var mjög sérstakt í út-
liti. Þegar liðagigt hafði afbakað
hendur frú Jones hafði hún farið
með hringinn úr settinu til gull-
smiðsins sem smíðaði það og látið
setja á hann sérstakar klemmur til
þess að hún kæmi honum yfir
bólgna liðina.
Hjónin höfðu einnig geymt verð-
bréf í skápnum. Ættinginn upplýsti
að í peningaskápnum hefðu að öll-
um líkindum verið verðbréf að and-
virði 100 þúsund dollara. Það hafði
verið opinbert leyndarmál meðal
þeirra sem þekktu hjónin að þessi
verðmæti væri að finna á heimili
þeirra.
Það vafðist fyrir lögreglumönnun-
um hvernig ókunnugur maður hefði
getað fengið aðgang að húsi hjón-
anna og framið morðin án allrar fyr-
irhafnar, að því er virtist.
Þjófnaðurinn var greinilega orsök
morðanna. Jones-hjónin voru gest-
risin og vingjamleg en þau voru eng-
ir bjánar. Hver sá sem hafði komist
inn á heimili þeirra, rænt þau og
myrt hafði annaðhvort þekkt þau eða
haft mjög góða sögu á reiðum hönd-
um til að tryggja sér inngöngu. Eða
hafði þjófurinn verið truflaður við
verk sitt og verið neyddur til að
fremja morðin? Staðsetning líkanna
á svo mismunandi stöðum í húsinu
virtist þó brjóta í bága við þá kenn-
ingu.
Svo til allt tiltækt lögreglulið bæj-
arins og sýslunnar hóf vinnu við
rannsókn þessa fyrsta tvöfalda morð-
máls í sögu Paragould. íbúamir, sem
áður höfðu opnað dyr sínar óhrædd-
ir, gægðust nú óttaslegnir út um
smárifur. Þeir þáðu alla hjálp sem fá-
anleg var.
Grunsamlegar
mannaferðir
Við yfirheyrslur kom í ljós að gmn-
samlegur maður hafði sést á ferli í
nágrenninu þrisvar sinnum á um
það bil tólf klukkustundum. Hann
hafði fyrst sést um klukkan 15.30 á
þriðjudeginum fyrir morðin. Hann
hafði síðan sést klukkan 1.30 aðfara-
Syble Cooksey varðist hraust-
lega og náði aö klóra morðingja
sinn í andlitið.
Ruth Nisenbaum var eitt af fóm-
arlömbum morðingjans og mátti
litlu muna að eiginmaður hennar
yrði einnig fýrír barðinu á honum.
nótt miðvikudagsins og svo klukkan
5.30 sömu nótt. í tvö síðari skiptin
hafði hann verið innan við kflómetra
frá húsinu þar sem morðin vom
framin.
Honum var lýst sem hvítum karl-
manni á þrítugsaldri. Hann var um
það bil 180 sm á hæð og í kringum
75 kg. Hann var með axlasítt liðað
hár sem ýmist var sagt brúnt eða
skollitað.
Hann var í hermannabuxum og
jakka í felulitum, með hatt og í kú-
rekastígvélum. Vera kynni að hann
væri puttaferðalangur því hann var
með bakpoka. En heimili Jones-
hjónanna var fjarri öllum þjóðveg-
um.
Vitnin þrjú, sem séð höfðu til ferða
mannsins, gáfu öll nær samhljóða
lýsingu á honum.
Tilkynning var nú send út þar sem
sagt var að lýst væri eftir umræddum
manni sem hugsanlegu vitni, en ekki
að hann lægi undir grun. Eftirlitsbif-
reiðar lögreglunnar héldu út á þjóð-
vegina og vörubifreiðastjórum var
gert viðvart um talstöðvar og tóku
þeir vel í að svipast um eftir mannin-
um.
Á meðan Gleghom yfirlögreglu-
þjónn kafaði æ dýpra í þetta flókna
morðmál, tóku blaðamenn að grafa
upp upplýsingar um fortíð dr. Bry-
ants Jones.
Jones var fæddur í norðausturhluta
Arkansas og hafði aflað sér mennt-
unar í því ríki. Að læknanámi loknu
hafði hann haldið til Flórída til að
starfa þar og dvaldi þar í mörg ár. Ár-
ið 1981 sneri hann skyndilega aftur
til Arkansas og hóf þar starfsemi sína
við góðan orðstír. Hann fékk starf við
sjúkrahúsið á staðnum, sem var talið
mjög gott, og árið 1987 var hann
orðinn þar yfirlæknir.
En ekki hafði þó verið allt með
felldu við brottför hans frá Florida.
Hann hafði fallist á að hætta þar allri
starfsemi þegar siðanefnd læknafé-
lags lylkisins komst að því að hann
hafði skrifað lyfseðla handa kven-
kyns sjúklingum sínum í skiptum
fyrir kynferðislega greiða.
Einnig hafði verið uppi óstaðfestur
orðrómur um að hinn virðulegi
læknir hefði verið viðriðinn skipu-
lagða glæpastarfsemi í Flórída. Lög-
reglumennimi sem unnu að rann-
sókn morðmálsins fóm til Flórída til
að afla nánari fregna af þessu og til
að kanna hvort tengsl gæti verið á
milli orðrómsins og morðanna.
Hvers þeir urðu vísari í þeirri ferð
hefur aldrei verið látið uppi.
Næsta skref í rannsókninni var að
senda nákvæma lýsingu á stolnu
skartgripunum til allra skartgripa-
sala og veðlánara. Ömggt var að
hringurinn sérstaki, sem áður hefur
verið minnst á, mundi þekkjast um
leið og reynt yrði aö selja hann eða
veðsetja.
Lögreglan lét einnig teikna mynd af
manninum, sem sést hafði í grennd
við morðstaðinn, og dreifa henni á
allar lögreglustöðvar. En sá maður
sást aldrei framar svo vitað væri.
Öllum vísbendingum og slóðum
var fylgt eftir eftir og þær rannsakað-
ar. Lögregian var vakin og sofin í
málinu í meira en þrjá mánuði en
var engu nær en daginn sem morðin
vom framin.
Fórnarlömbunum
fjölgar óðum
Þá vom framin tvö morð til viðbót-
ar í Jonesboro í Arkansas, aðeins 45
kflómetra frá Paragould. Þau morð
áttu margt sameiginlegt með þeim
fyrri. Fórnarlömbin voru eldra fólk,
vel stæð og bjuggu steinsnar hvort
frá öðm. Bæði höfðu verið skotin
með lítilli byssu í bakið og rænt var
umtalsverðu magni af peningum og
skartgripum.
Þessi morð voru framin þann 22.
mars 1989. Ruth Nisenbaum var 73
ára gömul, bjó í 150 þúsund dollara
húsi í góðu hverfi. Hún og maður
hennar voru sest í helgan stein og
höfðu látið ættingjum sínum eftir að
reka mjög svo ábatasama verksmiðju
sem þau áttu.
Eiginmaður Ruth kom heim til sín
kl. 1.10 eftir miðnætti kvöldið sem
morðin vom framin. Þegar hann
gekk inn í ólæst húsið sá hann strax
að leitað hafði verið í því.
Hann fann konuna sína á svefnher-
bergisgólfinu. Hún hafði verið skot-
in nokkmm sinnum. Svo virtist sem
skammt væri liðið frá andláti henn-
ar. Litlu munaði að morðinginn og
eiginmaðurinn hittust.
Dean Bradley lögreglustjóri og
Floyd Johnson ræddu við ættingja
hjónanna. Þeir staðfestu að talsvert
af dýrmætum skartgripum væri
horfið, þar á meðal tvö Rolex arm-
bandsúr, nokkrir gamlir gullpening-
ar, tveir karlmannsdemantshringir
og hjartalaga næla. Lögreglunni var
einnig tjáð að að fórnarlambið hefði
yfirleitt verið með talsverða fjámpp-
hæð í veskinu sínu, en nú vom þeir
peningar horfnir.
Bradley talaði við harmi lostna ná-
granna hjónanna. Einn skýrði frá því
að hann hefði heyrt óp eða stunur
þegar hann var staddur úti upp úr
miðnætti. Hann hefði þó ekki séð
neitt óvenjulegt annað en það að bfl-
skúrinn við hús Nisenbaum-hjón-
anna hefði staðið opinn sem hann
gerði venjulega ekki.
Cadillacbifreið hjónanna var horfin.
Lýst var samstundis eftir honum og
umferðarlögreglumenn hófu leit að
honum.
Skammt stórra högga
á milli
Rannsóknin á morði Ruth Nisen-
baum var varla hafin þegar Bradley
barst önnur tilkynning. Það var
klukkan 2.55, tæpum tveim klukku-
stundum eftir að Ruth Nisenbaum
fannst látin.
Skammt frá húsi Nisenbaum-hjón-
anna, í sama fína hverfinu, hafði Sy-
ble Cooksey, 63 ára, fundist skotin.
Peningum og skartgripum hafði
einnig verið stolið af heimili hennar.
Kmfningaskýrsla sýndi að hún
hafði verið skotin með tveimur mis-
munandi byssum að minnsta kosti
þrisvar í höfúð, háls og bak.
„Við emm að kljást við fjöldamorð-
ingja!" Þetta var sú niðurstaða sem
yfirvöldin komust að. Hinir 35 þús-
und íbúar Jonesboro smelltu örygg-
iskeðjunum fyrir dyr sínar, dauð-
hræddir um að verða næstir fyrir
barðinu á morðingjanum.
Cadillacbifreið Nisenbaum-hjón-
anna sást næst á bifreiðastæði við
stórmarkað skammt frá heimili
þeirra. Vitni minntist þess að hafa
séð rauðan og hvítan Ford Bronco
eða Chevy Blazer rétt hjá Cadillacn-
um og í honum hefðu verið tveir
karlar og ein kona. Vitnið tók ekki
eftir skráningarnúmeri jeppans og
gat aðeins gefið óljósa lýsingu á far-
þegum hans.
Bfl Syble Cokksey hafði einnig ver-
ið stolið. Hann fannst skömmu
seinna við veitingahús. Nágranni
hennar sagðist hafa séð þrekvaxinn
mann aka burt á bílnum um klukkan
hálfeitt eftir miðnætti.
Vörubflstjóri nokkur mætti
skömmu síðar á lögreglustöðina
með nytsamar upplýsingar. Hann
skýrði frá því að þéttvaxinn miðaldra
maður hefði skömmu áður komið til
hans á bflastæði og boðið honum
Rolex úr til sölu.
Seljandinn hafði aðeins farið fram á
að fá 100 dollara fyrir úrið sem var
greinilega 10 sinnum meira virði.
Þegar vörubílstjórinn hikaði samt
sem áður lækkaði maðurinn verðið
niður í 15 dollara. „Þá varð ég endan-
lega sannfærður um að þetta væri
meira en lítið gruggugt," sagði bfl-
stjórinn. Þetta hafði átt sér stað í litl-
um bæ í Arkansas, skammt frá fylkis-
mörkum Tennessee. Úrasalinn var á
bláum Oldsmobile eða Cadillac, ár-
gerð 1980 eða 1981, og stafimir OEF
voru í skráningarnúmerinu.
Skömmu síðar kom í ljós að þrjár
aðrar manneskjur höfðu orðið fyrir
því að maður þessi reyndi að selja
þeim skartgripi á hlægilegu verði.
Eftir lýsingum þessara vitna var
teiknuð mynd af honum og henni
dreift. í kjölfar þess barst lögregl-
unni fjöldi tilkynninga, en sá grun-
aði rann áfram úr greipum laganna.