Tíminn - 01.06.1991, Side 2

Tíminn - 01.06.1991, Side 2
10 HELGIN Laugardagur 1. júní 1991 IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Innritun fyrir haustönn fer fram í Iðnskólan- um í Reykjavík á Skólavörðuholti dagana 3.- 5. júníkl. 10.00-18.00. Innritað verður í eftirtalið nám: I. Dagnám 1. Samningsbundið nám (námssamningur fylgi umsókn) 2. Bókagerð (prentun, prentsmíð, bókband) 3. Grunndeild í fataiðnum 4. Grunndeild í háriðnum 5. Grunndeild í málmiðnum 6. Grunndeild í rafiðnum 7. Grunndeild í tréiðnum 8. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði 9. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun 10. Framhaldsdeild í hárgreiðslu 11. Framhaldsdeild í hárskurði 12. Framhaldsdeild í húsasmíði 13. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði 14. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun 15. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvéla- virkjun 16. Framhaldsdeild í vélsmíði og rennismíði 17. Almennt nám 18. Tölvubraut 19. Tækniteiknun 20 Tæknibraut II. Kvöldnám (öldungadeild) 1. Meistaranám (sveinsbréf fylgi með um- sókn) 2. Almennar greinar 3. Grunnnám í rafiðnum 4. Rafeindavirkjun 5. Tölvubraut 6. Tæknibraut (lýkur með stúdentsprófi) 7. Tækniteiknun Innritun er með fyrirvara um þátttöku í ein- stakar deildir og áfanga. Öllum umsóknum nýnema fylgi staðfest afrit prófskírteina með kennitölu. Einnig verður innritað í kvöldnám dagana 18.-19. ágúst nk. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu skólans sem er opin virka daga kl. 9.30- 15.00. Sími 26240. Aðalfundur SAMBANDS ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA verður haldinn dagana 6. og 7. júní 1991 í Sambandshúsinu, Kirkjusandi. Fundurinn hefst kl. 9 árdegis. ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Utboð Rangárvallavegur 1991 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd kafla 4,9 km, fyllingar og neðra burðarlag 21.000 m3, fláafleygar 5.800 m3. Verki skal lokið 15. ágúst 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rík- isins, Borgartúni 5, (aðalgjaldkera), Reykja- vík og á Selfossi frá og með 3: júní. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 18. júní 1991. Vegamálastjóri KRISTMANNS- MÁLIÐ hann maður athugull og greindur. Þennan sunnudagseftirmiðdag kom hann ríðandi heim til sín ofan úr Mar- árdal, sem er nokkru fyrir ofan Kolvið- arhól. Segir ekki af ferðum hans fyrr en hann var kominn fram hjá hraun- brúninni sem Húsmúlinn stendur á. Sér hann þá tvo hesta söðlaða í mýr- inni þar fýrir neðan, en kemur ekki auga á neina ferðamenn, er verið gætu eigendur þeirra. Ekki hóf hann þó neina leit að svo stöddu, enda skipti það engum togum að hann sá tvær manneskjur, karl og konu, koma ríð- andi úr sömu átt Voru það þau Sigur- þór og Metta úr Reykjavík. Fór hann í veg fyrir þau og heilsaði þeim, en þau tóku kveðju hans fálega og þegar hann innti þau eftir hestunum þóttust þau ekkert um þá vita. Virtist honum sem þau vildu sem allra minnst við sig tala og þegar hann skoraði á þau að hjálpa sér til að leita uppi menn þá er hestana ættu, svöruðu þau því einu að þau hefðu engan tíma til slíks. Þótti Ólafí allt framferði þeirra harla kyn- legt, en fékk ekki við ráðið og skildi þannig með þeim. Sneri nú Ólafur við og hóf einn leit- ina. Ekki hafði hann þó lengi farið er hann sá mann nokkurn berhöfðaðan, sem lá eða hallaði sér upp að hraun- dranga rétt við gömlu sæluhústóftina, sem fyrr getur. Reið hann þangað og kallaði til mannsins, en sá lét sem hann svæfi og svaraði ónotum einum. Ekki er þess getið að Ólafur hafi séð vín á manninum, þó að viðbrögð hans hefðu mátt benda til slíks. Fékkst ekk- ert upp úr honum um það hver ætti hestana með söðlunum, en Ólafur taldi sjálfgefið að þessi ókumpánlegi ferðalangur ætti þar hlut að máli, hvar svo sem félagi hans kynni að vera nið- ur kominn. Ólafur þurfti ekki lengi að fara í graf- götur um þetta síðasta atriði. Hann hafði vart fýrr litið í kring um sig en hann sá annan mann liggjandi á grúfu með höfuðið niðri í polli nokkru nær veginum og á að giska í tíu faðma fjar- lægð frá náunga þeim sem hann hafði fýrr komið að. Þóttist þá Ólafur vita að ekki væri allt með felldu, stökk hið skjótasta af baki og hljóp á vettvang. Blasti þá við honum hin hryllilegasta sjón. Var maðurinn allur ataður mold og blóði og er hann hafði verið dreg- inn upp úr pollinum runnu blóðdre- fjar niður um allt andlit úr opnu höf- uðsári. Ekki vottaði fýrir neinu lífs- marki með honum. Kristmann gullsmiður Nú hefði mátt segja að skynsamleg- ast hefði verið af Ólafi að láta allt vera með ummerkjum, uns ábyrgir menn hefðu verið kvaddir til skoðunar. Hitt mun honum þó hafa verið ríkara f huga að skilja ekki við líkið umhirðu- laust á víðavangi, en ekki gat hann hjálparlaust komið því til bæjar. Hon- um varð því fýrst fyrir að skyggnast um eftir skötuhjúum þeim er hann hafði áður mætt, en þau voru þá kom- in áleiðis niður í Svínahraun og létu kalli hans ósvarað. Var þá ekki annað að gera en leita til mannsins sem þóst hafði sofa og var hann enn hreyfingar- laus. Sagði Ólafur honum hvers hann hefði orðið vísari, en ekki virtist sú frásögn hafa teljandi áhrif. Þó fékkst hann eftir nokkrar vífilengjur til að gera grein fýrir sér og félaga sínum. Kvaðst hann sjálfur heita G. en hinn látni maður væri Kristmann Jónsson gullsmiður og væru þeir báðir úr Reykjavík. Þá taldi hann sér ókunnugt með öllu hvað valdið hefði dauða hans. Ekki varð þess enn vart að G. væri verulega undir áhrifum áfengis og skipaði Ólafur honum nú að hirða hestana og flytja þá héim að Kolviðar- hóli, en sjálfur kvaðst hann mundi ríða á undan og taka til reiðing og annað fleira sem með þurfti til að flytja líkið heim. Varð G. við þeirri áskorun. í þennan mund voru ung hjón úr Reykjavík áð koma úr kynnis- för austan úr Ölyesi. Var það Ölafur Rósenkrans, þáverandi aðstoðarmað- Fyrsta gestgjafahúsið á Kolviðarhóli, en það var reist 1877. ur lögreglustjórans, en síðar um langt skeið leikfimikennari við Menntaskól- ann og frú Hólmfríður Bjömsdóttir, kona hans. Mættu þau G. er hann var á leið heim að Kolviðarhóli með laus- an hest í taumi, sölaðan. Bar Ólafur þegar kennsl á hann og þótti ferð hans grunsamleg, en ekki virtist G. neitt vilja við hann tala og skildi svo með þeim. Var nú lík Kristmanns heitins flutt að Kolviðarhóli og eins munir þeir er hjá því höfðu fundist Voru það meðal annars hattar tveir, flaska, hálffúll af púnsi, hliðartaska, trefill og svipa, og reyndist það allt hafa tilheyrt Krist- manni, nema annar hatturinn, sem G. kvaðst eiga. Við nánari athugun á munum þessum veitti Ólafur sælu- húsvörður því athygli að svipan var blóðug mjög á einum hólknum og fram eftir skaftinu. Brá honum allmj- ög í brún er hann sá þetta, sýndi ráðs- konu sinni ummerkin og spurði G. hverju þau sættu. Komu þá vöflur á G. og fór hann fýrst undan í flæmingi, en svaraði seinast á þá leið að líklega hefði Kristmann þurrkað sig um nas- imar með henni." Þegar hér var komið sögu hafði lík Kristmanns verið lagt til og bjóst G. þá til heimferðar. Ekki mun Ólafi hafa hugkvæmst að hindra það áform, enda hefði hann naumlega haft tök á slíku og auk þess vandséð hvernig tak- ast mætti að nálgast rétt yfirvöld í tæka tíð. Ólafi verður því ekki með neinum sanni borin á brýn vanræksla í þessu tilliti, en um annan og alvar- legri hlut var grandaleysi hans til þess fallið að torvalda rannsókn væntan- legrar sakargiftar. Svipan með blóðd- refjunum, sem auk þess var með skörpum hnúð og þess vegna hið ákjósanlegasta morðivopn, hefði að sjálfsögðu átt að geta orðið eitt helsta sönnunargagn í slíku máli — ef hún hefði verið látin óhreyfð. En því var ekki til að dreifa. Sá aðilinn, G., sem líklegastur var til að sæta ákæru af þessu voveiflega tilefni, hafði sjálfur þetta einstæða sönnunargagn á brott með sér og flutti það um nóttina til Reykjavíkur! Sundurrifið „húmbúg44 Segja má með nokkmm rétti að þessi byrjunarmistök hafi verið táknræn fýrir alla opinbera meðferð þessa raunalega máls uns yfir lauk. Reyndar kom það þegar daginn eftir til kasta lögreglustjórans í Reykjavík og átti þá G. tal við hann að fýrra bragði. Sagðist honum svo frá að hann hefði farið í útreið daginn áður ásamt Kristmanni og fleira fólki, þar á meðal hjúum þeim er fýrr getur og hefði ferðinni verið heitið upp í Marárdal. Þeir Krist- mann hefðu þó ekki komist lengra en upp að Kolviðarhóli og hefðu þeir orð- ið þar viðskila við samferðafólkið. Kvaðst hann þá hafa verið orðinn svo ölvaður að sig ræki ekki minni til neins er síðar hefði viö borið og væri sér því fýrirmunað að vita nokkuð um tildrögin að dauðdaga hins látna manns. Lét lögreglustjóri þessa skýrslu nægja að sinni og ekki úr- skurðaði hann G. í gæsluvarðhald. Var nú lík Kristmanns flutt til bæjar- ins, svo og þeir munir ýmsir, er fund- ist höfðu hjá hinum látna. Vom mun- ir þessir síðan afhentir einum kunn- ingja Kristmanns heitins og loks seld- ir á uppboði, án þess að réttarrannsókn hefði farið fram á þeim. Hins vegar var héraðslæknin- um, Jónasi Jónassen, falið að kryfja líkið og er skýrsla hans, sem aðeins er fáar línur, dagsett 10. ágúsL Nefnir læknirinn þar áverka á líkinu, einkum skurð fýrir ofan vinstra auga, en telur annars dánarorsökina hafa verið heilablæðingu, „sem að öllum líkind- um hefur orðið við fall eða annan áverka á höfuðið." Við nánari athugun á staðnum þar sem líkið fannst komu enn nokkrir hlutir í leitimar. Þar á meðal var lykkja er tilheyrði hálslíni af þeirri gerð er þá og lengi fram eftir gekk undir nafninu „húmbúg." Vitnaðist þá að hálslín Kristmanns hafði verið sundurrifið er líkið fannst og einnig hafði partur af úrfesti hangið við vest- ið, en sjálft úrið fannst aldrei. Má merkilegt heita að þessi vitneskja skuli ekki þegar hafa verið leidd í ljós við réttarhöldin, er líkið var flutt til bæjarins. En það er fleira sem sýnir Ijóslega hversu meðferð þessa máls, sem þó hafði vakið svo mikla athygli í bæn- um, var frumstæð og handahófs- kennd. Þannig var það fýrst er fatnaði og munum Kristmanns heitins hafði verið ráðstafað að kunningjar hans veittu því athygli að blóðdrefjar voru í hatti hans innanverðum. Enn fremur má taka það fram að þrátt fýrir tor- tryggilegan framburð G. voru engin vitni eiðfest gegn honum við fýrri eða síðari yfirheyrslur í málinu. Þó varð nú ekki lengur hjá því komist að úr- skurða hann í gæsluvarðhald „þar sem ástæða gæti verið til að halda að hinn voveiflegi dauðdagi Kristmanns Jónssonar hafi orsakast af mannavöld- um,“ en það var samt ekki gert fýrr en hinn 17. ágúst, þegarvitni, sem mætt höfðu Kristmanni og G. á leið frá Kol- viðarhóli báru það að fýrra bragði að hvorugur þeirra hefði þá verið undir áhrifum áfengis. Þetta gæsluvarðhald G. varð þó harla árangurslítið og var honum sleppt eftir sex daga, en rann- sóknin send amtmanni til ályktunar. Rannsókn Jóns landritara Amtmanni mun hafa fundist málið slælega rekið og lagði hann fýrir lög- reglustjórann að afla ffekari skýrslna og sannana. Samdi þá læknirinn sem framkvæmt hafði líkskoðunina nýja skýrslu um málið og virtist hann helst hallast að því að skyndileg innanveiki eða ofdrykkja hefði valdið dauða mannsins og gerði nú öllu minna en áður úr höfuðáverkanum. Fátt annað hafðist upp úr málsrannsókninni og tók þá amtmaður það til bragðs að skipa sérstakan setudómara í málinu. Varð Jón landritari fýrir valinu. Var honum falið að afla allra faanlegra heimilda um það hvort Kristmann hefði látist af innanveiki og ofdrykkju eða látið lífið fýrir slys af mannavöld- um. Jón ritari var, eins og kunnugt er, allra manna harðskeyttastur, að hverju sem hann gekk. Hann mun og hafa haft fúllan hug á að komast til botns í Kristmannsmálinu, og hóf hann rannsókn sína 4. febrúar 1882 og hélt henni áfram af miklum dugn- aði til 15. mars sama ár. Varð það fýrsta verk hans að úrskurða eigi að- eins G. í varðhald, heldur einnig þau Sigurþór og Mettu, sem verið höfðu samferðamenn þeirra Kristmanns. Höfðu þau við fýrri yfirheyrslur verið látin vinna éið að'framburði sínum, .snrfaleGiö mumb §o lub 1 nni

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.