Tíminn - 24.05.1991, Side 9
Föstudagur 24. maí 1991
Tíminn 21
Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, í umræðum á Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra:
Hvernig ætlar stjórnin að
vinna trúnað launþega?
„Hvemig ætlar núverandi ríkisstjóm að ná þeim trúnaði hjá laun-
þegum og verkalýðshreyfingunni í Iandinu, sem nauðsynlegur er til
þess að hún geti átt afgerandi þátt í gerð nýrrar þjóðarsáttar? Ætlar
hún enga fyrirhyggju að sýna í þeim málum? Ætlar hún að kasta því
öllu íyrir róða?“ Þetta sagði Steingrímur Hermannsson, formaður
Framsóknarflokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráð-
herra. Hann sagðist óttast að núverandi rfldsstjóra hefði glatað
trúnaði launþega með því að ákveða að hækka vexti.
Steingrímur spurði hvort ný rík-
isstjórn ætlaði ekki að taka þátt í
gerð nýrrar þjóðarsáttar. Hann
minnti á orð formanns VSÍ um að
síðasta ríkisstjórn hefði átt afger-
andi þátt í gerð þjóðarsáttarinnar
og staðið við allt sem hún hefði lof-
að við gerð hennar. Steingrímur
sagði athyglisvert að sjá hve lítið af
stefnumálum Alþýðuflokksins
hefði komist inn í stefnu hinnar
nýju stjórnar. Stefna ríkisstjórnar-
innar væri að halda áfram þeirri
landbúnaðarstefnu sem síðasta rík-
isstjórn markaði í samvinnu við
bændur. Stefnumáli Alþýðuflokks-
ins um að endurskoða nýgerðan
búvörusamning frá grunni væri
hafnað. Steingrímur sagði að sama
væri upp á teningnum í sjávarút-
vegsmálum. Stefnu Alþýðuflokks-
ins um veiðileyfasölu væri hafnað
og sjávarútvegsráðherra vildi
byggja á sjávarútvegsstefnu íyrr-
verandi stjórnar.
Steingrímur sagði að forsætisráð-
herra leitaði að sökudólgi fyrir því
sem hann sæi framundan á ferli
frjálshyggjunnar. Steingrímur
vitnaði í skýrslu Þjóðhagsstofnun-
ar, sem lögð var fram skömmu fyr-
ir kosningar, þar sem fram kemur
að staðan í efnahagslífinu væri
betri en upphaflegar spár gerðu ráð
fyrir. Verðbólgan væri 5%, reiknuð
á ársgrundvelli og vöruskiptaaf-
gangur væri meiri en gert hefði
verið ráð fyrir.
„Það er alveg rétt hjá forsætisráð-
herra að nokkur þenslumerki voru
í efnahagslífinu. Það var aldrei far-
ið leynt með það. Það er að sjálf-
sögðu ekkert nýtt í íslensku efna-
hagslífi. Það hafa ætíð verið afar
miklar sveiflur í íslensku efnahags-
lífi og við höfum nýlega gengið í
gegnum einhvern þann mesta sam-
drátt sem við íslendingar þekkjum.
Við erum núna á uppleið. Fyrri rík-
isstjórn var að sjálfsögðu ljóst að
þegar sá vinningur kæmi yrði vit-
anlega að draga úr ýmsum þáttum
og þannig að draga úr þenslunni.
Fyrri ríkisstjórn hefði að sjálf-
sögðu ekki dottið í hug að gera það
með því að brjóta þjóðarsáttina. Ég
harma að núverandi ríkisstjórn
hefur kastað inn stríðshanskanum
með þeirri vaxtahækkun sem nú
hefur verið ákveðin. Að sjálfsögðu
eru til fjölmargar aðrar leiðir til að
draga úr þenslu en að hækka vexti.
Reyndar hygg ég að hækkun vaxta
sé einhver sú versta leið sem ríkis-
stjórn getur fundið upp á. Það var
Ieiðin sem því miður var farin árið
1987 og leiddi flest útflutningsfyr-
irtæki í landinu á barm gjaldþrots.
Menn verða í þessu sambandi að
gera sér grein fyrir því hve skuld-
sett íslensk fyrirtæki eru. Þau þola
ekki háa vexti.“
Steingrímur sagði að besta leiðin
til að draga úr þenslu væri að draga
úr útgáfu húsbréfa.
-EÓ
Austfirðingar álykta:
Göng frá Héraði
til Vopnafjarð-
ar gangi fyrir
Bæjaryflrvöld á Eskifírði og
Reyðarflrði hafa sent sam-
gönguráðherra ályktun þessara
sveitarfélaga um jarðgöng á
Austurlandi. Þar segir að sveit-
arfélög á Austurlandi séu sam-
máia um að jarðgöng frá Fljóts-
dalshéraði til Vopnafjarðar hafl
forgang þegar jarðgangagerð
hefst í þessum landsfjórðungi.
f bréfinu segir að tengja beri
saman Neskaupstað og Seyöis-
fjörð við strandbyggðirnar með
göngum frá Eskifirði til Norð-
fjarðar og þaðan svo til Seyðis-
fjarðar. Með þessu yrðu báðir
staðirnir inni á atvinnusóknar-
svæði væntanlegrar stóriðju á
Mið-Austurlandi. Auk þess
myndu skapast auknir möguleik-
ar á sérhæfingu í fiskiðnaði með
þessum bættu samgöngum.
Auk þessa er sett fram í bréfinu
krafa um jarðgöng frá Reyðar-
firði til Fáskrúðsfjarðar eða suð-
ur í Breiðdal með hliðargöngum
úr Fáskrúðsfirði, sé það hag-
kvæmara. Jafnframt beri að
kanna möguleika á rekstri lítillar
opinnar bflferju yfir Berufjörð.
-sbs.
íslandsdeild Norræns umhverfisárs:
Viðurkenning vegna
umhverfismála
í gær vom afhentar viðurkenningar íslandsdeildar Norræns um-
hverfísárs til aðila, sem sýnt hafa fmmkvæði í umhverfísmálum hér
á landi. Viðurkenningin var tvíþætt: annars vegar til einstaklinga
eða samtaka fyrir árangursríkt áhugamannastarf að umhverfís-
nefnd, og hins vegar til fyrirtækis sem gengið hefur fram fyrir
skjöldu við vistræna starfsemi, hvort sem það er á sviði vömfram-
Ieiðslu eða þjónustu.
Tilgangur þessara viðurkenninga Þriggja manna dómnefnd, skipuð
er að vekja athygli á því, sem vel er þeim Arnþóri Garðarssyni prófessor
gert í umhverfismálum hérlendis, í og formanni Náttúruverndarráðs,
þeirri von að það verði öðrum til Árna Steinari Gunnlaugssyni garð-
hvatningar.yrkjustjóra og Siv Friðleifsdóttur
bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi, valdi
viðurkenningahafana. Það var svo
Eiður Guðnason umhverfisráðherra
sem afhenti viðurkenningarskjöl við
hátíðlega athöfn í Norræna húsinu,
að viðstöddu fjölmenni. Björn Guð-
brandsson fékk viðurkenningu
vegna þess starfs sem hann hefur
unnið til friðunar íslenska erninum.
Gúmmívinnslan h/f á Akureyri hlaut
viðurkenningu vegna starfs fyrír-
tækisins við endurvinnslu á hjól-
börðum og öðru gúmmíi. SIS.
Verölaunahafar Norræns umhverfisárs. T.v. Bjöm Guöbrandsson
og t.h. Þórarinn Kristjánsson hjá Gúmmívinnslunni h/f.
Timamynd: Árni Bjama
Fundur vísindanefndar Hvalveiðiráðsins í Reykjavík:
Ekkert þokaðist í samkomulagsátt
Ekkert þokaðist í samkomulagsátt á fundi vísindanefndar Alþjóða
hvalveiðiráðsins, sem lauk í Reykjavík um helgina. Fulltrúar þeirra
þjóða, sem andvígar em hvalveiðum, féllust ekki á tillögur íslend-
inga um bráðabirgðakvóta á langreyði og hrefnu. Sýnt er að árs-
fundur Hvalveiðiráðsins afléttir tæpast veiðibanni.
Á fundi vísindanefndarinnar lögðu
íslendingar fram tillögur um bráða-
birgða veiðikvóta, er skyldi gilda þar
til nýjar stjórnunarreglur hafa verið
samþykktar. Þær voru ekki sam-
þykktar. Vinna við nýju reglurnar
hefúr einnig dregist nokkuð. Fyrir-
sjáanlegt er að þær koma ekki til
endanlegrar afgreiðslu fyrr en eftir 2
ár í fyrsta lagi. Tálið er að fulltrúar
hvalfriðunga í Alþjóða hvalveiðiráð-
inu ætli að þæfa málið þangað til
hvalveiðiútgerðin fer á hausinn.
Þeir hafi fundið sér hverja tylli-
ástæðuna á fætur annarri til að
koma í veg fyrir skynsamlegt vinnu-
lag.
Greenpeace og fleiri náttúruvernd-
arsamtök hafa krafist þess að Al-
þjóða hvalveiðiráðið aflétti ekki
banni við hvalveiðum, en festi það í
sessi til frambúðar. Þeir segja að
hvalir, sem þeir tala gjarna um sem
einn stofn, hafi ekki jafnað sig eftir
ofveiði undangenginna áratuga.
Með öllu óþarft sé að veiða hvali. Á
sama tíma spyrst að Grænfriðungar
hafi í hyggju herferð gegn fiskveið-
um í Barentshafi. Hún skal í fyrstu
byggjast á því að fiskur sé ofveiddur.
Af sögunni má þó hugsanlega ráða,
að þau rök muni víkja fyrir öðrum
og heimspekilegri. Þó skýrsla vís-
indanefndarinnar verði ekki ekki
gerð opinber fyrr en á ársfundi Hval-
veiðiráðsins, er vitað að tillögur ís-
lendinga fengu ekki hljómgrunn hjá
óopinberum fulltrúum hvalfrið-
unga, sem þar sitja. Þar með er línan
og lögð. Varla er von til að Hval-
veiðiráðið aflétti veiðibanni þegar
vísindanefndin hefur kveðið upp
sinn dóm. Sá möguleiki hefur marg-
oft verið reifaður að íslendingar
ættu þá að ganga úr ráðinu. Það er
hægara sagt en gert. Með því er
heldur ekki tryggt að hvalveiðar geti
hafist hér að nýju. Samkvæmt haf-
réttarsáttmálanum, sem íslendingar
eru yfirsmiðir að, má ekki veiða
hvali nema með samþykki viður-
kenndrar alþjóðlegrar stofnunar.
Hana hrista menn ekki fram úr erm-
inni. Á útmánuðum ræddu hval-
veiðiþjóðir þó þann möguleika. Vísir
að henni er meira að segja þegar til.
Þó eru enn að minnsta kosti tvö ljón
í veginum. Einhverjir yrðu eflaust
til þess að efast um að ný samtök
stæðust ákvæði hafréttarsáttmál-
ans. Þann sáttmála geta íslendingar
alls ekki brotið. Ekki er heldur Ijóst
hvort Norðmenn og Japanir eru
búnir til að ganga úr Hvalveiðiráð-
inu. Benda má á að sjávarútvegsráð-
herra Breta brýnir nú hvalveiðiráðs-
menn að aflétta ekki veiðibanni. Al-
menningur þar virðist því enn mjög
á móti veiðum. Með því að hefja þær
á ný er miklu hætt. Ekki síst ef það
er gert með því að segja sig úr ráð-
inu. Þá eiga friðungar nokkuð hæg-
an leik að snúa skutlinum í höndum
veiðimanna. -aá.
Ársfundur Hvalveiðiráðsins hefst eftir helgina í Reykjavík. Hvalfriðunarmenn sigurvissir. Magnús Skarphéðinsson:
SJÁUM EKKI ÁSTÆÐU
TIL STÓRRA AÐGERÐA
Tíminn hafði samband við Magn-
ús Skarphéðinsson, hvalavin,
vegna ársfundar Hvalveiðiráðsins,
sem verður í næstu viku. Hann
segist ekki sjá ástæðu til mót-
mæla. Stríðið sé unnið, hvalveiðar
við ísland aflagðar og verði ekki
teknar upp aftur.
„Það er von á stórum hópi fólks
úr aðskiljanlegustu náttúruvernd-
arsamtökum víðs vegar úr heimin-
um. Fæst þeirra er úr Greenpeace.
Ég veit ekki um Sea Shepherd. Páll
vinur minn Watson ætlaði að
koma. En hann er fastur í rekneta-
baráttunni við Japan. Ég veit ekki
hvort hann kemst. En vona það
vitaskuld, eins og allir.
Þannig að hér verða einhver mót-
mæli. Klassísk og kannski óklass-
ísk líka. Annars er allt óákveðið hjá
okkur hér heima. Sumir vilja mót-
mæla, aðrir ekki. Ég vil fara rólega
í sakirnar. Ég held líka að þetta
verði allt á lágu nótunum, nú þeg-
ar Halldór Ásgrímsson er farinn úr
ráðuneytinu. Þorsteinn Pálsson
var líka sá besti sem við gátum
fengið. Enda er ég sannfærður um
að hvalveiðar viðlsland eru aflagð-
ar og verða aldrei teknar upp aftur,
nema með stórstyrjöld við allar
þjóðir heims, sem ég vona að ís-
lenskir ráðamenn flani ekki út í,“
segir Magnús Skarphéðinsson,
hvalavinur. -aá.