Tíminn - 29.05.1991, Qupperneq 9
Miðvikudagur 29. maí 1991
Tíminn 9
Halldór Ásgrímsson segir að vaxtahækkanir ríkisins leiði til vaxtahækkana í bönkum:
RAUNVEXTIRINN-
LÁNA FARA í 8.5% OG
ÚTLÁNA í A.M.K. 11%
Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði á
Alþingi á mánudag að þær vaxtahækkanir, sem ríkisstjómin hefði
boðað, myndi leiða til þess að bankarair myndu hækka sína vexti.
„Ég skal ekki fullyrða hvað bankarair hugsa sér, en ekki er ólík-
legt að vextir af verðtryggðum innlánum verði ekki minni en
8,5% í framhaldi af þessari ákvörðun og er þá ekki ólíklegt að út-
lánsvextir fari í 11% að minnsta kosti,“ sagði Halldór.
Hann sagði að ríkisstjórnin legði
mikla áherslu á að með þessu sé
verið að auka sparnað og draga úr
eyðslu. Halldór sagði að hann
hefði miklar efasemdir um að það
myndi gerast. Þar að auki væru
þessir vextir skattfrjálsir, sem
gerði það að verkum að í raun
yrðu þeir mun hærri en í löndun-
um í kringum okkur. Það myndi
leiða til þess að atvinnuvegirnir
leituðu í auknum mæli eftir er-
lendum lánum. Viðbrögðin í hús-
bréfakerfinu væru þau að félags-
málaráðherra hefði þegar sent
sendimenn á erlendan markað til
þess að kanna hvort ekki væri
hægt að selja húsbréfin þar.
„Það er útilokað að vextir hér á
landi séu mjög frábrugðnir því
sem gengur og gerist hérna í
kringum okkur. Vextirnir geta
hvorki verið mikið lægri eða
hærri. Við erum það háð alþjóð-
legum lánamörkuðum að það er
mikilvægt að það sé samræmi á
milli," sagði Halldór. Hann sagði
að mikilvægast í stöðunni væri að
halda jafnvægi og stöðugleika og
þessi vaxtahækkun væri ekki til
þess fallin.
Halldór vék einnig að húsnæðis-
málunum og sagði að það þýddi
ekkert annað en að viðurkenna
Halldór Ásgrímsson alþingis-
maöur.
fjármögnun húsnæðiskerfisins
sem vandamál. „Það hlýtur að vera
vandamál þegar aukin útlán eru
orðin miklu meiri en byggingar-
starfsemi, sem sýnir það að mikill
hluti þessara lána fer til annarra
þarfa," sagði Halldór. Hann sagð-
ist telja þetta varhugaverða þróun
og aðalatriði væri það hvernig
hægt væri að útvega sem ódýrast
fjármagn til þessara hluta. Það
hafi verið staðfest að útlán hefðu
aukist um 60-70% á sama tíma og
íbúðarbyggingar hefðu aukist um
16%. Halldór sagðist vera sam-
þykkur þeirri ráðstöfun að hækka
vexti á lánum Byggingarsjóðs rík-
isins. Halldór sagði að fyrir tveim-
ur mánuðum hefði félagsmálaráð-
herra sagt að ekki væri hægt að
hækka þessa vexti nema það ættu
sér stað eigendaskipti. Hann sagð-
ist því ekki skilja í sjálfu sér af
hverju þetta væri hægt núna, en
hefði ekki verið hægt fyrir tveim-
ur mánuðum.
—SE
Flugleiðir fá nýja þotu af
gerðinni Boeing 757:
Út í
tvö ár
Tímamyndir: Árni Bjarna
Ljósmyndasýning
í séra Friðriks-kapellu:
„Líf og starf
sr. Friðriks“
Opnuð hefur verið ljósmyndasýn-
ing í kapellu séra Friðriks að
Hlíðarenda við Öskjuhlíð í
Reykjavík. Sýningin ber yfir-
skriftina „Líf og starf séra Frið-
riks“.
Á sýningunni eru um eitt hundr-
að ljósmyndir. Flestar eru mynd-
irnar úr ljósmyndasafni KFUM og
KFUK og meirihluti þeirra eru frá
árunum 1890-1920. Sýningunni
er skipt í sjö flokka og sérstaklega
er gerð grein fyrir stofnun og
starfi KFUM, KFUK, skáta, karla-
kórsins Fóstbræðra og knatt-
spyrnufélagsins Vals.
Ásamt ljósmyndunum verða ýms-
ir munir séra Friðriks til sýnis,
m.a. Væringjaskikkja, handrit,
bækur og fleira. Kvikmynd Ós-
valdar Knudsen „Séra Friðrik" og
kvikmyndir um sumarbúðir í
Vatnaskógi verða sýndar af mynd-
bandi.
Sýningin er öllum opin og að-
gangur ókeypis og hún stendur yf-
ir til 2. júní. -SIS
Nefnd skipuð um þyrluna
Þann 12. mars sl. ályktaði Alþingi
að fela ríkisstjórninni að sjá til
þess, að á árinu 1991 verði samið
um kaup á fullkominni björgunar-
þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. í
framhaldi ályktunarinnar hefur
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð-
herra skipað nefnd til að vinna að
undirbúningi málsins. Hún skal
gera heildarúttekt á flugrekstri
Landhelgisgæslunnar, að því er
varðar björgunar- og eftirlitsflug.
Gera tillögur um val hentugra
þyrlna og flugvéla til þessara verk-
efna og samstarf við aðra björgun-
araðila og varnarliðið á Keflavíkur-
flugvelli.
í nefndinni sitja Björn Bjarnason
alþingismaður, formaður; Þor-
steinn Geirsson ráðuneytisstjóri,
Gunnar Bergsteinsson forstjóri,
Þórhallur Arason skrifstofustjóri,
Róbert Trausti Árnason sendiherra.
Til aðstoðar eru Páll Halldórsson
yfirflugstjóri og Sigurður Steinar
Ketilsson skipherra.
-aá.
Flugleiðir tóku á dögunum við
þríðju Boeing 757 þotunni frá
Boeingverksmiðjunum í Seattle í
Bandaríkjunum. Þotan hefur þeg-
ar verið leigð til breska flugfé-
lagsins Brítannia Airways næstu
tvö árín, en að þeim loknum er
fyrst reiknað með að Flugleiðir
þarfnist hennar.
Boeing 757 eru þær þotur sem
Flugleiðir nota í Norður- Atlants-
hafsfluginu. Félagið hefur á síð-
ustu tveimur árum .keypt 7 nýjar
farþegaþotur og á næsta ári verður
innanlandsflotinn endurnýjaður.
Þá koma 4 nýjar Fokker 50 skrúfu-
þotur af fullkomnustu gerð. Sig-
urður Helgason, forstjóri Flug-
leiða, sagði í samtali að flugvéla-
kaupin hefðu reynst happadrjúg.
Hann sagði hins vegar ekki vera
þörf fyrir nýju þotuna í reksturinn
fyrr en eftir tvö ár. „Það er mikil-
vægt fyrir Flugleiðir að hafa sem
fæstar vélagerðir í rekstri í einu
vegna kostnaðar. Það verður því
gott að geta gengið í eigin vél í
reksturinn eftir tvö ár, einkum þar
sem tekist hefur að koma henni í
hagstæða leigu þangað til,“ sagði
Sigurður Helgason.
-sbs.
Hin nýja kapella sr. Friðriks á Hlíöarenda.
Frá Ijósmyndasýningunni „Líf og starf séra Friðriks".
Ingólfur Á. Jóhannesson
Doktor
í BNA
Nýlega varði Ingólfur Á. Jóhannes-
son sagnfræðingur doktorsrítgerð í
námskipunar- og kennslufræðum
við Department of Currículum and
Instruction í Wisconsinfylki í
Bandaríkjunum. Lausleg þýðing á
titli ritgerðarinnar er Baráttuvett-
vangur íslenskra menntaumbóta og
félagsleg skilningarvit mennta-
frömuða.
Ritgerðin fjallar um menntaum-
bætur á íslandi sl. 25 ár. Ritgerðina
má skoða í tvennskonar samhengi:
Annars vegar sem greiningu á hug-
myndastraumum og bakgrunni
menntaumbóta á íslandi og hins
vegar er ritgerðin framlag til alþjóð-
legrar þróunar í pólitískri félags-
fræði menntaumbóta.
Höfundurinn, Ingólfur Á. Jóhann-
esson, er fæddur 1954 og er frá
Skútustöðum í Mývatnssveit. Hann
er sagnfræðingur og kennari að
mennt, hefur stundað kennslu og
ritað nokkrar kennslubækur. Um
árabil hefur hann starfað á sumrin
sem landvörður.
-sbs.
Ráðstefna
um ferða-
w m jr
mal a
Blönduósi
Fyrir skemmstu hélt Ferðamála-
félag Húnvetninga ráðstefnu um
feröamál. Hlgangurinn var að
vekja athygli á öllu því sem
Húnaþing hefur upp á að bjóða.
Til ráðstefnunnar var boðað
með það f huga, að nú hillir und-
ir veridok við Blönduvirígun. Þá
missa margir heimamcnn vinn-
una. Um leið hefur samdráttur f
hefðbundnum landbúnaði bitnað
hart á Húnvetningum. Ekki ligg-
ur Ijóst fyrir hvort stjómvöld
ætla mjólkurbúi og sláturíiúsi,
sem þar eru starfrækt, marga líf-
daga.
Sturia Bragason hjá Ferðamála-
félagi Húnvetninga segir að at-
vinnulff í Húnaþing! eigi helst
vaxtarvon í þjónustu við ferða-
menn. Þar séu líka margir mögu-
leikar. T.d. finnist þar varía svo
vatnspoliur, að hann sé eldd full-
ur af fiskL Húnvetningar þurfi
aðeins að fá ferðamenn til að
staldra við í héraðinu. Algengt sé
að þeir æði beint í gegn.
í áiyktun ráðstefhu Ferðamála-
félags Húnvetninga segir m.a. að
fundarmenn fagni þeirri þróun
sem orðið hefur f ferðamálum á
íslandi. Tekjur af ferðamálum
séu nú sambærilegar við tekjur
af saltfiskútfiutningi. Þess er
krafist að stjórnvöld sjái til þess
að ferðaþjónustan fái þær tekjur
sem henni ber lögum sam-
kvæmt. Vinna ber markvisst að
því að auka hlut Norðurlands
vestra í stefnumótun ferðamála á
íslandi. -aá.