Tíminn - 24.05.1991, Qupperneq 6

Tíminn - 24.05.1991, Qupperneq 6
6 Tíminn Föstudagur 24. maí 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Galdur efnahagsstjórnar Deila sú sem staðið hefur um hríð milli launþega og atvinnurekenda um kauphækkun vegna betri viðskiptakjara, var leyst með skynsamlegu sam- komulagi. Umfjöllun þessa máls í launanefndum vinnumark- aðarins gefur til kynna að andi þjóðarsáttar um hóf- samleg samskipti hinna andstæðu fylkinga í kjara- deilum sé enn vakandi. Meðan svo er er ástæða til bjartsýni um að viðræður um nýja kjarasamninga, þegar þar að kemur, byggist á raunsæi, viljanum til þess að tryggja áframhaldandi stöðugleika í íslensku efnahagslífí. Þann viðskiptakjarabata sem um hefur verið rætt í þessu sambandi má vafalaust þakka ýmsu fleiru en þjóðarsáttinni og stöðugleikanum sem af henni hef- ur leitt. Hins vegar hefði viðskiptakjarabatinn e.t.v. mælst öðru vísi og farið fyrir lítið ef stöðugleiki verðlags og kaupgjalds hefði ekki verið fyrir hendi. íslendingar hafa langa reynslu af því hvernig verð- bólguþróun innanlands hefur gert batnandi mark- aðsaðstöðu erlendis og viðskiptakjör að engu og leitt af sér óraunsæjar kauphækkanir og þrálátar gengis- fellingar. Ef eitthvað felst í þjóðarsáttinni þá er það sam- komulag hagsmunasamtakanna og áhrifaaflanna í þjóðfélaginu um að haga þannig samskiptum sínum að ekki leiði til verðbólgu. Samkomulagið er einfald- lega um það að segja verðbólguhugarfarinu stríð á hendur, láta ekki skeika að sköpuðu um verðgildi ís- lensku krónunnar eins og engu máli skipti hvort kaupmáttur hennar haldist eða gengi gagnvart ann- arri mynt. Þótt þessar sex þúsund og þrjú hundruð krónur, sem samið hefur verið um að greiða hverjum laun- þega sem uppbót fyrir hlutdeild sína í viðskiptakjar- abatanum, sé engin svimandi fjárhæð, er þó á fleira að líta í því sambandi. Það er rétt sem haft er eftir forystumönnum laun- þega að með þessari uppbót er verið að viðurkenna hlut launafólks í viðskiptakjarabatanum eins og það á sinn hlut í stöðugleika í efnahagskerfmu í heild. Hlutur launþegahreyfingarinnar í því að kveða nið- ur heimsku verðbólguhugarfarsins er svo mikilvæg- ur að skylt er að viðurkenna hann í orði og verki. Margt bendir til þess að hin nýja ríkisstjórn skilji ekki að sá stöðugleiki sem verið hefur á íslandi síð- ustu misseri, þ.e. hægfara verðbólga, er ekki að þakka beitingu stjórntækja í Seðlabanka eða fjár- málaráðuneyti. Það er ekki endilega fyrir einhverjar stjómvaldsathafnir að efnahagslegur stöðugleiki verður til. Hringl með vexti og yfirdrifið snakk um ástand ríkisfjármála ræður engu um stöðugleika og viðráðanlega verðbólguþróun ef sífelld ókyrrð ríkir í samskiptum á vinnumarkaði. Galdur efnahags- stjómar felst í þjóðarsátt. GARRI Hvalafárið er nú að komast í fullan gang elna ferðina emt, ea eftir helgi verður settur» Reykjavík ársíundur Alþjððahvatvelðlráðsins. Sam- kvæmt frétt í Tímanum í gær vlrð- Ist hvalaumræðan nú vera að taka nokkuð nýja stefnu og hafa lög- fræðingar í Bandaríkjunum riðið á vaðið og skrifað iærða fræðigrein í virt lögfraeðitímarit um nauðsyn þess að hvalir njóli réttinda sem séu sambæríieg við mannréttindl hjá okkur mannfólidnu. Þessir iög- fræðingar segja að hvalurinn sé ókrýndur konungur hafsins, rétt eins og maöurinn sé konungur á Jandi, og því beri þessum skepnum tveimur sambærileg réttarstaða, hvorri í sínu rfld. Niðurstaöa þeirra er súað draga verði upp eins konar réttindaskrá fyrir hvali sambærilega við réttindaskrár sem víða þekkjast í vestrænum iýðræðissamféiögum og Sameinuðu þjóðimar hafa gert með sér. Hvalréttíndabarátta Ekki þarf að draga í efa að um- ræddir lögfræðingar, og raunar sú hreyfmg sem þeir eru fulltrúar fjirir, séu rniklir aödáendur Benjamíns Franklíns og annarra foricólfa úr Frelsisstríði Bandaríkjanna og Frelsísyfiriýsingarinnar. Hins vegar i enn eftir að sjá hvemig texti slftr- ar hvalréttindaskrár yrði útfærður. Má t.d. búast við að hún hefiist á grein um að allir hvalir séu fæddir jafhir og hafi jafnan rétt til ákveð- inna grundvallairettinda? Sé svo verður að reikna með að hvalir, kon- ungar hafsins, víröi rétt hvors ann- ars því eigi þeir að njóta réttar veröa þeir að bera ákveðnar i Réttindi og skyfdur em jú sitt hvor hliðin á sama peningnum. En hverj- ar em þá skyldur hvala ef þeir eiga að njóta réttinda sambærilcgra \ið ver- iö skilningur Garra að til þess að maður geti gert siðferöilega krofu til þess að njota mannréttinda hafi hann jafnframt þá skyldu að virða mannréttindi annarra og það sama hlýtur að gðda um hvali. Vilji hvalur ifióta hvalréttinda ber houum sið- feröiieg sliyida tíl að virða hvairétt- indi annarra hvaia. Hjá mannfólk- inu felur þetta m.a. í sér að ekki má mismuna fólld á grundvelli trúar- bragða, litatháttar, kynferðis eða tungumáls. Einnig fela mannrétt- indi í sér að sérhver maður á rétt á óvilhölium réttarhöldum, þau fela í úthafanna að synda um og ifióta réttínda og gegna skyldum, sem virtir amerísldr lögfræðlngar hafa dregið upp á blað og fenglð sam- þykkt í gagnmerkum hvalavina- stofnunum í mannhehni, án þessað hafa hugmynd um það. Ekki kæmi ast en ekki síst hefur á þessari öid þróast sú hefð að flokka ákveðin efnahagsréttindi til grundvallar mannrétiinda. Á að fræða hvali? Eigi hvalir að öðtast þessi réttindi í hafinu er Ijóst að samfélag hinna ýmsu hvalategunda yrði fiókið og viðamikið. Auk þess þyrftu hvalimir að gangast undir slíkan sáttmáia og viöurkenna hann, eöa í það minnsta hafa hugmynd um að hann væri til. Það væri tíi lítíls fyrir hvaiamergð fróðum hvalavinum væri krafa um að alþjóða hvalveiðiráöið eða ein- hver önnur alþjóðieg stofnun tæki aö sér að fiármagna íræðsluherferö til að uppiýsa hina aöstófianlegusíu hvaiastofna um réttíndi sín og skyldur. Þar væri jú komið verðugt verkefni fyrir grænfriðunga, eink- um ef fiármagn til sliks verfcs væri etód skorið við nögl! Gani fær ektó betur séð en að hvai- réttíndadæmið komi aldrei til með að ganga upp eins og hinir virtu am- erísku iögfræðingar hafa sett það fram. ólíklegt verður Hka að teijast að tilgangur þeirra með slíkri upp- stillingu hafi verið annar en sá að upphefia hvalinn sem skepnu til þess eins að vekja tiifinningalega andstöðu hjá almenningi gegn hval- veiðum. Það sem Garri óttast þo mest er að röksemdafærslur af þessu tagi getí reynst erfiðari við aö eiga fyrir hvalveiðiþjóðir en áróður- inn um oiveiði, því vetra er •en MHHHÍ Gani VÍTTOG BREITT | l ■■■■ ■■■ Ný heimsskipan í vaskinn „Ég veit hreinlega ekki hvert þessi veröld stefnir," varö Bush Banda- ríkjaforseta að orði þegar honum voru sögð þau tíðindi að Rajiv Gand- hi hafi veri myrtur. Þetta eru mann- leg og skiljanleg viðbrögð og að sama skapi óþægilega vonleysisleg þegar haft er í huga hvaða stöðu sá maður gegnir sem viðurkennir að hann viti ekki til hvers váboðar leiða og hvað framtíðin ber í skauti sér. Fyrir aðeins örfáum mánuðum eða vikum boðaði sá hinn sami Bush „nýtt heimsskipulag" og lét sem hann hefði alla þræði í hendi sér, enda óumdeilanlega valdamesti stjómmálamaður einhvers tíma- skeiðs, sem kannski stendur enn. Hin nýja heimsskipan byggðist ekki síst á því að hugmyndafræði komm- únismans hrundi, leppríkin í Evr- ópu ráku kommatötrin úr þingsöl- um og stjómarráðum og í Sovétríkj- unum var mönnum leyft að hafa aðrar skoðanir en þær sem sam- þykktar voru á flokksþingum kúgar- ana. Jafnframt kom í Ijós að efnahags- kerfi sósíalismans var eins rótfúið og hugmyndafræðin og hungurvofur sveimuðu yfir einhverjum mestu gósenlöndum jarðarinnar. Maricaðir sem brugðust Þegar veldi Sovétríkjanna varð að engu öðru en atómvopnabirgðum hætti nær hálfrar aldar reiptog risa- veldanna um völd og áhrif meðal flestra eða allra þjóða heims. Banda- ríkin stóðu uppi sem sigurvegarar kalda stríðsins og leið þjóðanna til lýðræðis og markaðskerfis kapítal- ismans varð bein og breið. Hin „nýja heimsskipan" var í aug- sýn þegar ekki þurfti íengur að kljást við „keisaradæmi illskunnar", eins og Reagan þóknaðist að kalla Sovét- ríkin, um hug og hjarta þjóðanna sem byggja heimskringluna. Ein af glæstum framtíðarsýnum markaðshyggjumanna var til Bush: Ferð án fyrirheits. skamms tíma opnun gífurlegra markaða í Austur-Evrópu, Sovétríkj- unum og Kína, sem reyndar er aftur horfið inn í fortíöina á blóðugum skriðdrekabeltum. Núna vita íslenskir útflytjendur hvað varð um markaðsdraumana í þeim víðlendu og fjölmennu Sovét- ríkjum. Markaðir þar hrundu í stað þess að opnast og aukast, eins og all- ir viðskiptaspámenn Vesturlanda voru búnir að telja sér trú um. Ástandið í fyrrum sósíalistaríkjum er slíkt að meira að segja þeir forríku Vestur-Þjóðverjar eru að kikna undir að taka við og innlima austurhéruð- in með manni og mús. Leiðtogar allra hinna nýfrjálsu annars heims ríkja og Sovétríkjanna að auki sitja nú löngum í biðstofúm fjármála- stjóra fyrsta heimsins og keppa við þriðja heiminn um fjárframlög, lán og styrki og eftirgjöf gamalla skulda. Ofsóknir Hin nýja heimsskipan er öll á ann- an veg en glámskyggnir postular markaðsaflanna hugðu. I stað þess að taka upp markaðsbúskap í Sovét- ríkjunum eru þau að liðast í sundur afþjóðemistæðum. En leiðtogar kalda stríðsins voru innilega sammála um að þjóðemis- kennd væri andstyggð og eiginlega ekki til. Þeir héldu að hún hafi verið blásin af í Núrnberg. Balkanlöndin em orðin stjómlaus af þjóðemis- ástæðum rétt einu sinni. Palestínu- málin em orðin jafnvel vandræða- legri en 1948. Vopnabróðir Bush, Assad Sýrlandsforseti, er að gera Líb- anon að héraði í sínu landi. Borgarastyrjaldir og barátta milli kynþátta geisa um nær alla Afríku og sér hvergi fyrir endann á þeim býsn- um öllum og Iýðræði og markaðs- búskapur eiga eins iangt í land í Rómönsku Ameríku og jafnan áður. Hin olíuríku Miðausturlönd em eins og púðurtunna með logandi tundri þar sem Iandamæri og eign- arhald á auðlindum og landi er ekki í neinu samræmi við þjóðir, kyn- þætti og trúarbragðahópa sem lönd- in byggja. Eftir sigursælan Flóabardaga em vandamálin orðin enn óleysanlegri en fyrr og hafa sigurvegararnir til að mynda allt í einu komist að því að 25 milljón manna þjóð á nánast ekki jörð til að ganga á og búa Kúrdar í einum fimm þjóðríkjum og em of- sóttir í þeim öllum. Sé betur að gáð em margar fleiri þjóðir sem lifa við svipuð kjör hér og hvar um veröldina. í kalda stríðinu lokuðu vestrænir menn augunum íyrir allri ólgunni sem kraumar undir um allan heim því allt varð að aukaatriðum í átök- um risaveldanna og hemaðarbanda- laga þeirra. Þegar ljóst er orðið að hagkerfi leysa ekki vandamál heimsins og ríkjasamsteypur tolla ekki saman vegna þess að þjóðimar kæra sig ekki um þær, hrynur hin nýja heimsskipan á svipstundu. Morð- ingjar taka fram fyrir hendumar á lýðræðinu og Bush forseti botnar ekki í því lengur hvert heimurinn stefnir. Þrátt fyrir öll völdin ræður hann ekki ferðinni. $&.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.