Tíminn - 14.05.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.05.1991, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 14. maí 1991 Tíminn 9 Ársskýrsla Veiðimálastofnunar um fiskeldi á síðasta ári er svört: Spár um framleiðslu á eldislaxi standast ekki Á síðasta ári framleiddu íslenskar fiskeldisstöðvar 8,2 milljón gönguseiði sem er tæplega 2 milljónum færri seiði en árið 1989. Framleiðslugeta seiðaeldisstöðvar er hins vegar um 20 milljónir gönguseiða. Áætlanir fiskeldismanna um framleiðslu á síðasta ári virðast ekki hafa gengið eftir. í upphafi árs var áætlað að framleidd yrðu 4.830 tonn af sláturfiski. Framleiðslan varð hins vegar ekki nema um 3.500 tonn. Skýrsla Veiðimálastofnunar um framleiðslu í íslensku fiskeldi árið 1990 sýnir að erfiðleikar sem grein- in hefur átt við að stríða síðustu ár eru ekki að baki. Þetta endurspegl- ast m.a. í því að framleiðsluverð- mæti í fiskeldi í íyrra var 1.924 millj- ónir, en var 2.351 milljón króna árið 1989. Ársverk í fiskeldi voru 321 ár- ið 1989, en voru komin niður í 240 í fyrra. Veiðimálastofnun var með 92 fiskeldis- og hafbeitarstöðvar á skrá hjá sér í fyrra. Árið 1989 voru þær 105 og árið 1988 125. Það er því samdráttur í þessari atvinnugrein en ekki vöxtur eins og menn vonuðu að yrði. Á árinu 1990 voru framleidd um 7.551 þúsund gönguseiði, 596 þús- und stórseiði og 2.886 tonn af laxi. Seld voru 2.964 tonn af laxi, en árið 1989 voru seld 1.598 tonn af laxi og er þetta um 85% söluaukning milli ára. Að þessari framleiðslu stóðu 34 stöðvar. Framleiðsluverðmæti í fisk- eldi á árinu 1990 var 1.924 milljónir króna. Slátrað var og seldur fiskur að verðmæti um 1.042 milljónir króna. 13 starfandi hafbeitarstöðvar í landinu endurheimtu alls 90.726 laxa úr sjó á síðasta ári eða um 280 tonn. Þetta er um tvöfalt meira en árið 1989, en þá endurheimtu haf- beitarstöðvar um 64 þúsund laxa. Þetta er þó minna en fiskeldismenn spáðu að myndi endurheimtast. í upphafi síðasta árs spáðu þeir að hafbeitarstöðvar myndu endur- heimta 400 tonn af laxi. Fyrirhugað er að sleppa í hafbeit um 6 milljón- um gönguseiða sem er svipað og í fyrra. 75% af öllum seiðum sem framleidd eru á íslandi er sleppt í hafbeit. Eldisrými í seiðaeldisstöðvum var um síðustu áramót alls 40.300 rúm- metrar. í þessu rými er hægt að framleiða um 20 milljónir göngu- seiða. Framleiðslan á síðasta ári var hins vegar aðeins rúmlega 8 millj- ónir seiða. Framleiðslugeta strand- og landeldisstöðva er um 3.000 tonn á ári. Framleiðsla þessara stöðva á síðasta ári var hins vegar innan við 2.000 tonn. Framleiðslugeta kvía- og fareldisstöðva er 2.500 tonn. Um síðustu áramót voru birgðir af lif- andi Iaxi í þessum stöðvum 1.208 tonn og á síðasta ári var slátrað 675 tonnum af laxi frá þeim. Fram- leiðslugeta matfisksstöðva er því 5.500 tonn, en birgðastaða um síð- ustu áramót var 2.665 tonn og fram- leiðsla á síðasta ári varð aðeins 2.886 tonn. Því hefur stundum verið haldið fram að fiskeldið á íslandi sé byggt á vafasömum áætlunum. Séu skýrslur Veiðimálastofnunar skoðaðar kemur í Ijós að fiskeldismenn hafa verið of bjartsýnir um framleiðslu. í skýrslu stofnunarinnar fyrir árið 1989 var því spáð að framleiðsla fyrir árið 1990 yrði 4.830 tonn, þar af eldislax 4.000 tonn, hafbeitarlax 400 tonn og silungur 430 tonn. Niðurstaðan varð hins vegar að framleiðslan varð um 3.500 tonn. 2.886 tonn voru fram- leidd af eldislaxi, 280 tonn af hafbeit- arlaxi og 365 tonn af silungi. í ár hefur stofnunin lækkað spá um framleiðslu á eldislaxi um helming og spáir að framleidd verði 2.000 tonn af laxi. Hún spáir að 500 tonn heimtist af hafbeitarlaxi og 500 tonn af silungi eða samtals 3.000 tonn. Því er spáð að heildarverðmæti slát- urfisks verði 1.075 milljónir. Spá fyrir síðasta ár hljóðaði upp á 1.438 milljónir, en niðurstaðan var að verðmæti fisksins varð 1.042 millj- ónir. -EÓ Ftuyleiöir: Samið við Skeljung um elds- neytiskaup Flugleiðir hafa ákveðið að ganga tll samninga við Skelj- ung hf, um eldsneytiskaup og afgreiðslu fyrir flugvclar fé- lagsins í Evrópu- og innan- landsflugi. Tilboð voru opnuð í síðustu viku og er samið til árs f senn. Um er aö ræða tæplega 300 mllljón króna viðskipti á þessu ári, á báðum flugvöliunum hér heima. Flugieiðir búast við að með útboðinu lækki kostnaður félagsins vegna eldsneytis- kaupa um 20 milljónir króna. Öll íslensku olíuféiögin sendu inn tilboð f afgrelðslu og sölu eldsneytis á Keflavíkurflug- vellí. Skeljungur og OIís buðu í afgreiðslu og sölu á Reykjavík- urflugvelii. Að auki var gefinn kostur á að bjóða í hvoru tveggja með það fyrir augum að tryggja aukinn afslátt. Tilboð Skeljungs var talið hagstæðast miðaðvið að samið yrði við fé- lagið um afgreiðslu á báðum flugvöllunum. Iðnaðarmenn og skrifstofukarlar fengu minnstar launahækkanir á síðasta ári: Láglaunafólkinu hélst betur á kaupmættinum „Þróun kaupmáttar á árinu 1990 var með þeim hætti að hann hélst svo til óbreyttur á fyrstu þrem ársfjórðungunum og jókst síðan nokkuð á þeim fjórða,“ segir í fréttatilkynningu frá Kjararannsókn- arnefnd. Og það sem meira er, aldrei þessu vant virðist láglauna- stéttunum (sérstaklega kvennastéttunum) hafa haldist hvað best á kaupmættinum. Hæst launuðu hóparnir, iðnaðar- menn og skrifstofukarlar, hafa bor- ið minnstar kauphækkanir úr bít- um, þegar bornir eru saman 4. árs- fjórðungur 1989 og sami ársfjórð- ungur 1990. Á þessu eins árs tímabili lengdist meðalvinnuvikan hjá öllum kvennastéttunum innan ASÍ — mest um 1,2 stundir hjá afgreiðslu- konum. Á hinn bóginn styttist vinnuvikan hjá öllum karlastéttun- um (mest 1,2 stundir hjá verkakörl- um) nema afgreiðslukörlum, hverra vinnuvika lengdist um 0,5 stundir. Bæði greitt tímakaup og heildar- mánaðarlaun ASÍ stéttanna hækk- uðu um 6% frá fjórða ársfjórðungi 1989 til sama fjórðungs 1990. Það svarar til rúmlega 2% kaupmáttar- rýrnunar, sem Kjararannsóknar- nefnd segir alla tilkomna á 4. árs- fjórðungi 1989. Þarna er líka um að ræða meðaltalstölur fyrir alla ASÍ hópana. Greitt tímakaup verkafólks hækk- aði nokkru meira, eða rúmlega 7%. Og með lengri vinnutíma komust kvennastéttirnar raunar hjá áður- nefndri kaupmáttarskerðingu með- altekna. Með sinni löngu vinnuviku náðu afgreiðslukonurnar m.a.s. 3% auknum kaupmætti á tímabilinu. Það voru iðnaðarmenn og skrif- stofukarlar sem skertur kaupmátt- ur bitnaði mest á, 3-4% skerðing hjá iðnaðarmönnum og um 6% skerðing hjá skrifstofukörlum, hvort sem miðað er við greitt tíma- kaup þeirra eða heildarmánaðar- tekjur. Mánaðartekjur fullvinnandi ASÍ- stétta, og hækkun þeirra á einu ári, var sem hér segir á síðustu mánuð- um ársins 1990. Mánaðartekjur á fjórða ársfjórðungi Verkakonur 80.000 7,9% Guðfræðingar vígðir til embætta Herra Ólafur Skúlason, biskup ís- lands vígði sl. sunnudag sex guð- fræðinga sem ráðnir hafa verið til prestsembætta að undanförnu. Vígsluathöfnin fór fram í Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Hinir nýju prestar eru: Axel Árna- son, sem vígðist til Stóra-Núps í Árnessýslu, Bjarni Þór Bjarnason, er verður hérðasprestur í Kjalar- nesprófastdæmi, Egill Hallgríms- son til Skagastrandar, Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sem verður prestur aldraðra í Reykjavík, Ingi- leif Malmberg, til Norðfjarðar, og Þór Hauksson sem verður aðstoð- arprestur í Árbæjarprestakalli í Reykjavík. Afgr.konur 83.000 11,4% Skrifst.kon. 87.500 8,9% Verkakarlar 101.500 5,0% Afgr.karlar 113.100 10,0% Skrifst.ka. 127.100 1,9% Iðnaðarmenn 132.700 3,7% Meðaltal 102.700 6,0% Meðaltekjur afgreiðslufólks hafa hækkað áberandi mest. Enda virð- ist vinnuvika þeirra stöðugt vera að lengjast. Með sömu þróun virðist stutt í það að afgreiðslufólkið verði orðið með langlengsta vinnutíma allra stétta á íslandi. - HEI Frá lokatónleikum Tónskóla Hólmavíkur- og Kirkjubólshrepps: Guðbjörg Gunnlaugsdóttir við píanóið. Hólmavík: Lokatónleikar tónskólans Sl. sunnudag lauk starfsári Tón- skóla Hólmavíkur með nemendatón- leikum í Hólmavíkurkirkju. Tónskóli Hólmavíkur og Kirkju- bólshreppa var stofnaður 1984 og hefur því starfað í 7 ár. Skólaárið 1989-1990 lá skólahald þó niðri, þar sem ekki tókst að ráða kennara til skólans. Nemendur tónskólans eru um 40 talsins og komu þeir nær allir fram á lokatónleikunum. Stefán Gíslason. Akureyri: Jón Hlöðver útnefndur bæjarlistamaður Jón Hlöðver Áskelsson tónlistar- maður hefur verið útnefndur næsti bæjarlistamaður Akureyrar. Jón er annar listamaðurinn sem þennan titil og meðfylgjandi starfslaun hlýtur, en á síðasta ári var mynd- listarkonan Kristjana F. Arndal út- nefnd. Jón Hlöðver hefur getið sér gott orð fyrir tónsmíðar og tónlist- arstörf almennt. Þetta var tilkynnt í hófi Menning- armálanefndar Akureyrar sem hald- ið var fyrir skömmu. Jafnframt voru veittar viðurkenningar úr Húsfriðunarsjóði Akureyrar og Menningarsjóði Akureyrar. Úr Húsfriðunarsjóði voru eftir- töldum aðilum veittar viðurkenn- ingar fyrir endurbyggingu og við- hald; Stefanía Ármannsdóttir og Baldur Sigurðsson, fyrir Aðalstræti 62. Helgi Vilberg og Guðmundur Ármann vegna Listaskálans v/Kaupvangsstræti, Jóhann Sig- urðsson fýrir Lækjargötu 2 og Kaupfélag Eyfirðinga fyrir „Höepfn- er“, Hafnarstræti 20. Viðurkenningar úr Menningar- sjóði hlutu: Áskell Jónsson tón- skáld, Bragi Sigurjónsson rithöf- undur og Jón Gíslason trésmíða- meistari. hiá-akureyri. Zontakonur færa Háskólanum gjafir Zontaklúbburinn Þórunn hyrna á Akureyri færði nýverið bókasafni Háskólans á Akureyri að gjöf áskrift af geisladiskinum CINAHL, eða gagnasafninu Nursing and allied he- alth. í fréttatilkynningu frá Háskól- anum kemur ennfremur fram að Zontakonur hafi ákveðið að færa bókasafninu gjafir í upphafi hvers árs. Jafnframt mun klúbburinn veita verðlaun á ári hverju, þeim nem- enda á fjórða ári við heilbrigðisdeild sem sýnir bestan árangur í námi. Á CINAHL-diskinum er gagnasafn sem hefur að geyma færslur allt frá árinu 1983. Annan hvern mánuð kemur nýr endurnýjaður diskur, og hefur þá efni sem gefið hefur verið út á tveimur undangengnum mán- uðum verið bætt inná. Efnið er f.o.f. ætlað hjúkrunarfræðingum, starfs- fólki við heilsugæslu og nemendum á sviði heilsugæslu. Greinar úr ríf- lega 300 tímaritum eru reglulega færðar inná diskinn, auk þess sem hundruð bóka sem lúta að: iðjuþjálf- un, sjúkraþjálfun, meinatækni, röntgentækni o.fl. atriðum sem snerta heilusugæslu er að finna á diskinum. hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.