Tíminn - 01.06.1991, Side 10

Tíminn - 01.06.1991, Side 10
Laugardagur 1. júní 1991 SAKAMAL SAKAMAL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Metnaðargjarn kirkjunnar þjónn Skólafélagar hans kölluð hann „klerkinn“ vegna trurækni hans. Síðar hefði „böðullinn“ ef til vill átt betur við. Slysið var enn óhugnanlegra íyrir þá stítf reynd að fómarlambið var ung og talleg kona, sem aðeins hafði verið gift í fimm vikur. Lögreglumaðurinn horfði dapur á lík ungu konunnar, sem lá í baðkari fullu af vatni, og á banvæna rafmagnsofninn sem lá á flísunum. Hann velti því fyrir sér hvemig nokkur maður hefði getað verið svona kærulaus. Hillan við hlið baðkarsins, sem ofn- inn hafði staðið á, var tæplega tíu sentimetra breið. Mjög lítið hefði þurft til þess að ofninn dytti niður í baðkarið. Og það hafði greinilega gerst og þó svo að rafmagnsöryggin hefðu spmngið þegar ofninn datt hafði það ekki gerst nægilega snemma. Eins og annars staðar á Bretlandi hefur borgin Cardiff á strön Wales 220 volta raf- straum. Og kvöldið 10. mars 1978 höfðu þessi 220 volt skekið líkama hinnar 32 ára gömlu Glenys Darling og orðið henni að bana jafnskjótlega og hún hefði verið sett í rafmagnsstól- inn. Eina huggunin sem unnt var að finna í þessum harmleik var að dauð- inn hefði að öllum líkindum verið skjótur og tiltölulega sársákalaus. Daniel Jones lögregluforingi lét mönnum sínum eftir að rannsaka og ljósmynda vettvang og hélt niður í dagstofuna þar sem harmi lostinn eig- inmaðurinn sat og drakk koníak. Barry Darling var dökkhærður, grannur og myndarlegur maður sem leit út fyrir að vera mun yngri en árin 33 sögðu til um. Hann var nýskipaður kirkjuþjónn í Llandaff söfnuðinum í suðvesturhluta borgarinnar og húsið sem slysið hafði átt sér stað var bú- staður kirkjuþjónsins sem kirkjan út- vegaði. Lögregluforinginn tilheyrði öðrum söfnuði og þekkti því ekki Barry Dar- ling en vissi að hann var nýgiftur af því að heimilislæknir hjónanna hafði sagt honum frá því, en það hafði verið fyrst verk Darlings að hringa í heimil- islækninn þegar slysið átti sér stað. Læknirinn þekkti Darling vel þar sem hann hafði starfað sem aðstoðarmað- ur kirkjuþjóns frá 1964 og þar til hann var hækkaður upp í stöðu kirkjuþjóns þegar Allen Gordon, gamli kirkju- þjónninn, lést í janúar 1978. Reyndar hafði Darling ekki verið op- inberlega skipaður kirkjuþjónn fyrr en eftir að hann giftist þann 3. febrúar, þar sem staðan krafðist þess að sá sem skipaði hana væri giftur. FVrri kona Darlings, Susan Fetter, hafði skilið við hann árið 1972. Læknirinn fór að vísu ekki út í öll þessi smáatriði, en hann hafði tekið slysið mjög nærri sér því hann hafði sjálfúr verið viðstaddur brúðkaup ungu hjónanna og þekkti þau allvel. Þegar lögregluforinginn tók fram- burð Darlings upp á segulband komst hann að því að Glenys kom frá heima- bæ Barrys Darling, Halifax, og þau hefðu verið kærustupar þegar þau voru unglingar. Brostnar vonir Darling hafði verið mjög trúhneigð- ur maður alla tíð og sungið í kirkju- kómum í Halifax. Hann hafði viljað helga líf sitt kirkjunni og gerast prest- ur. Því miður kom í ljós að námshæfi- skilnað. Hún var nú gift aftur og virt- ist hamingjusöm. Sama var að segja um Barry sem ekki hafði hreyft nein- um mótmælum varðandi skilnaðinn. Þessar staðreyndir komu ekki allar fram í frásögn Barrys þegar Jones ræddi við hann en þær komu fram í skýrslu aðstoðarmanns hans, sem hafði verið gert að safna saman öllum mögulegum upplýsingum varðandi málið. Reyndar varð skýrslan ekki umfangs- mikil, þar sem ekki var miklar upplýs- ingar að hafa. Hún innihélt aðallega myndir og lýsingar af vettvangi og skýrslu tæknimannanna á rannsókna- stofu lögreglunnar. Tæknimennimir voru mjög vel þjálf- leikar hans voru í lakara lagi og gat hann því ekki látið þennan draum sinn rætast, en þegar honum bauðst staða aðstoðarkirkjuþjóns í Llandaff söfriuðinum þáði hann hana með þökkum. Hann varð fljótlega vinsæll og hrein- lega ómissandi innan safnaðarins, því hann mætti undantekningarlaust til messu og tók glaður að sér öll verkefni sem hann var beðinn um að inna af hendi. En þrátt fyrir trúarhita sinn kom í ljós að hann var ekki alveg ómóttæki- legur fyrir töfrum hins kynsins. Hann kynntist hinni 17 ára gömlu Susan Fetter árið 1965 og kvæntist henni að- eins mánuði síðar. Enginn gat láð honum það, því Susan var mjög falleg stúlka, skemmtileg og aðlaðandi. Hún var einnig mjög ákveðin nú- tímastúlka og það voru margir sem sögðu, ekki laustvið illgirni, að Susan hefði gifst Barry en ekki öfúgt Hjónabandið entist í sjö ár, en þá flutti Susan að heiman og fór fram á Glenys Darling dó af raflosti aðeins fimm vikum eftir aö hún gekk í hjónaband. Dauöi Allens Gordon kom sér vel fýrir Barry Darling, en lögreglan gat ekki sannaö aö um morð hefði verið að ræða. aðir og skýrsla þeirra því mjög ná- kvæm og þegar Jones var að fletta í gegnum skýrsluna fékk hann bak- þanka og fletti nokkrar síður aftur á bak. Lögregluforinginn vildi fá að vita hvort eitthvað væri ekki eins og það átti að vera. Lögregluforinginn hafði eina spum- ingu fram að færa. Hafði rafmagnst- engillinn á baðherberginu verið virk- ur? Aðstoðarmaður hans sagðist hafa gert ráð fyrir að svo væri, en tækni- mennimir hefðu ekkert minnst á það í skýrslu sinni. Hann yrði að fara yfir á rannsóknastofuna og spyrja þá hvort tengillin hefði verið virkur. Af hveiju var snúran svona löng? Aðstoðarmaðurinn var hálfringlaður þegar hann hélt til rannsóknastofunn- ar til að afla umbeðinna upplýsinga. Hann kom aftur með þau svör að tengillinn hefði verið í fullkomnu lagi, en verið óvirkur eins og allt annað raf- magnskerfi hússins þegar lögreglan kom á staðinn. Lögregluforinginn dró þá fram eina af myndunum sem teknar höfðu verið á vettvangi. Þar sást snúran úr ofnin- um þar sem hún kom upp úr vatninu í baðkarinu og lá yfir gólfið og hvarf inn um dymar að svefnherberginu. Önnur mynd sýndi hvar snúrunni hafði verið stungið í samband í svefn- herberginu. Atriðið sem hafði vakið athygli lög- regluforingjans skipti sköpum. Ef tengillinn í baðherberginu var í góðu lagi, hvers vegna hafði Glenys Darling þá sett ofninn sinn í samband í svefn- herberginu? Aðstoðarmaður lögregluforingjans gat ekki svarað þeirri spurningu. En hann benti á að snúran í ofninum hefði verið óvenjulega löng. Raf- magnsofnar voru ekki framleiddir með svona löngum snúrum og jafn- langa snúru og þama var um að ræða hefði orðið að sérpanta í versluninni sem seldi tækið. Báðir lögreglumennimir þögðu dá- góða stund. En síðar kom í ljós að þeir vom báðir famir að hugsa um svipaða hluti. Þeir ákváðu nú að reyna að rekja það hvar rafmagnsofninn hefði verið keyptur. Aðstoðarmaðurinn hélt nú af stað og kom aftur þremur og hálfri klukkustund síðar. Hann hafði komist að því að ofninn hafði verið keyptur þar í bænum og það hafði verið kirkjuþjónninn sjálfúr sem það gerði um það bil viku áður en kona hans lést. Hann hafði sérstaklega beðið um svo langa snúru. Þetta var einmitt það sem lögreglu- foringinn hafði óttast að heyra og nú lék lítill vafi á því í hugum lögreglu- mannanna tveggja að Glenys Darling hefði ekki farist af slysförum eins og fyrst var talið. Rafmagnsofninn hafði ekki fallið ofan í baðvatnið. Hann hafði verið settur ofan í það. En þá var einni mikilvægri spurn- ingu ósvarað: Yrði unnt að sanna það? Það virtist ólíklegt. í fyrsta lagi var guðsótti og trúrækni Barry Darlings svo vel þekkt að erfitt yrði að sannfæra kviðdóm um að hann hefði gerst sek- ur um dauðasynd á borð við morð. Það var á allra vitorði að hann hafði beðið daglega fyrir sáluhjálp forvera síns, þar sem hann vissi að hann hafði oft fengið sér sopa af víni fyrir messur. Allen Gordon hafði verið ólíkur Barry Darling, hafði verið glaðlyndur og kát- ur karl, og hafði margsinnis reynt að sannfæra aðstoðarmann sinn um að guð myndi eflaust fyrirgefa sér slíka smáyfirsjón. Barry Darling hafði ekki látið sann- færast. Hann sagðist sjálfur vera reiðubúinn að fyrirgefa honum, en ef- aðist um að guð gerði það. Þess vegna bað hann stanslaust fyrir sálarheill gamla mannsins. Þetta var aðeins ein af mörgum svip- uðum sögum sem gengu meðal safn- aðarmanna um trúarhita kirkjuþjóns- ins. Myndi kviðdómur fóst til að dæma slíkan mann fyrir að myrða eiginkonu sína, sérstaklega þegar engin sönnun- argögn voru fyrir hendi? Eini möguleikinn sem lögreglufor- inginn sá í stöðunni var að reyna að finna ástæðu fyrir morðinu. Þá kom aðstoðarmaður hans með athuga- semd sem varð til þess að kalt vatn rann milli skinns og hörunds. /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.