Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur 18. maí 1991 ÍÞRÓTTIR íslandsmótid í knattspymu, 2. deild: ■ ■ ■ M * ■ É M * a Fyrsta umferð í 2. deildinni ( knattspymu fer fram á þriðjudag. Margir segja að liðin hafi aldrei verið jafnari og spá því að keppn- in verði jafnvel meira spennandi en sú (1. deiid, en þaö ketnur nú im. Úr 2. deíldlnni hafa horfið (JÖg- ur Hð sfðan á sfðasta keppnis- tímabiii. Norðanliðin KS og Leift- ur féllu í þriðju deild og Víðir og Breiðablik færðust uppí 1. deild. I stað þelrra komu úr þriðju deild Þrúttur Reykjavík og Haukar, en úr 1. deiid komu lið Þórs á Akur- eyri og lið Skagamanna. En eins og áður sagði fer fyrsta umferð fram á þriðjudag og verð- ur leikið sem hér segir og heQast ailir leUdr klukkan 20: Haukar - ÍA Þór - Þróttur ÍBK - Fylkir Grindavík - Tindastóll Selfoss - ÍR -PS Samskipadeildin í knattspyrnu: Tveir leikir á möl í 1. umferð Á mánudag fer fram langþráð fyrsta umferð í 1. deildinni í knattspymu, Samskipadeild. Grasvellir félag- anna hafa komið óvenjuvel undan vetri, en það er þó ekki algilt. / Hafnarfirði verður opnunarleik- ur Samskipadeildar og hefst hann klukkan 16. Það er lið FH og Víkings NYJUNGAR FRA Eigum nú fyrirliggjandi nýjan áburðardreifara frá BÖGBALLE. Tveggja skífu dreifara 600 lítra. Einnig er hægt að dreifa til annarrar hvorrar hliðar. Tveggja skífu búnaðurinn tryggir nákvæmari dreifingu, án tillits til áburðartegundar. Tæknilegar upplýsingar: Eigin þyngd 285 kg Breidd 220 cm Lengd 120 cm Hleðsluhaeð 82 cm Rúmmál 600 lítrar Dreifibreidd 12 metrar Búinn tveimur dreifiskrúfum, hrærara, kögglasigti og vökvastýringu Verð aðeins kr. 115.000.- án vsk. (gengi 15/5 ‘91). Kynnið ykkur niðurstöður Bútæknideildar á Hvanneyri. MUÍsOiífúj sem þar mætast og verður leikurinn háður á grasi. Fyrir leikinn verður athöfn þar sem keppnin verður formlega sett. / Garöabœ eigast við lið Stjörn- unnar og bikarmeistara Vals, klukk- an 20. Leikurinn verður á möl og munu þeir Garðbæingar vera svart- sýnir á framhaldið, þar sem gras- völlur þeirra hefur komið mjög illa undan vetri. / Laugardal taka Framarar á móti nýliðum UBK og er sá leikur einnig klukkan 20. Ekki er enn Ijóst hvort leikurinn verður á Valbjarnarvellin- um eða gervigrasinu, en Ijóst er að á aðalvellinum verður hann ekki. Norðan heiöa taka KA-menn á móti Vestmannaeyingum og eins og venjulega verður sá leikur á möl. Leikurinn hefst kl. 20. Síðasti leikur umferðarinnar er i Garöinum, þar sem Víðir og KR eig- ast við. Leikurinn verður á grasi og hefst klukkan 20. Frjálsar íþróttir: Fimm fyrirtæki styrkja kastara Það eru VISA ísland, sem er ásamt VISA Intemational einn af styrktar- aðilum ÓL ‘92, og fjögur sam- starfsfyrirtæki þess, Flugleiðir, Landsbankinn, Sportval og Útilíf, sem hafa bundist samtökum um að veita Ólympíuförum íslands í kast- greinum þjálfunar- og afreksstyrki, þ.e.a.s. á Ölympíuleikana í Barcel- ona ‘92. Kasthópurinn samanstendur af fimm íþróttamönnum, þeim Einari Vilhjálmssyni, Sigurði Matthíassyni og Sigurði Einarssyni spjótköstur- um, Pétri Guðmundssyni kúluvarp- ara og Vésteini Hafsteinssyni kringlukastara, sem allir hafa náð Ólympíulágmörkum, sem krafist er fýrir þátttöku á ÓL. Samningurinn er auglýsingasamningur sem gerir þessum íþróttamönnum kleift að æfa íþrótt sína af krafti og að helga sig íþrótt sinni fyrir Ólympíuleik- ana. Á móti hafa fýrirtækin fimm, að undanskildu VISA ísland, einkarétt á að hagnýta sér í auglýsingaskyni ár- angur og keppni íþróttamannanna fimm fram að þátttöku þeirra í Barc- elona ‘92, bæði hérlendis og erlend- is. Þó er Pétur Guðmundsson samn- ingsbundinn hérlendis öðrum fýrir- tækjum út árið 1991, en keppir und- ir nafni VISA erlendis. Fyrir alþjóðleg stórmót, Heimsmeistara- mótið í Tokyo og Ólympíuleikana í Barcelona munu fýrirtækin veita íþróttamönnunum sérstaka afreks- styrki. Sama mun gilda fyrir heims- met, Norðurlandamet og íslands- met. Gerður hefur verið samningur við Sportval og Útilíf um að 0.5% af við- skiptum þessara verslana renni í sér- stakan styrktarsjóð Ólympíunefndar og VISA Island. -PS Knattspyrna: Tekur Zico fram skóna? Svo gæti fariö að brasilísld knatt- spymusnillingurinn og íþrótta- málaráðherrann, Zico, taki fram knattspymuskóna. Zico, sem er 38 ára, hefur átt í viðræðum við jap- anska 2. deildar liðið Sumitomo Metal FC og er búist við að skrifað verði undir samning, þess efnis að Zico komi til liðs við þá, í næstu viku. Að sögn forráðamanna félagsins er ekki búið að ganga frá peningahlið málsins, en fram hefur komið í jap- önskum fjölmiðlum að Zico fái um 1.5 milljón dollara, eða um 90 millj- ónir íslenskra króna. Þá sögðu for- ráðamenn liðsins að ákveðinn væri blaðamannafundur með Zico næst- komandi þriðjudag. ReuterAps Knattspyrna: Færeyingar lágu! HOFÐABAKKA 9 112 REYKJAVIK SIMI 91-670000 Það kom að því að frændur okkar Færeyingar vöknuðu af hinum væra knattspymudraumi, þegar þeir steinlágu fyrir Júgóslövum, 7-0, á heimavelli þeirra síðamefndu, eftir að Júggamir höfðu haft yfir, 2-0, í hálfleik. Það var við ofurefii að etja, því að Júgóslavar hafa einu besti liði Evr- ópu á að skipa. Færeyingar geta nú samt vel við unað. Þeir hafa fengið þrjú stig í fjórum leikjum og eru í þriðja sæti í riðlinum, fýrir ofan N- Ira og Austurríki. í fýrrakvöld léku einnig lið Finna og Möltu, í 6. riðli EM landsliða, og fóru Finnar með 2-0 sigur af hólmi. Hollendingar eru efstir í þeim riðli með 8 stig, en Portúgalar fýlgja fast á eftir með 7 stig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.