Tíminn - 24.05.1991, Qupperneq 5

Tíminn - 24.05.1991, Qupperneq 5
Föstudagur 24. maí 1991 Tíminn 5 Davíð og Jón Baldvin hitta leiðtoga EFTA: Fyrirvarinn um erlenda fjárfestingu staðfestur Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra fóru í vikunni til Vínarborgar. í gær funduðu utan- ríkisviðskiptaráðherrar EFTA- ríkjanna og í dag hefst þar leiðtoga- fundur EFTA-ríkja. Á fundum þessum er fjallað um samninginn um Evrópskt efnahagssvæði og þau ágreiningsmál sem enn eru óleyst. Á fundi utanríkisviðskiptaráðherr- anna í gær var farið yfir stöðuna eftir ráðherrafund leiðtoga EB og EFTA 14. maí síðastliðinn. Austurríski eftia- hagsráðherrann, Wolfgang Schues- sel, sem er í forsvari fyrir EFTA ríkin gagnvart EB, sagði eftir fundinn að samningamir væru nú komnir á það stig að ekki yrði snúið til baka. Hann sagði raunhæft markmið að undirrita EES-samninginn í Salzburg 25. júní eins og að hefur verið stefnt. Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar kom fram hjá Schuessel á fundinum form- leg staðfesting á þeim fyrirvara ís- lendinga í samningum um EES að ekki komi til greina að heimila er- lendar tjárfestingar í íslenskum sjáv- arútvegi. Jón Baldvin áréttaði þennan fyrirvara undir lok fundarins í Brússel á dögunum og segir Jón Baldvin að sú spuming um túlkun sem uppi hafi verið um þetta atriði hafi Schuessel nú lýst yfir að væri úr sögunni. Tilgangur fundanna í Vín er m.a. að efla samstöðu EFTA-ríkjanna, en ýmsir telja að talsvert hafi skort á hana síðustu mánuði. Sumar þjóðir í EFTA hafa þegar ákveðið að óska eftir aðild að Evrópubandalaginu og leggj- ast því ekki hart gegn þeim kröfum sem EB hefur sett fram í samningun- um um Evrópskt efnahagssvæði. Á fundinum verða einnig lagðar línur fyrir lokasamningalotuna um EES, sem hefst eftir helgi en þá hittast samningamenn EB og EFTA til við- ræðna um landbúnaðarmál, sjávarút- vegsmál og sérstakan sjóð til styrktar fátækari svæðum í EB. Þetta er fyrsta opinbera ferð Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra út fyrir landsteinana. Hann mun koma heim á sunnudag. í för með honum er Guðmundur Benediktsson ráðu- neytisstjóri og Kjartan Gunnarsson, ffamkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins. -EÓ Frá blaðamannafundi þar sem fulltrúar SVFf, Vinnueftirlits, Stéttarsambands bænda og Jötuns hf. kynntu slysavarnarátakið. Timamynd: Pjetur Dráttarvéla- og drifbúnaðarslys algengustu slysin í landbúnaði: Átak um síysavarn- ir í sveitum hafið Nú stendur yfir átak um slysavam- ir í sveitum landsins. Það er Jötunn hf. sem stendur fyrir þessu átaki í samvinnu við Slysavamafélag ís- lands, Vinnueftiriit ríkisins, Bændasamtökin og Vátryggingafé- lag íslands. Á síðasta ári bárust Vá- tryggingafélagi íslands 388 til- kynningar tengdar slysum við land- búnaðarstörf. Átakið beinist nær eingöngu að aukinni notkun öryggishlífa á vinnuvéladrifsköft. Samkvæmt heimildum frá Vinnueftirliti ríkisins eru dráttarvélaslys algengustu slysin í iandbúnaði en slys af völdum óvar- inna drifskafta eru næstalgengust. Á árunum 1970 til 1990 urðu 49 dauðaslys við landbúnaðarstörf og um helming þessara dauðaslysa má rekja til dráttarvéla og óvarins drif- búnaðar þeirra. Allt of algengt er að öryggishlífar vanti á drifsköft vinnu- véla þó svo að skylt sé að hafa þær á öllum vinnuvélum sem eru tengdar við dráttarvélar. Jötunn hf. hefur gert samkomulag við hollenskt fyrirtæki um innkaup á öryggishlífum á mjög hagkvæmu verði. Töluverð lækkun verður því á markaðsverði eða milli 40 til 50%. Einnig hafa forsvarsmenn Jötuns hf. ákveðið að andvirði ákveðins hluta seldra öryggishlífa skuli renna til Slysavarnafélags íslands þegar átakinu lýkur í haust. -UYJ Ríkisstjórnin kannar kosti þess að tengja gengi krónunnar Evrópumynt (ECU): Isl. króna tengd í skýrslu sem fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í vikunni er minnst á að ríkisstjómin sé að at- huga kosti þess að tengja gengi ís- lensku krónunnar við gengi Evr- ópu myntarinnar ECU. Forsætis- ráðherra og viðskiptaráðherra upp- lýstu það í umræðum á þingi að ríkisstjómin vildi skoða allar hliðar þessa máls og sögðu að efnahagslíf þjóðarinnar þyrfti á stöðugu gengi að halda. Tenging krónunnar við ECU væri ein aðferð við að styrkja þann stöðugleika. Svavar Gestsson alþingismaður gagnrýndi þessa hugmynd í um- ræðunum og sagði að íslenskt efna- hagslíf væri það sérstakt að það þyldi ekki að gengi krónunnar væri rígbundið gengi ECU. Hann minnti á að efnahagslíf íslendinga ein- kenndist af sveiflum og við þeim sveiflum yrði að vera hægt að bregðast með sveigjanlegri gengis- skráningu. Hann sagði fiskvinnslu- fyrirtækin hringinn í kringum landið ekki þola fastskráð gengi. Svavar spurði þingflokksformenn stjómarflokkanna hvort þetta mál hefði eitthvað verið rætt í þing- flokkunum. ECU? Eiður Guðnason umhverfisráð- herra upplýsti að þingflokkur Al- þýðuflokksins hefði rætt þetta mál og sagði að alþýðufiokksmenn væru óhræddir við að skoða ýmis mál, en það sama væri ekki hægt að segja um þingflokk Alþýðubandalagsins. Viðskiptaráðherra sagði stöðuga gengisskráningu forsendu fyrir efnahagslegum stöðugleika og því væri sjálfsagt að skoða þann mögu- leika að binda gengi íslensku krón- unnar gengi evrópskra gjaldmiðla. Hann minnti á að nýlega hefðu Norðmenn og Svíar ákveðið að binda skráningu sinna gjaldmiðla við ECU. Hann sagði að á næstu vikum og mánuðum myndu Þjóð- hagsstofnun, fjármálaráðuneytið og viðskiptaráðuneytið skoða aliar hliðar þessa máls, ekki síst reynslu Norðmanna og Svía. Þegar sú vinna lægi fyrir mætti vænta ákvörðunar. Forsætisráðherra tók undir með viðskiptaráðherra um nauðsyn stöðugrar gengisskráningar og sagði: „Menn vilja skapa atvinnulíf- inu traustari viðmiðun og ég hygg að atvinnulífið vilji gjarnan að til sé þess háttar viðmiðun." -EÓ Samstarfsnefnd námsmannahreyfinganna: Mótmælir lánaskerðingu Samstarfsnefnd námsmanna- hreyfinganna; Bandalags íslenskra sérskólanema, Sambands ísknskra námsmanna erlendis, og Stúdenta- ráðs Háskóla íslands, mótmælir þeirri skerðingu námslána sem rik- issfjórn Davíðs Oddssonar fyrir- hugar. í áfyktun segin „Fundur haldinn í Samstarfsnefnd námsmannahreyf- inganna 23. maí 1991 mótmælir harðlega fyrirhuguðum skerðing- um námslána á næsta skólaári og lýsir furðu á því að fyrirhugað sé að skerða námslán um eða yfir 20% á meðan aðrir þegnar landsins vænta aukins kaupmáttar. Þetta mun valda því að hluti námsmanna verð- ur að hverfa frá námi eða hætta við fyrirhugað nám. Það er með öllu óþolandi að námsmenn, margir með fjölskyldur á framfæri, sem hafið hafa nokkurra ára nám hér- lendís eða erkndis skuli búa við sUkt óötyggi sem raun ber vitni; að lífcviðurværi þeirra sé skert um tugi prósenta fyrirvaralaust án þess að þeir hafi möguleika á að bæta sér þaö upp á annan hátt. Því munu margir þurfa að leita á náðir for- eldra og ættingja sem margir eru ekki afiögufærir og stríða aögerðir sem þessar gegn megintilgangi laga um námslán, sem er að tryggja jafnrétti tíl náms óháð efnahag. Þann 600 milljón króna fjárhags- vanda sem LÍN stendur frammi fyr- ir á þessu ári má að mestu Íeyti skýra á þrennan hátt. í fyrsta lagi ákvað Alþingi að flyfia 200 milijón- ir frá LÍN yflr í húsnæðiskerfið við lokaumræðu Qárlaga fyrir árið 1991 og áttu þær að sldla sér á Iánsljáraukalögum þessa árs. í öðru lagi er um að neða afborganir vaxta og lántökugjalda upp á um 200 milljónir króna vegna lána sem tekin voru og eidd gert ráð fyrir á fjáriögum. f þriðja lagi er um að ræða meirí fjölgun námsmanna en gert var ráð fyirir og þykir Sam- starfsnefndinni óeðlilegt að ián séu lækkuð vegna aukins fjölda náms- manna og má benda á að í fjárlög- um segir að útgjaidaauki vegna fjölgunar skuli bættur. Fundurinn harmar þá breytingu á vinnubrögð- um sem orðið hefur vlð ráðherra- sldpti í menntamálaráðuneytinu, en þessar fyrirhuguðu breytingar sáu námsmenn fyrst í fjölmiðlum og ekki hefur enn verið haldinn fundur í sfjóm Lánasjóðsins þótt þrjár vikur séu liðnar sfðan núver- andi rfldsstjóm tók við og því ekk- ert samráð verið haft vlð náms- menn.“ Undir þetta rita formenn náms- mannahreyfinganna þriggja, full- trúar þeirra og varafulltrúar í stjóm LÍN. Við þetta má bæta. Sú 300 milijóna skerðing sem ríkisstjómin hefur boðað nær aðefns til haust- annar. Þá úthiutar LÍN aðeins þriðjungi af heildarlánum nám- sársins. Skýringin er, að 1. árs nemar fá ekki lán fyrr en þeir hafa staðist haustannarpróf, og tckjutil- lit kemur til framkvæmda á haust- mánuðum. Að skerða framlÖg til LÍN um 300 milljónir nú, felur í sér skerðingu upp á miiijarð fyrir allt námsárið. Um Íeið er stjórn Lánasjóðsins gert að samþykkja nýjar úthlutunarreglur sem taka mið af því. Með þessu hefur ríkis- sijóm Davíðs Oddssonar teldð til baka allar þær leiðréttingar sem fráfarandi ríkisstjóm gerðl. Og fært Lánasjóðinn aftur í það horf sem Sverrir Hermannsson skildl við hann í. -aá. í gæslu- varðhald Hæstiréttur úrskurðaði í gær annan af mönnunum tveimur, sem hand- teknir voru vegna stóra hassmálsins, sem upp kom á dögunum, í gæslu- varðhaid til 19.júní. Staðfestir Hæstiréttur með þessu dóm saka- dóms, sem maðurinn áfrýjaði. GS. Hlaðmenn halda aðgerðum áfram: Hæg hleðsla Hlaðmenn á Keflavíkurflugvelli munu halda áfram aðgerðum sínum næstu daga. Hlaðmenn eru óánægð- ir með breytt vaktafyrirkomulag yfir sumartímann og telja það hafa í för með sér launalækkun fyrir þá. Til að mótmæla þessu hafa þeir gripið til þess ráðs að hægja á vinnu sinni. Ekki urðu tafir í millilandafluginu í gær vegna þessa. -SIS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.