Tíminn - 20.04.1991, Side 2

Tíminn - 20.04.1991, Side 2
10 Laugardagur 20. apríl 1991 HELGIN FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA FÉLAGSFUNDUR verður haldinn mánudaginn 22. apríl 1991 kl. 20:00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. DAGSKRÁ 1) Félagsmál 2) Félagsaðild, á að opna félagið fyrir ófag- lærða? - Umræða - 3) Önnur mál. ATH: Kaffiveitíngar í boði félagsins Mætið stundvíslega. Stjómin. '%/M/W VATRYGGIINGAFELAG NffiT ISLANDS HF Útboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Subaru Legacy árgerð 1990 Toyota Hi Lux Extra Cap árgerð 1990 Daihatsu Charade TX árgerð 1988 Toyota Corolla árgerð 1988 MMC Pajero Long árgerð 1988 Toyota Corolla 1300 árgerð 1988 VW Jetta árgerð 1987 Toyota Corolla árgerð 1987 MMC Colt 1500 GLX árgerð 1987 BMW 520i árgerð 1986 Opel Rekord árgerð 1985 VW Jetta árgerð 1984 Fiat Panda árgerð 1983 MMC Galant 2000 árgerð 1982 Saab 99 árgerð 1981 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 22. apríl 1991, kl. 12-16. Á SAMA TÍMA: Á Blönduósi: Ford Sierra árgerð 1983 Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík, eða umboðsmanna fyr- ir kl. 17.00 sama dag. — VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS — Ökutækjadeild MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ LAUSAR STÖÐUR VIÐ FRAMHALDSSKÓLA Við Hótel- og veitingaskóla íslands vantar kennara í eftirtaldar greinar; íslensku, ensku, frönsku, bók- færslu, stærðfræði, örverufræði, matreiðslu og framreiðslu. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 18. maí nk. Menntamálaráðuneytið. Sveitapláss óskast Duglegir ellefu ára gamlir tvíburastrákar óska eftir góðu sveitaplássi í sumar. Smágreiðsla kemur til greina. Sími 91-76808, vinnusími 91- var þó ekki heimsborg þá með sama hætti sem á keisaratímabilinu, því að nú var borgin mannfærri, enda voru þar kristnir menn eingöngu, en þá ægði þar saman mönnum af ýmiss konar þjóðernum og ýmiss konar trúflokkum. En Norðurlanda- búum, og þá sérstaklega íslending- um, sem miður voru kunnugir hinni ytri menningu öndvegisþjóða álfunnar, hefur að vonum mikið fundist til um dýrðina í Rómaborg, einkum kirkjurnar þar, sem að von- um hafa verið miklar og dýrlegar í samanburði við íslensku timbur- og torfkirkjurnar. Péturskirkjan varð suðurgöngumönnum auðvitað minnisstæðust, því að þar gengu þeir til skrifta og fengu lausn af vandræðum sínum (Alfræði íslensk 1.13-19). Áfram lengra... Innocentíus 5. varð páfi 1276. Ýmsir islendingar munu hafa þegið af- lausn í Róm á páfatíð hans. Þá eru raktar leiðir frá Róm suður um Ítalíu, suður til Sikileyjar og þaðan leið yfir Grikkland til Litlu- Asíu eða Palestínu til Jerúsalem, sem er kölluð ágætust allra borga í heimi, enda sé um hana sungið „of alla kristni", því að þar séu stór- merki píslar Krists. Þar sé kirkja sú, er gröf drottins sé í og heitir Pulco- kirkja, og staður sá er kross hans stóð. Þar sjái glöggt blóð Krists á steini eins og nýblætt væri, og svo muni verða til dómsdags. Þar segir að menn nái ljósi af himni ofan páskaaftan. Þar er spítali Jóns skír- ara sem ríkastur sé í heimi. Þar er sýndur staðurinn, þar sem kross Krists stóð, bergrifa sú er myndaðist er Kristur skaut af sér krosstrénu, raufin í berginu þar sem blóð Krists rann, altari Símons, þar sem hið gullritaða bréf guðs kom niður, sem geymt var í Miklagarði, járnviðjur þær, sem Kristur var bundinn með, kapella þar sem kross Krists fannst, staðurinn í musterinu þar sem Kristur sat þegar þyrnikórónan var sett á höfuð honum, stólpi sá er Kristur var bundinn við og húð- strýktur, auk annarra helgra minja (Alfr. ísl. 1. 27-30). Heimsókn þessa fræga og fjarlæga staðar hlaut því að vera hjálparvænleg framar heim- sóknum allra annarra staða á jörð- inni. Það var nægilegt að menn tryðu því að minjar þessar væru raunverulegar. Þær hafa skapað lotningu og verkað til innilegrar til- beiðslu guðdómsins hjá trúuðum mönnum, enda hafa allir pflagrímar um þær mundir sjálfsagt verið inni- Iega trúaðir. Vlð ána Jórdan Annar heilagur staður í landinu helga, sem pflagrímum var sjálfsagt að sækja til, var auðvitað áin Jórdan. Þar segir að Kristur hafi farið af klæðum, þar sem lítil kapella standi á árbakkanum, enda sé kapellan gerð til vitnis þess staðar síðan. Þar lauguðu pflagrímar sig í ánni, enda er vatn hennar að sjálfsögðu háheil- agt (sbr. t.d. Sturl. II. 135-136, Bisk. III. 340). Leiðarlengdin frá Jórdan til Róm er svo rakin að 5 dægra för mikil sé þaðan, frá Jórdan til Akrsborgar (Akka, Acre) á Sýrlandi, en þaðan sé 14 dægra haf (þ.e. sigling) til Apúlíu (Púla eða Napólí) á Suður- Ítalíu, en þaðan sé 14 daga ganga til Róma- borgar. Til ferðar frá Rómaborg þessa leið mátti því gera ráð fyrir að minnsta kosti 5 vikum, en vitanlega hlaut tímalengdin til þessarar ferðar mjög að fara eftir því hvernig byr gaf. Meðan kristnir menn réðu lönd- um fýrir botni Miðjarðarhafs, eftir fyrstu krossferðina (um 1100), þá var pflagrímsför til Jerúsalem auð- vitað greiðari og áhættuminni en þegar Múhamedstrúarmenn réðu löndum þessum. En eftir að kristnir menn misstu Jerúsalem (1187) hlutu slíkar ferðir að vera áhættu- samari og einkum eftir 1291, er Akka var fallin í hendur Múhameds- manna, var leiðin ógreiðfærari, þó að pflagrímsferðir þangað austur héldust enn langan tíma. Viðkomustaðir Á leiðum þessum voru auðvitað mjög margir staðir sem pflagrím- um var hollt að heimsækja. í hverri borg svo að segja var kirkja sem helguð var einhverjum helgum manni og átti helgar Ieifar hans eða aðra helga dóma, og víða var þess kostur að afla sér helgra dóma, þó að mestar birgðir slíkra hluta væru sjálfsagt í Rómaborg og um tíma líka í Jerúsalem, enda hafa menn á þessum öldum ekki verið sérstak- lega heimildavandir um þau efni. Ef fararefni leyfðu og þess var ann- ars kostur, svaraði það kostnaði að heimsækja Miklagarð (Constant- inopolis). Þann stað hafa íslending- ar margir þekkt af sögum íslenskra Væringja, sem þarna höfðu verið og sjálfsagt hafa sagt margt frá dvöl sinni þar og dýrð borgarinnar og mikilleik. Þar hafði Konstantín mikli ráðið ríkjum og gert kristna trú að ríkistrú í ríki sínu á fyrri hluta fjórðu aldar. Þar var ein höf- uðkirkja kristinna landa, er Norð- urlandabúar nefndu Ægisif (Hagia Sofia). Þar var geymdur fjöldi heil- agra minja og voru sumar þeirra allra merkilegustu minjar kristinn- ar trúar. í kirkjunni var geymdur kross Krists sem Helena drottning Konstantínusar hafði haft með sér frá Jerúsalem. Þar eru ýmsir helgir menn taldir hvíla, Filippus og Jak- ob (annar með því nafni), Lúkas guðspjallamaður og Timóteus, auk Konstantínusar mikla og drottn- ingar hans. Þar eru líka taldar vera minjar margra helgra manna ann- arra, svo sem hægri hönd hins heil- aga Stefáns, höfuð Jóhannesar skír- ara og hægri armleggur og höfuð margra annarra dýrlinga. Þar var og fjöldi hluta sem Kristur eða ýmsir helgir menn höfðu átt eða tengdir voru við þá, svo sem spjót það sem Kristur var stunginn með, naglar sem hann var negldur með á krossinn, þyrnigjörðin sem lögð var honum um höfuð, möttull hans, svipan sem hann var húð- strýktur með, ker það sem hann Þýskt helgidómaskrín ættaö frá Köln og smíöað um 1175. Suöurfaram- ir leituðust viö að verða sér úti um helga dóma, eftir því sem efni leyfðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.