Tíminn - 29.05.1991, Side 2
2 Tímirm
Miðvikudagur 29. maí 1991
' Viö höfnina í Þorlákshöfn.
Þorlákshöfn í fjörutíu ár
Gálgafrestur
í Náttúrulækninga-
hælismálinu:
Yfirlæknir
ráðinn í
gærmorgun
Rekstrarstjóm Heilsuhælis NLFl í
Hverageröi réð í gærmorgun yfir-
lækni að hælinu, og var eini læknir-
inn sem eftir er á hæiinu, Jakob
Úlfarsson, ráðinn í starfið. Þar með
hefur hælið fjögurra vikna frest til
að ganga frá sínum málum og hefur
heilbrigöisráðherra falið aðstoðar-
landlækni og héraðslækninum á
Suðurlandi að fylgjast daglega með
rekstrinum í þessar fjórar vikur.
Stjórn Læknafélags lslands fundaði
í gærmorgun og bendir hún á, að
með ráðningu yfirlæknis sé ein-
göngu verið að fullnægja formsat-
riðum, en einn læknir í starfi á hæl-
inu tryggi ekki læknisfræðilega um-
önnun 177 sjúklinga. Þá kom stjórn
Læknafélagsins enn saman síðari
hluta gærdagsins og þar var sam-
þykkt að reka Jakob Úlfarsson úr fé-
laginu, yrði hann ekki farinn úr yfir-
læknisstarfinu innan mánaðar.
Stjórnin fjallaði einnig um tillögur
landlæknis til heilbrigðisráðherra
um skilyrði fyrir áframhaldandi
rekstrarleyfi fyrir hælið. Hún telur
að tillögurnar séu ófullnægjandi,
enda leysi þær ekki þann vanda sem
hafi verið í rekstri stofnunarinnar
mörg undanfarin ár.
—SE
Ríkisstjórninni
ekki treystandi
Starfsmannafélag ríkisstofnana
hefur sent frá sér ályktun þar sem
vaxtahækkunum ríkisstjómarinnar
er harðlega mótmælt og þá sérstak-
Iega afturvirkum vaxtahækkunum á
lánum Byggingasjóðs ríkisins frá
árinu 1984.
Þá telur SFR algert siðleysi að koma
þannig aftan að húseigendum sem
gert hafa greiðsluáætlanir út frá öðr-
um forsendum og telur stjómvöld,
sem ekki virða leikreglur, fyrirgera
trausti almennings. -SIS
Næstkomandi laugardag hefjast í
Þorlákshöfn hátíðahöld í tilefni
þess að á þessu ári eru liðin 40 ár
frá því að þar tók að myndast þétt-
býli. Hátíðin stendur i eina viku og
verður mikið í hana lagt.
Þorlákshöfn er aldagömul verstöð
og árið 1877 fékk staðurinn löggild-
ingu sem verslunarstaður. Þorláks-
höfn var bújörð til ársins 1950, en
upp úr því hófst þar mikiö uppbygg-
ingarstarf fyrir atbeina Egils Thorar-
ensen, kaupfélagsstjóra KÁ. Árið
1950 voru fjórir karlmenn skráðir til
heimilis í Þorlákshöfn, en hvorki
kona né barn. Árið eftir vom fyrstu
þrjú íbúðarhúsin reist og íbúarnir
urðu 14. Það ár, 1951, var Meitillinn
eina atvinnufyrirtækið og aðeins
gerðir út 5 bátar frá Þorlákshöfn. En
í dag búa í Þorlákshöfn á 1229 íbúar,
á sjötta tug fyrirtækja eru þar starf-
andi og á nýliðinni vertíð var 31 skip
gert þaðan út. Þorlákshöfn er vax-
andi byggðarlag og varðandi frekari
uppbyggingu er einkum horft til þil-
plötuverksmiðju þeirrar, sem vænt-
anlegaverðurbyggðhérálandi. Há-
tíðahöldin í Þorlákshöfn verða í sam-
vinnu sjómannadagsráðs og sér-
stakrar hátíðarnefndar og hefjast
þau kl. 14 á laugardaginn með sam-
komu í íþróttahúsi staðarins, þar
sem forseti íslands verður meðal
gesta. Sjómannadagsmessa verður á
sunnudaginn kl. 1:30 og þá verður
nýr prestur settur í hið nýja Þorláks-
hafnarprestakall og í tengslum við
sjómannadaginn verða margvísleg
hátíðahöld. Þá verður ný björgunar-
stöð Slysavarnafélagsins tekin í
notkun og síðar í vikunni ný heilsu-
gæslustöð. Á þriðjudag halda þrjár
lúörasveitir tónleika, á miðvikudag
verður dorgveiðikeppni fyrir börn og
Óvenju mikið er um fósturlát og að
lömb gangi morkin niður austur í
Holtum. Sýkin herjar á einstaka
bæi, en er ekki útbreidd. Sumir
hafa orðið illa úti. Ekki er vitað
hvað veldur. Sýni, sem voru send til
Keldna, eru á austurleið þaðan. Af
þeim mátti fátt eitt ráða.
„Sýni frá þeim bæ þar sem ástand-
ið er verst eru nú í rannsókn. Ég hef
ekki heyrt neinar niðurstöður af
þeim. Ég hef tilfinningu fyrir því að
það sé óvenju mikið um fósturlát og
unglinga og á fimmtudag fer fram í
Þorlákshöfn hluti af íslandsmeist-
aramóti 3. flokks í knattspyrnu.
Laugardaginn 8. júní stendur Lúðra-
sveit Þorlákshafnar fyrir sinni árlegu
Þorláksvöku, en á sunnudeginum
lýkur hátíðahöldunum en þá
skemmta hestamenn bæjarbúum og
landslið íslands í handbolta leikur
að lömb komi morkin við burð. En
ég hef engar skýringar. Það er eitt-
hvað í umhverfinu, kannski fóðrinu,
sem veldur. Á sínum tíma bárust
kvartanir um að ákveðið bóluefni
væri valdur að fósturláti. Það hefur
hins vegar ekki komið upp í mínu
héraði. Hér er ekki um neitt slíkt að
ræða,“ segir Grétar Hrafn Harðar-
son, héraðsdýralæknir á Hellu.
Á rannsóknarstofunni á Keldum
fengust þær upplýsingar að af fengn-
um sýnum megi ekki ráða hvað
æfingaleiki í íþróttahúsinu. Auk þess
verður alla hátíðadagana, milli kl. 16
og 22, opin sýning sem rekur sögu
staðarins langt aftur fyrir 1951 og til
dagsins í dag. Þar verður einnig sýn-
ishorn af tómstundaföndri Þoriáks-
hafnarbúa ásamt verkum listamanna
sem á einn eða annan hátt tengjast
staðnum. -sbs.
valdi. Það verði ekki gert nema með
fleiri sýnum. Hins vegar væru oftast
þrjár ástæður fyrir fósturláti í sauð-
fé. í fyrsta Iagi leynast oft í skemmdu
heyi skaðlegir sýklar. í öðru lagi get-
ur baktería, sem fuglar bera, verið
skaðvaldurinn. í þriðja lagi getur
einfrumungur sem kettir, sérstak-
legar ungir kettir, bera, valdið fóst-
urláti. Erfitt sé við fyrstu tilraun að
greina á milli þessara þriggja
ástæðna.
-aá.
Sauðburður í Holtum:
ÓVENJU MIKIÐ
UM FÓSTURLÁT