Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 18. maí 1991 ' '' "'tpú Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að stjórnarandstaða flokksins verði skipulagðari, málefnalegri og öflugri en stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokksins: FYRSTU SPOR RÍKIS- STJORNARINNAR HRÆÐA Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, er þessa dag- ana að skipuleggja starf flokksins í stjómarandstöðu. Hann hefur þegar lagt fram hugmyndir um að fara leiðir sem ekki hafa áður verið famar hér á landi. Steingrímur segist vona að núverandi ríkisstjóm takist að varðveita árangur síðustu stjóraar í efnahagsmálum og hér verði áfram lág verðbólga og stöðugleiki. Hann segir hins vegar að fyrstu spor ríkisstjómarínnar hræði. Stjómarandstaða okkar verður öflugrí en andstaða Sjálfstæðisflokksins Steingrímur var fyrst spurður hvernig Framsóknarflokkurinn hygðist skipuleggja sína stjórnarandstöðu. „Við, sem núna erum í þingflokki fram- sóknarmanna, höfum aldrei starfað í stjórn- arandstöðu áður. Við höfum að sjálfsögðu lært af þeim, sem eru í stjórnarandstöðu, og erum ákveðnir í að haga okkur mjög á ann- an veg. Það er mér eftirminnilegt hvað stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokksins var veik og málefnasnauð á síðustu þingum. Þannig viljum við ekki vera. Við ætlum að fara nýjar leiðir og leggja áherslu á málefna- lega vinnu. Við munum fylgja góðum mál- um sem koma frá ríkisstjórn, en við munum líka leggjast hart gegn málum sem við erum andsnúnir. Við ætlum einnig að undirbúa mál í stjórnarandstöðu og flytja mál. Það er stundum sagt að það sé tilgangslítið fyrir stjórnarandstöðu að flytja mál, því að þau séu felld og stjórnin geri þau stundum síðar að sínum. Ég geri hins vegar ekki athuga- semd við það þó okkar mál komist þannig í höfn. Málsvarar í einstökum málum Ég hef í undirbúningi, eins og hefur komið fram, að skipa málsvara í einstökum mála- flokkum. Það er ekki búið að ganga frá því í einstökum atriðum, því að við viljum hafa hliðsjón af skipun þingmanna í fastanefndir þingsins. Við ætlumst til þess að með þess- um málsvörum starfi málefnahópar bæði þingmanna og ekki síður fólks með sérþekk- ingu utan þingsins. Hlutverk hópanna yrðu að skoða einstök mál og undirbúa flutning þeirra. Við munum líka leggja mikla áherslu á að hafa gott samband við hin ýmsu félaga- samtök í landinu, t.d. launþegafélögin, vinnuveitendur, samvinnuhreyfinguna og ýmis önnur samtök sem við höfðum samráð við þegar við vorum í ríkisstjórn. í sumar ætla ég að ferðast mikið um landið og halda fundi með flokksmönnum til að kynna þessi vinnubrögð, en ég tel að það sé afar mikilvægt að fá flokksmenn af lands- byggðinni með í þessa vinnu. Ný tækni gerir það að verkum að það er miklu auðveldara nú en áður að hafa samráð við flokksmenn um allt land. Ég ætla fljótlega að kalla lands- stjórn flokksins til fundar og ræða þessar til- lögur mínar. Þær hafa þegar verið ræddar í þingflokknum og njóta fulls stuðnings þar.“ Áttu von á að stjórnarandstöðuflokkarnir samræmi sína stjórnarandstöðu? „Okkar málefnastarf verður á okkar eigin vegum. Við höfum þegar hafið ágætt sam- starf við Alþýðubandalag og Kvennalista um kjör í nefndir og stjórnir. Við erum einnig fúsir til samstarfs um ýmis málefni, t.d. flutning mála. Við munum bera saman bæk- ur okkar um afstöðu til einstakra mála. En vitanlega hlýtur okkar afstaða í stjórnarand- stöðu að mótast af samþykktum flokksins í ríkari mæli heldur en í samstarfi í ríkis- stjórn. í samstarfi í ríkisstjórn verður ekki hjá því komist að fallast á alls konar mála- miðlanir. Við útilokum ekki málamiðlanir í stjórnarandstöðu, en þær eru ekki eins nauðsynlegar þar.“ Gott að fá liðsstyrk frá Þor- steini og Eyjólfi Konráð Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir á Alþingi í fyrrakvöld að ekki kæmi til greina að ísland gerðist aðili að Evrópsku efna- hagssvæði nema að krafa íslands næði fram að ganga um tollfrjálsan aðgang fyrir fisk að mörkuðum EB. Hvað vilt þú segja um um- mæli Þorsteins? „Ég þakkaði Þorsteini fyrir þessi ummæli í umræðunum á Alþingi. Þau voru mjög athygl- isverð. Þorsteinn og Eyjólfur Konráð Jónsson, sem er væntanlegur formaður utanríkismála- nefndar, töluðu afdráttarlaust um það að aðild að EES kæmi ekki til greina nema tollfrelsi fengist fyrir allar íslenskar sjávarafurðir. Sömuleiðis talaði Þorsteinn afdráttarlaust um það að fiskveiðiheimildir kæmu ekki til greina. Það gerðu að vísu fleiri, en hann þó ákveðnast af stjórnarsinnum. Ég fagna þessu mjög og tel vera mikinn liðsstyrk í því að þessir menn skuli vera málefnalega sammála okkur. Ég vil taka það fram að afstaða Framsóknar- flokksins til EES er að sjálfsögðu óbreytt. Við settum fram ýmsa fyrirvara. Við teljum að það sé nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga að auka samstarf við erlenda aðila. Við höfum þegar tekið skref í þá átt með nýjum lögum um er- lenda fjárfestingu og með auknu frelsi í gjald- eyris- og peningaviðskiptum. Á sama tíma leggjum við mjög mikla áherslu á að við meg- um ekki fá einhverja ofbirtu í augun af þessu og telja aö þama sé lausn allra okkar máía. Ég lagði mikla áherslu á það í umræðunum í þinginu að við verðum að varðveita og treysta aðra markaði líka. Við erum jákvæðir gagnvart EES að vissum skilyrðum uppfylltum." Verðum að fá tollfrelsi fyrir fisk Telur þú að við eigum að gerast aðilar að EES ef við fáum ekki tollfrelsi fyrir fisk? „Ég sé enga ástæðu til að við fylgjum aðild ef við fáum ekki tollfrelsi. Án aðiídar getum við opnað okkar þjóðfélag eins og hentar okkur. Við getum aðlagað okkar efnahagslíf því sem gerist í Evrópu án beinnar aðildar. Við emm hvort eð er að bjóða upp á meira samstarf með fjárfestingu. Við erum að bjóða upp á meira frelsi í fjármagnsflutningum. Við getum sjálfír samið um aukið samstarf á sviði mennta- og menningarmála. Þetta erum við að gera í dag. Háskólinn er þegar kominn í slíkt samstarf við fjölmarga háskóla í Evrópu. Þetta eru svoköll- uð jaðarmálefni, sem eru aðgengileg fyrir okk- ur þótt við gerumst ekki aðilar." Björn Bjarnason talaði um það í umræðun- um að núverandi ríkisstjórn fylgdi í þessu máli sömu meginstefnu og fýrri ríkisstjórn. Er það rétt? „Það mátti skilja svo á fyrstu fregnum, sem komu frá ríkisstjóminni, að það hefði orðið stefnubreyting, því að eini fýrirvarinn, sem var nefndur, var að ekki kæmi til greina að veita fiskveiðiheimildir innan landhelginnar. Fyrri ríkisstjórn var með marga aðra fýrirvara. í um- ræðunum í gær margítrekaöi utanríkisráð- herra að allir fýrirvararnir væru enn í fullu gildi. í yfirlýsingu síðasta ráðherrafundar koma inn ýmsir nýir liðir sem fýrri ríkisstjóm ræddi ekki. Ég gerði t.d. aldrei ráö fýrir að fé- lagsmálastefna EB yrði innleidd hér. Þetta höfðum við aldrei rætt um. Við ræddum um takmarkaðan hluta af þessu, t.d. flutning á vinnuafli og réttindi vinnuafls. Þarna er talað um það sem kallað er á ensku „social policy", sem er mjög víðtækt ef taka á allt inn í þetta. Þama er hlutur sem mér finnst alls ekki hafa verið skýrður nægilega vel. Það sem slær mig í þessari nýju tilkynningu er hve oft er endurtekið að lög og reglur EB skuli gilda. Ég spurði um þetta á Alþingi og ut- anríkisráðherra svaraði að í mörgum tilfellum væri EB að innleiða lög og reglur EFTA. Af hverju er þess hvergi getið í yfirlýsingunni? Það hefði litið betur út. Utanríkisráðherra upplýsti t.d. að EB væri að taka upp reglur EFTÁ- ríkjanna á ýmsum sviðum umhverfis- mála, lyfjamála, öryggismála og heilbrigðis- mála. Það er gott, en við viljum sjá það svart á hvítu. Við sögðum í fýrri ríkisstjórn að það kæmi ekki til greina að fara að gangast undir einhver lög og reglur, sem brjóta niður það velferðarkerfi sem við höfum verið að byggja upp.“ Það hefur allmikið verið rætt um það síðustu daga að EES- samningurinn sé þróast í átt að verða yfirþjóðlegur. „í umræðunum á þinginu fullyrti utanríkis- ráðherra að vald EFTA- stofnunarinnar verði eingöngu bundið við eftirlit og ágreiningi, sem þar kæmi upp, yrði vísað til dómstóla. Við komumst aldrei hjá því að hafa eftirlit og við högnumst á því að sumu leyti, vegna þess að stærri þjóðir eiga svo auðvelt með að fara framhjá reglum. Ég lít ekki svo á að eftirlits- stofnunin verði yfirþjóðleg, því að það verður alltaf hægt að vísa málum til dómstólsins. Dómstóllinn verður það eina yfirþjóðlega. Við framsóknarmenn viðurkenndum í síðustu rík- isstjórn að hjá því yrði ekki komist. Við höfum vitanlega fallist á slíka dómstóla í vissum mál- um, eins og mannréttindadómstólinn í Strass- borg. Verkefni þessa dómstóls verður vitanlega takmarkað við deilur um framkvæmd samn- ingsins." Verið að finna átyllu ef mál þróast á verri veg í haust í fýrradag var einnig rætt lítillega um vaxta- og kjaramál á Alþingi. Það mátti skilja á ráð- herrum í ríkisstjórninni að síðasta ríkisstjórn hefði skilið eftir sig tímasprengju í efnahags- málum, sem er hallinn á ríkissjóði. „Því fer víðs fjarri. Staðan í efnahagsmálum hefur líklega aldrei verið betri. Ég þarf ekki að lýsa því hver staðan er, hver verðbólgan er eða öðrum einkennum stöðugleikans. Fólkið í landinu og fýrirtækin þekkja stöðuna. Við höf- um alltaf viðurkennt að stærsta verkefnið framundan væri að ná niður hallanum á ríkis- sjóði. Hins vegar finnst mér nokkur atriði gleymast í þeirri umræðu. Það hefur verið samdráttur í þjóðfélaginu í 3 ár, sem er lengsta samdráttarskeið sem við höfum orðið að þola í langan tíma. Það er viðurkennt að halli á ríkis- sjóð er ekki óeðlilegur þegar samdráttur er. Halli á ríkissjóði heldur þá uppi fullri atvinnu og kemur í veg fýrir meiri samdrátt. Núna er spáð 1% hagvexti og núna er kominn tími til að draga úr hallanum. Ég hygg einnig að öll hin Norðurlöndin séu með meiri halla en við. Sem hundraðshluti af þjóðartekjum er hallinn ekki nema um 2%. Þá vil ég nefna að menn eru að tína fram alls kon- ar ákvarðanir, sem Alþingi hefur tekið og sem greiðast eiga á fleiri árum. Ríkisstjórnin þrýsti ekki á um að ákvörðun væri tekin um að smíða nýja Vestmannaeyjaferju. Þetta er gamalt bar- áttumál Þorsteins Pálssonar og þingmanna Sunnlendinga. Ég hef oft spurt: Er ekki hægt að gera þetta fýrir miklu lægri upphæð með því að kaupa skikkanlega notaða ferju? Að telja 4 milljarða út af búvörusamningnum aukinn halla á ríkissjóð er auðvitað furðulegt. Út frá hverju ganga menn þar? Gera menn ráð fýrir að það verið horfið frá allri aðstoð við landbún- aðinn? Aðstoð ríkisvaldsins við íslenskan land- búnað, en hún hefur verið mjög vel skilgreind í GATT-viðræðunum, er á ósköp svipuðu róli og í löndunum í kringum okkur. Staðreyndin er sú að á 6 ára gildistíma nýja búvörusamn- ingsins sparast fjármagn miðað við óbreytt ástand. Þannig get ég nefnt ýmislegt fleira, sem nú er verið að telja fram sem halla, sem er ekkert annað en langtímaskuldbindingar. Þetta er ekki fýrsta ríkisstjómin sem gerir skuldbindingar fram í tímann. Ég fæ ekki betur séð en að ríkisstjórnin sé að reyna búa sér til einhverja átyllu fýrir það sem kann að mistakast hjá henni í framtíðinni, kannski í haust Við skulum vona að það verði ekki. Við framsóknarmenn munum taka þátt í því að leita leiða til að draga úr þessum halla án þess að velferðarkerfinu verði kastað fýrir róða. Vaxtahækkun getur eyðilagt þjóðarsátt Það er náttúrlega afar alvarlegt ef ríkissjóður ætlar nú að ríða á vaðið og hækka vexti. Þá er- um við komnir út í nákvæmlega það sama og gerðist í fiármálastjóm Sjálfstæðisflokksins eftir 1986. Þá vom vextir hækkaðir og raun- vextir fóru upp í 9,5%. Skuldsett íslensk fýrir- tæki þola það ekki. Enda fór það svo að við urð- um að fara í 9 milljarða króna skuldbreytingu. Ég vona að það stefni ekki í það sama. Ég vek líka athygli á því að lánveitingar til húsnæðismála á föstu verðlagi 1991 jukust frá árinu 1988-1989 um nálægt 70 af hundraði. Það er enginn vafi á því að þarna höfum við farið offari. Það verður að draga þarna úr. Við vorum sömuleiðis í síðustu ríkisstjórn að reyna að fá Seðlabankann til að taka á öllu inn- lánskerfinu, en það tókst ekki. Það tíðkast hvergi að borgaðir séu vextir af ávísanareikn- ingum. Ég er ekki að tala um að vextir af inn- lánum eigi ekki að vera raunvextir. Vitanlega eiga þeir að vera það, en þeir eiga að vera skikkanlegir. Vaxtamuninn verður að minnka eins og hægt er. Þannig þarf að ná almennu vaxtastigi niður. Nú er búið að gefa væntingar um það að vextir þurfi að hækka og þess vegna halda allir að sér höndum. Enginn vill kaupa húsbréf nema með meiri afföllum. Hér er því miður að hefiast víxlverkun sem getur stofnað þjóðarsátt og öllum samningum í haust í voða.“ Fyrstu sporin hræða Þú ráðleggur sem sé nýrri ríkisstjórn að horfa á fleiri þætti efnahagsmála en vextina? ,Já, ég geri það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur margoft haldið því fram að ríkisstjórnin hefði ekki átt neinn þátt í þjóðarsáttinni. Einar Odd- ur Kristjánsson sagði á aðalfundi VSÍ að ríkis- valdið hefði átt og hlyti að eiga afgerandi þátt í þjóðarsátt, hún ein gæti tryggt það sem um væri samið. Reyndar þótti mér ánægjulegt að heyra hann lýsa því yfir að fýrrverandi ríkis- stjórn hefði staðið í einu og öllu við sinn þátt í þjóðarsáttinni. Ætla sjálfstæðismenn að standa við stóru orðin á þinginu og koma þarna hvergi nærri? Það er stórhættuleg stefna. Þá verður engin þjóðarsátt.“ Þessi ríkisstjóm hefur nú starfað bráðum í þrjár vikur. Hún er, svo vitnað sé til orða for- svarsmanna hennar, byggð á trúnaði og trausti. Sýnist þér að fýrstu skref stjómarinnar beri vott um að trúnaðurinn sé byggður á traustum gmnni? „Mér sýnist, og ég vil segja því miður, að það sé mjög mikil brotalöm í henni. Það hefði eitt- hvað verið sagt ef ráðherrar í síðustu ríkis- stjórn hefðu hagað sér eins og ráðherrar í þessari ríkisstjórn hafa gert. Ég ætla hins veg- ar ekki að vera með neinar hrakspár fýrir nýja ríkisstjórn. Ég vona svo sannarlega að henni takist að varðveita það sem áunnist hefur og hér verði áfram stöðugleiki í efnahagsmálum. Ég vona að takist að ná þjóðarsátt og takist að vinna að nýsköpun í atvinnulífinu og nýju vaxtarskeiði. En ég verð því miður að segja að þessi fýrstu spor hræða. Heiðursmannasam- komulagið virðist vera byggt á brauðfótum." Egill Ólafsson ...............

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.