Tíminn - 01.06.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.06.1991, Blaðsíða 1
Kolviðarhóll um 1910, einum þrjátíu árum eftir dauða Kristmanns. Kristmannsmálið Dularfullur dauödagi fíeykvíkings á skemmtiferöalagi við Kolviöarhól olli miklu uppnámi víöa um land fyrir 110 árum Fyrr á tímum var leiðin austur yfir Hellisheiði ekki svo greiðfær sem nú er og raunar er ekki svo ýkja langt síðan ferðalangar urðu fegnir næturhvíldinni á Kol- viðarhóli á reisum sín- um austur og austan. Er Kolviðarhóll enda umvafinn fjölda drauga- og furðusagna er þar áttu að hafa átt sér stað á dimmum nóttum. En hér verður rakin saga sem hefur ólíkt meira raunveru- leikasnið á sér en flest- ar hinar sögumar, þótt ekki sé hún án nokk- urrar dulúðar. Löngu áður en tekið var að búa ferða- löngum gistingu á Kolviðarhóli hafði verið á heiðinni annað saeluhús og miklu eldra og var það norður af Bola- völlum neðan Kolviðarhóls. Hefur til skamms tíma sést votta fyrir húsatóft- um á þessum stað og heitir hæð sú er húsið stóð á enn í dag Húsmúli. Mættu ferðamenn og ferðafélög vel gefa þessum rústum nokkurn gaum, því þó að sæluhúsið hafi sjálfsagt látið lítið yfir sér og verið harla þæginda- snautt, þarf ekki að efa að það hefúr bjargað mörgum hröktum nætur- gesti, enda mun það um langt skeið hafa verið hið eina ferðamannaskýli vestan Hellisheiðar og jafnframt eitt elsta hús á landinu sinnar tegundar. í lýsingu Ölvershrepps 1703 eftir Hálf- dán Jónsson, lögréttumann á Reykj- um, er þessa sæluhúss þegar getið, og má af frásögninni ráða að það hafi þá lengi verið við lýði. Er svo að sjá að það hafi staðið allt fram til þess tíma er fyrsta sæluhúsið var reist á Kolvið- arhóli árið 1865, en þar var síðan um langan aldur helsti gististaður ferða- manna á þessari leið. Eins og á var drepið hafa margar sagnir gengið um annarlega fyrir- burði í sambandi við sæluhúsið á Kol- viðarhóli sem önnur sæluhús fyrr á tímum, enda ekki að ófyrirsynju, þar sem um svo fáfarinn og eimanalegan fjallveg var að ræða. Hafa og margir ferðamenn forðum daga sætt á þess- um slóðum óhugnanlegum örlögum og hefur oft mátt á þeim sannast hið fomkveðna að fátt segir af einum. En þess eru einnig dæmi að voveiflegur dauði hafi setið fyrir áhyggjulausum ferðamanni í áningarstað, þó að hvorki hafi verið hríðarveðri né nátt- myrkri til að dreifa. Eftiríarandi saga er rakin í örstuttu máli, eftir því sem greint verður af samtímaheimildum. En atvik það sem þar hermir frá varð mönnum mjög minnisstætt á sinni tíð og olli jafnvel heiftúð og deilum, þó að nú sé það flestum gleymt og grafið. Samt er ekki fyrir það að synja að einhverjir afkom- endur og ættingjar þeirra manna, er bomir vom sökum, sönnum eða röngum, í sambandi við þetta mál, kunni enn að vera minnugir og þykir því hlýða að halda hér nokkurri leynd yfir slíkum nöfnum. Verður ekki held- ur séð að sá háttur breyti nokkm um gildi frásagnarinnar, en henni er fyrst og fremst ætlað að vera athyglisverð aldar- og réttarfarslýsing. Hestamir í mýrinni Atburður sá er hér verður rakinn átti sér stað að áliðnum sunudegi í 16. viku sumars árið 1881. Veturinn áður hafði verið einn hinn harðasti sem menn mundu eftir og allt vorið og fram eftir sumri var veðráttan óvenju- lega köld og þurr. Seinna brá þó til rigninga, en nú hafði stytt upp og vöknuðu menn þennan sunnudag við blíðasta veður, sem hélst lítt slitið fram eftir hausti. Það var því eigi að undra þótt ýmsir þeir Reykvíkingar sem nokkurs máttu sín gripu tæki- færið og hyggðust lyfta sér upp með því að fara f útreiðartúr, en slíkt var þá oglengi fram eftir ein helsta skemtun meðal betri borgara. Að þessu sinni munu flestir að venju hafa farið upp í Mosfellsdal eða Lækjarbotna, en þeir sem lengst sóttu komust alla leið upp fyrir Kolviðarhól. Táldist slíkt mikið ferðalag og þótti á þeim tímum síst minna fyrirtæki en flugferð til Parfsar eða Kaupmannahafnar á vorum dög- um. Um þessar mundir var gestgjafi á Kolviðarhóli Ólafur Ámason bókbind- ari, er síðar fluttist til Ameríku. Var

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.