Tíminn - 29.05.1991, Síða 8
8 Tíminn
Miðvikudagur 29. maí 1991
Kór Akureyrarkirkju:
Tónleikar á Akra-
nesi og í Reykjavík
Kór Akureyrarkirkju, undir stjórn
Bjöms Steinars Sólbergssonar,
heldur tónleika í Vinaminni á Akra-
nesi fimmtudagskvöldið 30. maí og í
Hallgrímskirkju í Reykjavík föstu-
dagskvöldið 31. maí.
A tónleikunum á Akranesi verður
flutt nýtt verk: „í forgörðum Drott-
ins“ eftir Jón Hlöðver Áskelsson, en
hann samdi verkið í tilefni 50 ára
vígsluafmælis Akureyrarkirkju í
fyrra. Einnig verður flutt verkið
Missa brevis í C-dúr Kv. 259 eftir
Wolfgang Amadeus Mozart. Þjóðlög
útsett af Jóni Ásgeirssyni og Hafliða
Hallgrímssyni verða jafnframt sung-
in, svo og þrír madrígalar frá þrem-
ur löndum.
f Hallgrímskirkju flytur kórinn að
nýju verkið „f forgörðum Drottins".
Einnig verða flutt tvö verk með Kór
Garðakirkju og Háskólakórnum.
Það em verkin „Nun danket alle
Gott“ eftir Franz Liszt og 150. Dav-
íðssálmur eftir César Franck.
Stjórnandi samsöngsins verður Fer-
enc Utassy, en um undirleik sjá
Kristinn Örn Kristinsson, Margrét
Stefánsdóttir og Björn Steinar Sól-
bergsson.
Kammerhljómsveit Akureyrar lýkur starfsárinu með:
„Strengleikum“
Kammerhljómsveit Akureyrar lýkur starfsárinu með óratóríunni
„Strengleikum“ eftir Björgvin Guðmundsson í íþróttaskemmunni
á Akureyri, sunnudaginn 2. júní kl. 17. Sérstakur hátíðarkór félaga
úr Passíukórnum, Kór Glerárkirkju, Karlakór Akureyrar, Karla-
kórnum Geysi og fleirum, var stofnaður til þessa. Tilefnið er aldar-
afmæli Björgvins Guðmundssonar 26. apríl sl.
Um 100 manns taka þátt í flutn- „Strengleikar" eru við samnefndan
ingnum. Auk hljómsveitarinnar og
kórsins koma sex einsöngvarar fram
á tónleikunum. Þeir eru: Hólmfríð-
ur Benediktsdóttir sópran, Þuríður
Baldursdótir alt, Óskar Pétursson
tenór, Þorgeir Andrésson tenór, Jón
Helgi Þórarinsson baritón, og Stef-
án Arngrímsson bassi.
„Strengleikar" munu nú hljóma í
fyrsta skipti með hljómsveitarleik
og í heildarflutningi. Roar Kvam
hefur unnið það stórvirki að búa
verkið fyrir fullskipaða sinfóníu-
hljómsveit. Hann stjórnar flutn-
ingnum.
Ijóðaflokk Guðmundar Guðmunds-
sonar skólaskálds. Þeir eru fyrsta
óratórían sem Björgvin samdi.
Hann hóf verkið árið 1915. Það var
frumflutt árið 1947 af Kantötukór
Akureyrar með aðstoð Karlakórs Ak-
ureyrar og einsöngvara undir stjórn
Björgvins.
Með tónleikunum vill Kammer-
hljómsveit Akureyrar heiðra minn-
ingu eins af helstu tónskáldum
þjóðarinnar á fyrri hluta aldarinnar.
Þeir eru hinir viðamestu sem hljóm-
sveitin efnir til á starfsárinu.
-aá.
Birting, SUF og SUJ efna til rökræðna um framtíð íslands:
Evrópa - Ef?
í kvöld, miðvikudag, ætla Birting,
Samband ungra framsóknarmanna
og Samband ungra jafnaðarmanna
að rökræða brýnar spurningar um
framtíð íslands. Þær eru: Islenskt
fullveldi - er það í hættu við þátt-
töku í EES? Aðild að EB - er hún
óhjákvæmileg? Aðrir kostir — raun-
veruleiki eða loftkastalar? Opnun og
uppstokkun - hvar eru mörkin?
Mál hefja Jónas Kristjánsson rit-
stjóri DV, Steingrímur Hermanns-
son alþingismaður og Þröstur Ólafs-
son hagfræðingur. Fundarstjóri er
Kjartan Valgarðsson, formaður Birt-
ingar. Fyrirspurnum og umræðum
á palli stjórnar Óskar Guðmunds-
son, ritstjóri Þjóðlífs.
Fundurinn verður á Kornhlöðu-
lofti Bernhöftstorfu. Hann hefst kl.
20:30. Þangað eru allir velkomnir.
-aá.
LANDGRÆÐSLUÁTAK UNGMENNAFÉLAGANNA, Fósturbörn, hófst síðastliðinn iaugar-
dag. Þá gróðursettu þau Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, og Guðrún Sveinsdóttir verkefnisstjóri,
„fósturmamma", fyrstu trjáplöntuna í Þrastaskógi og er þessi mynd tekin við það tækifæri. Aðal-
þungamiðja verkefnisins verður helgina 8. og 9. júní, þegar ungmennaféiögin huga að fósturbörnum
sínum i náttúrunni og stefnir allt ígóða þátttöku. Tímamynd: Sigurður Bogi
Þróunarfélag íslands:
Vill opna
Austurstræti
fyrir bíla
Á fundi sfjóraar Þróunarfélags
Reykjavíkur, sem haldinn var
ftmmtudaginn 23. maí, var
samþykkt opnun Austurstrætis
fyrir bifreiöaumferð til reynslu,
a.m.k. f 6 mánuði.
Einnig var samþykkt að tekin
verði upp stöðukort í miðborg
Reykjavíkur f stað stöðumæla á
240 bifreiðastæðum, og að há-
markstími á stöðureit verði
styttur úr eínni klukkustund f
45 mfnútur.
Fundinn sátu VHhjálmur Þ.
VHhjálmsson formaður Þróun-
arfélagslns, Árni Sigfússon, Jón
Adolf Guðjónsson, Jóhann J.
Ólafsson, Bolli Kristinsson og
Pétur Sveinbjaraarson. -SIS
Nýtilkomið samkomulag Vinnueftirlits ríkisins og Reykjavíkurborgar:
Allir þurfa vottorð ef
þeir ráðgera að byggja
Vinnueftiriit ríkisins og borgaryfir-
völd í Reykjavík hafa gert með sér
samkomulag um að húsbyggjendur
fái ekki úttekt á botnplötu nema þeir
geti framvísað vottorði frá Vinnueftir-
litinu um að fullnægjandi starfs-
mannaaðstaða sé til staðar. Þetta var
samþykkt á fundi borgarráðs 30. apríl
síðast liðinn. Samkomulag þetta tek-
ur gildi nú í vor.
Gylfi Már Guðjónsson hjá Vinnueftir-
litinu sagði að samkomulagið ætti sér
langan aðdraganda. Bæði Vinnueftir-
litið og stéttarfélög í byggingariðnaði
hefðu sóst eftir þessu, því starfs-
mannaaðstaða í byggingariðnaði hefur
víðast hvar verið mjög slæm og með
þessu móti mætti tryggja að hún
batni. Með samkomulagi þessu er
ætlast til að starfsmannaaðstaðan sé í
samræmi við það sem reglur um hús-
næði vinnustaða kveða á um. Þó er
megináhersla lögö á upphitað og
snyrtilegt húsnæði. Einnig verður
hreinlætisaðstaða að vera til staðar, en
víða er misbrestur á því.
Vegna samkomulagsins gerir bygg-
ingarfulltrúi Reykjavíkur ekki lengur
úttekt á botnplötum nema fyrir liggi
vottorð frá Vinnueftirlitinu um full-
nægjandi starfsmannaaðstöðu. Hús-
byggjandi þarf því fyrst að hafa sam-
band við Vinnueftirlitið og fá það til
þess að skoða starfsmannaaðstöðuna
og gefa út vottorð, áður en haft er sam-
band við byggingarfúlltrúa vegna út-
tektar á botnplötu.
Gylfi sagði að engar tafir yrðu við
byggingarframkvæmdir vegna þessa.
Vinnueftirlitið myndi reyna að sinna
beiðnum jafhskjótt og þær berast.
Áætlað er að að húsbyggjendur Ieigi
sér starfsmannahúsnæði í auknum
mæli og að kostnaðurinn við það
verði milli 1 og2% afbyggingarkostn-
aði.
Eins og er þá á þetta samkomulag
einungis við í Reykjavík, en hugmynd-
in er að færa þetta síðan út á land.
-UÝJ
Bifreiðapróf endurskoðuð
Bifreiðaeftirlit ríkisins var lagt nið-
ur í janúar 1989. Bifreiðaskoðun ís-
lands hf. tók þá við skráningu og
skoðun ökutækja. Umsjón og fram-
kvæmd ökuprófa var áfram sjálf-
stætt verk undir nafninu Bifreiða-
próf ríkisins. Þau þykja óhentug
eining til að gera úr sjálfstæða
stofnun. Þorsteinn Pálsson dóms-
málaráðherra hefur óskað atbeina
hagsýsludeildar fjármálaráðuneytis-
ins við að kanna starfsemina. M.a.
hvort ekki sé heppilegt að rekja upp
úr stofuninni kennsluþráð hennar í
meiraprófsnámskeiðum. Ennfrem-
ur að leggja til hvernig heppilegast
sé að skipa þessum málum til fram-
búðar. Kanna skal ítarlega hvort
ekki sé unnt að tengja starfsemina
við, eða fella hana undir, einhverja af
stofnunum ríkisins. Má nefna Um-
ferðarráð. Það starfar í umsjá dóms-
málaráðuneytisins. Markmiðið er að
finna hagkvæmari lausn á rekstri
bifreiðaprófanna, að efla öku-
kennslu í landinu og þar með auka
öryggi. -aá.