Tíminn - 01.06.1991, Síða 3

Tíminn - 01.06.1991, Síða 3
f H Laugardagur 1. júní 1991 þó að hann þætti í ýmsu grunsamleg- ur, og urðu þau nú að játa að sitthvað hefði verið mishermt í honum. Þá komu og ný vitni til skjalanna og báru um áverka þá sem þau hefðu séð á líki Kristmanns daginn eftir að það var flutt til Reykjavíkur. Hins vegar hafði engin réttarskoðun farið fram á iíkinu og kom því nú mjög til tals að fá það grafið upp. Var leitað álits lækna um þetta atriði, en þar sem svo langt var liðið frá greftrun þess töldu þeir ósennilegt að það bæri árangur og var þá aftur horfið frá því ráði. Héraðslæknirinn, sem framkvæmt hafði krufninguna, var enn kallaður til að bera vitni og virðist hann hafa sýnt nokkra tregðu á að mæta og vilj- að hliðra sér hjá spumingum dómar- ans. í þetta sinn gekk framburður hans í þá átt að dauði Kristmanns hefði jöfnum höndum orsakast af of- drykkju og áverka á höfði. Um það hvemig sá áverki var til kominn gat hann að sjálfsögðu ekkert borið, enda sannaðist aldrei neitt um það við yfir- heyrslumar. Varð nú brátt ljóst að þar sem svo lítillar fyrirhyggju og ná- kvæmni hafði verið gætt við meðferð málsins í upphafi og þeirra gagna er þá vom enn tiltæk, mundi lítils árang- urs vera að vænta af framhaldsrann- sókninni. Þannig tók nú G. þvert fyrir að nokkurt blóð hefði verið á svipu Kristmanns og stóð um það atriði staðhæfing gegn staðhæfingu. Fór einnig svo að Iokum að undirbúning- ur sá er ætlaður var til málshöfðunar gegn G., Sigurþór og Mettu fyrir manndráp og fálsvitni, „rann út í sandinn" og er því fullkomlega rétt sem segir í Árbókum Reykjavíkur að „þrátt fyrir röggsamlega rannsókn" Jóns landritara, „hafðist ekkert upp úr þessu Kristmannsmáli, og var það því látið niður falla.“ Satt og ósatt En þrátt fyrir slík endalok var lengi mikið um málið rætt og enn gefúr það tilefni til ýmissa hugleiðinga. Hin frumstæða málsmeðferð stingur þar sérstaklega í augu, og hún má virðast því undarlegri sem allir þeir menn sem rannsóknina höfðu með höndum voru hinir ágætustu og samvisku- sömustu embættismenn. Deilur þær sem spunnust um málið gætu bent tii þess að ýmsum hafi fúndist lítill áhugi fyrir hendi að fá það upplýst, og hefur það sinuleysi verið túlkað á ýmsa vegu, eins og gengur og gerist Tekur eitt samtíðarblaðið svo til orða að margt hafi „frést bæði satt og ósatt um þetta mál út um sveitir," og mun það síst hafa verið orðum aukið. Almennt mun því hafa verið trúað - - enda liggur sú skýring nærri — að þeim félögum, Kristmanni og G., hafi lent saman í ölæði, og hafi hinn fyrr- nefndi hlotið í þeirri viðureign áverka þann sem leiddi hann til bana. Það var m.ö.o. ofdrykkja og slysni sem að þessu sinni leiddi til hinna hörmulegu tíðinda og bauð dauðanum með f þessa skemmtiferð. Nú var G. ungur maður, sem að allra dómi var hinn vammlausasti, og ekkert það kom fram er bent gæti til þess að hann hefði vænst hagnaðar af dauða þessa kunningja síns. En hvað var þá unnið við það að bæta á raunir hans með þungbærri sakfellingu og dómi? Hafi tilhneiging verið fyrir hendi til að sjá í gegn um fingur við hinn unga mann, mætti einnig geta sér til um eðlilega skýringu á því fyrirbrigði. Var það ekki einmitt hin nýja mannúðarstefna, húmanismi aldarinnar, sem þar gaf sig til kynna. En Reykvíkingar þessara Iöngu liðnu tíma voru borgarar í litlum og tíð- indasnauðum bæ, þar sem hver þekkti annan og hver viðburður hafði margfalt fréttagildi á við það sem nú er. Því var það einnig svo um langan aldur með þá sem lögðu leið sína upp að Kolviðarhóli og fóru fram hjá gömlu sæluhústóttinni í Húsmúlan- um, að upp fyrir þeim rifiaðist hið svo- nefnda Kristmannsmál, sem smám saman varð í hugum þeirra umvafið þjóðsögulegu rökkri. En ferðamaður vélaldarinnar hefur engan tíma til að sinna jafh úreltum viðfangsefnum og þeim er bundin eru hrundum sælu- húsum og grónum götutroðningum. Slíkar minningar eru honum fram- andi heimur, sem löngu er horfinn inn f dul og draum öræfanna. Tímarnir breytast og ■a Inútímabúskapskiptirhagræðing | || 11 III öllu máli. ÁburSardreyfing er |^ legt og þreytandi verk, vegna þess bve losun áburðarpokana er tíma- frek. 600 kg áburðarpokarnir frá Baldri gjörbreyta þessu. Þú pantar pokana hjá okkur, Aburðarverk- smiSjan sér um að fylla á þá og þú færS pokana heim á hlaS, tilbúna til notkunnar, allt sem þarf eru þín eigin tæki. Pokarnir eru meS stút aS neSan til losunar og þú notar þá aftur og aftur. Pokarnir frá Baldri spara þér tíma og fyrirhöfn. HELGIN POKAGERÐIN BALDUR SF SÍMI 98-31310 JÖTUNN hf. hefur nú á boðstólum öryggishlífar fyrir allar gerðir drifskafta á landbúnaðarvélum fyrir aðeins 1900 - 3900 krónur! Árlega verða fjölmörg alvarleg vinnuslys í landbúnaði. Á síðasta ári fékk Vinnueftirlit ríkisins tilkynningar um 34 slík slys. Slys af völdum óvarinna drifskafta voru þá önnur algengustu slysin í landbúnaði, samkvæmt slysaflokkun Vinnueftirlitsins. Aflúttak dráttarvélar skal alltaf hafa hlífar í lagi, hvar sem þaö er á vélinni. Hið sama gildir um reimdrif. Þessi slys kosta bændur og þjóðfélagið allt ómælda fjármuni, auk þeirra miklu mannlegu þjáninga, sem ekki verða metnar til fjár. JÖTUNN hf. hefur nú hafið herferð gegn vinnuslysum í landbúnaði í samráði við Slysavarnafélag íslands, Vinnueftirlit ríkisins, Bændasamtökin, Vátryggingafélag íslands og hollenska fyrirtækið Agritrans, sem framleiðir hlífar fyrir allar gerðir drifskafta. I sumar verða hlífarnar seldar sérlega ódýrt, eða frá 1900 krónum til 3900 króna. Hluti söluverðsins rennur til Slysavarnafélags Islands. DRAGÐU ÚR LÍKUM Á ÞVÍ AÐ ÞÚ EÐA ÞÍNIR NÁNUSTU VERÐI FYRIR ALVARLEGU SLYSI. HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-67 00 00 SIMI VARAHLUTA OG ÞJONUSTU : 68 65 00 í samráði við: Slysavarnafélag íslands, Vinnueftirlit ríkisins, Bændasamtökin , Vátryggingafélag íslands og Agritrans.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.