Tíminn - 24.05.1991, Qupperneq 14

Tíminn - 24.05.1991, Qupperneq 14
14 Tíminn Föstudagur 24. maí 1991 ÚR VIÐSKIPTALÍFINU 1400 ný lög í EFTA-ríkjunum Að loknum fundi sínum í Brussel 14. maí 1991 birtu utanríkisráð- herrar aðildarlanda EBE og EFTA yfirlýsingu. Frá efni hennar og niðurstöðum fundarins sagði Financial Times svo 15. maí 1991: „Málavextir að baki hinnar hálfkveðnu fréttatilkynningar þeirra í gær, að „samkomulag hefði náðst um marga mikilvæga þætti í sam- komulagsgerð um Evrópskt efnahagssvæði... og að lausn byðist á enn óútkljáðum málum,“ eru á þessa leið: Stofnanir. Framkvæmdastjórn EBE hefur fallist á að leita umsagnar EFTA-ríkja um nýja lagasetningu og að ráðgast við þær, meðan ferli laga- setningarinnar ganga fram í Brus- sel. Þannig geta EFTA-lönd haft áhrif á, en ekki ráðið EBE- ákvörð- unum. — Lagaleg túlkun slíkra EBE-reglna hefur einkum valdið misklíð. Nú hefur verið á fallist, að sameiginlegan EES-dómstó! myndi 5 dómarar við Evrópu-dómstólinn og þrír frá EFTA-Iöndum (út dregn- ir úr hópi sjö tilnefndra, eins frá hverju EFTA-landi). Dómnefndin mun skera úr ágreiningi, eins og EBE-lög og samkeppnisaðstaða inn- an EFTA gefa tilefni til. En í Brussel er ekki fallist á, að EES-dómstóllinn komi í stað Evrópska dómstólsins sem æðsti úrskurðaraðili um öll lög í aðildarlöndum EBE og EFTA. LEKUR BLOKKIN? EFTA- ríkjum, einkum Sviss... sárn- ar það ójafnræði. Einn sammarkaður. Á þessu sviði hafa hvað fæstar snurður hlaupið á þráðinn. Ástæða þess, að EFTA- löndin æsktu nánari tengsla (við EBE), var samt sem áður ótti við, að með hömlum yrði þeim bægt frá (hinum eina sammarkaði). — Ef eða þegar EES-samningur verður und- irritaður og staðfestur, taka gildi í EFTA-ríkjum um 1400 núverandi lög um frjálsan tilflutning á varn- ingi, auðmagni, þjónustu og vinnu- afli (aðildarlanda EES á milli), og telja þau um 11.000 blaðsíður. Af óvæntri tilhliðrunarsemi féllust EFTA-ríkin á að setja upp sam- keppnisstofnun (body) með vald- sviði til jafns við þá (í EBE). — Ein- stökum EFTA-ríkjum verður veittur aðlögunartími, áður en í þeim ganga SPRUNCiÐ? í gildi EBE-reglur um frjáls kaup á eignum og frjálsan tilflutning verka- fólks. Peningar og fiskur. Suðlægum EBE- ríkjum er ógeðfellt, að rík EFTA- ríki, vel samkeppnishæf á sviði iðnaðar, hafi „frjálsan aðgang“ að hinum eina sammarkaði, og harðnað hafa kröfur Spánar um að- gang að EFTA-fiskimiðum (einkum hinum íslensku) og fjárframlög EFTA til aðstoðar atvinnulífi í suðri. — Fiskveiðimálin eru í sjálfheldu. Spánn krefst 90.000 tonna af þorski, en í Brussel er lögð til málamiðlun upp á 30.000 tonn, og ísland býður ekkert nema gegn aðgangi að fiski- miðum EBE. Að nokkru verður dregið úr löngun Spánar í íslenskan fisk með EFTA-peningum, að sjá má. - - Önnur þyrnum sett mál plaga enn samningamenn, á meðal þeirra bitur orðaskipti um ferðir EBE-vörubíla um Sviss og Austur- ríki. Mikils starfs er þörf, áður en stoppað hefur verið í öll göt í EES- samningagerðinni. Pöhl kveður Afsögn aðalbankastjóra (forseta ráðs) Bundesbank, þýska seðlabank- ans, fylgir á eftir ágreiningi hans við þýsku ríkisstjórnina í þremur meg- inmálum a.m.k. Við fjármálalega sameiningu Þýskalands 1. júlí 1990 lagðist Pöhl gegn því að gengi aust- ur-þýsks marks yrði talið jafnt gengi hins vestur- þýska. Pöhl (ásamt ráði Bundesbank) vill fækka landshluta- seðlabönkum úr 12 í 8 (en forsetar þeirra mynda ráð Bundesbank), þótt efri deild þýska sambandsþingsins æski fjölgunar þeirra í 16, en því mun raunar þýski fjármálaráðherr- ann, Theo Waigel, mótfallinn. Þá hefur Pöhl mælt gegn því, að seðla- banki EBE verði stofnsettur í janúar 1994, eins og þýski ríkiskanslarinn hafði á fallist. Og á fundi fjármála- ráöherra og seðlabankastjóra EBE í Lúxemborg 11.-12. maí 1990, tókst Pöhl að fá stofnun seðlabankans frestað til 1996. Karl Otto Pöhl var aðalbankastjóri Bundesbank í hálft tólfta ár. í þá stöðu skipaði stjórn jafnaðarmanna hann, en hann hefur verið í flokki þeirra frá 1948. FEACO Síðla árs 1990 voru frá París til Brussel fluttar höfuðstöðvar Evr- ópsks bandalags (lands)samtaka ráðgjafafyrirtækja, Federation Eur- opéenne des Associations de Con- seils en Organisation, FEACO), sem stofnað var 1960 af landssamtökum í Frakklandi, Bretlandi, Vestur- Þýskalandi, Hollandi, Svíþjóð og Sviss. í bandalaginu eru nú 18.000 ráðgjafafyrirtæki í 18 löndum, á meðal þeirra í Tékkóslóvakíu, Ung- verjalandi og Búlgaríu. Formaður FEACO frá apríl 1991 til jafnlengdar 1992 er breskur, David Miller. Kveðst hann hafa hug á, að breytt verði tilhögun forvals á veg- um EBE, þannig að færri tilboð ber- ist. Fátítt mun nú ekki, að í slíku forvali berist 150 tilboð. Þing Evr- ópsks bandalags (lands)samtaka ráðgjafafyrirtækja verður 1992 hald- ið í Prag. „Grænni tónleikaröð" Sinfóníu- hljómsveitar íslands lauk með óperutónleikum föstudagskvöldið (3. maí). Stjórnandi var Bretinn Ro- bin Stapleton, sem áður hefur kom- ið við sögu hér á landi, en einsöngv- ari ítalski tenórinn Giorgio Tieppo. Á efnisskrá voru forleikir og óperu- aríur, flestar eftir Puccini. Stjórn- andinn Stapleton lagði sig fram um það með frjálslegri framkomu að skapa þá glaðlegu stemmningu sem tónleikum sem þessum hæfir, og söngvarinn var prýðisgóður, með fallega og rembingslausa rödd. Samfelling banka á Spáni Tveir af stærstu bönkum Spánar, Banco Central og Banco Hispano Americano, rugla nú saman reitum sínum: Yfirtekur (að formi til) hinn fyrrnefndi þann síðarnefnda með því að láta 5 eigin hlutabréf fyrir 6 hlutabréf í þeim. Hinn sameinaði banki, Banco Central Hispano Am- ericano, verður stærsti viðskipta- banki Spánar með 85 milljarða $ eigur. — Hinn þýski Commerzbank átti 10% hlutafjár Banco Hispano Americano, og 12% hlutafjár Banco Central var í eigu þriggja franskra fyrirtækja, UAP- vátryggingafélags- ins, Bouygues- byggingarfélagsins og ELF- olíufélagsins. I bankaráði hins nýja banka verða þýskir og franskir fulltrúar. Sameining bankanna fylgdi fast á eftir samfellingu spánskra ríkis- banka í aprfllok 1991 í einn banka, Corporacion Bancaria de Espana, sem nú verður annar stærsti banki Spánar. — Undir lok síðasta áratug- ar voru tveir aðrir stórir spænskir viðskiptabankar sameinaðir, Banco de Bilbao og Banco de Vizcaya í Banco Bilbao Vizcaya. Lærðir menn í söngfræðum höfðu á orði að ýmsir okkar manna gætu sitthvað af raddbeitingu Tieppos lært. Hljómsveitin gerði þarna fína hluti eins og oft áður; af einstökum afrekum má sérstaklega nefna klar- inettuleik Einars Jóhannessonar í „turnaríunni" úr Toscu sem var tæp- lega af þessum heimi. Áheyrendur tóku tónleikunum með svo miklum fögnuði að stjórnandi og einsöngv- ari urðu um það ásáttir að hann syngi „O sole mio“ tvisvar sinnum, sem mætti segja að væri í efri kant- inum. Sig.St. Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eígum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viðgeröir á iðnaðarvélum — járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin—Sími 84110 ER HEDDIÐ Anægjulegir óperutónleikar Happdrætti framsóknar- félaganna í Hafnarfirði Dregiö var I happdrættinu hjá Bæjarfógetanum í Hafnarfiröi þann 22. apríl 1991 og voru vinningsnúmerin innsigluö. Eftirfarandi númer hlutu vinning: 1. Utanlandsferö, flug og bill til Danmerkur meö ALlS 1281 2. Dagsferð til Vestmannaeyja ásamt skoðunarferð i tvo daga 1125 3. Vöruúttekt kr. 10.000 Fjaröarkaup 924 4. kr. 10.000 Fjarðarkaup 43 5. kr. 10.000 Fjaröarkaup 1136 6. Vöruúttekt kr. 5.000 Matvöruverslunin Austurveri 1262 7. kr. 5.000 Matvöruverslunin Austurveri 1277 8. kr. 5.000 Matvöruverslunin Austurveri 1000 9. kr. 5.000 Matvöruverslunin Austurveri 1069 10. kr. 5.000 Matvöruverslunin Austurveri 154 Vinningshafar eru beðnir að snúa sér til Baldvins E. Albertssonar. Simi 651854. Sumartími skrífstofu Framsóknarflokksins Frá 15. mal veröur skrifstofa okkar I Hafnarstræti 20, III hæö, opin frá kl. 8:00-16:00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. FramsóknarHokkurinn MUNIÐ að skila tílkynningum í flokksstarfið tímanlega - þ.e. fýrir kl. 4 daginn fyrir útkomudag. Suðuríand Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suöurtandi, Eyr- arvegi 15, Selfossi, verður opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 15- 17. Slmi 98-22547. Félagar hvattir til að lita Inn. KSFS Halldór Ásgrímsson. ')<^n Austur-Skaftfellingar Stofnfundur Félags ungra framsóknarmanna í Austur- Skaftafellssýslu veröur haldinn 27. mai kl. 20.30 i Framsóknarhúsinu við Álaugareyjarveg, Höfn í Hornaflröi. Gestir fundarins verða: Siv Friðleifsdóttir, formaður SUF Halldór Ásgrímsson þingmaður Jón KrisQánsson þingmaður Siguröur Sigurösson, formaöur FUF Fljótsdalshéraði. Austur-Skaftfellingar eru hvattir til að mæta. SUFAJndirbúningsnefndin fyrir austan Akumesingar, nærsveitarmenn Ingibjörg Steingrimur Föstudaginn. 20. mal kl. 20,30 mæta þau Steingrlmur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Ingibjörg Pálmadóttir alþing- ismaður I Framsóknarhúsiö við Sunnubraut. Fundarefni: Starfið framundan. Allir framsóknarmenn vel- komnir. Fuiitrúaráð og ffamsóknarfé- lögin á Akranesi Norðuríand eystra Kosningahátið framsóknarmanna i Noröuriandskjördæmi eystra veröur haldin laugardaginn 25. mai nk. Dagskrá: Kl. 15.00 Gróðursetning viö Melgeröismela undir stjóm Hallgrlms Indriðasonar. Kl. 18.00 Útigrill I umsjón góðra matreiöslumanna. Kl. 20.00 Kvöldvaka meö heimatilbúnu efni. Umsjón meö hátíðinni hefur Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður. Þátt- taka óskast tilkynnt til hennar ( síma 21180 kl. 16.00-19.00, fimmtudaginn 23. maí eða I heimasíma 33244. K.F.N.E. Hattahóf SUF r Suf-arar, komiö öll á Fóget- ann, 'efri hæö, laugardags- jflf kvöldið 1. júnl kl. 20.00 í Ifi JH hatta-hóf SUF. ; 1 I Enginn kemst hattlaus inn. §' l * jflfl Hátíöarræöa: Gissur Pét- ji l j ursson, fyrrv. formaöur flH P SUF. m?)" '1 r% i Veislustjóri: Siv Friöleifs- Æ 1 dóttir, formaöur SUF. Dómnefnd velur hatt-mann Gissur ársins. Vegleg verölaun. siv Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu Framsóknarflokksins, sími 624480 (Anna), fyrir fimmtudaginn 30. mai. Mætum öll og endum vetrarstarf meö stæl. SUF * - ■' ■ ■■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.