Tíminn - 14.05.1991, Side 16

Tíminn - 14.05.1991, Side 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Jaröskjálftahrinan í Hverageröi. Gísli Garðarsson: „Kippum okkur ekki upp viö smákippi“ Síðdegis í gær hafði mikið dregið úr jarðskjálftunum í Hveragerði og þar í kring. Mældust þá að jafn- aði þrír til fjórir vægir kippir á klukkustund. Um hádegi á sunnu- dag hófst hrina og urðu snörp- ustu kippimir 2,7 og 3,3 á Richt- er. Upptökin eru í Selfjalli, sem er 3 kflómetra norðan við Hvera- gerði. Snarpasti skjálftinn, sem var 3,4, reið yfir um klukkan hálf fjögur í gærdag. „Það var eins og kæmi högg undir húsið. Slíkt er óvenju- legt, því oft fylgir einhver titringur á undan svona skjálftum," sagði Gísli Garðarsson, bæjarstjómar- maður í Hveragerði. „Þetta var ekkert til þess að kippa sér upp við," bætti hann við. Ekki urðu neinar skemmdir f Hveragerði, en hús nötmðu, myndir á veggjum skekktust og munir féllu úr hill- um. Nokkuð hefur verið um jarð- skjálfakippi á Suðurlandi frá í janúar, þegar Hekla gaus. Ekki er hægt að setja þessa skjálfta í ein- hlítt samhengi. En jarðskjálftar í Hveragerði og nágrenni eru ekki óalgengir og árin 1971, 1977 og 1984 hafa komið hrinur sem allar hafa verið af svipaðri stærð og í fyrradag. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessir skjálftar boði nokkurn skapaðan hlut annan en sig sjálfa," sagði Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur. Gísli Garðars- son sagði að bæjarstjómin í Hvera- gerði hefði ekki séð ástæðu til þess að viðhafa neinar ráðstafanir vegna þessa. „Við kippum okkur ekki upp við svona smákippi," sagði Gísli. -sbs. Kristján Ágústsson jarðeðlisfræðingur virðir hér fýrir sér á tölvuskjá hvemig skjálftamir komu firam á mælum. Tímamynd: Ámi Bjama RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Holnarhusinu v Tryggvogotu, Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga POSTFAX 91-68-76-91 HOGG- > DEYFAR IVerslió hiá faemönnum varahluti LH'-Haaarshóffri-s. 67-Ó744 J TVÖFALDUR1. vinninqur Ií lllinu ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ1991 Alþýðusam- bandið með færeyskum verkamönnum Föroyja Arbeidarafélag á í hörðum vinnudeilum við vinnuveitendur á eyjunum. Samningar runnu út 1. maí. ítrekaðar tilraunir til lausnar deilunum hafa engan árangur borið. Vinnuveitendur höfnuðu tillögum sáttasemjara, sem Arbeidarafélagið samþykkti, og settu á verkbann. í bréfi, sem Föroyja Arbeidarafélag hefur sent ASÍ, segir: „Hér með förum við þess á leit við Alþýðusamband íslands að sam- bandið og aðildarsamtök þess sýni félagsmönnum okkar fyllstu sam- stöðu og sjái til þess að hvergi verði gengið inn á verksvið félagsmanna okkar meðan á deilunni stendur, þ.m.t. við löndun eða afgreiðslu fær- eyskra fiskiskipa sem ieita kynnu til erlendra hafna meðan á deilunni stendur." í tilkynningu frá ASÍ segir: „í ára- tugi hafa íslensk og færeysk verka- lýðsfélög veitt gagnkvæman stuðn- ing í vinnudeilum. Alþýðusamband íslands hvetur því aðildarfélög sín til að fylgja þessum tilmælum ef á reynir." -aá. Þingflokkur Framsóknar Núverandi þingflokkur Framsóknarflokksins eftir setningu Alþingis í gær. Frá vinstri Jón Helgason, Guðni Ágústsson, Jón Kristjánsson, Páll Pétursson formaður þingflokksins, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Steingrímur Hermannsson, Valgerður Sverrisdóttir varaformaður þingflokksins, Finnur Ingólfsson, Guðmundur Bjamason, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Ólafur Þ. Þórðarson og Stefán Guðmundsson. Tímamynd: Ámi Bjama ALVARLEG UMFERÐAR- SLYS A NORÐURLANDI Davíð og Perlan Davíö Oddsson borgarstjóri lagði Davíð lagði homsteininn. Hann á laugardaginn homstein að út- sagði í ávarpi að útsýnishúsið sýnishúsinu á Öskjuhlíð. Þetta hefði á stundum verið kallað Perl- var eitt síðasta embættísverk Dav- an og þar sem það væri fallegt íðs sem borgarstjóra. nafn mæltist hann tU að það nafn Fjöldi gesta var viðstaddur þegar festíst við húsíð. -sbs. Tveir útlendingar úr- skurðaðir í vaiðhald Tvö alvarleg umferðarslys urðu á Norðurlandi um helgina. Á laugar- dag var ekið á mann á hestí á Krossanesbraut við Akureyri, með þeim afleiðingum að maðurinn kastaðist af baki, og slasaðist mik- ið. Aðfaranótt sunnudags var bif- reið ekið útaf veginum við bæinn Háls í Fnjóskadal. Ökumaður og þrír farþegar vom í bflnum, og vom allir fluttír á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknardeildar lögreglunnar á Akur- eyri varð slysið á Krossanesbraut *■ með þeim hætti að bifreið var ekið yfir blindhæð, þar sem fjórir reið- menn voru á ferð. Ökumaðurinn náði ekki að stöðva bifreiðina, og ók aftan á einn hestinn. Hesturinn kastaðist uppá vélarhlíf bflsins, og knapinn í götuna. Knapinn var flutt- ur á slysadeild á Akureyri, og síðan til Reykjavikur þar sem gerð var að- gerð á höfði hans, en auk þeirra meiðsla var annar lærleggur hans tvíbrotinn. Hestinn sakaði hins veg- ar ekki. Bifreiðin, sem fór útaf veginum í Fnjóskadal, fór nokkrar veltur, og er talin ónýt. Ökumaður og þrír far- þegar voru allir fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Einn farþeganna var meðvitundar- laus og var ekki kominn til meðvit- undar á sunnudagskvöld. Annar far- þegi var kjálkabrotinn, og fékk að fara heim að aflokinni aðgerð hjá tannlækni á sunnudag, en ökumað- ur og einn farþeganna fengu að fara heim strax að lokinni rannsókn um nóttina. Þá var einn ökumaður tekinn fyrir meinta ölvun við akstur, og annar sviptur ökuleyfi vegna hraðaksturs. Hann mældist á 96 km hraða innan bæjarmarka Akureyrar þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km. hiá-akureyri. Þýskur maöur og spænsk kona voru um helgina úrskurðuð í gæsluvarð- hald fyrir smygl á rúmu einu og hálfu kflói af hassi tíl landsins. Þau munu hafa komið til landsins í síðustu viku og fannst smyglið við leit í íbúð þar sem þau dvöldust.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.