Tíminn - 29.05.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.05.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 29. maí 1991 IHHiR MINNING Sigríður Haraldsdóttir Hrafnkelsstöðum Pædd 30. desember 1900 Dáin 20. maí 1991 Það var í júnímánuði 1948 að við systur tvær úr Laugardal erum á leið með mjólkurbíl í eina af upp- sveitum Árnessýslu. Hin mikla vélvæðing hafði enn ekki hafið innreið sína í landbúnað- inn, en orfið og hrífan enn í fullu gildi. Við systur vorum á leið í kaupavinnu að Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi. Það var glaðasólskin og ekki annað hægt að segja en að sveitin heilsaði okkur vel. Samt sem áður setti að mér nokkurn kvíða, þetta var í fyrsta skipti sem ég fór í kaupavinnu til vandalauss fólks, fólks sem ég þekkti ekki. Hér blasti við hús, gamalt en með mikilli reisn, trjágarður og um- hverfl all stórt í mínum augum. Við vorum komnar heim á hlað. Þá kom á móti okkur kona ljós yfirlit- um, feitlagin og kvik í hreyfingum. Hún bauð okkur velkomnar, sagðist heita Sigríður og vera verðandi hús- móðir okkar. Það geislaði af henni góðvildin, fann ég við fyrstu sýn. Hún spurði okkur hvor yrði stelpan hennar í sumar. Ég varð fyrir svör- um og sagðist búast við að það væri ég, því ég væri ráðin hjá Sveini. En hvað sem öllum ráðningum leið, myndaðist strax í upphafi mjög sterkt samband okkar í milli. Þessi fyrsti dagur þarna varð mér minnisstæður. Húsbóndinn Sveinn var með börnum sínum þrem að reka lambfé sitt á afrétt, en þau komu síðla dags sjúskuð nokkuð af vökum og erfiði. Sigríður var hress við fólk sitt sem mér fannst margt og mjög glaðsinna. Eftir að hafa gefið því hressingu, dreif hún rekstrarfólkið ásamt fleirum í sundlaug sveitarinnar að Flúðum og þeirra á meðal fórum við systur. Það var mikið af ungu og hressu fólki þar þetta kvöld. Þessi fýrsti dagur minn á Hrafn- kelsstöðum varð einkennandi fyrir það sumar sem í hönd fór. Ekkert sumar er jafn bjart í endurminning- unni. Sigga, en svo kallaði ég og fleiri hana jafnan, átti stóran þátt í þeirri mynd sem þar er greypt. Það var ekki einungis að vinnan væri leikur, heldur umhyggjan þegar heim var komið, líka glaðværðin og hinar afgerandi ákvarðanir hennar. Ég vil ekki heldur draga strik yfir þátt húsbóndans Sveins, hann var einstakur. T.d. lét hann mér til af- nota reiðskjóta þetta sumar, hryssu sem kölluð var Hrefna, stór og stæðileg. Þau voru því mörg kvöldin að ég og yngri dóttirin Guðrún þeystum út í sumarnóttina, hún á hryssunni Skerplu sem var afburða gæðingur, skeiðhross í hæsta flokki. Enn finn ég angan jarðarinnar og enn heyri ég klið fuglanna frá þessu ógleymanlega sumri. Það var líka oft glatt á hjalla innan dyra undir hand- arjaðri Siggu. Stundum þegar regn buldi á þakinu og ekki þótti fært rakstrarkonum á engjar, tók Sigga kannski „Fjárlögirí' og lék á orgelið, en ég söng. Já, það er margs að minnast, samverustundir sem gleymast seint. Síðan skildu leiðir. Tíminn breytt- ist hjá okkur báðum tveim. Ungvið- ið á Hrafnkelsstöðum óx úr grasi og varð að sjálfstæðum einstaklingum. Sigga fluttist í nýtt og notalegt hús- næði, fyrst til að annast bróður sinn Helga. Síðar ein í skjóli sonar og tengdadóttur. Gott var að heim- sækja þar gamla vinkonu, sem þrátt fyrir að nokkur ár höfðu bæst við, hélt sinni reisn og sló ekki slöku við garðinn sinn. Sigga var trúuð kona. Ekki það að hún þrengdi skoðunum sínum upp á aðra. Hún var leitandi sál sem að- hylltist spíritisma Haralds Níelsson- ar og Einars Kvaran. Trú sinni lýsti hún best í vísu sem hún kenndi mér, en flestir kunna: Trúðu á tvennt í heimi, tign sem œðsta ber: Guð í alheimsgeimi, guð í sálu þér. Það var gott að ræða þetta við hana í rólegheitum, þar sem hún var í engum vafa um framvindu lífsins. Mér finnst henni svipa til einnar sögupersónu Einars Kvaran. Það er fóstran í sögunni Marias, þegar sögumaður, ungur drengur, hafði ort rímuna um vinnufólkið á bæn- um, heldur niðrandi kvéðskap, en það gerir kröfu til húsbænda sinna að rímnasmiður yrði duglega flengdur. Þá segir fóstran: „Ég ræð flengingum hér.“ Síðar þegar sögu- maður er orðinn fullorðinn maður. Hann hafði Ient í útistöðum við það sem kallast lög og reglur. Þá leitar hann til fóstru sinnar á ný, því enn er hún vinur og ráðgjafi. „Ert þú raunamæddari nú heldur en þú varst þegar rímurnar og maríasinn var þér efst í huga?“ „Ég veit ekki,“ sagði hann, „en þá var ég barn. En núna er um allt ann- að og meira að tefla, en ekki hégómi eins og þá.“ ,M hverju veist þú það?“ sagði fóstran. Svarið vafðist fyrir, en fóstran hélt áfram: „Ef við komumst einhverntímann svo langt að sjá að allar okkar áhyggjur, sorgir, móðg- anir, reiði, að allt þetta er ekkert annað en hégómi. Ekkert annað en skuggi af hrófatildri heimskunnar. Skuggi sem hverfur þegar hrófa- tildrið hrynur." Þetta viðhorf fóstrunnar finnst mér samrýmast mjög skoðunum Siggu á lífinu og tilverunni, því hún kunni manna best að aðgreina hismið frá kjarnanum._ Hún var ekki einungis sterk líkam- lega, afkastamikil í verkum sínum, heldur með þessa þróttmiklu og geislandi sál. Ég minnist hennar við dánarbeð dóttur sinnar Kristrúnar er dó fyrir aldur fram. Þar var Sigríður hin sterka kona eins og ævinlega. Ég hef þá trú að Kristrún hafi verið nær- stödd síðustu dægur móður sinnar. Ég þakka þér, Gunna, að leyfa mér að vera hjá móður þinni seinustu nóttina. Það er gjöf sem ég kann að meta. Ég minnist fyrsta brossins henn- ar Siggu á Hrafnkelsstöðum. Það var þegar hún heilsaði okkur systrum á sínu bæjarhlaði fyrst er við sáumst. Brosin hennar urðu mörg og heillandi. Nú að loknum degi sitjum við tvær við rúmið hennar, ég og Gunna. Við vitum ekki fyrir víst hvort hún skynjar nærveru okkar, fyrr heldur en Gunna segir: „Sérðu blómin þín, mamma." Bros leið yfir andlit hennar, veikt en heillandi. Bros gefið blómi, í fullu samræmi við líf hennar allt. Ég sakna Siggu minnar mikið, en þetta er framvinda lífsins, eðlilegur hlutur, þáttur tilverunnar. Ég minnist hennar með virðingu og þökk fyrir allt. Ég votta fjölskyldunni samúð mína. Guð blessi ykkur. Lilja Guðmundsdóttir Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavik 24.-30. mai er I Brelöholts- apóteki og Apótekl Austurbæjar. Það apó- tek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 aö kvöldi tll kl. 9.00 aö morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upp- lýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar I sima 18888. Neyöarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á stórhátfðum. Slm- svari 681041. Hafnarfjöröur: Hafnarfjaröar apótek og Norö- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar i símsvara nr. 51600. Akureyrf: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I því apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I sfma 22445. Apótek Keftavíkur: Opið virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- mennafrídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opíð virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað í hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garöabær: Apótekið er opiö rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamarnes og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, slmaráðleggingar og tímapant- anir I slma 21230. Borgarspítalinn vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyflabúðir og læknaþjónustu erugefnar I sím- svara 18888. Ónæmlsaögeröirfyrirfullorðna gegn mænusótt fara fram á Hellsuvemdarstöö Reykjavikur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskirteini. Garöabær: Heilsugæslustööin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, sími 656066. Læknavakt er i síma 51100. Hafnarfjöröur: Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, simi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogur: Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavík: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suöumesja. Sími: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sálfræöilegum efnum. Simi 687075. Auglýsing um starfslaun listamanna Samkvæmt reglum, sem samþykktar voru í borgarstjórn 3. maí 1990, er heimilt að veita ár- lega starfslaun til listamanns eða listamanna í allt að 12 mánuði. Menningarmálanefnd velur listamennina, sem starfslaun hljóta. Þeir einir listamenn koma til greina við úthlutun starfslauna, sem búsettir eru í Reykjavík, og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir um úthlutun, sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Listamennirnir skuldbinda sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfs- launa. Menningarmálanefnd auglýsir hér með eftir rök- studdum ábendingum frá Reykvíkingum, ein- staklingum sem og samtökum listamanna, eða annarra, um hverjir skuli hljóta starfslaunin. Menningarmálanefnd er þó ekki bundin af slíkum ábendingum. Ábendingar, sbr. ofanritað, sendast Menningar- málanefnd Reykjavíkurborgar, Austurstræti 16, fyrir 1. júlí 1991. Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar. Bændur athugið! Óska eftir að kaupa góða kúajörð á Suðurlandi. Vinsamlegast hringið í síma 97-81017. FLUGMÁLASTJÓRN BÓKLEGT ATVINNUFLUGNÁM Flugmálastjórn mun standa fyrir bóklegri kennslu fyrir væntanlega atvinnuflugmenn í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja skólaárið 1991- 1992, ef næg þátttaka verður. Kennt verður í kennsluhúsnæði Flugmálastjórn- ar á Reykjavíkurflugvelli. Inntökuskilyrði eru einkaflugmannsskírteini og stúdentspróf (þar af a.m.k. 3 einingar í eðlis- fræði). Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Flugmála- stjórnar í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Umsóknir þurfa að hafa borist þangað fyrir 1. júlí nk. Umsóknum skal fylgja: Staðfest Ijósrit af stúdentsprófi, Ijósrit af einkaflugmannsskírteini og 1. flokks heilbrigðisvottorð frá trúnaðar- lækni flugmálastjórnar. FLUGMÁLASTJÓRN. IÐNSKOLINN í REYKJAVÍK Skólaslit verða í Hallgrímskirkju föstudaginn 31. maí kl. 14.00. Ættingjar útskriftarnema og velunnarar skólans velkomnir. •-1L1 r 1»1»V - 4. V, ». <f*. 4. ý. r ■ Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartlmi fyrir feður kl. 19.30- 20.30. Barnaspítali Hrlngsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspítal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspftali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspítallnn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnu- dögum kl. 15-18. Hafnarbúöir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta- bandiö, hjúkrunardeild: Heimsóknartlmi frjáls alla daga. Grensásdelld: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvcrndarstööin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshæliö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaöaspitali: Heim- sóknartími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - SL Jósepsspitall Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30._______________________ Sunnuhlið hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikurfæknlshéraðs og heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Simi 14000. Keflavlk-sjúkrahúsiö: Heimsóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátíöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri- sjúkrahúsiö: Heim- sóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusími frá kl. 22.00- 8.00, sími 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Slökkvilið - Lögregia Reykjavík: Scltjarnamcs: Lögreglan simi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjöröur: Lögreglan simi 51166, slökkvi- liö og sjúkrabifreið simi 51100. Keflavik: Lögreglan sími 15500, slökkvilið og sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar: Lögreglan, sími 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsið simi 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 22222. Isafjörður Lögreglan simi 4222, slökkvilið sími 3300, b'njnáslmi óg síukrábifreiö-simi 3333

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.