Tíminn - 14.05.1991, Side 6

Tíminn - 14.05.1991, Side 6
6 Tíminn Þriðjudagur 14. maí 1991 Tímiim MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Simi: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð f lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þjóðarsátt í hættu Sú spurning gerist sífellt áleitnari hvort úthaldið í þjóðarsáttinni sé að bresta. í því sambandi hljóta menn einnig að spyrja hvað því valdi að nauðsyn- legt þol í samstöðu þjóðfélagsaflanna ætlar e.t.v. að svíkja áður en þjóðarsáttartímanum er lokið. Hvorugri þessara spurninga er auðvelt að svara með afgerandi fullyrðingum. Eigi að síður verður vart einkenna um þenslu, sem m.a. kemur fram í hækkun framfærsluvísitölunnar og ekki er óeðli- legt að launþegar vilji vita hvort rúmist innan marka þjóðarsáttar. Vísitalan mælir nú meiri hækkanir frá mánuði til mánaðar en verið hafa frá upphafi þjóðarsáttar. Verðbólgan er nokkru meiri en viðmiðunartölur gerðu ráð fyrir, sem gerir það brýnt að aðilar þjóðarsáttarinnar ræðist við af fullri alvöru um horfurnar og finni leiðir til að sporna gegn hinni óhagstæðu þróun. Þegar svona stendur á er furðulegt að ríkisvaldið skuli hafa sérstaka forgöngu um vaxtahækkanir og einkennilegt að frammámenn vinnuveitenda skuli verja þá stefnu, þótt þeir í öðru orðinu segi að það íþyngi atvinnurekstri og þrengi möguleika fyrir- tækja til þess að standa undir launagreiðslum. Þjóðarsáttartíminn á að vera tími verðlagsstöðug- leika ekki síður en á sviði kaupgjalds. Engu er líkara en að hin nýja ríkisstjórn undir forystu sjálfstæðismanna geri sér ekki grein fyrir því vandasama samspili sem er er milli ríkisvalds- ins og hagsmunasamtakanna í landinu um fram- kvæmd þjóðarsáttar. Hér er bæði verið að skapa jafnvægi milli hagsmuna og hagstærða og sam- eina hagsmunasamtök og hin margvíslegu áhrifa- öfl í landinu um framkvæmd slíkrar jafnvægis- stefnu í efnahagsmálum. Hver sá þátttakandi í þessum samleik hagsmunasamtaka sem knýr fram breytingar á sínum hlut er með því að rjúfa sam- stöðuna og raska jafnvæginu. Ákvörðun ríkisvalds- ins um að hækka vexti er ófyrirgefanlegur glanna- skapur vegna þeirrar ögrunar sem í henni felst gagnvart þeim, sem hafa annarra hagsmuna að gæta og telja sig hafa stillt kröfum í hóf með tilliti til þess allsherjarsamkomulags að draga úr átök- um og hagsmunaárekstrum. Núverandi ráðamenn ríkisstjórnarinnar eru haldnir þeirri trú að efnahagslífinu verði best stjórnað með hávaxtastefnu. í þeirra huga ríkir há- vaxtakenningin ofar sjálfri þjóðarsáttinni og stendur utan við hana. Að þeirra áliti er þjóðar- sáttin um það eitt að halda niðri launagreiðslum, halda hlut launþega í þjóðartekjunum í skefjum, en styrkja hlut fjármagnseigenda, auka gróða af verðbréfum og öðru kapitali. Þessi viðhorf eru ögrun við tilgang þjóðarsáttarinnar. Þeir sem bor- ið hafa uppi þjóðarsáttina telja að sjálfsögðu að það heyri til góðri efnahagsstjórn að halda uppi raunvöxtum sem tryggja hag sparifjáreigenda, en vextir eiga ekki að misbjóða gjaldþoli heimilanna í landinu og þeir eiga ekki að vera gróðalind §tórkapitalistanna. GARRI Miðaft við þá reynslu sem lands- menn bafa af standinu C fcringum Davíð Oddsson jrarf engan að undra J>ðtt nú sé það haft fyrir satt í ftöí- miðlum að efcfci finnist haef persúna tíl þess að vera borgarstjóri í Reykjavífc að Davíð frágengnum. Ekfci stendur heldur á því að ýmsir það við uni hmn þögla meirihluta, að muldra f baim sér, en veit þó s&iu vití. Hvað sem segja má um Davíð eru auðvitað engin röfc fyrir því að Reyfcjavífc sé svo heifium horfin að ekki geti fcnmið maður í manns stað fsæti borgarstjóra. Ein- hvem veginn hafðí höfuðstaðurinn plumað sig, stækkað og eflst í meira en 190 ár (ab urbe condita) áður en Maður í manns stað Nú er það að vísu nofckuð Íangt að hverfa aftur tilátjándu aidartil þess að refcja nafnaþulu oddvita og fram- fcvæmdastjóra höfuðstaðar ísiands, sem orðinn var að borg iöngu áður en Davíð fæddist Borgarstjóraemb- ættið með því nafni varð að vfeu ekki tii fyrr en snemma á þessari öld En á þessum rúmu 80 árum hafa annarrí ástæðu. Þá sannaðist eins og við var að búast að biómstraði þrátt fýrir borgars^óra- skiptin. f störfum af þessu tagi fcemur nefnilega aliaf maður f manns stað. Varia ætti hæfum mönnum að fækfca, svo mjög sem borgaibúum fjöigar og höfuðborgin verður síst fyrir atgervisflótta. Þótt ekki verði efast um hæfni Davíðs Oddssonar, er víst að fjöidi manns stendur honum jafnfætis og margir sem eru honum hæfari, ef þeir lesa þvaðrið í DV á laugardaginn um einstaldma ár hópi, sem farið er að eitthvert upphafið nýnefni á meiri- dóm að vera „reynsiulitlar" eða hafa „staðið f sfcugga borgars(jórans“ og því dæmdar óbæfar. Vel má vera að þær séu það, þótt röfcfn fyrtr þess- um dómi $éu fcaldhæðnisieg. Hins að gera svo einhæfa mynd af því hvemig borgarstjóri á að vera að það er afar þröngur hópur sem finnst borgarstjórastarfið eftirsókuarvert. Hæfum mönnum hrýs hugur við að eigavon á því að þess verði af þeCm fcrafist að vera eins og Davíð Odds- son, þ.ea.s. að mælistifca á borgar- stjóraefni sé Davfð Oddsson. Hæfur maður úr röðum sjálfstæðLsmanna. Ld. Ólafúr B. Thors, sem myndi sómasérvei í borgarstjórastarfi, vifi aó sjálfsögðu láta meta sig á smum eigin verðleikum en efcki eftir þvr hversu bkur Irann sé Davfð Odds- marglr gegnt borgarstjórastörfum, (fojj.fcfr nafnleVSÍngjar hvcr á fehir oorum ntf sam* hver á fætur öðrum og yfirfeitt sam- dóma álit að aliir hafi verið ágætir borgarsfjórar hver á sína vísu. Það kann þó að vera satt, að með suma þeirra hafí verið iátið nreira en aöra. Þess gættí alitaf meira og minna í tali meirihlutans að sá sem fór.með borgaratjórastarfið í sinnið væri sá besti sem verið hefði fyrr og síðar og alveg ómissandi. Svo fcoro auðvitað að því að sidpta varð um borgarsfjóra af einni eða Sjálfstæðismenn eru komnir i ógöngur með það hvemig fjöbniðla- skrumið er búið að pumpa mikiu loftí í Davíð Oddsson og gera hann að númeri sem í reyndinni er tómt biöff, en í ímyndunum svo mfidli vcruieiki að þcir missa fótanna i tfl- verunni eins og maðurinn sem vissu sannleikann. aifúlhrúar hafa síðustu tvö fcjörtímahil verið óviriár nafnieysingjar I vaidamafíu Reyfcjavíkuríhaldsins. Maður úr sveitinni Magnús L, Sveinsson, sem ber af í þessum hópi í raun, er gæddur foiystuhæfileifcum, en bann til- heyrir efcki hástéttínni, stráfcur austan úr svcitum og hefúr ekfci einu sinni viðskiptafræóipnjf hvað Ef meirihiuti borgarsfiómar ætlar að halda sér við eigin samþykktir að kjósa rnann úr sínum hóp cr Magn- ús best að starfinu fcominn. Hann hefur langa reynslu sem borgarfull- trúi og féiagsmáiamaður. En um- fram alit ættí borgarstjómanneiri- hlutínn að svipta sjáifan sig nafn- leyndinni og svipleysinu. Borgar- búar eru leiðir á því að fá ekki aö sjá fratnan í þá og vita hvað þeir heita. Það er dapurlegt að horfa á hefian meirihiuta fcjörinna sljóraenda höf- uðborgárinnar rangla um eíns og sfcuggar í absúrdleikrit i. Flatneskja prósentunnar Merkilegar stofnanir hafa það hlutverk í þjóðfélaginu að reikna út prósentuna og finna þar með út hvort við stöndum í stað eða miðar eitthvað á leið. Prósentan er mál málanna því hún segir okkur hvort við erum að verða rík eða fátæk og jafnvel hvernig deila eigi út af- rakstrinum af puðinu og jafnvel hvort þjóðarsáttin er í gildi eða ekki. Urskurður um prósentuna skiptir sköpum. Ábúðarmiklar stofnanir settu ný- lega fram stærðfræðilega útreikn- aðar prósentur um innflutning og enn virðulegri stofnanir með mikla stærðfræðiþekkingu lögðu út af innflutningsprósentum sem hin fyrri reiknaði út og forstjórar pen- ingabréfastofnana og veðlánarar ýmiss konar lásu í tölumar og fengu út fróðlegar prósentur um þenslur, peninga í umferö, lán inn- anlands eða utan, eftirspurn inn- lána og eftirspum útlána, brott- rekstur víxlara úr musterinu, áhrif vaxta á verðbólgu og verðbólgu á vexti, svo eitthvað sé nefnt. Viðskiptabati og inn- flutningsaukning Reikningsglöggar tölvur rak í ro- gastans þegar þær sáu að innflutn- ingur fyrstu fjóra mánuði ársins var 30% hærri en á sama tíma í fyrra. Bílainnflutningur er 50% meiri í ár en í fyrra, miðað við fyrstu ársþriðjunga. Þessu hafði enginn búist við, enda allar stofnanir hárvissar um að við- skiptabatinn væri allur á annan veginn, en batinn sá er mikill og óumdeilanlegur og vill enginn upplýsa í hverju hann liggur. (Verð á fiski hækkaði um 30-50% í út- löndum — en látið það ekki frétt- ast.) Þar sem kaupmáttur launa er í lakara lagi og allir eru svo önnum kafnir að bæta kjör hinna verst settu þykja það firn mikil að inn- flutningur eykst um allan helming. Stofnanir og víxlarar finna skýr- inguna eins og skot. Launapakkið er farið að taka lán og kaupa óþarfa. Sparnaður er á leiðinni fjandans til og peningaútstreymi svakalegt. Uppáhald fjármálaráðuneytisins, hún Oddrún að vestan sem tínir orma í frystihúsi og er svo glúrin að kaupa skuldabréf ríkisins fyrir kaupið sitt, er allt í einu hætt að kaupa ríkisvíxla fyrir hundruð milljóna. Henni Oddrúnu or- matínslukerlingu finnast vextimir ekki nógu háir. Ríkið situr því uppi með víxlana sína. Sparifjáreigendur halda að sér höndum og eru jafnvel farnir að taka út, segja gúruar skuldabréfa- heimsins. Tugir milljarða lífeyris- sjóða og skattfrelsisfúlgna margs konar em kailaðir sparifé þegar svo verkast. Lán og kaup á óþarfa En það er innflutningsaukningin sem veldur tölvunum heilabrot- um. Því er slegið föstu og sagt frá í fréttum, að það sé greinilegt að fólk sé farið að taka lán til vöru- kaupa. Launþegum er sagt að þeir hafi engin efni á að fara svoleiðis með peningana og kafi bara enn dýpra i skuldasúpuna með slíku framferði. — Það á ekki að kaupa nýja bfiinn fyrr en betur árar, segja gúrúar auðmagnsins við fréttafólkið. Allar þessar flatneskjulegu út- skýringar gera ráð fyrir því að allir hafi það jafnskítt. Það er ekki íað að því að svo og svo stór hluti þjóð- arinnar njóti vildarkjara viðskipta- batans. Hverjir eru það sem eiga hluta- bréf sem hækka um helming á ári og kaupa skuldabréf með háum vöxtum og miklum afföllum? Hluti þjóðarinnar arðrænir hinn helminginn miskunnarlaust og mætti kannski reikna út hve há prósenta hvor hlutinn er. Ekki kæmi á óvart þótt ærið margir viðskiptavinir verðbréfafyr- irtækja og víxlarastofnana hafi góðar ástæður til að kaupa, jafnvel nýja bfia. Verð á erlendum fiskmörkuðum hefur hækkað með ólíkindum síð- ustu tvö árin og einkum síðasta ár- ið. Þeir sem eiga kvótann, útgerðar- fyrirtækin og útflutningsfyrirtæk- in, hafa átt mikilli tekjuaukningu að fagna, þótt afli hafi dregist eitt- hvað saman. Þeir sem njóta hluta- skipta hafa einnig notið góðs af og er tekjuaukning þeirra í engu sam- ræmi við þjóðarsáttarkaupið í landi. Það eru margir á íslandi sem búa við góðar tekjur og hafa efni á að kaupa og ætti að vera óþarfi að vera að ljúga því upp á meðaltekju- fólk að það sé farið að siá lán til að kaupa lúxus þegar kaupmáttur þess stendur í stað eða minnkar. Sem betur fer eru nógu margir nógu tekjuháir til að standa undir auknum innflutningi á þörfum vörum sem óþörfum. Aumingjaflatneskjan á ekki alls staðar við. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.