Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. maí 1991 Tíminn 3 Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ ræddi um sérstöðu íslands í EES viðræðunum á þingi ETUC: Hagsmunir íslendinga eru meiri en nokkurrar annarrar þjóðar „Er einhver hér á þessu þingi sem myndi vilja mæla með því við félagsmenn sína í heimalandinu að ganga ti! samninga um efna- hagssvæði þar sem 70% af útflutningi lands ykkar fengi ekki sanngjörn kjör á markaðssvæðinu?“ Þessari spumingu varpaði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ fram í gærdag á þingi ATUC, Evrópusambandi verkalýðsfélaga í Evrópu. Þar er hann nú stadd- ur ásamt Ögmundi Jónassyni, formanni BSRB. í ræðu sinn dró forseti ASÍ fram sérstöðu íslendinga í samningun- um um evrópskt efnahagssvæði og þá einkum hvað varðaði hagsmuni okkar í sjávarútvegsmálum. Hann sagði hagsmuni íslendinga í þess- um samningum vera meiri en nokkurrar annarrar þjóðar sem í þeim tæki þátt og þeir gætu haft áhrif á kjör allra launþega. „Það er öllum Ijóst að fiskveiðistefna Evr- ópubandalagsins hefur brugðist. Rányrkja hefur verið ríkjandi á fiskimiðum Evrópu meðan stjórn- unaraðferðir okkar íslendinga á fiskimiðunum hafa dugað vel þó þær séu engan veginn fullkomnar. Ég nefni þetta hér vegna þess að það skiptir máli að fara vel með þær auðlindir okkar í heimi þar sem margir svelta." Ásmundur sagði sérkennilegt ef eina þjóðin í Evrópu, sem gæti rek- ið fiskveiðar sínar án ríkisstyrkja, fengi nú ekki að taka þátt í frjálsri samkeppni í markaðslöndum Evr- ópu. Ef sú yrði niðurstaðan gengi hún þvert á hagsmuni neytenda og það meginmarkmið EES samning- anna að bæta lífskjör almennings. Mikil hætta á að samningaviðræð- ur færu í hnút vegna þess að sjáv- arútvegur í V- Evrópu, sem uppfyll- ir öll skilyrði sem gerð eru til fram- leiðslugreina í iðnaði, óskaði eftir því að fá að keppa við sjávarútveg annarra þjóða á grundvelli jafnrétt- is. Að lokum skoraði forseti ASÍ á þingfulltrúa að kynna sér afstöðu íslendinga og hvatti verkalýðssam- tök að þrýsta á ríkisstjórnir sínar um að styðja okkar. -sbs. Sorpa tekur nú á móti spilliefnum Eiður Guðnason umhverfisráð- herran afhenti í gær Sorpu, sorp- eyðingarstöð höfuðborgarsvæðisins í Gufunesi, starfsleyfi fyrir móttöku spilliefna. Það eru þau efni sem geta haft mengun í för með sér. í starfsleyfi spilliefnamóttökunnar eru ströng ákvæði um meðferð efna. Kveðið er á um að fyrirtækið komi upp aðstöðu til reglulegrar söfnunnar spilliefna hjá fyrirtækj- um og stöðvum þar sem almenn- ingum getur skilað þessum efnum. Frá þeim því í mars í fyrra hafa borist þangað 120 tonn af spilliefn- um sem send hafa verið til Dan- merkur. -sbs. Borgarleikhúsið: Hátíðarsýning Sólheima Leikfélag Sólheima í Grímsnesi er 60 ára. Það er fyrsta og elsta leikfé- lag fyrir þroskahefta á íslandi. Af þessu tilefni verður sérstök hátíð- arsýning á ævintýrinu um Stígvél- aða köttinn í leikgerð Alexöndru Kjuregej Argunovu. Sýningin verð- ur Borgarleikhúsinu 22. maí nk. kl. 20:00. Leiklistarstarf í Sólheimum hófst haustið 1931. Þá var leikritið Ása eftir Margréti Jónsdóttur sett upp. í hálfa öld einkenndist starfsemin af uppfærslum á goðsögum og helgi- leikjum. Þær voru árstíðabundnar. Á aðventu var sýnt leikrit um Adam og Evu. Á jólum fæðing frelsarans. Á þrettándanum var sýnt af Heródesi og vitringunum frá Austurlöndum. A sumardaginn fyrsta voru skraut- sýningar, eða goðsögur eins og Persival, Burnirótin og Þrymskviða á dagskrá. Leikrit þessi voru flutt í leikgerð dr. Rudolfs Steiner, byggðar á germanskri leikhefð. Á síðasta áratug hefur verkefnaval Leikfélagsins tekið breytingum. Lát- bragðsleikur með sögumanni tekið við af flutningi hefðbundins leik- hústexta. Árið 1986 varð mikil breyting á allri aðstöðu fyrir leikhús í Sólheimum. Þá var íþróttahús Sól- heima fullgert. Það var reist fyrir sjálfaflafé, sem Reynir Pétur Ingva- son safnaði á íslandsgöngu sinni. Húsið er glæsilegur minnisvarði um hlýhug og velvilja sem Sólheimar njóta með þjóðinni. -aá. Úr uppfærslu Leikfélags Sólheima. Öruggasta aftursæti í heimi! Volvo hannar sína bíla með öryggi allrar fjölskyldunnar í huga, þess vegna kaupa fjölskyldur Volvo. Með Volvo 940 og 960 heldur Volvo áfram að ryðja brautina í öryggismálum. Nú hefur Volvo fyrstur allra bifreiðaframleiðenda í heiminum komið fyrir innbyggðum barnabílstól í aftursæti. Auk þess hefur Volvo komið fyrir þriggja punkta öryggisbelti og höfuðpúða fyrir þriðja farþega í afmrsæti. Þessi búnaður er ekki fáanlegur í nokkrum öðrum bifreiðum en Volvo 940 og 960 og því má með sanni segja að hér sé um að ræða öruggasta aftursæti í heimi. Það verður að teljast hálf einkennilegt að engum hafi dottið í hug að gera þetta fyrr, en það er aftur á móti ekki einkennilegt að það skuli fyrst vera Volvo! VOLVO Bifreið sem þú getur treyst!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.