Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 10
22 Tíminn Laugardagur 18. maí 1991 TÓNLIST '■ •• ■ j';i. Sinfóníutónleikar í Langholtskirkju Eftirfarandi er pistill um sinfóníu- tónleika, sem haldnir voru í Lang- holtskirkju 21. mars sl. Hundrað manns eða svo komu fram, húsfyll- ir var í kirkjunni og almennur fögnuður með tónleikana - hvers vegna birtist þessi grein svona seint? Ég bara spyr! Fræðimenn telja að guð hafi gefið mönnunum málið til að þeir gætu leynt hugsunum sínum. Og jafnsatt væri það, að guð hefði gefið mönn- unum fjölmiðlana til að forða þeim frá upplýsingu. Því einn meginþátt- urinn í forheimskun mannanna er fjölmiðlunin - upplýsingaflæðið svonefnda - sem bylur sífellt á skilningarvitunum eins og gnauð- andi vindur. Fréttajaplið byrjar í út- varpinu kl. 7 á morgnana og þrýtur ekki fyrr en 17 klst. síðar. Skömmu sfðar bætast morgunblöðin við, þá síðdegisblaðið og loks sjónvarpið, allir staglandi sömu fréttirnar: veg- ur ófær á Vestfjörðum, flugslys í Argentínu, maður rændur í Banka- stræti, írakar sækja á í Kúrdistan, hús brennur á Kópaskeri, kommar vinna í Albaníu, Jón Hannibalsson segir. Af sama toga er „gagnrýni á staðnum", - tónleikar í gær fá um- sögn f dag og svo er hvort tveggja gleymt, líkt og gárur frá steini sem kastað er í tjörn. En fréttasjónar- miðið í tónlistargagnrýni gleymir því, að þeir sem tónleika sækja eru ekki nema örlítið brot af þeim fiölda sem líklegur er til að lesa frá- sögn af tónleikunum, Qg má því einu gilda hvenær umsögnin birtist - í rauninni má flesta einu gilda hvort tónleikarnir, sem um var fjallað, voru yfirleitt haldnir. Marg- ir líta jafnvel á tónlistargagnrýni sem sjálfstæða listgrein sem þá ekki tengist hugsanlegum tónleik- um að öðru Ieyti en því að þiggja frá þeim andagift, og frá þeirra sjónar- miði ættu hvorki tónverkin sem flutt voru né listamennirnir sem fram komu að þurfa að eiga sér nokkurn stað í raunveruleikanum. Því er hins vegar ekki til að dreifa um tónleika Sinfóníuhljómsveitar- innar í Langholtskirkju 21. mars: þeir voru raunverulega haldnir með miklum glæsibrag undir stjórn Páls P. Pálssonar; Áshildur Haraldsdóttir spilaði á fiautu og sönghópurinn Hljómeyki ásamt einsöngvurum fluttu Sjö síðustu orð lausnara vors á krossinum eftir Haydn. Á efnisskrá voru þrjú verk þriggja stórmeistara: Hljómsveitarsvíta nr. 3 í D-dúr eftir Jóhann Sebastían Bach, G-dúr konsert Wolfgangs Amadeusar Mozart fyrir flautu, K. 313, og fyrrgreind kantata Jóseps Haydn. Húsfyllir var í kirkjunni og góður rómur gerður að flutningi listafólksins. Um svítu Bachs er fátt annað að segja á þessu stigi málsins er það, að hún frá Anhalt-Cöthen árum Bachs - á sömu árum samdi hann m.a. Brandenborgarkonsertana og fjórar hljómsveitarsvítur - og að unun var á að hlýða. Það orð hefur farið af Mozart, að honum þætti flautan leiðinlegt hljóðfæri, og byggist það á bréfum til föður hans Leópolds, sem hann skrifaði á meðan hann var að upp- fylla pöntun frá hollenskum auð- manni um tvo flautukonserta og þrjá flautukvartetta. Þessa þykir þó ekki sjá stað í verkunum sjálfum, enda gat þessi Guðs fingur tónlist- arinnar víst ekki samið nema góða tónlist. Áshildur Haraldsdóttir er, eins og Iandsmenn vita, ungur og upprennandi listamaður sem „hef- ur allt með sér“ sem kallað er, tæknikunnáttu, æsku, útlit og framkomu. Enda flutti hún Mozart- konsertinn mjög vel, en samt var aukalagið eftir Debussy ennþá betra - kannski verður Mozart al- veg fullkominn hjá henni eftir nokkur ár. í tónleikaskránni segir frá því að Haydn dvaldist tvívegis í Lundún- um á árunum 1791-95. Þar vaknaði áhugi hans á kórverkum, og einn fyrsti ávöxtur þess áhuga var kant- atan um Sjö síðustu orð lausnarans á krossinum. Um svipað leyti samdi hann ekki færri en sex messur, auk stórvirkjanna Sköpunarinnar og Árstíðanna. Sem fyrr sagði, flutti sönghópur- inn Hljómeyki - 25 söngvarar sem Sigursveinn K. Magnússon æfir - kantötuna ásamt fjórum einsöngv- urum, þeim Mörtu Guðrúnu Hall- dórsdóttur (sópran), Sigríði Jóns- dóttur (alt), Þorgeiri J. Andréssyni (tenór) og Magnúsi Baldvinssyni (bassa). Þau eru öll við nám og störf erlendis nema Þorgeir - og mátti ekki á milli sjá hver söng feg- urst. í stuttu máli voru þetta sem- sagt sérlega skemmtilegir tónleik- ar. Sig.St. Dinrcm- rödduð Lágfiðlukonsert Bartóks! söng- kona Á háskólatónleikum heyrist oft sitthvað skrýtið og skemmtilegt eins og vera ber — háskóla- menn, en einkum stúdentar, eru þó næstum því jafn sjaldséðir þarna og hvítir hrafnar — og á einum slíkum (17. aprfl) fluttu Hrönn Hafliðadóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir sönglög eftir Benjamin Britten (1913- 76). Hrönn er kontraalt, nefni- lega eins dimmrödduð og söng- konur gerast, en þó raddsterk vel, og aldeilis prýðileg söng- kona. Hún flutti þarna tvo flokka söngva eftir Britten, fyrst fimm vögguvísur eftir ýmis skáld Breta, og síðan fjórar þjóð- lagaútsetningar. Og flutti þetta dæmalaust vel með styrkri stoð Þóru Fríðu. Hrönn ætti bara að fyngja oftar fyrir fólkið. Sig.St. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveit- arinnar 4. apríl stjórnaði Ungverj- inn Ivan Fischer, en Helga Þórar- insdóttir spilaði á lágfiðlu. Ivan Fi- scher er sagður með hæfileikarík- ustu ungum mönnum, en af þeim er mikið í Ungverjalandi - þeim eigum við m.a. öðrum fremur að þakka atómsprengjuna. Þeirri sprengju tengdust einir fimm ung- verskir en þýskmenntaðir eðlis- og stærðfræðingar, sem voru stund- um kallaðir „mennirnir frá Mars“, t.d. Szilard, Neumann og Teller, líklega vegna þess að þeir hugsuðu skýrar en gengur og gerist. Það var Szilard sem fyrst datt í hug að búa til atómsprengju, og Teller er kall- aður „faðir vetnissprengjunnar". Allir voru þeir gyðingar og aldir upp í smáþorpum í Karpatafjöll- um, rétt eins og margir af okkar vísinda- og andans mönnum eru utan af landi. Sennilega á Ivan Fi- scher líka ættir að rekja í Karpata- fjöllin, en í tónlistarskóla gekk hann í Búdapest þar sem hann lærði tónsmíðar og sellóleik, en hljómsveitarstjórn í Vín. Og það fag kann hann sýnilega vel. Á efnisskrá voru þrjú verk: Róm- yerskt karnival op. 9 og Haraldur á Ítalíu op. 16 eftir Hector Berlioz (1803-69), og 1. sinfónía Tsjajkof- skís (stafsetning tónleikaskrár; 1840-93), nefnd Dagdraumur á vetri. Rómverska karnivalið er unnið upp úr misheppnaðri óperu sem Berlioz hafði samið, og er ólíkt henni prýðilega heppnað og vinsælt hljómsveitarstykki. Tónleikaskráin segir frá því hvernig „Haraldur á Ítalíu" tengist nöfnum tveggja frægðarmanna, Byrons lávarðar og meistarafiðlar- ans Paganinis. Paganini átti að hafa hlýtt á tónleika með verkum Berlioz í desember 1833 og í fram- haldi af því falast eftir hljómsveit- arverki með einleikshlutverki fyrir lágfiðlu. Slík verk voru fágæt, en Paganini átti lágfiðlu, smíðaða af Stradivariusi, mikla gersemi sem hann langaði að láta heyrast. Berlioz varð við þessu, en verkið tók aðra stefnu en til var ætlast. í æviminningum sínum segist Berlioz hafa sýnt Paganini fyrsta þáttinn, en hon.um þótt einleiks- hlutverkið of veigalítið og „þagn- AVINNSLU- HERFI Viðurkennd hlekkjaherfi 2 stærðir fyrirliggjandi Breidd Þyngd Verð 2,90 m 152 kg kr. 27.000 3,50 m 179 kg kr. 32.000 Verð án virðisaukaskatts JKonTO/RDlJÍ! TUíiísúiífuj HOFÐABAKKA 9 112 REYKJAVIK SIMI 91-670000 irnar of margar". Þá lagði Berlioz þá hugmynd á hilluna að semja glæsiverk fyrir fiðlusnillinginn, sem eins og Sæmundur fróði og fleiri var sagður hafa gert samning við þann vonda sjálfan, og fá ein- leikshljóðfærinu í staðinn aðal- hlutverk í skáldlegri upprifjun minninga frá ferðum sínum um Ítalíu, „gera lágfiðluna að angur- værum dreymanda í anda skáld- verksins Childe Harold eftir Byr- on.“ Haraldur á ftalíu er satt að segja mjög sérkennilegt verk og Pagan- ini vart láandi þótt honum þætti einleiksparturinn ekki við sitt hæfi. Lágfiðlan er þarna, eins og Berlioz sagði, „angurvær dreym- andi“ sem jafnan slær á fjörið þeg- ar hljómsveitin tekur á sprett. Undir lokin virtist uppreisn eða tíðar bilanir hljóðfæra vera að grípa um sig í hljómsveitinni, því nokkrir spilarar fóru að tínast út hver á fætur öðrum - og einleikar- inn sjálfur síðastur. Áheyrendur vissu fæstir hvað um var að vera, en í ljós kom að í lok verksins eiga hljóðfæri á sviðinu og utan þess að kallast á, og voru hljóðfæraleikar- arnir að undirbúa þá uppákomu, sem auðvitað misheppnaðist ger- samlega fyrir vikið. Enda er þetta víst frægur vandræðastaður. Hins vegar spilaði Helga afar fallega, eins og hennar var von og vísa, en nú ætti að stefna að því að fá hana til að flytja hinn ágæta lágfiðlu- konsert Bartóks, sem Paganini hefði sjálfsagt verið fullsæmdur af að spila líka á sinn Stradivaríus, hefði honum enst aldur til. Ég man satt að segja ekki eftir að hafa heyrt þennan konsert á tónleikum hér. Tsjajkofskí hefur verið 26 ára þeg- ar fyrsta sinfónía hans var frum- flutt í Moskvu, þar sem hann var þá nýorðinn tónlistarskólakenn- ari. Og eins og önnur verk hans er sinfónían falleg, litrík og róman- tísk - annað hvort tekur maður Tsjajkofskí eins og hann er eða set- ur á eyrnalokurnar. Sig.St. SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavík 17.-23. mal er I Garósapótekl og Lyfjabúðinni Iðunni. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgnl virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyQaþjónustu eru gefnar I slma 18888. Neyöarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Slm- svari 681041. Hafnarfjöröur: Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til sklptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum erlyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar ern gefnar I sima 22445. Apótek Koflavlkur: Opið virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- menna fridaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekiö er opið mmhelga daga WMM Læknavakt fyrir Reykjavfk, Seltjamarnes og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavlkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesl er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 og laugard. Id. 10.00-11.00. Lokað á sunnudögum. Vitjanabeiðnir, simaráðleggingar og tímapant- anir I slma 21230. Borgarspltallnn vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki tll hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyflabúðir og læknaþjónustu emgefnar I slm- svara 18888. Ónæmlsaðgerðirfýrirfullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvomdarstöð Reykjavfkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmissklrteini. Seltjarnames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga Id. 10.00-11.00. Slmi 612070. Garðabæn Heilsugæslustöðin Garöaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I sima 51100. Hafnarfjörður: Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Slmi 40400. Keflavlk: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suöumesja. Slmi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistööin: Ráðgjöf i sálfræðilegum efnum. Slmi 687075. Landspitallnn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadelld: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30- 20.30. Barnaspftali Hrlngsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspftal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspitali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspítallnn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. A laugardögum og sunnu- dögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartlmi frjáls alla daga. Grensásdelld: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuverndarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftall: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadelld: AJIa daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshællð: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vffilsstaðaspítali: Heim- sóknartlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St. Jósepsspftall Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30._______________________ Sunnuhlfð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavfkurlæknishéraðs og heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Slmi 14000. Keflavík-sjúkrahúsið: Heimsóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri- sjúkrahúslð: Heim- sóknartlmi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraöra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusími frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er Reykjavik: Seltjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogur: Lögreglan slmi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjöröur: Lögreglan slmi 51166, slökkvi- lið og sjúkrabifreið slmi 51100. Keflavík: Lögreglan slmi 15500, slökkvilið og sjúkrablll slmi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar: Lögreglan, simi 11666, slökkvilið slmi 12222 og sjúkrahúsið slmi 11955. Akureyri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 22222. Isaflörður: Lögreglan slmi 4222, slökkvilið slmi 3300, brunaslmi og sjúkrabifreið simi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.